Neisti - 01.08.1970, Blaðsíða 4

Neisti - 01.08.1970, Blaðsíða 4
4 Herbert Marcuse: Endalok Htbplunnar Fyrirlestur fluttur við Freie Universi- tát 1 Vestur-Berlin 1967. Ég verð að byrja á einfaldri staðreynd, en hún er sú, að á okkar dögum er hvaða lífsform sem er, sérhver breyting á tæknilegu og náttúrlegu umhverfi, raun- verulegur möguleiki, sem jafnframt er sögulega ákvarðaður. Við getum nú ádög-! um, gert umheiminn að helviti -og er- um á góðri leið með að gera það, eins og þið vitið. Við getum einnig breytt honum í hið gagnstæða. Þetta táknar dauða útópfunnar, þ. e.a. s. allar þær hugmyndir og kenningar, sem enn nota útópíuhugtakið til þess að draga sögu- lega og samfélagslega möguleika \ efa, hafa úrelzt og geta nú í sérstökum skiln- ingi táknað dauða sögunnar; í þeim skilningi -og það er það, sem ég gjarna vildi ræða við ykkur í dag- að hina nýju möguleika mannlegs samfélags og um- hverfis þess er ekki lengur hægt að túlka sem framhald af hinu gamla. Það er ekki hægt að setja möguleika okkar í dag í sömu sögulegu framvindu, heldur er skilyrði þeirra rof á hinni sögulegu fram- vindu, þar sem gengið er út frá eigind- arlegum(kvalitativum) mun á frjálsu sam- félagi og þjóðfélagi okkar daga, sem ennþá er ófrjálst, og samkvæmt Marx gerir \ rauninni alla mannkyns söguna til okkar dags að forsögu mannkynsins. En ég held líka að Marx hafi verið allt of bundinn af hugtakinu um framvinduna og hugmynd hans um sósíal ismann sé ekki enn -eða ekki lengur- það ákveðna neikvæði kapitalismans, sem hún ætti að vera. Þetta þýðir, að hugtakið dauði útópiunn- ar felur \ sér nauðsyn þess í það minnsta að ræða nýja skilgreiningu á sósíalisman- um á grundvelli spurningarinnar um það, hvort hin marxiska sósialismakenning eigi nú ekki frekar við aflokið stig í þró- un framleiðsluaflanna. Þetta kemur að mmu viti skýrast í ljós x hinni frægu greiningu á milli rík- is frelsisins og ríkis nauðsynjarinnar. Þar sem ríki frelsisins getur einungis hugsast og verið handan rfkis nauðsynj- arinnar, þýðir það að riki nauðsynjar- innar heldur áfram að vera riki nauð- synjarinnar einnig \ formi firrtrar vinnu. Þetta þýðir, eins og Marx hefur sagt, að allt sem gerst getur í þessu riki er það að vinnan verður útfærð á eins skipulegan hátt og mögulegt er, -en hún heldur áfram að vera vinna í og fyr- ir riki nauðsynjarinnar, og þar með ó- frjáls. Ég held, að einn hinna nýju möguleika, sem einnig sýnir eigindarlegan mun hins frjálsa og ófrjálsa samfélags, sé ein- mitt að finna riki frelsisins í riki nauð- synjarinnar, í vinnunni sjálfri og ekki einungis handan vinnunnar. Ef þið viljið fá skarpari framsetningu á þessari hugmynd, vil ég orða hana þann- ig: Við verðum í það minnsta að hafa fyrir hugskotssjónum hugmynd um leið til sosíal- isma,s‘em liggur frávisindum til sósialisma en ekki, eips og Engels hélt, frá útópíu til vísinda. Otópía er sögulegt hugtak. Það vísar til áætlana um ummyndanir á samfúlag- inu, sem teknar eru sem ómögulegar. Hvers vegna ómögulegar? Þegar rætt er um útópiur, þýðir ómöguleikinn venjulega ómöguleikinn á að gera áætlun um nýtt samfélag að veruleika- 1. vegna þess að hinir huglægu og hlut- lægu þættir í vissu gefnu þjóðfélagsá- standi eru ekki ennþá nój*u "þroskaðir". Dæmi: kommúnistískar aætlanir \ frönsku byltingunni. Eða kannski í dag: sósial- ismi í háþróuðustu auðvaldsríkjunum. E.t.v. er hvort tveggja dæmi um raun- verulega eða fullyrta fjarveru huglægra og hlutlægra þátta, sem gera það mögu- legt að koma áætlunni í framkvæmd. 2. hægt er að líta á áætlanir um um- myndun þjóðfélagsins sem óframkvæm- anlegar vegna þess, að þær brjóti í bága við visindalega iastmotuð iögmál, líffræðileg lögmál, eðlisfræðileg lög- mál o. s. frv. . T. d. gamla hugmyndin um eilúfa æsku mannanna, eða hugsunin um afturhvarfið til ákveðinnar gullald- ar. Ég held að við getum aðeins talað um útópiu í síðast nefndri merkingu, þ. e„ þegar aætlunin um ummyndun samfel- agsins er í mótsögn við visindalega sannanleg lögmál. Aðeins slíkar áætlan- ir eru í raun réttri útópískar, þ. e, handan sögulegs möguleika. Fyrri flokkurinn, þar sem hinir nauð- synlegu huglægu og hlutlægu þættir, eru ekki til staðar, getur þegar bezt lætur aðeins verið timabundið óframkvæman- legur. Forsendur Karls Mannheim eru til dæmis ófullnægjandi til þess að sýna hið óframkvæmanlega í slíkum áætlun- um, fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu, að það er alltaf fyrst eftir á, og ekki fyrr, sem hægt er að segja til um það, hvort áætlanirnar eru fram- kvæmanlegar. f raun og veru er ekkert merkilegt við það, að aætlun um um- myndun samfélagsins er álitin ófram- kvæmanleg, af þvi að hún hefur sýnt sig vera það í sögunni. En samt sem áður er þessi forsenda fyrir óframkvæman- leik áætlunarinnar ógild, þvi að það gerist auðveldlega, að framkvæmd bylt- ingarkenndrar áætlunar er stöðvuð af andspyrnuöflum, sem hægt er að vinna bug á -og verða unnin- einmitt a meðan á byltingunni stendur. Þess vegna er hæpið að hægt se' að setja fram skort á ákveðnum huglægum og hlutlægum þátt- um sem forsendu fyrir þvi að ummynd- un geti átt sér stað, Hið mikilvæga ~og það er okkar viðfangsefni núna- er að marxisminn verður ekki útópískari af þeirri foirsendu, að ekki er hægt að skil- greina neina byltingarsinnaða stett í hinum mest tæknivæddu auðvaldsríkjum nútimans. Þau þjóðfélagsöfl, sem bera byltinguna uppi, myndast fyrst a sjalfu byltingarskeiðinu, þetta er gamall og góður marxismi. Það er ekki alltaf hægt að reikna með þvi heppilega og einfalda ástandi, að þessi byltingaröfl séu svo að segja til reiðu, þegar hin umbyltandi hreyfing hefst. En að mínu áliti er til ein gild forsenda: þegar hin efnalegu og vitsmunalegu öfl til ummyndunar eru fyrir hendi, en skyn- samleg notkun þeirra er hindruð með þeirri skipulagningu framleiðsluaflanna, sem fyrir eru. Og í þessum skilningi held ég að við getum nú raunverulega tal- að um dauða útópiunnar. Við höfum nú þau efnaleguo^ vitsmuna- legu öfl, sem skapað geta frjalst samfél- ag. Ástæðan fyrir þvi að þau koma ekki að notum, er hin algera virkjun núverandi þjóðfélags á framleiðsluöflunum gegn möguleika sinum til frelsis. En þetta á- stand gerir áætlunina um ummyndun á engan hátt útópiska. f þessum skilningi er hægt að útrýma fátækt og eymd, það er mögulegt að út- rýma firrtri vinnu, mögulegt að afnema það, sem ég hef kallað umframbælingu (surplus repression). Ég held að við sé- um nokkuð sammála um þetta, og það sem verra er;. ég held að andstæðingar okkar séu okkur líka sammála um þetta. Það er varla hægt að finna nokkurn vis- indamann nú á dögum,-sem við getum tekið alvarlega, jafnvel ekki innan hinn- ar borgaralegu hagfræði- sem mundi mótmæla þvi að með þeim tæknilegu framleiðsluöflum, sem fyrir hendi eru, -jafnt efnalegum og vitsmunalegum- er hægt að útrýma sulti og eymd. Við get- um ekki heldur fundið þann, sem mót- mælir því, að það sem er að gerast í nútimanum rna skrifa á reikning hinnar félagslegu og pólitísku skipulagningar jarðarinnar. En jafnvel þó að við séum sammála um þetta, höfum við ekki enn gert okkur nægilega ljóst, hvað þessi tæknilega mögulega útrýming fátæktar, eymdar og firrtrar vinnu felur í sér. Þetta vil ég gjarnan taka á dagskrá núna, þannig að þessi sögulegi möguleiki verður að hugs- ast í formi, sem raunverulega felur í sér rof x sögu mannsins til þessa tima frekar en áframhaldandi framvindu henn- ar., neikvæðið frekar en hið jákvæða, mismuninn frekar en framfar ir Þetta felur i sér virkjun og frelsun ákveðinn- ar víddar í mannlegum veruleika, mann- legrar viddar á efnislegum grunni, virkj= un hinnar líffræðilegu víddar í tilveru mannsins. Það sem um er að ræða er hugmyndin um nýja mannfræði, ekki eingöngu sem kenningu, heldur einnig sem lifsform, -tilurð og þróun frjórrar frelsisjparfar, frelsis sem byggist ekki lengur a og tak- markast jafnframt af nauðsyn og knapp- leika hinnar firrtu vinnu. Hér er um að ræða nauðsynina á að þroska eigindar- lega nýjar mannlegar þarfir. Þess vegna tala ég um hina líffræðilegu vídd -þörf í mjög ákveðnum líffræðilegum skilningi. Nú á dögum er þörfin fyrir frelsi í þess- um skilningi ekki til sem lifsnauðsyn, a.m.k. ekki meðal stærsta hluta hinna einsmótuðu þegna þróaðra auðvaldsríkja. f skilningi slfkrar lifandi þarfar hefur hin nýja mannfræði f sér fólgið brumið að nýrri siðfræði ,sém er hvort tveggja f senn arfur og neikvæði gýSinglegralr>‘ kristinnar siðfræði, er raðið hefur miklu um sögu vestrænnar siðmenningar til þessa. Það er f rfkum mæli samfella af þörf- um, sem þróast hafa og verið hefur fullnægt f þrúguðu (repressfvu) samfél- agi, sem framkallar stöðugt á ny hið þrúgaða samfélag f einstaklingnum sjálf- um. Einstaklingarnir framkalla með þörfum sfnum þrúgað samfélag, jafnvel út f gegn um byltinguna, og það er ein- mitt samfella hinna þrúgandi þarfa, sem hingað til hefur hindrað stökkið frá meg- indinni (kvantitetinu) til eigindar hins frjálsa samfélags. Þessi hugsun gengur út frá þvf að mann- legar þarfir hafi sö^ulegt eðli, Að hínum dýrslegu þörfum fraskildum eru allar

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.