Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 80

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 80
270 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. færri en 17 fuglategundir, sem fá þann dóm á löggjafar- þingi þjóðarinnar. Skyldi nokkurt þing í heiminum sýna aðra eins röggsemi gagnvart fuglunum. Mesti náttúru- fræðingur landsins Ben. Gröndal komst svo að orði um fuglafriðunarlögin, að þau væru „afmán“. Og ekki hafa þau batnað síðan á hans dögum. Auk „alfriðiðu“ fuglanna eru 3 eða 4 tegundir frið- aðar nokkra mánuði á árinu. Með því móti má, ef til vill, treina í þeim lífið óákveðinn tíma. En gera má þó ráð fyrir, að mönnum takist að gjörfella þá, þann tíma árslns, sem þeir eru friðlausir. Valir eru friðaðir til 1930 og ernir 10 árum lengur. Eftir þann tíma verða þeir friðlausir, og má þá útrýma þeim, ef ekki þykir ástæða, að framlengja lögin. En öll líkindi eru til, að önnurhvor eða báðar þessar fuglateg- undir verði þá aldauðar á landinu. Munu menn þá hugga sig við, að þær hafi ekki dáið í útlegð. En ennþá er ekki búið að koma í veg fyrir það, með lögum, að kastað sé eitri út á víðavang, sem fuglum þessum getur orðið að fjörtjóni. Mega þeir nú eta eitrið sem friðhelgir fuglar. Fuglafriðunarlögin koma því aðeins að notum, að þau séu reist á heilbrigðum og skynsamlegum grundvelli. þau eiga að bera vott um virðingu manna fyrir náttúru lands- insins og skilning á tilverurétti fuglanna. það á að ganga ríkt eftir að þau séu haldin og í heiðri höfð. Árið 1886 var félag stofnað í Bandaríkjunum í Amer- íku er nefnist Audubon Society. það var dýraverndunar- félag. Félagið óx með geysihraða. Fyrsta árið gengu í það 16000 menn. Og annað árið var félagatalan orðin 38000. Árið 1905 breyttist starfsvið félagsins og varð sem nýtt. það nefndist þá: National Association of Audubon Socie- ties. það gerðist alþjóðafélag, það hefir stofnað deildir í öllum Bandaríkjunum að undanskyldum þremur strjál- bygðustu fylkjunum. Mynda þær allar eitt samband. Stjórn þess situr í New York. Tilgangur sambandsins er að vekja áhuga almennings á vemdun villifugla og annara veiðidýra, og sýna fram á hve mikið gildi það hefir fyriv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.