Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Síða 110
156
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
því, að vöruflutningar væru í höndum landsmanna sjálfra,
og margar þjóðir fóru að dæmi Englendinga, og sniðu sigl-
ingalög sín eftir enskri fyrirmynd.
1 nálega öllum löndum var landbúnaðurinn olnboga-
barn löggjafanna. Kaugauðungar litu svo á, að útflutning-
ur á landbúnaðarafurðum borgaði sig ekki, þar eð farm-
gjöldin væru svo há, að bændur stæðust ekki samkepnina
á erlendum markaði, enda létu þeir sig landbúnaðinn litlu
skifta. Átthagafjötui', skylduvinna og margskonar ánauð
hvíldi á smábændum og leiguliðum, er dró dáð og orku úr
miklum hluta bændastéttarinnar, og gerði þeim ókleift að
vinna að umbótum og framförum í sveitum. það var auk
þess mjög að skapi stjórnmálamannanna, að landbúnaðar-
afurðir voru í lágu verði. pá gátu verkalaunin verið lægri,
og atvinnurekendur, er framleiddu til útflutnings, áttu að
geta framleitt ódýrara og staðist betur samkepnina á er-
lendum markaði. því var útflutningur á korni bannaður í
sumum löndum, eða að það var lagt á kornið útflutnings-
gjald. Margir kaupauðungar litu svo á, að mikil fólks-
fjölgun væri til þjóðþrifa. Verkamenn yrðu þá fleiri og
launin lægri. Herinn auk þess stærri og öflugri.
Versluninni innanlands var minni sómi sýndur en ut-
anríkisversluninni. Hún var bundin ýmsum böndum og háð
mörgum reglum, sem hefti mjög alla samkepni og viðskifti
manna á milli. Víða urðu bændur að greiða háa skatta, er
þeir fluttu vörur sínar til bæjanna. í sumum löndum máttu
bændur aðeins selja afurðir sínar í næstu bæjum, og hand-
iðnamenn selja varning sinn í nálægum sveitum. Menn urðu
oft að greiða háa skatta og tolla, ef þeir versluðu við aðra
bæi eða landshluta. Sama gilti um handiðnirnar. Voru
þeim settar reglugerðir, er í smáu sem stóru skipuðu fyr-
ir um, hvernig framleiðslunni skyldi hagað. Landsstjórn-
in ákvað oft söluverðið, leyfði aðeins að hrávaran væri
keypt á vissum stöðum. Stjórnarvöldin gengu venjulega
ríkt eftir því, að vinnan væri vel af hendi leyst og varan
ósvikin, og gerði meisturum að skyldu að fara vel með
sveina sína. Við ýmsa starfrækslu voru verkalaunin og