Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 68

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 68
62 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. landlæknir þar eina stund á dag, frá 1—2, og stundum meira. Að því loknu sátu allmargir af nemendum Sam- vinnuskólans þar við lestur og stílagerð, þar til kvöldskól- inn byrjaði. Með þessu móti voru kenslustofurnar .notaðar allan daginn, og kom ekki að sök. Nemendur Samvinnu- skólans hafa jafnan inniskó, er þeir eru þar innan húss. I sérstökum klefa í kjallaranum hefir hver nemandi tvö hólf í skáp, annað fyrir inniskó, hitt fyrir útiskó. Með þessum hætti verða gólfin alt af tiltölulega hrein. Ef þann- ig væri farið að í öðrum skólum, mætti nota húsin miklu betur en nú er gert, kenna og lesa í skólaherbergjunum, ekki síst ef loftskiftunum væri hraðað með rafmagnsvél, eins og nú tíðkast á skipum og í stórum samkomuhúsum. Nemendur héldu málfundi reglulega, og höfðu skrifað blað. Annað hvert sunnudagskvöld var venjulega samkoma í skólanum, oft fyrirlestur um eitthvert fræðandi eða skemtandi efni, söngur og önnur glaðværð. Kaffi eða aðr- ar einfaldar veitingar, nema ekki reykingar. Á þessar skemtanir koma venjulega ýmsir samvinnumenn úr fjar- sveitum, þegar þeir koma til bæjarins. Ættu sem flestir slíkir menn að láta vita af ferðum sínum, er þeir koma til bæjarins, meðan kenslan stendur yfir. Um jólaleytið halda nemendur skólahátíð sína heima í skólanum. Var svo enn í vetur. Kenslan í skólanum er alt af nokkuð erfið, þannig, að óþroskaðir unglingar hafa hennar ekki veruleg not. Tak- markið er að ala upp fáeina verslunarmenn á hverju ári, en ekki marga. En að þar að auki komi í skólann menn, sem ætla að ryðja samvinnunni götu á nýjum sviðum, eða fá almenna félagslega mentun. Erlend tungumál hefir alt af verið lögð mikil áhersla á. Jafnvel svo, að Bjarni frá Vogi hrósaði kenslunni í þýsku í ræðu, þar sem hann að öðru leyti réðist á skólann. þýskan hefir að vísu verið vel kend, en ekki betur að sínu leyti en íslenskan, enskan og danskan. Málin eru okkur Íslendingum bráðnauðsynleg, einkum þeim, sem eitthvað hugsa, vegna fræðibóka, sem eru svo fáar til á okkar máli. Sr. Tryggvi þórhallsson hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.