Neisti - 01.06.1968, Síða 21

Neisti - 01.06.1968, Síða 21
eðlilegt er að gera ráð fyrir að fylgdi 1 kjölfar hennar, þá hefur ávinn- ingurinn ekki birzt launþegum f styttingu vinnudagsins og síbatnandi kjörum. Hvers vegna ekki? Ástæðumar eru eflaust margvislegar. Eina ber þó tvimælalaust hæst og hún er sú að launafólk - þetta ráðandi afl fþjóðfélaginu lætur sér það. lynda, að yfirráð og stjórn fjölda þeirra atvinnutækja, sem afkoma þess grundvallast á, sé f höndum atvinnurekenda ( 1 sumum tilvikum ævintýramanna ), sem öllu öðru fremur hugsa um að reka þau með eig- hagsmuni, en ekki hagsmuni almennings að leiðarljósi. Afleiðingin er sú, að þeim ávinningum, sem tæknivæðingin gæti fært launþegum og þjóðiimi allri, er fómað á altari skipulagsleysisins og gróðahyggjunnar. Fjárfesting 1 veigamiklum atvinnutækjum er oft eingöngu háð dutlung- um einstaklinga og til þessarar iðju njóta þeir tíðumbeinna fjárframlaga af almannafé. Þegar "atvinnurekendur,, þessir hafa reiknað sér "hæfi- legan gróða" verður eðlilega lftið eftir til skiptanna, þvi það þarf líka að greiða ærnar fúlgur fyrir skipulagsleysið, og þá lélegu nýtingu allra framleiðsluþátta, sem er höfuðeinkenni starfsemi af þessu tagi. Dæmi um svona atvinnurekstur er óþarft að nefna. Þau þekkja allir. Þetta eina atriði er í rauninni nægilegt tilefni til þess, að verklýðshreyf- ingin leggi þá spumingu fyrir félagsmenn sfna - og alla þá, sem eiga hér hagsmuna að gæta - hvort þeir séu reiðubúnir að hefja, \mdir forystu verklýðshreyfingariimar, kjarabaráttu með nokkuð nýju sniði: Hvoit þeir vilji vinna að þvf stig af stigi að draga úr áhrifum þeirra afla f þjóð- félaginu, sem vilja gnmdvalla rekstur atviimutækjanna á kreddukenning- um um "einstaklingsframtak" og öðrum viðlíka vígorðum, sem f eðli sínu fela f sér frelsi einstaklinga til að koma f veg fyrir að launafólk fái notið ávaxtanna af eigin viimu. Þessi spuming snýst með öðrum orðum um það hvort launþegar vilji gerast raunvemlegir þátttakendur,( f stað þess að vera áhorfendur ) f atvinnulífinu og taka höndum saman um að móta, skipuleggja og auka afköst fyrirtækja, sem rekin séu með þeirra eigin hagsmuhi fyrir aug- um, m.ö.o. að menn gerist sixrnar eigin gæfu smiðir. Þessi tilhögun er aðeins rökrétt afleiðing af þvf samstarfi, sem á sér þegar stað við lausn allra verkefna á hverjum einasta vinnustað. Af hverju á það sam- starf að takmarkast við það sem fram fer " niðri á gólfinu " ? Þvf ekki að láta það ná allar götur upp f stjóm fyrirtækjanna, þar sem ráðstafað er þeim verðmætum, sem viirnan skapar umfram það sem menn fá f launaumslaginu ? Ekki síbur væri slík tilhögun eðlileg afleiðig af þeirri ábyrgð, sem við núverandi aðstæður f fsl. atvinnulífi, er ætlazt til að margt starfsfólk f fyrirtækjum beri. Þessi þáttur, barátta fyrir auknu atvinnulýðræði, setur nú æ meiri svip á stefnumið og störf verklýðshreyfingarinnar í ýmsum nágranna- löndum okkar. Vfsindamenn á sviði félagsmála og sálfræði keppast við að skrifa bækur og greinar um þessi mál. Þegar minnst er hér á nauðsyn þees að verklýðshreyfingin hefjist handa mi 21

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.