Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 48

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 48
238 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. hugar að óbreyttir verkamenn gætu nokkurntíma orðið kjósendur og því síður þingmenn. En á fyrrihluta 19. ald- ar hófst hin mikla bylting í bresku stjórnmálalífi, sem haldið hefir áfram alt til vorra daga. 1 þjóðlífi Englendinga varð stórfeld breyting um þessar mundir. Landbúnaður hafði fi’á aldaöðli verið aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar, en á síðari hluta 18. aldar hófst stóriðnaður í verksmiðjum. Mikilvægar uppgötv- anir svo sem spunavélin, vefstóllinn og síðar gufuvélin, eimskip og járnbrautir studdu að því. þjóðin átti fjölda af framtakssömum og duglegum mönnum, sem voru fús- .r til þess að ganga nýjar brautir. Aðall og stórbændur höfðu hingað til verið þunga- miðjan í stjórnmálalífi Englendinga, og það má segja þeim til hróss, að þeir höfðu yfirleitt beitt valdi sínu vel. Að minsta kosti miklu betur, en stéttarbræður þeirra á meginlandinu. Hinn enski aðall hefir reynst miklu lífseig- ari og þróttmeiri en aðall annara þjóða: Kemur það til af því, meðal annars, að hann hefir aldrei einangrað sig sem heild. Hertogar og jarlar hafa getað átt konur af lágum stigum, og aðallinn hefir alltaf, við og við, fengið holla viðbót og endurnýjun. Hann hefir heldur ekki haft skatt- frelsi og önnur forréttindi, sem aðall Frakklands og flestra annara ríkja hafði. Helstu réttindi hins enska aðals síðan á Miðöldum voru, að fyrirmenn ættanna áttu sæti í efri deild þingsins. Réttindin voni pólitísk og lávarðarnir ól- ust upp í stjómmálum. Aðallinn hafði mikil áhrif á sveita- stjórnina. Hin fornu engilsaxnesku embætti, Skírisgréif- inn, Jarlinn (síðar Lordlieutenant) og Friðdómarinn, hafa allt til síðasta mannsaldurs, verið að mestu leyti í hönd- um aðals og stórbænda. þingmenska og langflest lægri embætti voru ólaunuð. Mestur hluti af jarðeignum landsins var líka í hönd- um tiltölulega fárra ætta, og það má segja, að auðæfin, fornar erfikenningar og trú alþýðu á gildi og rétt aðals- ins, hafi verið grundvöllurinn undir valdi hans, miklu fremur, en lagaleg réttindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.