Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 89

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 89
Tímarit íslenskra samvinnufélag'a. 279 ekki annan leikvöll en götuna. Fæði þeirra er hvorki holt né fjölbreytt. Skemtanir hafa þeir nokkrar, en ekki af því tægi, sem í raun og veru þroskar sál eða líkama, kvik- myndir, dansskemtanir og mjög fábreytt félagslíf. Svo framarlega sem lífskjörin hafa nokkur áhrif á þróun þjóðanna, þá er þessi lýsing á kjörum fátæka fólks- ins í kauptúnunum ekki gleðilegur fyrirboði um framtíð íslensku þjóðarinnar. Hnignun málsins og þjóðlegrar menningar í kauptúnunum sýnir hvert stefnir. Að mínum dómi þarf hér bráðra aðgerða, og verk- efnin eru tvö: 1. Að flytja þungamiðju hins ísleska þjóðlífs í sveit- ina aftur. 2. Að gera margháttaðar ráðstafanir til að bæta því fólki, sem alið er upp í kauptúnunum, upp missi sveitar- innar, svo að þjóðleg og holl menning geti líka dafnað þar. í þetta sinn mun eg meir snúa mér að fyrra verkefn- inu, en þó lítillega snerta hið síðara. Á öðrum stað hefi eg reynt að beitast fyrir ýmsum þeim umbótum, sem eiga að geta bætt lífskjör bæjamanna. Tel eg í því skyni til- raunir að lækka húsaleiguna í kauptúnunum, þjóðleikhús- ið, sundhöllina, kröfuna um að láta rannsaka og undirbúa víðboð til að bjarga sjómönnum, þegar fái-viðri steðja að, hugmyndina um að láta sjávargróðann kosta ekkjur og börn druknaðra sjómanna. Eg tek þessi dæmi til að sýna, að þótt eg vilji vinna að því að flytja þungamiðju þjóð- lífsins í sveitina, þá vakir ekki fyrir mér, eins og sumum miður víðsýnum sveitamönnum, að lífskjörin í sjóþorpun- um þurfi að verða svo ömurleg, að þaðan sé enga samkepni að óttast. Eg vil að þjóðfélagið geri sitt ýtrasta til að gera lífskjör þeirra, sem í bæjunum búa, þannig, að þeir og þeirra afkvæmi, sem þar vilja búa, geti lifað þar góðu og heilsusamlegu lífi. En eg vil að meginhluti íslendinga búi í sveit. Til þess þarf að breyta lífskjörunum þar með ýmsu móti, svo að breytingin gerist sjálfkrafa að ósk hinnar uppvaxandi kynslóðar sjálfrar, og skal nú vikið að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.