Neisti - 01.06.1968, Page 44

Neisti - 01.06.1968, Page 44
auösöfnun "þjóðarinnar", a svonefndu viðreisnartímabili, geta skyndi- lega skipt yfir úr ofþrælkun f atvinnuleysi, án þess að verkalýðssam- tökin fái rönd við reist. Orsakir þessa kátlega fyrirbæris eru að sjálfsögðu miklu fleiri en tök eru á að rekja hér. En þó skal drepið á nokkur atriði, f þessu sambandi, sem snerta einkum verkalýðssamtökin. Þótt hin geysilega fjölgun f stéttarsamtökum launþega hér á landi, f seinni tíð,feli f sér mikla möguleika til að auka áhrifamátt þeirra 1 þjóðfélaginu, fylgja þessari fjölgunýmis vandkvæði, sem ekki verður gengið á snið við. í stað hinna ytri örðugleika, sem einkeimdu svo mjög frumbýlisárin og að framan er getið, eru það nú innviðirnir, sem gefa þarf gaum. Það er alkunna að innan raða verkalýðs- og launþega- samtakanna er nú mikill fjöldi nýliða, sem eiga eftir mikið að læra, þar á meðal stór hópur sem hlustar enn næmu eyra á falskenningar stéttarandstæðinga sinna um að "þjóðarbú" þeirra þoli ekki kjarabætur launþegum til handa; jafnvel f háum trúnaðarstöðum samtakanna tróna enn ekki allfáir talsmenn þessayar kenningar og eiga hljómgrunn. - Er þá að undra þótt ýmsilegt verði með ólíkindum 1 samningaþófinu við andstæðinginn um kaup og kjör þegar mikiö liggur við að einhugur ríki meöal stéttarfélaganna og forystan sé samstillt. Enda hæla nú auðvalds- blöðin óspart fulltrúum síhum fyrir góða frammistöðu 1 marzverkfall- inu. Morgunblaðið 30. marz s.l. segir m.a. f þessu sambandi: " Með starfi sfnu f þessum samningum hefir Sverrir Hermannsson ( formaður Landssambands fsl. verzlunarmanna, sem ekki tók þátt f verkfallinu. Höf. ) tvfmælalaust áunnið sér sess sem einn helzti forustumaður laun- þega f SjáHstæðisflokknum, ásamt Pétri Sigurðssyni alþingismanni, og er líklegt, að hann muni láta að sér kveða f vaxandi mæli, bæði innan verkalýðssamtakanna og á stjómmálasviðinu." Hér er vissulega ekki mælt á neinu dulmáli um hið faglega og pólitfska hlutverk Morgunblaðs- fulltrúanna f verkalýðssamtökunum og mikilla afreka af þeim vænst þar f framtíðinni. Nú á tíma hagnýtir ríkjandi auðstétt flokkaskiptinguna f landinu af meiri leikni en nokkru sinni áður til að lama einhug og samheldni innan verka- lýðssamtakanna. Máltól hennar boða óspart þá kenningu að verkalýðs- samtök eigi að vera með öllu ópólitfsk. En á sama tfma notar hún óspart pólitfsk völd sfn f landinu til að ræna með lagasetningu þvf sem vinnst í kjarasamningum verkafólkinu til handa. Og fulltrúar auðstéttarinnar láta ekki þar við sitja. Þegar þeir hafa þannig leikið grátt launþega með 44

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.