Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 53

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 53
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 47 ur um, að Danir geta tekið við tiltölulega fleiri stúdent- um en við, í þessu skyni. þeir hafa betri efni á að halda marga embættsmenn, og sérstaklega er þeim miklu hæg- ara að styrkj a allskonar vísindastarfsemi. Veldur því stærð og efnahagur þjóðarinnar. Og ef við komum að hin- um, sem taka stúdentspróf, ekki til þess að verða embætt- ismenn, og heldur ekki til að leggja sérstaklega stund á vísindastarfsemi, heldur til hins, að fá almenna mentun, til þess að verða betur færir um að taka þátt í lífsbar- áttunni, sem sjálfstæðir atvinnurekendur, þá er aðstaða Dana einnig betri að þessu leyti, en okkar. Margir þeir, sem eiga von á að erfa fé, eða hafa að öðru leyti efni á því, vilja gjarna fá háskólamentun, en lifa síðan á efnum sínum eða sem sjálfstæðir atvinnu- rekendur. Slíkir menn eru afarfáir hér, borið saman við önnur lönd. Hér eru það hreinar undantekningar, ef menn hafa efni á dýru 12 ára námi, aðeins til að auka þekkingu sína, en ekki beinlínis til þess að búa sig undir ákveðið lífsstarf. pá má ekki gleyma einum meginágalla á allri ,aka- demiskri“ mentun hér hjá okkur. Ef við berum t. d. enska skóla, sem leggja engu síður kapp á, að veita mönnum líkamlegt en andlegt upp- eldi, saman við íslenska eða danska skóla, þá er þar ólíku saman að jafna. Eins og kunnugt er, eru háskólagengnir menn í Englandi að sama skapi betur færir um alt líkam- legt erfiði, sem þeir standa öðrum framar að andlegu at- gerfi. Eg bendi á þetta vegna þess, að ein ástæðan fyrir því, að eg tel ekki æskilegt, að háskólagengnum mönnum fjölgi hér úr hófi fram, er sú, að skólamir, hvorki menta- skólinn né háskólinn, veita þeim mönnum heppilegt upp- eldi, sem vilja brjóta sér braut sem sjálfstæðir atvinnu- rekendur, og allra síst að því er snertir íþróttahliðina. pá vil eg víkja að því, hversvegna mentaskólinn hefir stækkað með þeim fádæmum, sem eg hefi sýnt. Til þess hafa einkum verið taldar tvær ástæður. Önnur er sú, að mentaþorsti Islendinga sé óvenjumikill, en hin, að skól-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.