Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 50

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 50
240 Tímarit íslenskra samvinnufélag-a. eftir Vínarfundinn fór að brydda á smáuppþotum og óeirðum á Englandi. þó þær væru bældar niður með litl- um erfiðismunum, þá sáu þó margir að svo búið mátti ekki standa, og nú fór hvert umbótafrumvarpið eftir ann- að að koma fram á þinginu. íhaldsmenn sátu að völdum og höfðu öruggan meii’i- hluta í neðri deild, og því gátu þeir stöðvað flest helstu uýmælin, en stundum fannst þeim heppilegast að slaka á klónni. Einkum voru það stjórnvitringarnir Canning (d. 1827) og Peel (d. 1850), sem komu fram ýmsum mik- ílvægum endurbótum. þannig var 1829 kaþólskum mönn- um gefinn réttur til þingsetu, eftir að þeir höfðu verið útilokaðir frá þinginu í 156 ár. Enn merkilegri voru lög, sem voru samþykt 1825, um að verkamenn mættu mynda með sér félagsskap, til þess að vinna að bótum á launa- kjörum sínum og styttingu vinnutímans. Óðara voru stofnuð verkamannafélög (Trade-Unions) víðsvegar um England, og með þeim kom nýr straumur inn í hið opin- bera líf þjóðarinnar. Verkamannasamtök eru miklu eldri á Englandi en annarsstaðar og er það meðal annars, of- sökin til þess að faglærðir enskir verkamenn eru miklu betur þroskaðir og mannaðir, en stéttarbræður þeirra í öðrum löndum. Whiggarnir komust til valda 1830. Grey jarl var for- sætisráðherra, en Russell lávarður var aðalhvatamaður að umbótum á kosningalögum landsins. Hér er ekki rúm til að rekja hina miklu baráttu um endurbótalögin. Mót- spyrna lávarðanna var hörð, en hún var loks brotin á bak aftur og „The Reform Bill“ öðlaðist lagagildi 7. júní 1832. þessi lög hafa orðið álíka fræg í sögu vorra tíma og Magna Charta í sögu miðaldanna, en frjálsleg voru þau engan veginn. það má segja að umbæturnar væru tvenns- konar. Kjördæmaskiftingin var gerð réttlátari. Öll smá- þorpin mistu þingmenn sína og reynt var að gera kjör- dæmin nokkurnvegin jafn stór. þó þetta tækist ekki, var þó loku fyrir það skotið að aðalsmenn og aðrir auðmenn gætu keypt þingsæti einsog áður hafði tíðkast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.