Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 38

Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 38
breyta þjóðskipulaginu. Nú er ekki hægt að breyta þjóðskipulaginu nema með fylgi meirihluta þjóðarinnar og ekki hægt að raða niðurlögum auð- mannastéttarinnar, nema unnt sé að vinna allan þorra þjóðarinnar til fylgis. Sjálf auðmannastéttin er f öllum löndum aðeins litill minnihluti. En 1 mörgum löndum er mikill þorri þjóðarinnar millistéttir, sem standa milli auðmannastéttarinnar og verkalýðsins. Það er þvi óhjákvæmiiegt að vinna þessar millistéttir til fylgis við verkalýðinn. Það er beinlfnis skilyrði fyrir þvi, að hægt sé aðráðaniðurlögum auðmannastéttarinnar og framkvæma hina sósialistisku umbyltingu. Er þetta 1 raun og veru mögulegt ? Er það annað en óskadraumur ? Mikill þorri þessara millistétta er arðrændur af auðvaldinu. En þetta arðrán er alla vega dulið og ekki eins augljóst og arðránið á verkalýðn- um. Tökum til dæmis bændur, sem 1 flestum löndum eru stærsta milli- stéttin. Við heyrum það stundum 1 umræðum milli manna, að deilt er um það, hvað bændur séu í raun og veru. Sumir halda þvi fram að þeir séu verkamenn, af þvf að þeir vinna sjálfir fyrir lífsframfæri sínu með súrum sveita. Aðrir að þeir séu kapftalistar, af þvf að þeir eigi fram- leiðslutækin og hafi verkafólk f þjónustu sinni. Hvort tveggja er raugt. Þeir eru ekki verkamenn, vegna þess að þeir eiga, eða eru taldir eiga, framleiðslutæki sfn og eru vöruframleiðendur. Og_þeir eru ekki kapíbal- istar, að undanteknum nokkrum stórbændum, vegna þess að þeir lifa á eigin vinnu en aðeins að litlu eða engu leyti á vinnu annarra manna. Þetta er það sem kallað er einföld vöruframleiðsla. Afstaða ýmsra annarra millistéttarmanna er mjög svipuð t.d. handverksmanna. Smáútvegsmenn og smáiðnrekendur verða aftur yfirleitt að flokkast imdir smákapiialista. En samt sem áður eru þeir f mikilli hagsmunaandstöðu við hina drottn- andi auðmannastétt og eru féflettir og arðrændir af henni á ýmsan hátt. Þegar litið er á stöðu þessara stétta f þjóðfélaginu, er ekki minnsti vafi á þvf, að það er hægt að vinna þær til fylgis og bandalags við verkalýð- inn. Undir venjulegum kringumstæðum eru þær þó ótryggur bandamaður og reikular f ráði. En það ástand getur skapast, að þetta bandalag verði náið og traust, t.d. bandalag verkamanna og bænda, og þar höfum við dæmin bæði úr rússnesku og kínversku byltingvmum og frá Kúbu. Við þetta bætist að þjóðfrelsisbaráttan gegn erlendri ásælni og yfirgangi hefur ómetanlega þýðingu til þess að þjappa saman verkalýðnum og milli- stéttunum og getur auk þess gert það mögulegt að ná tfmabundnu banda- lagi við hluta af atvinnurekendastéttinni, sem verður alla vega fyrir barð- inu á erlendri ásælni. Þetta hefur höfuðþýðingu f nýlendum, hálfnýlend- um og ófrjálsum löndum. Til þess að stéttabaráttan verði ekki eilff hjaðningavfg, þurfum við að hafa lokatakmarkið f huga f allri stéttabaráttu einnig f venjulegum verk- föllum. Hvert verkfall á að vera okkur eins og skóli til þess að opna augu okkar fyrir innsta eðli þess þjóðskipulags, sem við búum við, miða að þvf að leiða huga fjöldans að varanlegri lausn þjóðfélagsvandamálanna, kenna okkur að bíða ekki lausnarans, heldur leysa okkur sjálf. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.