Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 6

Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 6
6 ALþÝÐUBANDALAGIÐ: w HÆGRISTEFNAN I KKEPPU Líklegt er a'S einhverjar stöðubreyting- ar verði innan Alþýðubandalagsins a næstunni. Hægristefnan er f kreppu: 1. Hún getur ekki tryggt að Alþýðubanda- lagið komist 1 næstu ríkisstjórn. 2. Öllum er ljóst að úrræði hægristefn- unnar eru þrotin ef Alþyðubandalagið kemst ekki f næstu rikisstjórn. 3. Hægristefnan getur ekki aukið atkvæðafylgi flokksins við næstu kosn- ingar. Þetta finna jafnvel sjálfir tals- menn hennar glöggt og meginslagorð þeirra um þessar mundir er að "Alþýðu- bandalagið verði að sýna fram á að það sé öðruvisi en hinir flokkarnir". Þetta geta talsmenn hægristefnunnar ekki sýnt fram á af eigin rammleik og þess vegna fellur frumkvæði og forystuhlutverk næst- um sjálfkrafa úr höndum þeirra um þess- ar mundir. Þær umræður sem fram fóru f sumar um haustkosningar á þessu ári hafa vak- ið marga Alþýðubandalagsmenn harka- lega til vitundar um þetta þrennt. Olga og óánægja grefur því um sig í Alþyðu- bandalaginu og sennilega er nú sterkari hljómgrunnur fyrir róttæku uppgjöri við hægristefnuna en verið hefur f mjög langan tima innan íslenzkrar vinstri- hreyfingar. Veikleiki róttæku aflanna er hins vegar sá, að þau eru forystulaus og sambandslaus sfn í milli. Ástæðan fyrir þvi að Alþýðubandalags- menn eru að vakna til vitundar um gjald- þrot hægristefnunnar er vanmáttur henn- ar til að móta trúverðuga heildarstefnu Alþýðubandalagsins. Einkenni hennar hefur alltaf verið uppgjöf gagnvart vanda- málunum, ekki tilraunir til lausnar þeirra. Einkenni hennar hefur alltaf ver- ið að forðast rökræður um vandamál sósíalískrar baráttu og láta reka undan vindi. Fólk á orðið erfitt með að sætta sig við þessi sjúkdómseinkenni hægristefn- unnar. Valkostum fslenzkrar vinstri- hreyfingar og íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu fer stöðugt fækkandi. Vandamál ís- lenzks þjóðfélags verða ekki lengur leyst með bráðabirgðabjargraðum fra degi til dags, heldur aðeins á grund- velli heildarstefnu sem mörkuð er til langs tíma. Eins og lesa ma af virkj- anaáætlunum auðvaldsaflanna er heild- arstefna þeirra skyr og otviræð: innlim- un þjóðlegs kapítalisma í alþjóðlegan kapítalisma. Stefna þeirra í markaðs- málum staðfestir þetta glöggt: innlimun í Frfverzlunarbandalagið og Efnahags- bandalagið. GQC5LC^\\jcO CbCH)ci3 o o Helzti fræðimaður nægristefnunnar í Alþýðubandalaginu, Ragnar Arnalds, gerði á siðasta flokksráðsfundi tilraun til að leggja drög að heildarstefnu Al- þýðubandalagsins . Ræðan hefur verið birt í Þjóðviljanum og vonandi gefst tækifæri til að fjalla um hana nánar í einhverju næsta tölublaði Neista. Til bráðabirgða verður að nægja að fjalla stuttlega um tvo megingalla ' ■ og einn meginkost þessarar tilraunar. 1. Meginkostur þessarar tilraunar er að þar er mörkuð skýrari og djarf- ari heildarstefna í uppbyggingu at- vinnuvega á fslandi en fyrr hefur verið gert. Sovézka framleiðslumódell- inu er endanlega hafnað og lögð megin- aherzla á dreifingu en ekki miðjun verkaskiptingar i fslenzku þjóðfélagi, í stórum dráttum á grundvelli ríkjandi byggðaskipulags. Eins og Ragnar tekur saman f niðurstöðum sínum: "Réttur smælingjans, framtíð sjálfsbjargarsam- félagsins í íslenzku sjávarþorpi, sjálf- stæði smáþjóðar í útjaðri Evropu. Allt eru þetta náskyld mál. " 2. Megingallar tilraunarinnar er sú pólitiska steínumótun sem reynt er að leiða af hinni efnahagslegu stefnumótun, og að rangt mat er lagt á bindiþætti auð- valdsþjóðskipulagsins á fslandi til að breiða yfir veikleika hinnar pólitisku stefnumótunar. Þannig segir Ragnar: "Á hverju byggist valdaaðastaða íhalds- aflanna? Ég svara hiklaust: hún byggist á óvenjulegri samstöðu um markmið og leiðir. Kapítalísk hugmyndafræði er drottnandi afl í fslenzkum þjóðmálum. Mótvægið hefur ekki verið nægilega þungt. A. kann að finnast það, þá er einmitt hlutverk og skylda sósialista að vinna að þvi að auka stettaátökin og andstæð- urnar í auðvaldsþjóðfélaginu, að hvetja verkalýðshreyfinguna til stéttarbaráttu og marka henni skýr og ljós stefnumið. En kjarni hægristefnunnar er ekki stéttarbarátta heldur stéttasamvinna, samvinna verkalýðshreyfingarinnar og borgarastéttarinnar eða verulegs hluta hennar til langs tima. "Þröngsýnir fræðimenn" hægristefnunnar sjá rautt, ef minnzt er á stéttabaráttu, þeir geta ekki skilið það öðruvisi en neðanjarðar- starfsemi, samsæri, götuvigi og valda- rán. Jafnvel elzti verkalyðsflokkur landsins, Alþýðuflokkurinn, hefur látið sogast inn í hugmyndaheim kapítalismans til að sinna þar þjónustustörfum af einstakri lipurð. " Af þessum staðhæfingum -og öðrum atriðum í ræðu Ragnars- virðist mega leiða að samstaða "íhaldsaflanna" sé fyrst og fremst hugmyndaleg og vald þeirra í þjóðfélaginu fyrst og fremst hugmyndalegt. Þannig sé hægt að yfir- buga og jafnvel kljúfa "íhaldsöflin" með hugmyndalegri sókn vinstristefnu, tefla hugmynd gegn hugmynd (og vinna þannig atkvæði). Munurinn er aðeins sá, að hugmyndir "íhaldsaflanna" eru margar hverjar "hugmyndir í framkvæmd", endurspeglun þess sem er að gerast í þjóðfélaginu. Hugmyndir vinstri aflanna birtast hins vegar án jarðsambands sem bókstafir á kosningastefnuskrám og frasar í ræðum þingskörunganna, þær spretta ekki upp úr lifandi stéttarbar- áttu, heldur koma fram sem skrifborðs- vinna atvinnustjórnmálamanna. Kjarni malsins er að grundvöllur sam- stöðu "íhaldsaflanna" er ekki fyrst og fremst hugmyndalegur heldur stettar- legur. Her gæti gagnað að vitna til stefnuyfirlýsingar Fylkingar innar: "Atvinnurekendur standa ekki einir í baráttu sinni gegn verkalvðshrevfinpunni heldur styðjast við fjölmenna hópa stjórn- málamanna, embættismanna, forstjóra og aðra þjóðfélagshópa sem þeir hafa tengzt sterkum böndum í einni stétt: borgarastéttinni. Borgarastéttin heldur ríkisvaldinu í sínum höndum.og frá þvi liggja stjórntaumar sem kvíslast um öll svið þjóðfélagsins og tryggja borg- arastéttinni forystu í gervöllu þjóðrik- inu. Enda þótt hinir ýmsu hópar borg- arastéttarinnar séu innbyrðis sundur- þykkir í* mörgum greinum þjappa grundvallarhagsmunnir þeirra þeim saman i eina þjóðfélagsstétt -forréttinda- og valdastétt- sem tryggir viðhald og framgang auðvalds þjóðskipulagsins. Þótt styrkleikahlutföll milli hinna ýmsu hópa borgarastéttarinnar séu breytileg eftir tima og aðstæðum, þá er viðhald stéttaþjóðfélagsins og/eða einkaeignar- réttarins öllum þessum hópum nauð- synlegt til að tryggja forréttinda- og kúgunaraðstöðu sína gagnvart verka- lýðs stéttinni. Borgarastéttin styðst við fjölmenna Á þessu sporðreisist sú pólitíska stefnumótun, sem R.A. reynir að marka. Hinir tiu vinstristefnupúnktar sem hann setur fram eiga það allir sameiginlegt að vera dægurkröfur íslenzkrar verka- lyðshre^rfingar. Sem stefnuskra til langs tima þjona þeir aðeins stettarhagsmun- um þjoðlegrar borgarastettar, þar sem þeir stefna aðeins að hagrænum stjorn- sysluaðferðum en engum djuptækum fel- agslegum breytingum, En hinir 10 punktar eru ekki nema dæg- urkröfur hluta íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar, þorri launafólks er áhuga- laus gagnvart flestum þeirra. Þetta sinnuleysi verður ekki yfirunnið, nema með því að dægurkröfur sem þessar séu tengdar beint við þau langsýnni sós- íalisku stefnumið, sem verkalýðsstétt- inni eru eiginleg vegna stöðu hennar í þjóðfélaginu. Alþýðubandalagið getur ekki gert hvort tveggja f senn: miðað heildarstefnu sina við stéttarhagsmuni íslenzkra smákapítalista í iðnaði og sjávarútvegi og stéttarhagsmuni verka- lýðs stéttarinnar. Ve rkalýðshreyfingin verður ekki vakin sem afl í sjálfstæðis- baráttunni, án þess að barizt sé fyrir hennar eigin hagsmunum. Andspænis efnahagslegri og pólitiskri samþróun auðvaldsheimsins getur smá- riki eins og fsland ekki haldið sjálf- stæði sínu án gagngerar efnahagslegrar, félagslegrar og pólitfskrar umbyltingar á öllum sviðum. Hverjum alþýðumanni er að verða þetta meðvitað í meira eða minna mæli, enda þótt það birtist fyrst o^; fremst í uppgjöf og sinnuleysi þorra folks gagnvart vandamalum sjalfstæðis- barattunnar, af þvi að enginn politiskur aðili er til staðar til að taka öflugt frum- kvæði i SOSrALlSKRI SJALFSTÆÐIS- ~ BARÁTTU. Sjálfstæðisbaráttan þarf að fela stettabaráttuna í sér en ekki þjónk- un undir innlendan kapítalisma. fslenzk alþýða mun ekki styðja "vinstristjórn" á íslandi lendi hún í erfiðleikum við end- urreisn þjóðlegs kapitalisma vegna efna- hagslegrar og fjármálalegrar valdbeit- ingar af háífu auðvaldsheimsins, enda getur orðið þá minna úr loforðunum um "réttláta skiptingu þjóðartekna og sömu launakjör og f nágrannalöndum. " Tilraun- hópa millistéttarfólks f baráttunni gegn verkalýðsstéttinni og hefur tryggt sér ýmsa hópa launþega, með launamismun, smjaðri eða þvingunum. Þessi banda- lög borgarastéttarinnar við aðra þjóð- félagshópa eru þó ótraust og geta auð- veldlega brostið, ef verkalýðurinn nær að skapa með sér stéttarlega einingu og rekur harðskeytta baráttu á öllum sviðum þjóðfélagsins. " Það er innan þessa ramma sem leysa verður vandamál vinstrihreyfingarinn- ar og verkalýðshreyfingarinnar. Hversu rómantískt og samsæriskennt sem R. ir til viðhalds og eflingar þjóðlegs kap- ítalisma geta ekki orðið annað en fum og kák andspænis örum samruna hins háþróaða auðvaldsheims f æ styrkari og stærri efnahagsheildir, eflingu heims- markaðs, vaxandi sundurgreiningu al- þjóðlegrar verkaskiptingar og auknum áhrifum alþjóðlegra fjármálastofnana á val efnahagslegra og felagslegra þróun- arbrauta einstakra þjóðrfkja. Það gagn- ar Javf Alþýðubandalaginu lítið að snar- snuast eins og skopparakringla, skýr-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.