Neisti - 01.08.1970, Blaðsíða 5

Neisti - 01.08.1970, Blaðsíða 5
mannlegar þarfir, líka þær kynferðislegu, sögulega ákvarðaðar og sögulega breyti- legar. Rofið í samfellu þarfa, sem þeg- ar hafa 1 ser folgna þrugun, og stökkið yfir 1 hinn eigindarlega mismun, er ekki neitt sem fundið hefur verið upp á, held- ur nokkuð sem liggur í Jproun sjálfra framleiðsluaflanna. Þroun framleiðslu- aflanna hefur nu náð þvi stigi, að þau krefjast nýrra lifandi þarfa, ef þau eiga að geta 'unnið skilyrðum frelsisins fuilan rétt. Hvernig er þetta stig 1 þroun framleiðslu* aflanna, sem gerir stökkið frá ittnegind til eigindar mögulegt? Það er fyrst og fremst tæknivæðing valdsins, sem grefur undan sjálfum grundvelli þess. Það er stöðugt minnkandi notkun lfkamlegrar starfsorku í framleiðslunni (efnislegri framleiðslu) þar sem "hugsunarvinna" verður æ mik- ilvægari. Það er hin aukna samþjöppun af þjoðhagslega nauðsynlegu vinnuafli 1 stétt verkfræðinga, tæknifræðinga, vis- indamanna o. s.frv. Eins og þið sjáið er hér aðeins um til- hneigingar að ræða, tilhneigingar á byrj- unarstigi, sem munu þroast áfram og hljota að gera það einmitt vegna þess að þær byggjast á áframhaldandi viðgangi auðvaídsskipulagsins. Þegar kapítalism- inn getur ekki lengur notfært sér þá mögu- leika, sem liggja 1 framleiðsluöflunum og skipulagningu þeirra, verður hann til lengdar osamkeppnisfær v ið þau þjoðfél- ög sem hafa ekki -af groðanauðsyn og öðrum ástæðum- stöðvast 1 þessari þro- un, fyrst og fremst þroun sjálfvirkninn- ar. Við verðum samt að bæta hér strax við að takmörk kapítalismans eru einnig á hinum endanum þ. e. a. s. 1 fullkomnun sjálfvirkninnar. Eins og Marx gerði sér grein fyrir, þegar áður en hann skrifaði Das Kapital, þá er alger sjálfvirkni hinn- ar þjóðfélagslega nauðsynlegu vinnu 6- samrýmanleg viðhaldi kapitalismans. Þessi tilhneiging er oljost táknuð með slagorðinu sjálfvirkni þar sem hin nauð- synlega líkamlega vinna, hin firrta vinna, verður æ minni þáttur 1 framleiðslukerf- inu. Hér komum við raunverulega að "utopiskum" möguleikum, sem við verð- um að grannskoða til þess að gera okkur grein fyrir þvi sem um er að ræða. Þessi tilhneiging leiðir af sér algera til- traunastarfsemi á félagsle^um grunni og innan ramma alls þjoðfelagsins. Með því að utrýma fáta^ktinni leiðir þessi tilhneiging af sér leik með mannlega og handanmannlega nátturu, sem verður inni- hald félagslegs starfs og leiðir af sér virkt hugmyndaflug sem visindalegt fram- leiðsluafl. Þetta virka hugmyndaflug sýn- ir lauslega fram á möguleika frjálsrar mannlegrar tilveru á grundvelli tilsvar- andi möguleika 1 þroun framleiðsluafl- anna. En til þess að þessir tæknilegu möguleikar verði ekki þrugandi, til þess að þeir geti gengt sinu frelsandi og frið- andi hlutverki verða þeir að vera born- ir fram af þörf fyrir frelsi og frið. Þegar hin lifandi þörf fyrir afnám vinn- unnar er ekki fyrir hendi, heldur þvert á moti þörf fyrir að halda starfinu áfram, jafnvel þ6 það sé þjóðfélagslega ónauð- synlegt; þegar hin lifandi þörf fyrir nautn, þegar þörfin fyrir að geta verið hamingjusamur með góðri samvizku er ekki til^heldur þvert a móti, að alls eigi að njota og neyta i eins ömurlegri um- lykjandi tilveru og frekast er unnt^ þegar slíkar lifandi þarfir eru ekki til,eða eru kvaldar af hinum þrugandi þörfum er ein- ungis hægt að -vænta þess að hinirrnýju tæknilegu möguleikar verði 1 raun og veru á nýjan leik möguleiki til kugunar. Við þekkjum þegar 1 dag framlög sjálf- stýrifræðinnar (kvbernetik) og rafeinda- heilanna tilalgerrar stjórnar a mannlegri tilveru. Hinar nýju þarfir, sem nu eru orðnar ákveðið neikvæði ríkjandi þarfa, má kannski skilgreina sem neikvæði þeirra þarfa, er bera uppi valdakerfið 1 dag og sem neikvæði þess gildismats sem þess- ar þarfir aftur styðjash við; t. d. neikvæði þarfar lífsbaráttunnar (hun er nauðsynleg, og allar hugmyndir eða hugarórar 1 þá átt að hægt sé að losna við baráttuna fyr- ir tilverunni striða á móti nátturlegum og félagslegum skilyrðum fyrir tilveru manns- ins) eða neikvæði þarfarinnar fyrir að hafa unnið það til að lifa^ neikvæði afkastalög- málsins, neikvæði samkeppninnar, nei= kvæði hinnar geigvænlega sterku þarfar fyrir einsmótun (konformitet), þörfin fyr- ir að vera ekki öðruvrsi, fyrir að vera ekki utangarðsmaður, neikvæði hinnar bruðlandi og eyðileggjandi framleiðslu- þarfar, sem er órjufanlega tengd eyði- leggingu, neikvæði hinnar lifsnauðsvnlegu þarfar fyrir lygilega hvatabælingu. Þessurr þörfum er neitað í þörfinni fyrir frið, sem er.eins og þið vitið allt of veþekki þörf meirihlutans 1 dag, 1 þörfinni fyrir næði, 1 þörfinni fyrir einkalíf, sem sam- kvæmt liffræðinni er líkamanum nauð- synleg; 1 þörfinni fyrir hamingju - og allt er þetta skilið ekki einungis sem ein- staklingsbundnar þarfir, heldur sem fram- leiðandi afl í samfélaginu, sem félagslegar þarfir, er á afgerandi hátt móta skipulag og stjórnun framleiðsluaflanna. Vissar nýjar lifandi þarfir munu þa gera algera tæknilega umsköpun lifsins í um- hverfinu möjsulega, og ég held að það verði fyrst í slíku umsköpuðu lifsum- hverfi, sem ný form mannlegra samskipta, ný sambönd milli manna verða möguleg. Hin tæknilega umsköpun háþróaðs auð- valdsríkií mun þá fela í sér að fjarlægðar eru ógnir hinnar kapítalisku iðnvæðingar og sölumennsku, algjöra endurbyggingu borganna og endurheimtingu hins nátturu- lega umhverfis. Ég vona að ég þurfi ekki að segja ykkur að þegar ég tala um að fjarlægja ógnir hinnar kapítalisku iðnvæð- ingar, meina ég ekki rómantiskt afturhvarf til fortæknilegra tima, heldur þvert á móti held ég að það verði fyrst þegar hin kapít- aliska iðnvæðing og tækni hefur verið fjar- lægð, sem blessun iðnvæðingarinnar og tækninnar getur komið í ljós og orðið virk. Hinar nýju eigindir, sem ég hef nu talað um hafa að minu áliti -eins og ég sagði f upphafi- ekki komið nógi sterkt fram í vitundinni um það sem liggur á bak við hugtak sósíalismans. Hugtakið sósialismi hefur jafnvel meðal okkar verið skilið í of ríkum mæli innan rammans um þróun framleiðsluaflanna og allt of mikið innan rammans um aukningu á framleiðni vinn- unnar. Á. þessum forsendum byggði hug- myndin um hinn visindalega sósialisma í upphafi og þá var það ekki einungis rétt= lætanlegt.heldur nauðsynlegt. Nu á timum verður þetta í það minnsta að ræðast. Þótt það geti virzt litilvægt verð- um við nu að taka áhættuna og hömlunar- laust ræða og ákvarða hinn eigindarlega rriisrnun á sosíalisku samfélagi sem frjalsu samfélagi og þeim samfélögum, sem nu eru. Og einmitt hér, þar sem við leitum að einhverju slagorði, sem getur lýst þvi algilda í hinum nýju eigindum sósialisks samfélags, hefur hugtakið estetisk-erót- ískar eigindir svo að segja sjálfkrafa sprottið upp í meðvitundina,að minnsta kosti hjá mér. Það er e.t.v. einmitt í samruna þessara hugtaka, þar sem hug- takið estetík er notað í sinni upphaflegu merkingu sem þróun næmleikans, sem lifsform, að eigindir hins nýja samfélags Þetta er nokkuð sem enn bendir á að tækni og list, vinna og leikur, geta farið saman. Það er engin tilviljun að verk Fourier koma nu í brennipunktinn á nýjan leik með- al vinstrisinnaðra menntamanna. Það var Fourier sem fyrstur manna og aleinn (það hafa Marx og Engels sjálfir viðurkennt) gerði eigindarlegan mismun frjáls og ó- frjáls samfélags sjáanlegan. Hann óttað- ist ekki að tala um mögulegt samfélag þar sem vinnan verður leikur; samfélag, þar S sem jafnvel hin þjoðfélagslega nauðsyn- lega vinna getur orðið skipulö gð sem jafnvel hin þjóðfélagslega nauðsyn- lega vinna getur orðiðskipulögðí sam- ræmi við eðlislægar þarfir og hvatir mannanna. Leyfið mér að lokum að gera eina athuga- semd. Ég hef þegar talað um að hin gagn- rýna kenning, sem ég enn í dag kalla marxisma, verður aðinnlima í sigalla þa hugsanlegustu möguleika frelsisins , sem aðeins hefur verið drepið lauslega á hér að framan. Hún verður að innlima hinn hnéyksnanlegaeigindarlega mun, ef hún ætlar ekki að láta staðar numið við að lappa uppá ríkjandi ástand. Marxsisminn verður að taka áhætytuna af því að skil- greina frelsið þannig að það verði afhjúpað og viðurkennt sem nokkuð, sem aldrei hefur áður þekkst. Og einmitt vegna þess að hinir s.k. útópfskii möguleikar eru ekki útópískir, heldur ákveðifí sögulegt félags- legt neikvæði hins ríkjandi, er nauðsyn- legt að afhjúpa þessa möguleika og þau öfl sem hindra þá í framkvæmd og af- neita þeim. Það gerum við með því að reka raunsæja og skynsamlega and- spyrnupólitík. Andstaða sem er laus við allar sjálfsblekkingar er einnig laus við allan uppgjafaranda, því hann er svik við möguleika frelsisins og er til við- halds hinu rikjandi.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.