Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 3

Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 3
ritvélarsofnim 45. 000 kr. söfnuðust 1 ritvélarsjóð Fylkingarinnar. Nægði þetta fé til að kaupa IBM executive ritvél (gamla) á 40. 000 kr. , og til að greiða leigu fyrir sams konar ritvél um nokkurt skeið áður en kaup fóru fram. Auk þess sem NEISTI er vélritaður á þessa vél,hefur hun þegar komið að miklum notum við dreifibréfaútgáfu Fylkingarinnar og annarra aðila, og jafnvel við blaðaút gáfu annarra róttækra aðila. Við færum öllum þeim, sem gáfu fé í ritvélarsjóðinn beztu þakkir og full- yrðum, að með því hafi þeir unnið vinstrihreyfingunni mikið gagn. NIEEBIfl ÍFBH.1 Pfl LNJ LL Nú erulZ ár síðan bandariskir herir leystu franska nýlenduherinn af hólmi í Indókína. Á þessum 12 árum hefur styrjöldin stöðugt verið að færast í aukana og breiðast út, frá Víetnam til Laos og Kambódíu og ýmislegt bendir til þess, að stríðið kunni enn að breiðast til fleirri landa. Enn þrátt fyrir högg, ofsóknir, rógburð og fangelsanir, hefur fólk f öllum löndum ris- ið upp til mótmæla og til þess að votta sam úð sína með réttlátum málstað víelnömsku þjoðarinnar. Stuðningur okkar fslendinga hefur verið lít- ill. 13. ágúst s.l. var Víetnamhreyfingin stofn- uð í núverandi mynd og er hún því um tveggja mánaða. Eins og nærri má geta eru hvorki starfshættir né skipulagsmál hreyfingarinnar fullmótaðir, en f stuttu máli er hægt að segja þetta um skipulag hennar. Grunneiningar í skipulagi Víetnam hreyfingarinnar (VNH) eru starfshópar. Hlutverk starfshópanna er fyrst og fremst öflun og miðlun þekkingar. Þegar menn ganga til liðs við VNH, gera þeir það á mörgum ólíkum forsendum. Starfshóparnir rannsaka þvi málin samræma skoðanir og komast að sameiginlegum niðurstöðum. Einnig skipuleggja starfshóparnir starf út á við, s. s. fjársafnanir , dreifingu upplys- inga o. þ. u. 1. Þeir félagar einir, sem virk ir eru f starfshópum, eru fullgildir félag- ar í hreyfingunni. Yfirstjórn VNH er 5manna F ramhald á 7. síðu vinstrimanna f Evropu söfnuðu fé handa hungruðum börnum var fé þeirra notað til að fæða og klæða valdastéttina í Biafra en hinir raunverulegu félagar þeirra voru skotnir. Þversögn brezkra, sovézkra, ís- raelskra og franskra vopna blekkti ekki verkalýð Nigeriu fremur en verkamenn Spánar á síðari hluta fjórða áratugs aldar- innar. Stjórn Nigeriu er fulltrúi hins frjáls- lynda arms burgeisastéttarinnar sem sam- einaðist um striðsreksturinn. Eftir gagn- byltingu Ironsis hershöfðingja ákváðu margir byltingarsinnar að gera austur- hluta landsins að höfuðstöðvum þeirra sem vildu hnekkja völdum hinnar ný-kól- onísku stéttar. Vinstrisinnaðir foringjar úr hernum og verkalýðsleiðtogar Niger- íska verkamannaflokksins flúðu einmitt til Austurhéraðsins (seinna Biafra). Þar skipulögðu þessi öfl Æskulýðsherdeildina. Einnig komu þeir á samtökum verka- manna og bænda. Ojúkvú kom aðalleið- togum þessara hreyfinga fyrir kattarnef fljótlega eftir stofnun Biafra. f nokkurn tima hélt hann áfram að notfæra sér fjöldahreyfingar þær sem þeir höíðu kom- ið á fót en fljótlega tók hann að fangelsa lægra setta forystumenn þeirra fyrir "samstarf við óvinina'.1 Það er vert að leggja á minnið að fall Biafra fylgdi ein- mitt í kjölfar þess að almenningur í landinu hætti stuðningi smurn við stió™ landsins. Upphaflega hafði verið ætlunin að breyta Austurhéraðinu í mið- stöð byltingarmanna eftir januar 66. En það gagnstæða gerðist. Hugmyndafræði sem hlaut heitið syrzka (Blackism) var þ rengt upp á almenning í Biafra. Það var einmitt í borgarastyrjöldinni að hin íhaldssama valdastétt Biafra skynjaði að forræði hennar var ógnað af erfiðis- mönnum. Arið 1969 risu bændur upp gegn lénsherrum og rikisstjórnin neydd- ist til að ganga að einni af meginkröfum þeirra: á fjárlagaárinu 1969/70 varð það að leysa bændur í vesturhéruðunum und- an kosningaskattinum áður en þeir sam- þykktu að leggja niður vopn. Niðurstaða borgarastyrjaldarinnar var án efa ósigur fyrir nýlenduherrana sem höfðu vonazt til að skipting lands- ins yrði varanleg. Og valdakerfi ríkjandi stéttar í Nigeríu hafði orðið fyrir alvar- legum skakkaföllum. Eftir lok borgarastyrjaldarinnar Þegar að borgarastyrjöldinni lokinni létu auðfélög Bandarikjanna og keppi- nautar þeirra í Efnahagsbandalaginu til sm taka í Nigeríu. Nú keppa þau við brezku risana um hlutdeild í "uppbygg- ingu eftirstríðsáranna" , í olíubrallinu og í efnahagslegum grundvelli landsins yfir höfuð. Mönnum er skylt að minnast þess að verkamenn og bændur héldu uppi áróðri sínum bæði á meðan á stríðinu stoð og eftir að því lauk. Núverandi hers- höfðingjastjórn stendur frammi fyrir sí- gildu ný-kóloníalísku vandamáli. Annað- hvort verður henni velt úr sessi af gömlu valdastéttinni, sem nú eflist óðum f efnahagslegu tilliti og mun án efa - með tilliti til ferils síns - ekki fussa við endurheimt stjórnmálalegra valda, eða að barátta öreigastéttarinnar í bæjum og sveitum mun steypa henni af stóli. Umboðsmenn heimsvaldastefnunnar fara ekki dult með það að þeir eru nú að skyggnast um eftir einhverjum sem geti tryggt "stöðugleika" f Nfgerfu um skeið. Því miður er enginn leiðtogi með nægilegri alþýðuhylli fáanlegur sem ekki hefur flekkazt af stríðsgróða- bralli og ekki mundi mæta andstöðu í valdastóli. Hægrimenn óttast nýtt borg- arastrið meira en allt annaði, borgara- stríð sem mundi verða stéttastrið og ryðja brautina til sósialískrar byltingar. Andstæðurnar núna eru á milli "nasser- ískrar" herforingjastjórnar og gömlu valdastéttarinnar. Þær verður að leysa í þágu annarrar hvorrar. HUSNMIS- sjftniiB Eftirfarandi reglur gilda um húsnæðis- sjóð Fylkingarinnar: Tilgangur sjóðsins er að safna fé til húsnæðiskaupa. Markmiði sinu hyggst sjóðurinn ná með almennri fjársöfnun og með þvi að efna til happdrættis. Sjóðurinn setur sér sem fyrsta takmark að safnast hafi 1 milljón 1. maí 1971. Umsjon með sjoðnum hefur sjóðsstjórn, skipuð af miðstjórn Fylkingarinnar. Söfnunarfé má eigi verja til annars en hú snæðiskaupa. Eftirfarandi hafa verið skipaðir í fyrstu stjórn húsnæðissjóðsins: Árni Sveinsson, Ragnar Stefánsson, Örn ölafsson, Haraldur S. Blöndal, Friðrik Kjarrval. Við skorum á alla velunnara Fylkingarinnar , á alla þá, sem telja starf Fylkingarinnar ein- hvers virði að láta fé af hendi rakna til Jdú_s_n_ae_ð_i_s_sJ _ó_ð _s_ F_y 1 k - LLLLLL LL^JLLj Sjóðurinn hefur opnað gíróreikning f (Jtvegs- bankanum, girónúmerið er 101. Sjá nánar um húsnæðismál á baksíðu. ____________________________________ NEISTI.....útgefandi, Fylkingin, baráttusamtök sósíalista, Tjarn- argötu 20, Rvík. Verð í lausas. kr. 20, áskr. kr. 200 á ári. Ábyrgðarmaður: Ragnar Stefánsson F ramtiðarhorfurnar Þjáningar erfiðisstéttanna í Nigeríu eru slíkar nú sem stendur að vel gæti svo farið að þær styddu "nasserískt" lýðskrum þar sem lofað yrði bættum lýðréttindum. f þessu birtist hve hrýn og þörf byltingarsinnuð forysta getur orðið. Ef Nígeria íklæðist á ný sínu gamla og gagngert afturhaldssama gervi sem handbendi ný-kólonialista - og það er vissulega möguleiki - mun það leiða til nýrrar borgarastyrjaldar. Á hinn bóginn gætu heimsvaldasinnuð öfl (einkum brezk) vel hugsað sér að gera tilraun með og styðja stjórnskip- an með "vinstri"-andlit . . . hernaðar- lega endurbótastefnu sem mun halda aftur af vinstrihreyfingunni o. s. frv. Þetta er eina raunverulega hættan fyr- ir vinstrihreyfinguna. Það mun leiða til tfmabils tálvona sem aðelns sterk verkalýðsforysta getur bundið enda á. En hvað sem gerist hefur grundvöllur- inn verið lagður að byltingarsinnaðri baráttu. Lengd hlésins verður háð þvi hvaða brot yfirstéttarinnar nær yfir- höndinni. Ljóst er að f Nfgerfu má vænta opnunar nýs byltingarleikhúss þar sem sviðsetningin gæti hæglega gilt fyrir alla Afrfku. Franz Gfslason þýddi laus- lega úr Red Mole, 15. 9. 'lO.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.