Neisti - 01.08.1970, Side 1

Neisti - 01.08.1970, Side 1
MALGAGN ÆSKULYÐSFYLKINGARINNAR - 1^0 h Lil þess að öðlast raunveru- lega þekkingu á einhverjum hlut verðum við að spanna yfir og rannsaka allar hliðar hans, ‘síSt/A si öll tengsl hans bein og óbein. Okkur mun aldrei takast þetta til fulls, en krafan um alhliða J( \ 'ji > * ( v> rannsókn forðar okkur frá vill- um og eintrjáningshætti. " SAMBANDS UNGRA SÓSÍALISTA Nafni JEF breytt i baust ? $jálfstædis- Aldurshámark afnumiú ? flokkurinn Ályktun miðstjórnar um skipulagsmál Á miðstjórnarfundi Æ. F. í júlí s.l. var samþykkt eftirfarandi greinargerð og áíýktun til felaga og deilda fyrir sambands- þingið f haust: Endalok juníverkfallanna mynda þátta- skil f baráttu vinstrihreyfingarinnar. Þjóðfélagið er aftur fallið f fastar skorð- ur og slaknað hefur á þeirri félagslegu spennu, sem kjaraskerðingin 1967 og at- vinnuleysið f kjölfar hennar sköpuðu. Á þessu tfmabili hefur Æskulýðsfylking- in orðið til sem raunverulega sjálfstæð samtök. Upphafsins er þó að leita allt aftur til ársins 1966, en vorið 1966 kepptu fjögur flokksbrot úr Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu um völdin í Æskulýðs- fylkingunni. Þessari baráttu lauk með þvf að fulltruar" vinstra arms Sósialistaflokks- ins urðu hlutskarpastir og mynduðu meiri- hluta í stjórn Æ. F. R. sumarið 1966 og í framkvæmdanefnd lands sambandsins um haustið. Vinstri armur Sósíalistaflokksins var klofinn í tvo hópa, og eftir að tilraunir hinnar nýju Æ. F. -forystu til að sætta þessa hópa höfðu beðið skipbrot, var ekki lengur nema um tvær leiðir að velja. Önn- ur var sú að liða Fylkinguna endanlega f sundur f innbyrðis baráttu í fjörbrotum Sósialistaflokksins. Hin leiðin var að sam- einast um uppbyggingu starfs Fylkingar- innar á sjálfstæðum grundvelli og freista þess að draga hana sem slíka út úr deil- unum um frámtið Sósxalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. Þar sem ekkert flokks brotanna, sem kepptu um völdin í Æ. F. , hafði styrk til að ná hreinum meirihluta, varð sxðari leiðin valin. Sjálfstæðisstefna Æ. F. gagnvart Sósialistaflokknum og Al- þýðubandalagsina varð þvf upphaflega til sem málamiðlun milli hopa yngri manna, þar sem enginn þeirra hafði styrk til að gera Æ. F. að verkfæri flokkshópa sinna. Þegar Sósfalistaflokkurinn var lagður niður og Alþýðubandalagið var formlega gert að stjórnmálaflokki riðlaðist vinstri- armurinn. Hluti hans tvfstraðist út f Alþýðubandalagið, annar hluti lagði árar f bát, þriðji hlutinn ákvað að hrófla upp nýjum flokki úr Sósfalistafélagi Reykja- vfkur, en fjórði hlutinn hafði þá þegar myndað all þéttan kjarna f Æskulýðs- fylkingunni og helgað sig uppbyggingu hennar sem sjálfstæðra baráttusamtaka. Sú ákvörðun, sem áður hafði verið takt- ísk malamiðlun var orðin að sögulegri nauðsyn. Helztu ástæður þessa voru eftirfarandi: I. Opinská áform fslenzku borgarastétt- arinnar um að svflqa endanlega sjálfstæð- isbaráttuna -með þvf að opna allar gáttir fyrir erlent fjármagn og tengjast efnahags- bandalögum stórauðmagnsins f Vestur- Evrópu, höfðu afhjúpað endanlegt gjald- þrot þjóðfylkingarstefnu Sosfalistaflokks- ins og Alþýðubandalagsins. II. Skarpari stéttaandstæður f kjölfar kjaraskerðingarinnar 1967 og gjaldþrots "viðreisnarinnar" kölluðu á uppbyggingu sósfalfskra baráttusamtaka sem leituðust við að gera stéttarhagsmuni verkalýðsins að þungamiðju ALLÆAR starfsemi sinnar. 3. Vaxandi hentistefna Alþýðubandalags- ins samfara ólýðræðislegum starfshátt- um þess kæfðu vonir um að Alþýðubanda- laginu yrði breytt til betri vegar. (Dæmi: þegar þetta er birt hefur f 10 mánuði að- eins verið haldið einn félagsfundur f Al- þýðubandalagsfélaginu f Reykjavík. Ákvarð anir þessa eina félagsfundar hafa verið fót- um troðnar af félagsstjórninni. ) 4. Upp hefur risið á heimsmælikvarða herská stúdenta og nemendahreyfing, sem virðist greinilegur vaxtarsproti félags- legra byltingarafla af nýrri gerð. Að tengja baráttu þessarar hreyfingar og barattu verkalýðsstéttarinnar saman f eina heild, kallar á pólitfsk samtök af nýrri gerð. 5. Engin önnur stjórnmálasamtök á fs- landi en ÆF virðast líkleg til að geta orðið samstiga f hinni nýju og þrottmiklu barattu, sem hafin er gegn heimsvalda- stefnu stórauðmagnsins um allan heim, eða yfirleitt líkleg til að geta hagnýtt sér og lagað að íslenzkum aðstæðum þá fersku byltingarstrauma, sem leika um allan hnöttinn. Þessi mál eru ekki svo einföld að um sé að ræða "að flytja inn erlendar tfzkixhugmyndir". Alþjóðlegar Liræringar hafa frá upphafi verkalýðshreyfingarinnar verið einn sterkasti hvati staðbundinnar baráttu. Yt ri orsakir eru KVEIKJA allra breytinga og virka gegnum innri orsakir hlutanna, sem eru UNDIRSTÖÐUR breytinganna. Af þessum ástæðum og mörgum fleiri er nauðsynlegt að við slökum hvergi á þeirri stefnu að halda áfram að byggja Æ.F. upp sem sterk og sjálfstæð stjórnmálasamtök. Með þessu er ekki átt við, að Æ. F. -félagar skuli ekki starfa innan annarra stjórnmálasamtaka vinstrihreyfingarinnar. Það er einmitt helzti styrkur Fylkingarinnar • að hafaaldrei orðið einangrunarstefnunni að bráð. Framhald á öftustu*síðu. . . markar sér umræðu- grundvDII Fjögur mál hafa orðið til þess að treysta auðvaldsþjóðskipulagið á fslandi f sessi a sfðasta ári: 1) Samruni vinstrisósfaldemókrata ur verkalýðshreyfingunni og borgaralega sinn- aðs millistéttarfólks f ný flokkssamtök: Samtök frjálslyndra og vinstri manna. 2) Vaxandi hægriþróun Alþýðubandalags- ins: en flausturslegt framboð Sósfalista- félags Reykjavfkur og fylgisaukning Al- þýðubandalagsins f Reykjavfk í síðustu kosningum hefur gefið hentistefnu og hægriþróun Alþýðubandalagsins byr undir báða vængi. 3) Átakalaus innganga fslands f Frfverzl- unarbandalagið, sem leiðir af sér trausta samþættingu fslenzkra atvinnuvega og er- lends stórauðmagns. 4) Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins f bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum f vor eftir nær þriggja ára tímabil kjara- skerðingar, atvinnuleysis og átaka rfkis- valds og vferkalýðshreyfingar. Af öllum sólarmerkjum að dæma álftur valdstéttin sig það trausta í sessi nú, að hún þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af komandi alþingiskosningum. Fljótvirkasta og auðveldasta leiðin fyrir Sjálfstæðis- flokkinn til að fylgja sigrum borgarastétt- arinnar eftir, hefði verið að leggja út f al- þingiskosningar strax f haust. Eftir slfkar kosningar hefði Sjálfstæðisflokkurinn tvf- mælalaust staðið sterkar að vfgi og átt auð- velt með að velja sér samstarfsaðila og setja þeim skilyrði að eigin geðþótta. Eft- ir slfkar kosningar hefði forysta Sjálfstæð- isflokksins einnig haft gott svigrúm til að "hreinsa til" f atvinnulffinu á kostnað smá- atvinnurekenda En haustkosningar hefðu aðeins verið fljótvirkasta og auðveldasta leiðin til að treysta pólitfskan grundvöll auðvaldsþjóð- félagsins á fslandi, það er ekki þar með sagt að þær hefðu verið árangursrfkasta leiðin. Þvert á móti getur eins farið svo að valdstéttinni heppnist að styrkja pólit- fska stöðu sína enn meira f vetur. Undanfari þess að reynt sé að breyta pólitískum valdahlutföllum er jafnan áróð- ursleg herferð. Undanfarin ár hafa raddir magnast í íslenzkri borgarastétt um að nauðsynlegt sé að breyta vinnulöggjöfinni og takmarka athafnafrelsi verkalýðshreyf- ingarinnar. Áróðurinn fyrir þessu máli hefur þó verið hvað ákafastur og samfelld- astur síðustu 4-5 mánuði. Embættismanna- vald verkalýðshreyfingarinnar er greini- lega orðið uggandi um sinn hag f þessari Framíiald á öftrustru síðu..

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.