Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 9

Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 9
veriS lögð til lausnar málsins af nefndinni hefði verið hugsanlegt áð jafna ýmsan þann ágreining sem fram kom á þinginu. Ég og ýmsir aðrir höfðum athugasemdir við undirbúning frumvarpsins, töldum það á ýmsan hátt mótsagnakennt, og kosningareglur þær, sem frumvarpið gerði ráð fyrir að giltu við kosningar til A.S.f. þinga, töldum við meingallaðar og allt of flóknar til að þær væru í raun og veru framkvæmanlegar. Þær hefðu m.a. leitt af sér mjög mikla mismunun á rétti félaganna og sambandanna, þannig að e.t. v. myndi verulegur hluti verkalýðsfélaga ekki geta átt fulltráa á þingum Alþýðusam- bandsins; meðlimir smærri félaga hefðu jafnvel hvorki kosningarétt né kjörgengi. Ég tel, að stærsta hlutverk Alþýðusambandsþinga eigi að vera að móta heildar- stefnu f verkalýðsmálum á hverjum tima og að við mótun þeirrar stefnu eigi ekk- ert félag að útiloka, hvorki stórt eða lítið. Þá var það einnig af minni hálfu og annarra talið mjög mikilsvert atriði, að fjórð- ungssamböndunum yrði tryggður fjárhagslegur starfsgrundvöllur 1 frumvarpinu; og einnig varð verulegur ágreiningur á þinginu vegna þess að sumir þingfulltrú- ar vildu skylda öll verkalýðsfélög til að vera 1 landssambandi, en það töldum við rangt og að um þetta ætti að gilda frjálst val félaganna. Okkar skoðun er sú, að slíkt valfrelsi væri eðlilegt og nauðsynlegt aðhald fyrir landssamböndin og með þeim hætti væri betur tryggt að þau yrðu til styrktar samtökunum, en væri ekki tryggt eilíít lff hvernig svo sem þau störfuðu. Við töldum að reynslan af starfi landssambandanna væri ekki enn orðin svo mikil eða góð, að tilvistarnauðsyn þeirra væri sönnuð 1 eitt skipti fyrir öll, og væri þvi farsælast að þau yrðu að vinna sér traust til að geta lifað og starfað. Segja má að önnur ágreiningsefni hafi verið smærri eins og t.d. deilan um það, hvort sambandsstjóm skyldi kosin til tveggja eða fjögurra ára, en margir töldu að.styttra kjörtfmabil væri visst aðhald fyrir forystu samtakanna um að vera vak- andi f starfinu. " Hvað er að segja um grundvallarstefnuna f þeim skipulagsbreytingum sem nú liggja fyrir f Ijósi heildarstefnunnar f skipulagsmálunum, sem stefnuyfirlýsingin frá 1958 markar ? " Að sumu leyti hefði sú samþykkt, sem gerð var á fyrri hluta þingsins f vetur get- að markað skýrari og raunsærri stefnu f skipulagsmálum þegar til lengri tfma er litið. Ef við lftum til baka yfir það tiltölulega langa tfmabil sem skipulagsmálin hafa verið á dagsskrá, þ.e. einn áratug rúman, þá er fyrst að minnast þess að þá þinginu 1958 var lagður grundvöllur að þeirri skipulagningu samtakanna að vinnustaðurinn yrði grundvöllur félagseininganna og landssambandanna. ftarleg' greinargerð um þessi efni var svo samþykkt á þinginu 1960. Stefnuyfirlýsingin frá fyrri hluta síðasta A.S.f. þings færir okkur ekki nær þessu marki, en margháttaðir erfiðleikar hafa hins vegar valdið þvf að vonlaust virðist að koma þessari skipan á í náinni framtíð. " Álfturðu að þær skipulagsbreytingar, sem væntanlega verða samþykktar f haust geti stuðlað að stöðnun f þróun skipulagsmálanna á stigi landssambanda sérgreina- félaga? " Mfn skoðun er að þessi nýja stefnuyfirlýsing auðveldi ekki nema f einstökum til- 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.