Neisti - 15.01.1970, Blaðsíða 8

Neisti - 15.01.1970, Blaðsíða 8
VeRKALÝOSHREYFÍNGUNNÍ BOÐÍN NÝ HUGMyNDAFR/tfiÍ: Motendur FYRIRT *WÍP***SL ^wfflMK; r Djóðviljanum 4. janúar er prentuð ræða Gunnars Guttorm| sonar, hagræðingarráðunauts Alþýðusambands fslands, en ræða þessi var flutt á fundi StjórnS unarfélags fslands f desember og fjallar um atvinnulýðræðí. Þessi ræða stendur nú^ sem ekki óverðugra framlag til sósfaldemókratfs- eringar fslenzkrar verkalýðshreyfingar en grein Þrastar ólafssonar fsama blaði 10. sept. s. 1. og grein Ragnars Arnalds f Nýrri Útsýn 17. nóvemb- er. «>að er öllum bessum greinum sammerkt, að hofundar revna að eera huctakið atvinnulvðræði >».ð uppistöðu f nvrri huemvndafræði og hugsióna- fcgri stefnu fslenzkar verkalvðshrevfingar. bað skaðar þvf ekki að fjalla f stuttu máli um upp- runa og tilurð þessa fræga hugtaks: atvinnulýð- ræði. Fræðikenning marxismans gerði ráð fyrir þvf að þróun þjóðfélagsins frá kapitalisma til sós- falisma gæti ekki orðið nema fyrir tilstilli Bylt- ingar, þar sem verkalýðsstéttin tæki völdin f sfnar hendur og haslaði sér völl sem ríkjandi stétt. Gegn þessari kenningu tefldi endurskoð- unarstefnan fram hugmyndinni um hægfara og friðsamlega myndbreytingu kapitalisma f sós- falisma. Hugmyndaleg þróun endurskoðunarstefnunn- ar hefst með skrifum Edward Bernstein 1900- 1901, en segja má að hún nái fullum þroska á þingi Þýzka Sósfaldemókrataflokksins f Kiel 1927. Á þessu þingi færði Rudolf Hilferding kenninguna um efnahags- og atvinnulýðræði f fræðilegan búning. Með atvinnulýðræðiskenningunni var ráðist að hornsteini byltingarhugmyndar marxismans. Marx hafði rökstutt það, að við valdatöku sfna hlyti verkalýðsstéttin að endurskapa ríkisvald- ið og hið borgaralega félag f samræmi við stéttarhagsmuni sfna, taka völdin f sfnar hend- ur á öllum mögulegum sviðum samfélagsins; siálfstiórn framleiðenda. þ. e. óskoruð yfirráð verkamanna sjálfra yfir atvinnutækjunum á hverjum stað, yrði einn mikilvægasti horn- steinn byltingarlýðræðis umbreytingartfma- bilsins. Lenfn tók þessar hugmyndir upp f Ríki og Bylting 1917 og útfærði þær, hlutbundna staðfestingu fékk kenningin f vfgorði rússnesku byltingarinnar: Öll völd f hendur ráðanna. Með atvinnulýðræðiskenningunni var þannig eitt af mikilvægustu lykilmarkmiðum verkalýðs- byltingarinnar, sjálfsstjórn framleiðenda, innlim- að f "þróunarkenningu" sósfaldemókratismans, en fáir urðu til andsvara kenningum Hilferdings. Valdataka verkalýðsins hafði einangrast f Rúss- landi 1917 við erfiðustu skilyrði, gagnbylting- in var f uppsiglingu f Evrópu. Skrifstofuveldi og flokkseinræði var orðið fast f sessi og f þann mund að afmynda alla hugmyndafræði hinnar byltingarsinnuðu alþjóðahreyfingar, sem enn hafði ekki áttað sig á þýðingu einangrunar byltingarinnar f iðnfrumstæðu ríki. Atvinnulýð- ræðiskenningin festist þvf auðveldlega f sessi innan hægra arms verkalýðshreyfingarinnar. Alþýðubandalagið hefur nú þegar skilgreint sig sem flokk, "er starfar á grundvelli lýðræð- is og þingræðis", þ. e vottað ríkjandi stjórn- skipulagi fyrirvaralausa hollustu sfna. Þar með er stikað hálfa leið yfir til sósfaldemó- kratismans, Þegar hugmvndafræði atvinnu- lvðræðisins festist f sessi innan Alþýðubanda- lagsins er sköpunarverkið fullkomnað. En hver er orsök þess að Alþýðubandalagið er hér að feta slóð sósfaldemókrata? E.t.v. má enn ganga f smiðju þýzka sós'ialdemó- krataflokksins til að leita svara. Enda Jrótt ekki verði sagt að hugmynda- leg þróun endurskoðunarstefnunnar hefjist fyrr en með skrifum Bernsteins árið 1900, þá var Bernstein „■— . \ að fullaægja innri þörf flokksins fyrir nýja fræðikenningu, en slík þörf hafði lengi látið til sfn finna. Samt þrjóskaðist þýzki sósfaldemókrataflokkurinn enn f mörg ár við að gera endurskoðunarstefnu Bernsteins að opinberri fræðikenningu sinni. Við upphaf fyrri heimsstyrjaldar hafði þýzki sósfaldem^ krataflokkurinn yfir 1.086.000 meðlimi, 4.250.000 kjósend- ur (rúmlega 34% greiddra atkvæða) og 110 þingmenn á Ríkis^ þinginu. Sósfalfskt inntak flokksins var þx5 ekki lengur f neinu samræmi við skipulagslegan styrk hans. Nýr hags- munahópur þingmanna, verkalýðsforingja, embættis- manna o.s. frv. hafði myndast innan flokksins. Þessi hópur lifði ekki lengur fvrir verkalýðshreyfinguna heldur á henni. Eins og allir stjórnsýslumenn voru þessir menn stoltir af umsýslan sinni og hverjum smávinningi sem ávannst eftir fyrirfram mörkuðum, og vanabundnum leiðum starfs þeirra. En skipu- lagning hreyfingarinnar var orðin þeim tilgangur f sjálfu sér f stað þess að vera lyftistöng til frekari aðgerða, markmið og leiðir höfðu skipt um sæti. Þessum hagsmunahóp virt- ist sérhvert frumkvæði fjöldans við- sjárvert, slíkt gæti brotið ramma laganna og stofnað lögmæti flokksins f hættu og vakið efa- semdir um friðsamlega stefm hreyfingarinnar. Samt sem áður urðu stjórnsýslumenn- irnir að láta það við- gangast að rætt væri um væntanlegt af- nám kapitalismans og verkalýðsbylt- ingu. Ennþá var slíkt tal nauð- . synlegt til að fj virkja nýja hópa úr verka- lýðsstéttinni til flokksstarfa. En þetta varð æ meira vandamál, sérhvert stórverk- fall stillti forystu- •: broddunum upp fyrir vandamálum, sem þeir fundu sig ekki vaxna. Uppgjöf flokksins gagnvart skyldum sfnum þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, gerði spennuna milli opinberrar hug- ^ myndafræði og raunvirks starfs að lokum óbærilega og fleygði flokknum f fang endurskoðunarstefnunnar. Ekki fer á milli mála að margt þess hér sem hér er sagt mætti heimfæra upp á Alþýðubandalagið, jafnvel hliðstæðar sögulegar kringumstæður. Vinstrihreyf- ingin á fslandi er f kreppu, hún má horfa aðgerðalaus á hið langþráða upp- sagnarár Natosáttmálans hverfa tfðinda- laust f aldanna skaut, Iffskjara- skerðingu festast sessi, i V»* ev-VAjé ríkí mitt

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.