Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 67

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 67
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 113 Að morgni þess 16. júlí var pórður, tilvonandi fylgdar- maður okkar, snemma á ferli og hafði margt fyrir stafni, því nú þurfti að hugsa fyrir nesti til ferðalagsins, og gekst hann fyrir því með hinum mesta dugnaði; síðan var nest- inu jafnað niður í töskurnar. Mátti þar sjá meðal annars hertan silung úr Mývatni, þverhandarþykkar hangikjöts- síður úr Bárðardal, ásamt súrsuðum bringukolli af hrút frá Mýri, er kjötið af vóg 96 pund, á blóðvelli. Á þessum bæjum gistum við síðast á Norðurlandi, eft- ir tæplega þriggja vikna ferðalag, og þegar við lítum yfir það, eru endurminningarnar svo góðar um hvern einasta gististað, að á þeim er ekki hægt að gera nokkurn mun. J>ví meir sem okkur lá á greiðasemi, eins og á þessum síðustu bæjum, því betur kom í ljós, velvild og hjálpsemi. þennan dag komu nokkrir Bárðdælir að Mýri, til þess að fylgja okkur á leið, þar á meðal Páll Jónsson hreppstjóri á Stóruvöllum, Jón bóndi á Bjarnastöðum o. fl. Við lögð- um af stað kl. 3 e. m., fyrst allir suður fyrir túnið, þar skiftist hópurinn. Við sunnanmenn, með Pál hreppstjóra í fararbroddi, fórum austur að Eldeyjarfossi, sem er í Skjálf- andafljóti, skamt fyrir austan Mýri. það er snotur foss, er steypist fram af stuðlabergi. Eftir stutta viðstöðu var svo haldið vestur á þjóðleiðina aftur. þeir sem fóru með lausu hestana, voru komnir þar. Voru þar meðal annars hjónin á Mýri, með tvær dætur sínar. þó að Jón yrði fyrir því mikla áfalli síðastliðið ár, að missa annan fótinn fyrir ofan kné, og verður því að ganga við tvær hækjur, reið hann í hnakk, og má geta nærri, að hann hefir lagt mikið á sig til að fylgja okkur, og sáum við glegst á því, hversu góðan vilja Norðlendingar höfðu á því, að gera okkur ferðina sem ánægjulegasta. þegar allur hópurinn var kominn saman, var það um tuttugu manns, með nærri fimtíu hesta. Síðan var haldið suður að íshól, sem er eyðibýli; standa þar húsatættur, og sér enn ræktarlitinn á túninu, en alt land í kring er mjög blásið. Eftir ofurlitla hvíld var haldið upp hálsinn til suð- vesturs, og þegar kom vestur á brúnina, blasti við fyrir 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.