Neisti - 01.06.1970, Blaðsíða 1

Neisti - 01.06.1970, Blaðsíða 1
ÞJOBfRHSIS BARATTUNHAR Mesta hætta, sem vofir yfir öllum þjóðum um þessar mundir er hin bandaríska heimsvaldastefna. Sú mesta hætta, sem vofir yfir Islandi er hin bandaríska heimsvaldastefna. Heimsvaldastefnan hefur verið nefnd æðsta stig auðvaldsskipulagsins. Heimsvaldastefna nutimans er hin bandaríska heimsvaldastefna, vegna þess að Bandaríkin gnæfa yfir auðvaldsheiminn og stjórna honum að mestu leyti , með efnahagsitokum sínum. Bandarfkin ráða yfir 6(#o af auðlindum. heimsins . Þessar auð- lindir verja Bandarfkin með oddi og egg gegn kröfum þjóða viðsvegar að nýta sjálfar auðlindir landa sinna. Þetta er einn þáttur heimSvaldastefn- unnar. Annar þáttur hennar er hin stöðuga útþensla auðmagnsins, sem talin er nauðsynleg fyrir auðvaldsskipulagið. Þannig mótast heimsvalda- stefnan, ekki fyrst og fremst af því, hverjir eru við völd hverju sinm 1 Hvíta-Húsinu, heldur af innri eiginleikum í auðvaldsskipulaginu (dyrlmg- urinnJohn F. Kennedy margfaldaði Víetnamstríðið). Hin bandaríska heimsvaldastefna hefur á síðustu árum læst klóm sínum um íslenzku þjóðina í vaxandi mæli. Ein Idóin er í Straumsvík, önnur er við Mývatn, sú þriðja er herstöðin á Reykjanesi, sú fjórða er Við- reisnin o. s.frv., krumlan er Alþjóðabankinn í Washington. Það, sem sagt er hér að ofan, er sá þekkingargrundvöllur, sem sjálf- stæðisbarátta Islendinga hlýtur að byggjast á . Ef við þekkjum ekki andstæðing okkar, þá náum við aldrei árangri í baráttunni. Það er skilyrði fyrir sigri, að megnið af þjóðinni geri sér réttilega grein fyrir þeim aðstæðum, sem að ofan eru nefndar. Það er því skylda allra þeirra, sem gera sér grein fyrir þessum aðstæðum að nota hvert tækifæri til að útskýra þær fyrir öðrum. Það hefur þvf miður orðið hlutskipti margra „hernámsandstæðinga" að villa um fyrir almenningi og rugla skilning hans á þessu máli. Oft er þetta ekki vísvitandi gert, en það er gert á eftirfarandi hátt. I hvert skipti, sem krafist er brottflutnings herstöðva frá Islandi, er hnýtt við fordæming á yfirgangi ýmissa t.d. Austurevrópuríkja gagnvart öðrum Austurevrópuríkjum, það er hnýtt við kröfunni um, að öll hernaðarbanda- lög skuli lögð niður, að allar herstöðvar skuli lagðar niður, í austri og vestri eins og það er orðað. Sízt ætla ég að fordæma þá , sem fordæma yfirgang Sovétríkjanna, ekki mun ég heldur fordæma þá, sem setja sér það takmark, að hernaðarbandalög og herstöðvar skuli lögð niður. En með því að tengja þetta svona sífellljsaman, þá skapast eftirfarandi skoðun meðal almennings: Það eru vopnin í siálfu sér, hernaðarbanda- lögin í sjálfu sér og herstöðvarnar, sem eru hættan, ekki heimsvalda- stefnan. Það eru átökin milli austurs og vesturs, sem skapa hættuna. Almenningi verður hins vegar ekki ljós hættan frá höfuðandstæðingi sínum, hinni bandarísku heimsvaldastefnu. Meðan þannig er ástatt mun reynast erfitt að sannfæra fólk um nauðsyn þess, að Island gangi úr NATO og herstöðvar verði lagðar niður. Fólk á erfitt með að skilja nauðsyn þess að berjast gegn einu hernaðarbandalaginu og veikja það þar með, ef ekki er að sama skapi tryggt, að hitt hernaðarbandalagið veikist um leið eða sé lagt niður > H>fi'-? alið um, að herstöðvar skuli lagðar niður a erlendri grund, að öll hernaðarbandalög skuli lögð niður, hlutleysi í hernaðarátökum, allt hljómar þetta eins og ámátlegt væl í heimi, þar sem logar allsherjar stéttarstríð milli fólksins og auðvaldsskipulagsins. Heldur skal kjörorðið vera: Leggjuir f rúst sérhverja herstöð heimsvaldastefnunnar , sem við megnum, molum hernaðarbandalög heimsvaldasinnanna, tökum afstöðu með baráttu fólksins gegn arðránsskipulaginu. Slík stefna, sérstaklega, ef henni væri fylgt eftir í verki, er sannarlega meiri stuðningur við þá, sem eru að berjast fyrir okkur í Vfetnam og Suður-Amerfku, heldúr en hlutleysishjalið Stefna fslenzkra hernámsandstæðinga mótaðist af hugarfari kalda stríðsins oghinnar friðsamlegu sambúðar austurs og vesturs. Frá sjónarhóli almenn ings virtust vandamál heimsins vera fólgin í þrátefli milli Sovétrfkjanna og Bandarfkjanna . Sú hætta sem virtist mest ógnandi var, að stórveldin rugluðust í þráteflinu.qg leiddust af slysni út í að beita hvort á annað allri sinni hernaðartækni. Vopnin sjálf voru hættuvaldurinn. Þessi heimsmynd var fölsk, það verður ljósara með hverju árinu. Vfst eru vopnin hættuleg, en heimsvaldastefnan er grundvallarhættan. Þeir fátæku eða undirokuðu heimta rétt sinn af heimsvaldasinnum. Heimurinn logar f stéttarstríði. Um þessar mundir er þetta stéttarstríð harðast milli bænda og verkalýðs hálfnýlendnanna annars vegar, og hinnar banda- rísku heimsvaldastefnu hins vegar. Þetta stríð mun geysa þangað til annað hvort gerist, að heimsvaldastefnan verði lögð að velli eða hún vinni hernaðai sigur, sem þó verður ekki endanlegur fyrr en allt er brunnið. I þessari baráttu milli lífs og dauða, milli þjóða heimsins og hinnar bandarísku heimsvaldastefnu, hljóta Islendingar fyrr eða sfðar að sameinast um afstöðu, sem er í samræmi við eigin hagsmuni. Baráttan gegn hinni bandarfsku heimsvaldastefnu er hin mikilvægasta, sem Islendingar heyja um þessar mundir. Við þurfum jafnt á liðsstyrk þeirra að halda, sem fordæma innrásina í Tékkóslóvakíu, sem og hinna sem ekki fordæma hana. Við þurfum jafnt á þeim að halda, sem fordæma yfirgang Rússa gagnvart Kfnverjum og hinna , sem fordæma yfirgang Kínverja gagn- .vart Rússum. Um hina mikilvægustu baráttu þurfum við að kunn að sameinast, þótt misklíð rfki um önnur atriði, og stefna að því, að misklíðarefnin skerði ekki eininguna og slævL baráttuna. Sumir þeirra stjórnmálamanna í slenzkra, sem tekið hafa þátt f þessari baráttu, hafa brotið af sér í þessu sambandi. Hjá þeim hafa skammsýn sjónarmið atkvæðaveiðaranna ráðið úrslitum. I staðinn fyrir að útskýra fyrir almenningi eðli heimsvaldastefnunnar, og berjist á þeim grundvelli gegn herstöðvum í landinu, reyna þeir að aðlaga sig að skoðunum almennings á málinu, eins og þær hafa verið mótaðar og ruglaðar af fjölmiðlum valdamafíunnar. Þeir láta sig mestu skipta að bjar ga þingmannsstöðu sinni næsta kjörtímabil, þótt það leiði til þess, að þeir rugli almenning í rýminu enn meir en orðið er. Islendingar eiga við sama andstæðing að etja og fbúar Vfetnam, Kambódfu, Afrfku, Suður-Amerfku o.s.frv. Barátta og sigur á einhverjum þessara staða styrkir aðstöðu þjóðfrelsisaflannaahnars staðar. Sérhver sigur þjóðfrelsisaflanna f átökum viðheimsvaldasinna styrkir sjálfstæðisbar- áttu Islendinga. Sigur Islendinga styður þjóðfrelsisöflin úti í heimi. Baráttan helzt f hendur. Beinn stuðningur fslendinga, upplýsingastarf o.fl., við baráttu þjóðfrelsisafla úti í heimi, er því um leið barátta fyrir sjálf- stæði Islendinga. Slík starfsemi hefur einnig á annan hátt mikla þýð- ingu fyrir þjóðfrelsisbaráttu Islendinga, hún stuðlar að því, að Islendingar geri sér betur grein fyrir en áður til hvers heimsvaldastefnan getur leitt. Baráttan er f eðli sínu hin sama, aðeins er stigsmunur.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.