Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 115

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 115
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 161 um þar í landi: lagningu járnbrauta, hafnargerðum og skipaskurðum. Lesseps, sem stýrði verki við Suesskurð- inn, hafði numið í fjöllistaskólanum. Litlu eftir að Comte kom til Parísar, var Napoleon fyrsta hrundið af stóli, en við völdum tók hin gamla, íhalds- sama konungsætt, er ráðið hafði Frakklandi öldum saman. Var nú leitast við á margan hátt að afmá flest það, er minti á stjórnarbyltinguna og keisaradæmið. En fjöllista- skölinn var barn byltingarinnar og gat ekki afneitað eðli sínu. Mjög margir af lærisveinunum voru lýðveldissinnar, og einn af þeim var Comte. Stjórnin hafði illan bifur á skólanum. Nú bar svo til, að nemendur lögðu fæð á einn kennarann og sýndu nokkur merki þess opinberlega. Comte var þar framarlega í flokki. Stjórnin notaði tæki- færi þetta, lét loka skólanum um stund og tvístra læri- sveinunum. þetta var 1816. Comte hafði þá numið í fjöl- listaskólanum í tvö ár. Skólagöngu hans var nú lokið. Hann var þá aðeins 18 ára. En svo vel hafði hann unnið að námi sínu, að undirstaða sú, er hann hafði fengið, varð honum nægileg til að skilja vel meginþætti allra náttúruvísinda, stærðfræði og heimspeki. Comte hvarf í bili heim til foreldra sinna, en að- eins skamma stund. þekkingarleit hans hafði ekki nægilegt starfssvið í smábæ úti á landi. París, „hjarta heimsins", með sínum margháttuðu menningarlindum, heillaði hug hans. Comte leitaði þangað aftur von bráðar og bjó síðan í París, oftast við þröng kjör, það sem eftir var æfinnar. Comte byrjaði að hafa ofan fyrir sér með illa laun- aðri tímakenslu. Tekjurnar voru sárlitlar, og hann varð að sið fátækra námsmanna að leigja þakherbergi uppi undir súð, þar sem hitinn er mjög óþægilegur á sumrin. En þrátt fyrir fátæktina hafði Comte aðstöðu til að lesa mikið og halda áfram heimspekisnámi sínu, einkum sögu vísindanna. Eitt sinn gerðist hann út úr neyð húskennari hjá efnuðum manni. þar fékk hann gott herbergi og þægilega aðbúð. En um leið þótti honum vistin bindandi, leiðinleg og ófrjáls. Hann kaus heldur fátæktina og frelsið, og flutti aftur í 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.