Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 45

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 45
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 235 urinn ríkir, en hann stjórnar ekki“ (The King reigns, but does not govern), og hún hefir orðið eitt af helstu kjör- orðunum í breskum stjórnmálum á síðari tímum. Konungarnir reyndu í lengstu lög, að halda fast við sinn forna rétt, til þess að velja sér ráðherra. En 1745 ætlaði einn af vildarmönnum konungs, og mikill atkvæða maður, að mynda stjórn, en neðri deild þingsins vildi ekki styðja hann. Konungur varð því neyddur til að fá stjórn, sem meiri hluti deildarinnar samþykti. Með þessu var þing- ræðið eiginlega grundvallað, þó það væri ekki lögfest, i'remur en flestar aðrar breskar stjórnai’venjur. Árið 1718 áttu að fara fram þingkosningar á Eng- landi, en þá voru nýlega afstaðnar innanlandsóeirðir, svo stjórnin var hrædd við kosningabaráttuna og æsingar þær, sem af henni leiddu. þingið lengdi því kjörtímabilið frá þrem árum upp í sjö ár, og þannig var það til 1911, að það var fært niður í 5 ár einsog það er nú. pessi atburður er ágætt dæmi upp á þróun hinnar bresku þingstjórnar. þegar einhver liður í stjórnarfar- inu er orðinn úreltur eða óhagstæður, er hann tekinn burt og annar settur í staðinn. það eru hagsmunirnir sem ráða, en alls ekki kenningarnar um jafnrétti og almenn mannréttindi. Menn fá ekki að kjósa til þings, af því að þeir hafi neinn heilagan rétt til þess, heldur af því, að það þykir hentugt fyrir velferð ríkisins, að þeir fái að leggja atkvæði sín á vogarskálarnar. Ekkert væri Parla- mentinu fjær, en að samþykkja og gefa út almenna mann- réttinda yfirlýsingu, eins og þjóðþingið franska gerði 1789. Englendingar eiga meira að segja, enga eiginlega stjórnarskrá eftir vorum skilningi. í staðinn fyrir stjórn- arskrá, koma ýms lög og samþyktir, sem settar hafa verið á ýmsum öldum, eftir því sem best þótti henta í hvert sinn. þingstjórn Englendinga hefir vaxið einsog grasið á jörðinni, og er því harðla ólík þingstjórnartilhög- unum flestra annara þjóða. þar hafa ítarlegar stjórnar- skrár verið samdar, venjulega eftir snöggar byltingar. Allt stjórnarfarið er sett í rökrétt kerfi, en hinn sögu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.