Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 41
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 87
hefir 2 kýr, 60 fjár og 10 hross. Einhverja atvinnu mun
liann hafa stundað, jafnframt búskapnum, úti á Borðeyri,
sem er þar á móti, hinumegin Hrútafjarðar. Trúað gætum
við, að eitthvert býlið legðist fyr niður en þetta.
þaðan var haldið að þóroddsstöðum. Síra Eiríkur á
Stað fylgdi okkur þangað. Á þóroddsstöðum er tvíbýli.
þorvaldur hreppstjóri Ólafsson hefir búið þar lengi, en nú
hefir þorvaldur fóstursonur hans tekið nokkuð af jörð-
inni. þar er fyrirmyndar-búskapur. Tvílyft steinhús
16X18 álna, með kjallara undir. Fénaðarhús ágæt. Túnið
gefur af sér 300 töðuhesta. þar eru 200 sauðfjár, 6 kýr
og 40 hross. Útheyskapur er á heiðum uppi.
það manndómsverk hafa hjónin á þóroddsstöðum unn-
ið, að ala upp 8 fósturbörn, og gengið þeim í foreldra stað,
en sjálf hafa þau ekkert barn eignast. þorvaldur yngri
fylgdi okkur yfir Hrútafjarðarháls.
þó að Hrútafjörður sé nokkuð mikil harðindasveit, er
eitthvað hlýlegt og vingjarnlegt við hann. þjóðvegurinn
yfir hálsinn er mölborinn, en ljóður er á um viðhald á brúm
og rennum.
Næsti bærinn, sem við komum að, var Melstaður í
Miðfii'ði. Býr þar síra Jóhann Briem og frú Jóna Briem.
Eru þau bæði Árnesingar. Varð þar nokkur viðstaða, og
viðtökur ágætar. Melstaður er alþekt höfuðból. Er þar fag-
urt yfir að líta. Tún stórt og fallegt. Bærinn stendur á hæð
og sér þaðan yfir Miðfjarðardalinn og út á sjó. Frá tún-
inu og niður að Miðfjarðará, — sem er nokkuð breið
spilda, — liggja engjarnar; eru þær þurrar og greiðfærar.
Var svo haldið að Söndum til gistingar. Á Söndum búa
Jón Skúlason og Salóme Jóhannesdóttir frá Útibleiksstöð-
um. Eru þau fremur ung hjón. Ekki urðum við varið neinna
þi’engsla, þótt við gistum þar 10.
Mikil nýjung var okkur Sunnlendingum að sjá torf-
þökin í Húnavatnssýslu; þau bera alt annan svip en þau,
sem við eigum að venjast. þó að fjárhúsin á Söndum séu
björt og rismikil, eru þökin að utan eins og ávalur hóll.
Allir útveggir eru hlaðnir úr kökkum, og gengur þakið frá