Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 99

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 99
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 93 efnið í líkömum manna, dýra og jurta. Viðfangsefnið verð- ur hér æ flóknara, einkum þegar kemur að lífrænni efna- fræði. þaðan er ekki nema stutt skref yfir í sjálfa líf- fræðina. Á dögum Comtes uppgötvuðu náttúrufræðingar frum- una, eða hið lifandi hvolf, sem er nálega eins í mönnum, dýrum og jurtum. Sú uppgötvun bygði brú á milli lækn- isfræði, dýrafræði og grasafræði, sem áður sýndust fjar- skyldar þekkingargreinar. Líffræðin nær yfir öll þessi svið. Hún útskýrir hin sameiginlegu einkenni alls sem lifir. þegar þess er gætt, að öll læknis- og sjúkdómafræði, öll heilsufræði og uppeldisfræði verða að byggja á niðurstöð- um líffræðinnar, sést hvílíka geysiþýðingu fyrir mannkyn- ið er að allri aukinni vísindalegri þekkingu á þessu sviði. Efsta deild mannlegrar þekkingar var að dómi Comtes félagsfræðin, sú vísindagrein, er hann taldi sitt megin- hlutverk að skapa. Félagsfræðin nær yfir öll mannleg við- skifti, frá því að tvær manneskjur taka höndum saman til að vinna verk, sem einum er ofvaxið, og alt til stærstu ríkja, þar sem miljónir manna mynda félagsheildina (Rómaveldi, kaþólska kirkjan). Margar gamlar fræði- greinar, saga, þjóðafræði, lögfræði, heimspeki, siðfræði og hagfræði eru hver um sig aðeins einn þáttur mannlífsvís- indanna. Félagsfræðin á að ná út yfir öll mannleg sambönd, finna og útskýra náttúrulögmál mannlegrar þróunar og réttrar hegðunar. Ein af meginskýringum Comtes er sú, að hver fræði- grein komist því fyr á vísindastigið, sem viðfangsefni hennar er einfaldara og ósamsettara. Stjörnufræðin varð þessvegna fyrst vísindaleg. Lögmál hennar voru léttfund- ust og auðskýrðust. En félagsfræðin kemur seinast í röð- inni. þar er viðfangefnið fjölbreytilegast og sundurleitast. Hver manneskja er lítill hlekkur í þeirri miklu keðju. Mis- munandi eðli, þarfir, kröfur og mentun manna gera fram- komu þeirra, er margir vinna saman, torskylda og lögmál mannlífsins ekki auðfundin. Síðari helmingurinn af hinu mikla höfuðverki Comtes
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.