Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 8

Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 8
Irá 25. hinri Fylkingarinnar 2 5. þing Fylkingarinnar var haldið 1 Reykjavík fyrstu helgina f október. Lang- viðamesta mál þingsins var stefnuyfirlýs- ing samtakanna. Var þingheimi öllum skipt f umræðuhópa til að fara gegnum þau drög að stefnuyfirlýsingu, sem miðstjórn hafði lagt fyrir þingið. Fóru allir hóparnir yfir stefnuskrána f heild. Var þetta gert til að þátttaka félaganna í mótun stefnuyfirlýs- ingarinnar gæti orðið almennari og til að áhrif hinna einstöku félaga færi ekki aðeins eftir ræðumannshæfileikum þeirra. Var athyglisvert að sjá, hve niðurstöður hóp- anna voru likar, þótt þeir störfuðu óháðir hver öðrum. Stefnuyfirlýsing þingsins mun koma íít f lftilli bók bráðlega, og verður hún því ekki rakin hér. Þess má þó geta, að stefnu yfirlýsing þessi er ekki jafn almenns eðlis og stefnuyfirlýsing næstsiðasta þings, en tekur miklu ítarlegar á íslenzka auðvalds- þjóðfélaginu og baráttunni fyrir umbyltingu þess. Þótt stefnuyfirlýsing 25. þingsins verði gefin ut f bókarformi, táknar það alls ekki, að hér sé um einhvers konar endanlega stefnuskrá að ræða. Heldur er þess vænzt, að bókin verði grundvöllue enn frekari um- ræðna og rannsókna á íslenzka auðvaldsþjóð- félaginu, og á næsta þingi samtakanna eftir eitt ár verði afgreidd enn þá ítarlegri og mikilvægari stefnuyfirlýsing. aldurshamark afnumið Eitt af þvf, sem fólki út a við hefur fundizt fréttnæmt fra siðasta þingi er afnam 35 ára aldurshámarks f Fylkingunni. Fylk- ingarfélögum sjalfum fannst þetta hins vegar svo sjálfsagður hlutur, að engin athugasemd kom fram á þinginu . Ástæðan er su, að eins og Fylkingin hefur starfað undanfarin 3-4 ar er aldurshámark orðið eins og hver önnur vitleysa. f árslok 1966, þegar deilurnar um skipulagsmál Alþyðubandalagsins^og Sosial- istaflokksins stóðu sem hæst, dró Fylkingin sig sem samtök út úr þeim deilum, en tok að sinna sjálfstæðum pólitískum ve_rkefnum á sviði verkalýðs- og þjóðfrelsisnála , verk- ef num sem hin strfðandi öfl Alþýðubandalags og Sósíalistaflokks höfðu vanrækt vegna innri deilna sinna. Fylkingarmenn hafa satt að segja ekki talið sig geta misst góða barattu- menn fyrir þá eina sök, að þeir hafa orðið meira en 35 ára. Þegar fyrir siðasta þing hafði nokkrum fylkingarfélögum verið veitt undanþága til að vera i samtökunum eftir 35 ára aldur. Sú breyting f lögum að fella aldurhámarkið niður, var þvi nanast formleg staðfesting a þegar orðnum hlut. Þrátt fyrir það, að Fylkingin hefur ekki hin sfðari ár starfað sem æskulýðs samtök, þá hafa áhrif hennar meðal ungs folks a fslandi ekki verið meiri í annan tima. Svo er það lfka annað. Hvert ætti það fólk að fara, sem við rækjum þannig úr Fylkingunni. Einhver segir: Það á að verða virkt f Alþýðubandalaginu. Hvernig er þá unnt að verða virkur f Alþýðubanda- laginu, þar sem varla er haldinn nema einn félagsfundur á ári, svo dæmi sé tekið af Alþýðubandalaginu f Reykjavfk. JÚ, það er mögulegt með þvf að gerast innilega handgenginn forystunni. Gall- inn er bara sá, að fylkingarfélagar hafa ekki í seinni tfð öðlazt nslfkan pólitísk- an þroska" í Fylkingunni, að þeir geti yfirleitt orðið handgengnir núverandi forystu Alþýðubandalagsins. nafnbreyting Æskulýðsfylking verður Fylking. Það er sama um nafnbreytinguna að segja og um afnám aldurshámarksins. Talið var, að nafnið Fylkingin, baráttu- samtök sósfalista, væri eðlilegra nafn og meira f samræmi við starfsemi sam- takanna, heldur en nafnið Æskulýðsfylk- ingin, samband ungra sósfalista. Sfðara nafnið bendir eindregið til þess, að um venjuleg æskulýðssamtök sé að ræða, uppeldisstofnun fyrir ákveðin flokk. Nafn- breytingin olli heldur engum deilum á 25. þinginu. Það sem fyrst og fremst olli deilum við afgreiðslu laga á þessu siðasta þingi Fylkingarinnar, var hvort það skyldi bundið í lögum, að meiri hluti miðstjórnar ætti að vera^skipaður starfandi fólki úr verkalýðsstétt, sem nánar var skilgreint. Þetta atriði var fellt með svo til engum atkvæðamun, að- alega á þeirri forsendu, að slfkt ætti ekki heima f lögum. Hins vegar var samþykkt áskorun til uppstillingarnefndar um að stilla upp miðstjórn f samræmi við þetta sjónarmið. Þetta var gert og var mið- stjórnin kjörin þannig. starf í öðrum vínstrj samtökum Sem fyrr voru fylkingarfélagar hvattir til að starfa f öðrum samtökum vinstri hreyfingarinnar, þar með talin Alþýðu- bandalagið og Sósfalistafélagið. Fylkingin hefur ekki hin sfðari ár orðið einangrunar stefnunni að bráð, og hefur verið leitazt við að taka hagsmuni vinstrihreyfingar- innar f heild fram yfir hagsmuni Fylking- arinnar sem samtaka breytingar f raun og veru varð engin eðlisbreyting á Fylkingunni á þessu þingi. Lögunum var formlega breytt á þann veg, sem lengi hafði verið álitið rétt í samtökunum. Eins og áður hefur verið nefnt hafði þegar nokkrum félögum verið veitt undan- þága til að vera f samtökunum, þótt þeir væru meir en 35 ára. Stefnuyfirlýsingin er raunverulega ekki annað en niðurstaða umræðna innan Fylkingarinnar á undan förnum árum. Sú þýðingarmesta breyting, sem orðið hefur f Fylkingunni f seinni tíð og staðfest var með lögum á 25. þinginu er að virkni f starfi og námi er skilyrði fyrir fullum félagsréttindum. Sumir hafa haft við orð, að Fylkingin sé nú orðin flokkur. Fylkingarfelagar telja hins vegar mjög langt f land, að Fylkingin geti kallað sig sósíalfskan flokk. Til slíks flokks gera þeir miklu meiri kröfur en Fylkingin getur uppfyllt nú. verður fylkingin gerð húsnœðislaus Verður Fylkingin gerð húsnæðislaus. Ekki hefur enn orðið vart við nein bein viðbrögð Alþýð'jubandalagsins vegna vegna 25. þingsins. Hins vegar virðast fréttatilkynningar Fylkingarinnar f Þjóð- viljanum hafa flutzt meir á innsfður en áður var, en þetta hefur ekki verið athug- að tölfræðilega og er e.t.v. of fljótfærn- isleg niðurstaða. Viðbrögð Sigfúsarsjóðs, en f sjálfs- eignarstjórn hans eru margir forystu- menn Alþýðubandalagsins, virðast ætla að verða þau, að reka Fylkinguna úr Tjarnargötu 20, og það með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Mörgum virðist þetta ótrúlegt eins mikið mikið og Fylkingin lagði á sfnum tfma að mörkum til hússjóðsins, upphæð ,sem mun hafa numið nálægt helmingi kaupverðs. Því hefur verið haldið fram, að Fylkingin hafi breytt um nafn, og þvf séu þetta ekki sömu samtökin og áður. Þess skal getið vegna slíkra hugrenninga, að fylkingar- þing hafa frá upphafi haft heimild til að breyta lögum samtakanna, og þar með nafni þeirra. HÚsnæðið að Tjarnargötu 20 hefur á þessum sfðustu tveimur árum, sem Fylkingin hefur verið eini borgandi að- ilinn í húsinu, verið starfsvettvangur miklu fleiri en Fylkingarinnar einnar. Tjarnargata 20 hefur á þessum tfma verið starfsvettvangur róttækrar hreyf*- ingar meðal verkamanna. Sem dæmi um þetta mætti nefna, að f fylkingarsalnum var Verkfallsvörðurinn unninn, en það blað kom út á vegum róttækra verkamanna annan hvern dag f verkfallinu f vor. Fleiri dæmi mætti nefna. Tjarnargata 20 hefur verið starfsvettvangur róttæk-, rar nemendahreyfingar. Hér hafa róttæk- ir nemendur^lagt^á ráðin og haft aðstöðu til að undirbúa sfna eigin sjálfstæðu út - gafustarfsemi og aðgerðir. Tjarnargata 20 hefur hin sfðustu ár verið miðstöð hinnar róttæku þjóðfrelsisbaráttu íslend- inga , starfs til stuðnings frelsisbaráttu Vfetnama o. s. frv. Fylkingin hefur á sfð- ustu árum lagt meiri áherzlu á að ýta undir og reyna að efla starf slíkra hópa og hreyfinga, sem hér hafa verið nefnd, heldur en að leitast við að hemja allt pól- itfskt frumkvæði innan sinna vébanda. Sé Fylkingin því gerð brottræk úr Tjarnargötu 20, er ekki bara verið að reka hana, heldur er stefnt að þvf að gera rottæka hreyfingu verkamanna og nemenda husnæðislausa. „ Salurinn uppi f Tjarnargötu 20 hefur areiðanlega hin sfðari ár uppfyllt betur en nokkru sinni fvrr vonir þeirra, sem í husbyggingarsjoðinn gáfu fé. í stað þess að vera miðstöð fyrir kubbaleiki og kuluspil, eins og salurinn sannarlega var a timabili, hefur hann hin sfðari ár orð- ið miðstöð iðandi pólitfsks lffs og póli- tfskrar baráttu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.