Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 82
128 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
andlit. Hér sést þó enn hreinn og' tígulegur höfuðbólssvip-
ur á Grenjaðarstaðabænum. Hér á bráðum að reisa þjóð-
legan skóla, í tvíbýli við prest og kirkju. Eg vil, að bæn-
um á Grenj aðarstað sé haldið við, óbreyttum, með óskertri
tign, svo aldir og óbornir viti, hve svipmikil íslensk höfuð-
ból hafa verið.
R e y k j a h 1 í ð. Flestir kannast við ættarheimilið að
Bergþórshvoli, að allir synir Njáls vildu saman búa og með
föður sínum. þannig er það og í Reykjahlíð. par býr enn
Einar bóndi Friðriksson, synir hans þrír og einn tengda-
sonur, allir giftir og margra barna feður. Enginn vill yfir-
gefa sína sveit og sitt óðal. Jörðin er bætt og nytjuð hið
ítrasta, og búskapur allra bændanna blómgast vel. Einar
bóndi er hár maður og herðibreiður, keikur enn og hraust-
ur, en blindur orðinn og heyrnin biluð. J>ó þóttist eg sjá
ættarhöfðingj ann forngermanska, frá þeim dögum, er
æ 11 i n hélt saman. þarna voru yfir þrjátíu manns í heim-
ili, alt börn bóndans gamla og tengdabörn, barnabörn og
eitt barnabarna barn.
Mývatnssveit er ein af þeim fáu sveitum þessa lands,
þar sem fólkinu er alt af að fjölga. Jörðunum er skift og
þær meir yrktar, eftir því sem fjölskyldur vaxa. Mývatns-
áveitan og silungsklakið hjálpar. En í flestum sveitum
mun mega finna næg hjálparráð, til þess að fólksfjölgun-
in þurfi ekki að flytjast brott, ef átthagatrygðin og ættar-
samheldnin væru jafnsterk og í fjallbygð þessari.
P ó s t a r n i r. Hefurðu ferðast með landpósti um
bygðir og fjöll? Veistu hvað það er, að vera meiri hluta
æfinnar á ferð um þetta veglausa land og mega aldrei
hika eða dvelja för sína, hversu sem viðrar og hvernig
sem snjó hleður á fjöllin? Engin stétt geymir betur vík-
ingslegan hetjuþrótt en póstarnir. í þá stöðu veljast ekki
aðrir en afbui'ða atorkumenn eða þeir uppgefast fljótlega.
Samferðamaður ber til þeirra ótakmarkað traust, engar
hættur, engar tálmanir þarf að hræðast. Pósturinn kann
alstáðar ráð og kemst ætíð leiðar sinnar í hríðum og stór-
viðri, yfir ófærar ár og reginfjöll.