Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 17

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 17
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 207 vildi hafa áhrif á gang þingmála, en það brást þó, er hon- um þótti einna mestu skifta, er hann vildi fá hússtæði á Amarhóli, sem mjög er frægt orðið. Vídalín sýnist hafa unnið að starfi sínu með talsverðri röggsemi og dugnaði framan af árum. Eins og hag félaganna var þá komið, og fjárhagsástæðum landsins, sýnist það hafa verið ómetan- leg gæfa fyrir pöntunarfélögin að komast þegar í byrjun i kynni við slíkan mann sem Zöllner. Skifti hans við félög- in bera vott um að hann var traustur, áreiðanlegur, vandaður og velviljaður viðskiftamaður. Smátt og smátt verða hin margháttuðu skifti hans við ísland og íslend- inga til þess að binda hann föstum tengslum við landið. f augum Zöllners var fsland ekki mjólkurkýr, sem átti að ala dýra viskiftamenn úti í löndum. Hann leit líka á málin frá sjónarmiði íslendinga, og tók líka á fleirri sviðum þátt 1 viðreisnarstarfi landsmanna, eins og síðar mun sagt verða. Smátt og smátt tóku að gerast ýfingar með þeim fé- lögum. Zöllner var hinn trausti, þétti múrveggur, sem árin breyttu ekki í neinu verulegu. Hann var kaupmaður í orðs- ins besta skilningi, en Jón Vídalín var íslenskur „spekúl- ant“, höfðingjaefni af nokkuð svipaðri tegund og Oddur Sigurðsson lögmaður, frískur, djarfur, gat verið duglegur og áhugasamur, en bylgjugangur mikill í lund og lífstefnu. Hann giftist konu er Helga hét, með svipaða ágalla og kosti. Hún var eyðslusöm og frek um peningakröfur. Er álitið að fjárkröfur hennar hafi ýtt Vídalín lengra og lengra út á þá braut, sem síðar leiddi til skilnaðar þeirra Zöllners og manns hennar. Augljóst dæmi um þennan skoðanamun þeirra félaga er viðhorf þeirra gagnvart vest- urferðum íslendinga. Vídalín vildi að þeir flyttu vestur- fara til Englands á skipum þeim, er þeir sendu með vörur til íslands, og oft voru létt hlaðin aftur. Frá verslunarsjón- armiði var skoðun Vídalíns rétt. það var auðvitað hagur að fá flutningsgjöld fyrir fólkið, úr því farmrúmið var annars ekki notað. En Zöllner horfði lengra fram í tímann. Hann sá að hver skipsfarmur með vesturförum var blóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.