Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 1

Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 1
MALGAGN FYLKINGARINNAR BARÁT TIISAHRTAKA SÓSÍALISTA 9. tölublað, 1970 Skipulögð kllka vasaþjðfa herjar á Islandi um þessar mundir. Þeir sæta lagi að laumast niður í launaumslög verkafðlks á út- borgunardögum. Þjðfar þessir bera grímur sem eru eftirlík- ing af andlitum ráðherranna. Þess vegna halda sumir, að þetta séu strangheiðarlegir menn en ekki vasaþjðfar. Vasaþjðfar þessir eru leiguþjðfar. Mestur hluti arðsins af starfi þjðfanna rennur I vasa heild- sala og atvinnurekenda, sem bæta þannig ofan á þann gröða , sem þeir taka beint frá verka- fólkinu. Vasaþjófar þessir eru vel launaðir og hafa ýmis hlunnindi. Því er mjög eftirsótt að komast I stöður þeirra, allt frá hægri yfir til vinstri. Mönnum er eindregið ráðið frá að ráðast óskipulagðir gegn vasaþjófum þessum. Þeir sem slíkt gera geta átt á hættu, að þá hlaupi fram úr skúmaskotum aragrúi af illúðlegum svart- klæddum andskotum með hvítar húfur og berji þá I hausinn með kylf um. STUTT HUGVEKJA. Astæðan fyrir arðráni á Islandi er auðvaldsskipulagið. Það hversu langt auðstéttin og rlkisvaldið þora að ganga I arðráninu fer eftir þvf, hve vakandi verkalýðsstéttin er um hag sinn, og þvf , hve vel hún er skipulögð til varnar og til gagnsðknar. Verkalýðshreyfing skipulögð sem ein inrk baráttuheild, þar sem sérhver skilur hlutverk sitt, getur brotið á bak aftur arðránsaðferðir auðvaldsins, hverj a á fætur annarri.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.