Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 6

Neisti - 01.10.1970, Blaðsíða 6
ÍTALÍA Athyglisverðustu atburðir á ftaliu i sumar voru götuaðgerðir fasista sem studdar voru af miklum árásum lög- reglunnar á vinstrisinnaða hópa og jafnframt augljós sveifla 1 átt til ný- fasisma hjá einum meðlimi ítölsku stjórnarinnar. Reggio Calabria Um miðjan juli hvatti borgarstjóri Kristilegra Demokrata i Reggio Cala- bria til allsherjarverkfalls í borginni til að mótmæla þvi, að nágrannaborgin Catanzora hafði verið valin höfuðborg fylkisins. Samkvæmt borgarstjóranum hefði þetta í för með sér atvinnuleysi hjá þúsundum skrifstofumanna og öðr- um sem ynnu 1 þjónustu borgarinnar og myndi auka á fátækt borgarinnar. Hvatning hans fékk strax hljómgrunn í fjölmennum mótmælagöngum sem brátt breyttust 1 allsherjar uppreisn. Það sem knúði alþýðuna áfram var áratuga arð- rán sem hún hefur orðið að þola af hendi mafíu staðarins og landeigenda sem hafa gert Reggio Calabria að 4ða lægsta svæði á ítalíu hvað snertir árs- tekjur. Eini valkostur íbúa héraðsins hefur verið að flytjast til iðnaðarborg- anna Milanó og Tórínó, þar sem arð- ran a landbunaðarverkamönnum breyt- ist 1 arðrán á verksmiðjuverkamönnum. Og áframhaldandi kúgun á Suður-ítalíu verður nauðsynleg uppspretta ódýrs vinnuafls. Ekki var þó allt sem sýndist í sam- bandi við hvatningu borgarstjórans, í fyrsta lagi voru 1 nefndinni, sem stýrði uppreisnaraðgerðunum einvörðungu fasisk öfl studd af Kristilegum Demó- krötum og landeigendunum sjálfum , í öðru lagi burtséð frá því að Catanzaro hafði verið útnetnd höiuðborg fylkising,. þá æskir stjórn hennar einnig þátttöku flokka, sem eru til vinstri við Kristilega Demókrata og sviftir þá þannig einokunaraðstöðu í stjornar- stofnunum. f stuttu máli, það sem borgarstjórnin, mafia hans og fasist- ar höfðu í hyggju var að vernda eigin ítök. Reggio Calabria ásamt nágranna- svæðum á þann máta að senda þeirra eigin arðrændu fórnarlömb útá göturn- ar þar sem öflugar lögreglusveitir voru reiðubúnar með kylfur og tára- gas. í niu daga 1 júli geisuðu bardagar, sem byggðust á áralangri óánægju, en nefndin sem stýrði aðgerðunum sá um að þessi reiði næði ekkert lengra pólitiskt en í blóðsúthellingar. A llan tímann sat borgarstjórinn á skrifstofu sinni, eins og 1 rauninni rikis stjórnin gerði einnig í RÓm (stýrt af Kristi- legum Demókrötum). Eftir níu daga náði lögreglan yfir- höndinni og lægði öldurnar. En þetta var aðeins aðdragandinn að fellibyl fasismans. Fáeinum dögum seinna voru dýnamitárásir gerðar á járn- brautir og opinberar stofnanir. Eftir að nokkrum sprengjum hafði verið kom- ið fyrir hjá stjórnmálamönnum staðar- fólk hélt aftur útá göturnar. I þetta sinn var lögreglan með skotvopn og drap tvo menn. Um það leyti er hvatt hafði verið til samninga í annað sinn lá mestöll borgin í rústum, stjórnin í Róm lýsti yfir "áhyggjum" sinum vegna ástandsins (einnig yfir "stuðningi" við borgarstjórann) og borgarstjórinn lýsti yfir "vanmætti" sinum, "vegna Á SÍÐU 7 neisti útg. Fylkingin-baráttusamtök sósfalista. 9. tbl. 1970. Ábm. Ragnar Stefánsson Tjarnargata 20. Rvk. s. 17513 lausas.kr.20-áskr. kr.200 a an. David Horowitz Bandaríkin og þriðji heimurinn Peter L.Berger Inngangur að félagsfræði Che Guevara Frásögur úr byltingunni Jóhann Páll Arnason Þættir úr sögu sósíalismans iiiplfil. Bækur handa nýjum kynslóöum meö nýjum viðhorfum og endurmati á eldri sannindum. MÁL OG MENNING Laugavegi 18 Fylkingin ReyKJAViKi Enn ein endurskipulagning Fylkingar- innar í Reykjavík hefur átt sér stað. Skipulagsmál Fylkingarinnar hafa nu verið stöðugt í deiglu í rúmt ár og fjöl- þætt reynsla hefur fengizt af ýmsum o- líkum skipulagsformum. Ástæðan fyrir þessu róti á skipulags- málum samtakanna er sú að stefna og starf þeirra hafa einnig verið í mótun. Sveigjanleiki í skipulagsmálum sósíal- ískra baráttusamtaka er skilyrði fyrir því að þau staðni ekki 1 stefnumálum sínum og starfsháttum. Skipulagsform- ið er tengihlekkur milli stefnu og starfs allra samtaka. Helztu skipulagsbreytingar, sem framkvæmdar voru á aðalfundi Fylking- ardeildarinnar í Reykjavík 6. desember eru þessar: 1. Virkni í starfshóp er ekki lengur skilyrði fyrir félagsréttindum í deild- inni. Hver sá, sem tekur virkan þátt í baráttumálum samtakanna og skuldar ekki meira en eitt árgjald, nýtur fullra félagsréttinda. En félagsgjald hækkar á árinu 1971 í 600. 00 kr. 2. Föst stjórn er kosin á félagsfundi í stað fulltrúastjórnar starfshópa. Hægt er að breyta skipan stjórnar á hverjum félagsfundi. Félagsstjórn skipa nú: Leifur jóelsson formaður Erlingur Hansson vara-formaður Guðjón R. Gunnarsson ritari Arnþór S. Einarsson gjaldkeri Anna G. Jónsdóttir varagjaldkeri. 3. Félagsfundir verða haldnir reglu- lega á minnst hálfs mánaðar fresti. 4. Komið verður á fót föstum sam- starfshópum Fylkingarfélaga á einstök- um starfssviðum. Verkefni samstarfs- hópanna er að skipuleggja samvinnu milli félaganna á viðkomandi starfs- sviði, skipuleggja verkaskiptingu milli þeirra á hverjum tíma, tengja saman baráttu á mismunandi starfssviðum, þegar nauðsyn krefur og tryggja sam- band milli Fylkingarinnar og viðkom- andi starfssviðs Trúlega mun þátttakan í kosningabar- áttunni standa hvað hæst á verkefnaskrá Fylkingardeildarinnar í Reykjavfk næstu mánuði. Aðkallandi verkefni næstu vik- ur er að móta rétta baráttulínu til að styðjast við í kosningabaráttunni og er brýnt að sem flestir félagar taki þátt í mótun hennar og skili hugmyndum og tillögum á félagsfundi og til stjórnar- innar. r stefnuyfirlýsingu 25. sambandsþings- ins var litillega komið inn á þessi mál, en þar segir:"25. sambandsþing Fylk- ingarinnar hvetur allar félagsdeildir til að taka þátt í kosningabaráttunni sem sjálfstæðir aðilar. Aukinn pólitiskur á- hugi almennings þessa mánuði veitir aukið tækifæri til að gagnrýna hlifðar- laust þverbresti auðvaldsþjóðskipulags- ins á íslandi og afhjúpa gervilýðræði borgaralegs þingræðis skipulags . Um- fram allt ber að vekja almenning til vitundar um að niðurstöður kosning- anna séu ekki á nokkurn hátt bindandi og megi ekki standa í vegi fyrir áfram- haldandi baráttu alþýðunnar í landinu. Höfuðáherzlu þarf að leggja á: að þó að kosningabaráttu borgaraflokkanna ljúki á kjördegi, þá ber að hefja á loft fána stéttarbaráttu og verkalýðsbylting- ar strax næsta dag. " Fylkingin er ekki framboðsaðili, hún mun þó ekki sitja sem óvirkur áhorf- andi frammi fyrir pólitisku leikhúsi borgaraflokkanna í alþingiskosningun- um. Sóleyjarkvædí HIN VINSÆLA HLJÖMPLATA ER KOMIN AFTUR Á MARKAÐINN. TILVALIN jOLA- GJÖF FYRIR ÞÁ SEM KUNNA AÐ META ÚRVALS ÞJOÐLAGATONLIST.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.