Neisti - 01.05.1970, Blaðsíða 5

Neisti - 01.05.1970, Blaðsíða 5
Eru USSR sósialisk? (Athugasemdir við "Rauðliða grein Leifs Jóelssonar). f sfðasta tölublaði NEISTA , tók Leifur jóelsson stærstu grein Rauðliðans, málgagns félags rót- tækra f M. H. til gagnrýnnar athugunar". Greinina er Leifi skapi næst að kalla "vasaút - gáfu af Marx-Lenfnisma". Ekki skal frekar rætt um þá nafngift hér, en aðeins bent á, að hagkvæmt gæti verið að hafa einhverja slíka vasaútgáfu", þvf ekki eru allir jafn duglegir við lestur mikilla fræðirita, eins og félaga Leifi er fullkunnugt um. t>að skal þvf fúslega játað , að útgefendur sniðu greininni bás með tilliti til þessarar leti, sem þeir telja einn mesta táimann fyrir útbreiðslu sósfaliskra skoðana. Þeir vildu að hún yrði auðskilin öllum og sem allra stytzt en gæti samt sem áður brugðið ofurlitlu ljósi á hvað barátta okkar sósfalista stendur um. Þetta verkefni er erfiðara en marga kann að renna grun og er ekki lfklegt af þeim sökum hafi fræðilegar villur læðst inn f grein- ina. Ein slfk er að sögn Leifs notkun orðanna "ríkis" og "ríkisvalds", sem hann segir Rauð- liðann slá saman f eitt. Honum (Rauðliðanum) mun hafa láðst að draga nægilega skýr mörk milli hugtakana og er þessi gagnrýni félaga Leifs þvf fullkomlega réttmæt. fig er honum ákaflega þakklátur fyrir að hafa vakið máls á þessu, en þvf miður get ég ekki sagt hið sama um framhaldið, þvf hann klikkir út með til- hæfulausum árásum á Sovétríkin, sem hann segir ekkivera sósfalisk. Hér á eftir verða þessi ummæli lftillega tekin til meðferðar, þó reypist mér ekki unnt að gera þeim skil sem skyldi, sakir anna. Það verður þvf að bfða betri tfma. Þess ber mjög að gæta, að hér verða aðeins túlkuð mfn persónulegu sjónarmið , en ekki aðstandenda Rauðliðans sem heildar. Þvf þó að flestir með- limir félags róttækra séu þeirrar skoðunar að f Sovétríkjunum sé við lýði "einhverskonar sósfalismi", þá greinir þá á um ýmislegt f framkvæmd hans. Ummæli sfn styður Leifur þeim rökum og segir m.a.. "þannig segir Rauðliðinn, að "megin munurinn á hagkerfi sósfalismans og auðvaldsins liggur f þvf að undir sósfalisma eru helzu framleiðslutækin ekki lengur f eigu einstaklingaeða auðhringa, heldur sam- eign þjóðfélagsins eða þeirra sem við þau vinna." Ef þessi skilgreining Rauðliðans á sósfalisma er rétt, þá getur skilgreining hans á Sovétrfkjunum sem sósfalisku landi ekki staðist. f Sovétríkjunum eru framieið- slutækin hvorki "sameign þjóðfélagsins"né "þeirra sem við þau vinna". Framleiðslutækin eru ríkiseign og þetta ríki er engan vegin myndað af verkalýðnum skipulögðum sem ríkjandi stétt, heldur er ríkisvaldið einokað af fámennum hóp valda- manna". Rétt er að taka þessa klausu og þær ásakanir sem f henni felast, til nánari athug - unar. f fyrsta lagi skilgreindi Rauðliðinn Sovétríkin aldrei sem sósfalfskt ríki, og f öðru lagi verður vart um það deilt, að skil - greining hans á sósfalismanum er rétt, a.m.k. f öllum megin atriðum. Ef hún ætti ekki við um Sovétrfkin , þá væri ályktun Leifs auðvitað eðlileg, Sovétríkin væru ekki sósfalisk. En skyldi hann yfirleitt hafa rétt fyrir sér, er hann hann heldur þvf fram að hún eigi ekki við um þau?1111} Avöxtur BYLTINGARINNAR. "Öreigabylting vor , er eina bylting veraldar- sögunnar, sem auðnast hefur að færa alþýðunni efnalegan ávinning auk pólitfskra ávaxta sinna sinna” sagði félagi Stalfn árið 1935. En byltingin bar ekki ávöxt átakalaust, þvf að eftir októberbyltinguna voru sigruðu stétt- irnar vissar um að þeim tækist að eyðileggja hana og endurheimta sérréttindi sfn. t>ær börðust grimmilega og alþýðan sem var stað- ráðin f að gæta hagsmuna sinna galt f sömu mynt. hetta var hörð barátta milli alþýðu og' borgara, sameignar og einkaeignar og jafnvel þegar stjómarskrá Sovétríkjanna fráárinu 1924 var samin var ástandiðennslíkt, að Ráðstjórn- in neyddist til að veita auðvaldinu nokkur þróunarskilyrði jafnframt sósfalismanum. En eftir margra ára baráttu bar hún loks árang- ur og árið 1936 var sigur sósfalismans stað- festur með nýrri sósfaliskri stjórnarskrá. Er hér er komið sögu verkalýðsstéttin ekki lengur arðrænd stétt, þvf hún hafði afnumið auðvaldið, tekið af auðmönnum framleiðslu- tækin og lögfest sósfaliskan eignarétt á þeim. Sömu sögu er að segja af bændunum, en þeir voru langflestir gengnir f samyrkjubúin, en grundvöllur þeirra er ekki séreign á fram- leiðslutækjunum, heldur sameign sem vaxin er upp úr sameiginlegri vinnu( og eru fram- leiðslutækin þannig beint ''sameign þeirra serr við þau vinna".). Sósfalisk eign f Sovét- ríkjunum er annað hvort f formi ríkiseignar (eign alls þjóðfélagsins) eða f mynd samvinnu- fyrirtækja eða samyrkjubúa. Ríkiseignin er fulltrúi æðsta stigs þjóðnýtingar, þar sem efnisleg verðmæti eru sameign alls samfélag- sins. Sfðari tegund hins sósfaliska eignaforms er þvf miður nauðsynlegt á núverandi stigi en mun hverfa með frekari framþróun þjóð- félagsins. Af framansögðu er ljóst, að"fram_- leiðslu tækin eru. sameign þjóðfélagsins eða þeirra sem við þau vinna", svo fremi sem ríkið er ekki einkaeign einhvers"fámenns hóps valdamanna." l.ENIN OG STJORNSYSLUVALDIÐ "Alþýða Sovétríkjanna hefur enga möguleika til að umskapa þetta ríkisvald f samræmi við stéttarhagsmuni sfna, þar sem hú er svipt öllu frelsi til að bindast pólitfskum samtökum. Allt til dauða sfns 1924 þreyttist Lenin aldrei á að brýna fyrir mönnum, að Sovétríkin væru ekki "sósfaliskt ríki", það væri ekki einu sinni hægt að skilgreina þau sem verkalýðsríki, heldur aðeins sem"verkalýðsríki afmyndað af stjórnsýsluvaldi". -Hvaða sfðari breytingar hafa hnekkt þessari skilgreiningu Lenfns" ? ( Leifur Jóelsson). Astandið f Sovétríkjunum eftir borgarastyr- jöldina var vægast sagt hörmulegt. Landbúnaður og iðnaður var svo til f rúst, birgðir voru litlar sem engar f landinu, fjöldi manns fór á vergang, gjaldmiðillinn hrfðféll og skriffinnskan var ógnvekjandi. Lenfn skildi, að nauðsynlegt væri að losa um til þess að leysa efr.ahagslffið úr kreppuni. Sósfalismi yrði ekki byggður á rústum einum. " Miðað við það miðaldarstig, sem Rússland hangir enþá á, er kapitalisminn hnossgæti" útskýrði hann. Vorið 1921 var svo tekin upp ný stefna f efnahagsmálum, hin svonefnda N_E_p_ stefna. Með henni var " horfið frá þvf að byggja upp sósfalisma þegar f stað og tekin upp ríkiskapitalismi á mörgum sviðum efna- hagslffsins" ( Lenfn), og fengu jafnvel erlend fyrirtæki að leggja fjármagn f" blönduð hluta- félög" á móti ríkinu. Þessi nýja stefna hlóð undir stétt gróðamannna, borgara sem aifiguð- ust á auknu verzlunarfrelsi, og efldi veldi stórbændanna sem fyrir voru. Barátta og athygli stjórnvalda beindist eftir 1924 f vaxandi mæli að ahrifum N-E-P- stefnunnar, sem gætti löngu eftir fráfall Lenfns, en sem fyrr segir varð það ekki fyrr en 1936 sem sigur sósfalismans var staðfestur með nýrri stjórnar- skrá. Lenfn hélt þvf ætfð fram , að vænlegasta leiðin til árangurs fbaráttunni gegn skriffinnsku og annarskonar vanþroska þjóðfélagsins, væri að fá fólkið til virkrar þátttöku, "ekki aðeins f kosningum, heldur daglegri stjórn ríkisins". Þessi hugmyndafræði Lenfns um sfvaxandi þátt- töku fjöldans f stjórn ríkisins hefur verið iðkuð f sfauknum mæli og allt reynt til þess að fá fólkið " án undantekninga " til slíkrar þátttöku. Enda þórt þetta verkefni sé erfitt, Eins og Lenfn endurtók hvað eftir annað , er nú samt svo komið að miljónir Sovétmanna læra stjórnun f gegnum verkalýðsfélögin, Komsomol og allskonar fjöldasamtök. Blöð Sovétríkjana birta daglega gagnrýni og skrif óbreyttra borgara eða alþýðusamtaka um efnahagsmál og stjórnvöld Þiggja fúslega ráð hjá þeim. Þvf fer þó fjarri að verkið sé al- gjörlega fullkomnað. Sovétríkin verðaenn um sinn að vinna ötullega að þvf að fá fjöldann til en virkari þátttöku f stjórnun rfkisins, þvfað það er eitt meginskilyrði þess að hið sósfaliska ríki geti þróast til kommúniskrar sjálfstjórnar almennings. Með tiliti til hinna gffurlegu breytinga , sem orðið hafa á Sovétríkjunum frá dögum Lenfns , hlýtur það að teljast f meiralagi furðulegt athæfi sem Leifur gerir sig sekan um , þ. e. að skella skilgreiningu Lenfns á Sovétríkjtnum sem ósósfalisku ríki á Sovétríki nútfmans. grOði ER EKKI GRÖÐI f sovEtrIkiunum. Leifur heldur áfram:" Gagnstætt þvf sem út- gefendur Rauðliðans vilja halda fram, er gróðahvatin virkjaður f æ ríkara mæli f innra skipulagi framleiðslunnar og Sovétríkin hirða sinn skerf af hinum imperfaliska heimsmark- aði. Það fer fjarri , að sá "sósfalismi", sem útgefendur Rauðliðans segja ríkja f Sovét- ríkjunum útiloki arðrán manns af manni og gefi framleiðslunni nýjan tilgang, þ. e. að fullnægja sem bezt þörfum allra þegna þjóðfélagsins , f stað lftils hóps manna". Það er að vfsu rétt , að gróðahvatinn hefur verið virkjaður f nokkuð ríkum mæli f Sovétríkjunum sfðustu árin, en hann á f raun mjög lftið skylt við þann gróðahvata , sem er grundvöllur hinnar kapitalisku framleiðslu. Gróði f auðvaldslöndunum myndast þannig, að þau umframverðmæti sem verkamaðurin skapar renna f vasa kapitalistans. Um slíkan gróða getur ekki verið að ræða f Sovétríkjunum, þar sem helstu framleiðslutækineru f eign alis þjóðfélagsins eða þeirra sem við þau vinna". Mjög margir fslenzkir sósfalistar hafa orðið til þess að fordæma það fyrirkomulag , að verka- mennirnir hljóti bónus, þ. e. reynt sé að borga þeim sem-mest f samræmi við afköst. Þessi sömu sósfalistar syngja þá gjarnan ómelta frasa , upprunna frá Peking og" sovét- fræðingum" vesturlanda, um " endurreisn kapitalismans" og annað slíkt. Rauðliðinn lftur hins vegar svo á málið, að slíkt brjóti ekki f bága við sósfalisman, enda tekur hann fram að sósfalisminn komi" ekki f veg fyrir að menn geti hagnast á sjálfs sfn vinnuafköstum". STjORNUN FOLKSINS. SKRlkAMYNn AF BORGARALEGU ÞINGRÆÐI " ? Sigur sósíalismans f Sovétríkjunum gerði það kleyft að breyta kosningaskipulaginu til auk - ins lýðræðis og koma á almennum . iöfnum qp beinum kosningaretti,. með leynilegri atkvæða - greiðslu. Póiitfsk undirstaða mRáðstjórnarríkj - anna eru fulltrúaráð hins vinnandi fólks og hæst; stjórnarvald landsins er æðsta ráð Sovétríkjanna, Til þess , sem allra annara fulltrúaráða hin$. er kosið samkvæmt almennum kosningarétti, beint og milliliðalaust, en atkvæðisrétt og kjör- gengi hafa allir þeir sem náð hafa 18 ára aldri. Æðsta ráðið kýs sér svo forsæti á sameigin — legum fundi hinna tveggja jafnréttháu deilda þess. Með þessum hætti er og kosið þjóðfulltrú - a ráðið, rík isstj órn Ráðstj órnarríkj a nna. Kommúnistaflokkur Sovétríkjannahefur sfðan Þvf mikilvæga hlutverki að gegna, að vera vern verndari alþýðunnar, forustukjarni hennar og leiðandi afl f framþróun þjóðfélagsins til hins æðra stigs kommúnismans. f Sovétríkjunum er hvorki rúm né þörf fyrir annan stjórnmáiaflokk. Astæða þess er ofureinföld og verður bezt skýrð með samanburði á borgaralegu og sósfalisku þjóðfélagi. Sérhverju borgaralegu þjóðfélagi er skipt niður f mismunandi stéttir, með gjörsam- lega andstæða hagsmuni eftir afstöðu þeirra til framleiðslunnar. Stéttirnar skapa sér pólitfsk samtök til að gæta hagsmuna sinna. Kapftalista- stettin hefur sinn eigin flokk, landeigendurnir sinn og verkalýðsstéttin byggir sér einnig sfn eigin hagsmunasamtök o. s. frv... f Sovétríkjun- um, sem hafa um langan tfma verið án arðráns og arðránsstétta, og stefna að stéttlausu þjóðfél- agi, getur hinsvegar ekki verið nema um einn flokk að ræða, flokk hins vinnandi fólks, flokk sem berst fyrir sameiginlegum hagsmunum þegnanna að sameiginlegu marki, - kommún- istaflokkinn. Hér er að finna skýringuna á fjar- veru annarra stjórnmálaflokka f Ráðstjórnarríkj- unum.Vel má vera að einhverjum öðrum en Leifi komi þetta skipulag, sem hér hefur verið rakið, fyrir augu sem "skrfpamynd af borgara- legu þingræði", en við þvf er ekkert að gera. Um ágóða fyrirtækjana er það að segja, að þvf betur sem þau vinna, þvf meiri er ágóði þeirra. En þetta er á engan hátt endurreisn kapitalismans", þvfágóði þessi er er notaður til að þjóna félagslegum hagsmunum. Um réttmæti þessarar virkjunar gróðahvatans skal hins vegar ekki deilt hér, en hitt er aug- ljóst að hún er ekki andsósfalisk, og þar af leiðandi alls ekki arðrán. Hlutdeild Sovétríkjana f hinum imperfaliska heimsmarkaði treysti ég mér ekki að ræða hér. Fyrir henni eætu legið einhverjar eðli- legar ástæður og engan veginn er réttmætt að stimpla Sovétríkinn imperfalisk að órannsökuðu máli, þrátt fytir þá hlutdeild. Þannig gera þau t. d. mikið af þvf að aðstoða lönd þriðja heimsins við efnahagslega uppbygg- ingu sfna og ekki má gleyma hinni mikilvægu aðstoð þeirra við frelsisbaráttu Araba, PEKING OG MOSKVA Þrátt fyrir afstöðu félaga Leifs til Sovétríkjana, er grein hans að mörgu leiti merkileg t.d. kaflinn um starf Gramsci og er gremja hans um margt nokkuð skiljanleg. En vart verður hjá þvfkomist að gruna hann um að fylgja dæmi margra sósfalista og taka þátt fhinu ofstækisfulla skftkasti hinna tveggja stóru sósfalisku ríkja . Það skftkast hefur að undanfömu mótast af fanatfskum gagnkvæmum ásökunum um að hinn aðilinn hafi tekið shauvinisma , sósfal - imperfalisma o.s.frv. upp á sfna arma. Báðir þykjast framfylgja hinum eina sanna sósfalisma, en hinn aðilinn er hreinn svikari við alþýðuna. Báðir hafa það sammerkt að þeir virðast einna helst vilja að þeirra sósfalismi verði ákveðinn f öllum löndum heims. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að bæði eru löndin, þó þó séu um margt ólik sósfalisk, þvf sósfalisminn hlýtur ætfð að taka mið af hinum ýmsu aðstæðum f löndunum það verðum við að hafa hugfast og við megum ekki taka allar sigursælar aðferðir erlendra kommúnista sem sjálfsagðar við fslenzkar að- stæður, heldur eigum við að læra af þeim og beita þeim lærdómi þar sem honum verður við komið. Við skulum umfram allt vera minnugir eftirfar- andi orða Lenfns. " Allar þjóðir munu taka upp sósfalisma, - slíkt er óhjáhvæmilegt, en allar munu þær gera það á nokkuð misjafnan hátt, hver þeirra mun leggja sinn sérstaka skerf til myndunareinhverskonarlýðræðis, til einhverskonar konar alræðis öreigana, til mismunandi hraðrar ummyndunar á mismunandi sviðum þjóðlffsins. Rúnar Björgvinsson .

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.