Morgunblaðið - 21.01.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.1944, Síða 1
w faiia á 7 ogiim Sænski floflnn - F Frá vígsiöSvunum á ifalíu . STOKKHÓLMI. — Ettin fikýi'sluni, sem nýlega hafa vei-ið birtar af sænsku flota yfirvöldunum, hefir sænski ílotinn frá því 1. sept. 1939 og 1 i l ág'ústloka 1943, gert ó- skaðíeg 2417 tundurdufl og' 24.1 s])i'engjudufl önnur. Flest af duflum þessum hafa 'verið oyðilögð við vesturströndlna, þar sem oft rekur að landi heila hó])a af duflum. Iljer- Wni hil jafnmörg t.undurdufl Yoru evðilögð í fyrra stríði, eða alis 2862. Þótt |)eir sem starfa að evðileggingu tundurduflanna hafi þurft að eiga við marg- ar nýjar og ókunnar tegundir íuflá, þá hafa slvs verið tiI- * tölulega fá, alls hafa um 10 inenn farist við þetta. ÞJÓÐVERJAR eyðilögðu þessa steinbogabrú, sem sjest á myndinni, er þeir hörfuðu norður fyrir Volturno óna. Verk- fræðingadeild Bandaríkjahers kom fljótt upp bátabrú á ána, sem sjest hjer á myndinni. Skoihríð yfir Ermar- sund í gær ~ London í gærkveldi. Einhver mesta skothríð, sem háð hefir verið yfir Ermarsund, varð í morgun, þegar skyttur hreskra, langdrægra fallbyssna við Dover, höfðu skotið að þýsku skipi við Frakklands- strendur og söktu því. Þjóð- ýerjar byrjuðu þá að skjóta1 4f sínum fallbyssum og var j s.kifst á skotum í samfleyit * brjár klukkustundir. Ljek alt • a reiðiskjálfi af skothríðinni við i óover og nokkrar sprengikúl- I 4r Þjóðverja komu þar niður. Lhurchill hefir sent hinum bresku skyttum skeyti og þakk þeim unnið afrek. Fimti herinn tekur Minturno London i gærkvöldí. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í SKEYTI frá Haig Nicholson, frjettaritara Reuters með fimta hernum/ segir að fimti herinn hafi nú komið sjer vel fyrir á norðurbökkum Garigliano-árinnar. Hafa bardagar verið harðir mjög og Þjóðverjar varist af miklum krafti. en bandamenn hafa nú náð öruggri fótfestu fyrir norðan ána og. hafa á sínu valdi 3—4 kílómetra svæði norðan árinnar, þar sem þeir hafa faxúð yfir hana. Indíánar berjast við Japana ' FREGNIR HAFA borist um þ^ð, að Indíánar, sem berjast ^heð sjötta hernum ameríska, hafi tekið með áhlaupi stöðvar Tapana á einum stað vígstöðv- anna á Arawaskaga, í Nýja- ^retlandi. Þessir menn eru þaul •fifðir í frumskógahernaði, hafa sott fram um einn km. í hörð- návígisbardögum. Tundurspillir ferst London í gærkveldi. BRETAR hafa enn tilkynt m'ssi eins af tundurspillum sínum af Hunt-flokki. — Var sk'P þetta 900 smál. að stærð °S var smíði þess lokið árið 1940. Nokkuð af skipshöfninni ^nn hafa bjargast. —Reuter. Mikið hefir verið barist um hverfis bæinn Minturno og hef ir hann ýmist verið í höndum bandamarína eða Þjóðverja und anfarna daga, en nú hafa banda menn náð bænum örugglega á sitt vald. Það var bresk her- sveit, sem tók Minturno og var barist í návigi með byssustingj- um. Þjóðverjar nota sem fyr öll hugsanleg ráð til að tefja fyrir framsókn bandamanna. Nota þeir óspart jarðsprengjur og vjelbyssuskyttur þeirra liggja í leyni í hellismunnum í fjall- lendinu. Þýskar skyttur í hcllum. A einum stað tóku breskar hersveitir virki Þjóðverja, sem þeii' höfðu komið sjer upp í klettadröngum meðfram strönd inni,^skamt fyrir norðan ósa Garigliano. Þar voru 6 vjel- byssuhreiður Þjóðverja og yf- irgáfu þeir ekki sföðvar sínar fyr en fulla hnefana. Þarna bjuggu skyttur Þjóðverja í hell Kolaverð hækkar r \ London í gærkveldi. Ver'ð á kolum og koksi mun bráðlega hækka hjer í landi, i og nemur hækkunin 3 shilling- ' um á smálest. Ekki er enn ná- kvæmlega vitað um ástæðurn ar fyrir hækkun þessari, en lík legt er, að hún sje gerð vegna þess, að skortur hefir verið á námamönnum að undanförnu í landinu. —■ Reuter. SÆNSKI herinn hefir mikið verið styrktiir hvað viðkemur tölu hermanna, og er einnig æfður kostgæfilega í því að fara með nýtísku vopn og haga sjer eins og hentar best í hinum nýtísku hernaði. Fyrir utan venjulegar æfingar, eru sjer- stakar æfingar haldnar við og við. Flestir sænskir hermenn hafa til dæmis fengið æfingu í götu bardögum, í þorpum, sem sjer- staklega hafa verið reist til þess að hafa slíkar æfingar í. Og fyrir nokkru var mikil æf- ingaorusta háð í sænsku skó- framleiðsluborginni Orebro. Var ráðist að borginni af miklu liði, sem hafði skriðdreka og allskonar nýtísku vopn. Orust- an stóð sem hæst þegar árás- arliðið reyndi að taka kastal- ann í borginni, mjög fornt virki. Feikna miklu af skot- færum var skotið, og yfirleitt var þetta mjög lærdómsrík æf- ing. Þá hafa verið haldnar inn- rásaræfingar á ströndum Sví- þjóðar, meðal annars var ráð- ist á borg eina af her, sem kom af sjó og naut aðstoðar her- skipa. í þessum æfingum tók floti Svia þátt og einnig „strandhöggsveitir“ hersins. Yfirmenn hers og flota voru viðstaddir. Loffárás Berlín í gærkveldi ÞÝSKAR fregnir skýrðu frá því seint í gærkveldi, að loft- árás hefði verið gerð á Berlín í gærkveldi. Ekki gáfu Þjóð- verjar nánari upplýsingar um árásina. Engar opinberar fregnir um árás þessa lágu fyrir í London um miðnaetti í nótt. Clark Gable í bílslysi KVIKMYNDALEIKARINN Clark Gable lenti nýlega i bíl- slysi og meiddist nokkuð. Bíll hans gjöreyðilagðist. Gable' er fyrir skömmu kortiinn til Ameríku. Hann er flugforingi og hefir tekið þátt í nokkrum árásarleiðöngrum frá Englandi til Þýskalands. Kínversk sendinefnd til Tyrklands London í gærkveldi. TYRKNESKA útvarpið skýr ir frá því, að tyrkneska stjórn- in hafi boðið nefnd kínverskra embættismanna að ferðast um Tyrkland. Von er á þessari nefnd til Tyrklands mjög bráð lega. í nefndinni eru sömu fulltriíar , sem undanfarið hafa ferðast um Bretland í boði bresku stjórnarinnar. —Reuter. Rússar taka Novgorod London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunbl frá Reuter. SKÖMMU eftir að Þjóðverj- ar höfðu tilkynt í dag, að þeir hefðu yfirgefið borgina Nov- gorod á Leningradvígstöðvun- um, gaf Stalin marskálkur út dagskipan, þar sem hann til- kynti að borgin hafi verið tek- in með áhlaupi í morgun. Þjóðverjar hafa haft þessa frægu og fornu borg í 1x/i ár og var hún eitt aðalvirki Þjóð- verja á norðurvígstöðvunum. Er talið, að með falli Novgo- rod sje alt varnarkerfi Þjóð- verja á norðurvígstöðvunum hrunið, og geti fall borgarinn- ar því haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir hersveitir Þjóðverja á Leningrad-víg- stöðvunum. Þjóðverjar hafa haft aðstöðu til að skjóta á Leningrad úr lanfdrægum fallbyssum, en nú hafa þeir mist þá aðstóðu, Gríðarlegt manntjón, Þjóðvesjar hafa beðiS gríð- arlega mikið manntjón í bar- dögum í Rússlandi s.l. viku. — Segja Rússar að á 7 dögum hafi 40,000 þýskir hermenn fallið, en 4000 fangar hafa ver ið teknir. Heilar hersveitir Þjóðverja eru innikróaðar í skógunum á Leningradvíg- stöðvunum og eru Rússar nú að hreinsa til á landsvæði því, sem þeir hafa náð úr höndum Þjóðverja undanfama daga. Þá segjast Rússar hafa tek- ið mikið herfang, bæði her- gögn og birgðir. Meðal her- fangs Rússa undanfarna daga eru 30 skriðdrekar og 260 fallbyssur, þar af 85 risafall- byssur, sem Þjóðverjar hafa notað við úmsátina um Lenin- grad. Hröð sókn Rússa. Auk Novgorod hafa Rússar tekið margar aðrar borgir og bæi á norðurvígstöðvunum og sækja enn hratt fram. Rúss- nesk herskip aðstoða í sókn- inni og hafa haldið uppi skot- hríð á Oranienbaum en þar verjast Þjóðverjar af miklum móði. Rússar sækja fram á Lenin- gradvígstöðvunum á 40 km. breiðri víg'línu í áttina til mik- ilvægrar járnbrautarstöðvar Krasnogvardsk. Er sú borg þeg ar undir fallbyssuskothríð Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.