Neisti - 26.11.1978, Page 2

Neisti - 26.11.1978, Page 2
Neisti 12. tbl. 1978 bls. 2 38. þing Alþýðuflokksins „Þing hins stóra kosningasigurs" Þingfagnaður krata (Ljósm. Alþbl.) Flokksþing stóru flokkanna á fs- landi eru yfirleitt tiltölulega marklaus- ar samkomur miðað við allt umstangið í kringum þau. Það er eins og áróðurs- meistarar Alþ.fl. hafí viljað túlka þetta innihaldsleysi flokksþinga þegar þeir settu fram kjörorð þingsins: „Frá fortíð til framtíðar". Fréttir dagblaða af þinginu benda til þess að nokkur átök hafi átt sér stað. Þótt margt sé óljóst varðandi flokka- drættina innan Alþ.fl, þá virðist augljóst að átökin hafa staðið um þær kjaraskerðingar sem fram undan eru, ríkisstjórnarþátttökuna og skipulag flokksins. A þinginu sagði fram- kvæmdastjóri flokksins af sér störfum, m.a. með tilvísun til skorts á lýðræði innan flokksins að undanförnu. Samþykktir þingsins bera ekki merki um þessi átök. í þeim samþykkt- um sem Alþ.bl. hefur birt er hvergi gerð grein fyrir séráliti einhverra eða gagntillögum. Rödd þeirra minni- hlutahópa sem voru á þessu þingi „lýðræðislegra jafnaðarmanna" hefur kafnað í útþynntum ályktunum þings- ins, sem framkvæmdastjóri og þing- flokkurinn geta túlkað að eigin vild. Kjaraskerðingarstefnan Flokksþing Alþ.fl. var haldið dag- ana 10.-12. nóv., þegar umræðan um vísitöluhækkun launa 1. des. var að komast í hámæli. Engu að síður er öll umfjöllun um kjaramálin mjög al- menn. í „Ályktun um verðbólgumál" er sagt að „þjóðin verður að horfast í augu við þá staðreynd að ekki er von á umtalsverðum árangri án verulegra fórna og sjálfsafneitunar". í sömu ályktun kemur einnig fram að „Alþ.fl. vill nýtt vísitölukerfi sem taki mið af þjóðarhag og tryggi raunveruleg (!) lífskjör sem best og varanlegast." Þrátt fyrir almennt orðalag er augljóst að markmiðið er beinar kjaraskerðingar, eins og þær tillögur sýna Ijóslega sem Alþ.fl. hefur nú borið fram. Það ber vott um ástand lýðræðis- ins innan þessa flokks „lýðræðislegra jafnaðarmanna" að þessar tillögur voru ekki ræddar á þinginu. I frétta- flutningi Alþ.bl. af þinginu er ekki heldur hægt að sjá nein merki um þá andstöðu, gegn kjaraskerðingar - og vísitöluskerðingaráformum forystu- manna Alþ.fl, sem fram kom t.d. á ráðstefnu Álþ.fl. um vísitöluna. Samfylking verkalýðs- flokkanna í ályktun frá þinginu sem ber heitið ,, Að kosningum loknum" er fjallað um samstarf Abl. og Alþ.fl. og ríkisstjórn- ina. Þar segir að „38. þing Alþ.fl. er þeirrar skoðunar, að í kosningunum á s.l. vori hafi launastéttirnar sýnt svo ekki verður um villst, að þær kröfðust þess að stjórnmálaflokkar þeir, sem kenna sig við verkalýðshreyfinguna, slíðruðu sverð ágreinings og tækju höndum saman um stjórn landsins með nánu samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna. Þess vegna fagnar þingið að Alþ. fl. og Abl. náði samkomulagi um samvinnu oggerðu samstarfssamn- ing við Framsóknarfl. um stjórn lands- ins“. Þingið hefur aftur á móti ekki séð að þessi krafa launastéttanna byggðist á því að verkalýðsflokkarnir tryggðu í ríkisstjórn, þá kjarasamninga sem um var samið í fyrra. í ályktunum þingsins kemur heldur ekkert fram um þann ágreining sem er í dag milli Alþ.fl. og Abl. Um þessi mál er aftur á móti fjallað lítillega í setningarræðu Bene- dikts Gröndal og kemur þar fram, sem reyndar var vitað áður, að innan ríkisstjórnarinnar standa Alþ.fl. og Framsóknarfl. mjög nálægt hvor öðrum varðandi kjaraskerðingar, en Abl. er tregara til. Þrátt fyrir yfirlýsingu þingsins er það stefna forystu Alþ.fl. í dag að leggjast á sveif með borgaraflokkunum um beinar kjaraskerðingar, þvert ofan í niður- stöður kosninganna í vor. íslensk verkalýðshreyfing hefurekk- ert að gera með munnlegar yfirlýs- ingar um nauðsyn þess að verkalýðs- flokkarnir standi saman. Hún þarf samfylkingu þessara flokka um ákveð- in markmið sem tryggja kjör launa- fólks. í þeim efnum hefur forysta Alþ.fl. brugðist hrapallega. Tillagan um hermálið Innan SUJ hefur löngum verið and- staða gegn veru hersins og aðild ís- lands að Nato. Þótt móðurflokkurinn þjóni dyggilega þessum fulltrúum heimsvaldastefnunnar (jafnvel svo að hann lætur Framsóknarfl. eftir forystu og lykilaðstöðu í ríkisstjórn sem verkalýðshreyfingin kom á fót, til þess að hindra að Abl. fengi forystu í ríkis- stjórninni) hefur SUJ baráttu gegn herstöðvunum og Nato á stefnuskrá sinni. Á þingi Alþ.fl. fluttu ungir jafn- aðarmenn tillögu um að herinn færi og ísland segði sig úr Nató. Þessi tillaga var felld með miklum mun. Engu að síður fólst i henni ákveðin andstaða gegn þjónkun forystu Alþ.fl. við íslenska borgarastétt og heimsvalda- hagsmuni hennar. Þannig var þessi tillaga það jákvæðasta sem skeði á þessu „þingi hins stóra kosningasig- urs“, þar sem stigin voru nokkur skref frá baráttu fortíðarinnar gegn kaup- ráninu og til framtíðar árása á kjör launafólks. Á.D. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1978 Niðurskurður félagslegra fram- kvæmda og hækkun tekjuskatts Á hverju hausti á sér stað hin árvissa umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs. Alls kyns tölur eru settar fram og notaðar til að rökstyðja hinar margvis- legustu fullyrðingar. Fyrir þann sem ekki hefur kynnt sér þessi mál, virðist oft sem ráðherrar og þingmenn geti rökstutt næstum hvaða fullyrðingar sem er, með tölum úr fjárlagafrum- varpinu, en fjármálaráðherra stendur fast á því, að tekjuafgangur frumvarps- ins sé um 8 milljarðar o.s.frv. Þótt einhver ætlaði sér að kynna sér fjárlagafrumvarpið nánar og færi niður í Alþingi þar sem hægt er að fá þennan doðrant ókeypis, þá tekur ekki betra við. Frágangur frumvarpsins er þannig, að það tekur óratíma að átta sig á því hvað skiptir máli. Skattvísitalan í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að skattvísitalan hækki um 43%. Þessi vísitala ákveður hvernig persónuaf- slátturinn og aðrar tölur sem ákveða tekjuskattinn hækka. Þessi hækkun skattvísitölunnar er miðuð við hækkun framfærsluvísitölunnar, eins og gert var í frumvarpinu í fyrra. Þar áður var venjan að hækka skattvísitöluna um sömu prósentu og laun hefðu hækkað frá því árið áður. Ástæðanfyrirþessari breytingu er, að laun hafa hækkað meir en verðlag undanfarin tvö ár. Það er t.d. gert ráð fyrir því að tekjur ein- staklinga hafi hækkað um 50%, eða nokkru meir en framfærsluvísitalan. Með því að velja hækkun framfærslu- vísitölunnar sem viðmiðun hækkart.d. persónuafsláttur hjóna upp í 442 á næsta ári, í stað 463 þús., og40% skatt- þrepið (hátekjuþrepið!) byrjar við 3,7 milíj. kr. á skattskyldar tekjur hjá hjónum í stað 3,9 kr. Með því að miða skattvísitöluna við framfærsluvísitöluna, en ekki hækkun launa, er áætlað að tekjuskattur ein- staklinga hækki um 3 milljarða. Þessi skattahækkun leggst hlutfallslega þyngst á lág laun og miðlungslaun. Til samanburðar er hægt að nefna að með hátekjuskattinum, sem varákveð- inn í lögunum frá í september og gilda á næsta ári, er áætlað að ríkissjóður fái 1140 milljónir í tekjur, eða rétt um þriðjung þess sem skattar hækka vegna lægri skattvísitölu. Tekjuskattur fyrirtækja á að hækka um 59%, en tekjuskattur einstaklinga á að hækka um 80%. Það er þannig ljóst að með þessu fjárlagafrumvarpi er ekki stefnt að auknu réttlæti varðandi álagningu tekjuskatts. Veigamestu breytingarnar í þeim efnum þarf að gera á skattalög- unum. Fjárlagafrumvarpið er fyrst og fremst vitnisburður um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Beinir skattar eru hér aðeins um 8-10% af þjóðarframleiðslunni á sama tíma og beinir skattar eru um 25% af þjóðar- framleiðslunni í Svíþjóð og Dan- mörku. Með hækkun skatta af háum tekjum og atvinnurekstri væri hægt að afnema tekjuskatt og útsvar af almennum launatekjum og vel það. Þessu væri hægt að ná fram með jafn einfaldri aðgerð og afnámi vaxtafrádráttar vegna neikvæðra vaxta. Það er einnig ljóst af þessu að það er launafólk, en ekki hátekjumenn og atvinnurekendur, sem eiga að greiða kostnaðinn vegna niðurgreiðslanna á næsta ári. Meginhluta 11 milljarða aukningu niðurgreiðsla áaðfjármagna með almennri hækkun beinna skatta og niðurskurði á öðrum liðum, einkum framkvæmdaframlögum. Einstakir liðir Megineinkenni fjárlagafrumvarps- ins er niðurskurður opinberra fram- kvæmda og aukning niðurgreiðslna. f frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að útgjöld ríkissjóðs hækki um 43% frá fjárlögum ársins 1978. Þar af hækka framkvæmdaframlög um 30%. Það er áætlað að þessi ákvörðun þýði minnk- un um 16% að raungildi. í athuga- semdum með frumvarpinu er tekið fram að þessi liður sé ekki endanlega afgreiddur, og hann geti hækkað þannig, að minnkun hans að raungildi verði aðeins 12%. Af einstaka liðum, sem heyra undir þennan hluta frum- varpsins, má nefna að framlög til skólabygginga hækka um 21% og til sjúkrahúsbygginga um 9%. Þessir liðir munu samkvæmt þessu lækka að raungildi um 20% og 30%, eða mun meir en heildin. Aðrir mikilvægir liðir, sem varða félagslega þjónustu, eru Byggingarsjóður ríkisins, sem fær 28% hækkun, og Byggingarsjóður verka- manna, sem fær 1% lækkun í krónum! (Hver var að tala um stórátak í hús- næðismálum?) Framlög til stofnkostn- aðar dagheimila lækkar einnig að raungildi, en þessi liður hækkar um 28% í krónum. Á sama tíma fær Fiskveiðisjóður hækkun um 59% og Aflatryggingarsjóður 75%. Meginbreytingarnar á rekstrarút- gjöldum frumvarpsins miðað við fjár- lög þessa árs eru stórfelld aukning niðurgreiðsla, sem hækka um 164% og aukning útflutningsuppbóta um 80%. Þessir liðir nema samtals 23,4 millj- örðum, eða 12% af öllum útgjöldum. Að öðru leyti virðist meginstefnan varðandi rekstrarútgjöld frumvarps- ins vera svipuð og stefna núgildandi fjárlaga. Margir liðir hafa verið skorn- ir við nögl (t.d. framlög til fatlaðra og vangefinna) en aðrir eru nokkru ríf- legri. Stefna Alþ.fl. í dómsmálum, undir forystu Framsóknarfl., kemur í ljós í mikilli hækkun til dómstóla og lögreglu. Hæstiréttur fær t.d. 100% hækkun og Lögreglustjórinn í Reykja- vík fær 60% hækkun og fær hann þá rúmlega 2 milljarða á næsta ári, eða álíka mikið og fer til afborgana og vaxta vegna Kröflu. Þjóðkirkjan á að kosta tæpan milljarð, eða helming á við Kröflu. Sendiráð fslands í Brússel og fastanefnd íslands hjá Nato fær 106 milljónir, sem er 80% aukning frá fjár- lögum ársins 1978. Þannig mætti lengi telja. f athugasemdum með frum- varpinu kemur fram að reyna á að lækka launakostnað á ríkisspítölum með því að minnka yfirvinnu, og í grunnskólum með því að skerða reglu- gerðarheimildir um hámarksfjölda kennslustunda á nemenda á viku. Á þennan hátt hyggst ríkissjóður spara sér 420 milljónir á næsta ári. Ágreiningur um frumvarpið Þegar á fjárlagafrumvarpið er litið í heild, er óhætt að fullyrða að jafnvel í samanburði við fjárlög íhaldsstjórn- arinnar fyrir árið 1978, þá stefnir þetta frumvarp í átt að niðurskurði á út- gjöldum til mikilvægra félagslegra umbótamála. Samtímis er skattbyrð- inni dreift af engu minna óréttlæti en undanfarin ár. Það er hægt að benda í fljótu bragði á útgjöld til fjárfestingalánasjóðs, at- vinnurekenda, dómsmála og lögreglu, kirkna og útflutningsuppbóta, sem nema milljörðum króna og skera má niður. Samtímis skortir verulega á útgjöld til félagslegra umbóta. Bæði Alþ.fl. og Abl. hafa gagnrýnt það frumvarp sem fyrir liggur, en út frá mismunandi sjónarhól. Alþ.fl. leggur mesta áherslu á lækkun beinna skatta og lækkun útgjalda til landbúnaðar- mála, en virðist vera reiðubúinn til að samþykkja enn frekari niðurskurð útgjalda til félagslegra atriða. Svo virð- ist einnig sem Alþ.fl. hai'i lítinn áhuga á hækkun beinna skatta á háar tekjur og fyrirtæki. Abl. hefur aftur á móti lagt áherslu á aukin útgjöld til félagslegra umbótamála, en gagnrýni þeirra á hækkun skattvísitölunnar miðað við framfærsluvísitölu hefur horfið. Það er margt óljóst enn varðandi afdrif þessa frumvarps, einkum vegna þess, að nú kappkosta verkalýðsflokk- arnir að selja verkafólki baráttumál sín fyrir vísitöluhækkunina I. des. Útkom- an úr þessum undarlegu viðskiptum er enn óljós þegar þetta er skrifað. Þessi skrípaleikur sýnir að verkalýðshreyf- ingin hefur allar ástæður til að vantreysta þeirri ríkisstjórn, sem nú situr, og setja fram sjálfstæðar kröfur um tilfærslu á ríkisútgjöldum ogaukið réttlæti í skattamálum. Ásgeir Daníelsson. -------------------------------————------ Vísitalan og niðurgreiðslur Frh. af bls. 8 Nú eru þeir opinberu starfsmenn, sem launaðir eru af ríkissjóði, aðeins lítill hluti alls launafólks. Út frá mjög lauslegri athugun, má gera ráð fyrir því að laun þessara ríkisstarfsmanna séu ekki hærrien 20%aflaunumallslauna- fólks, sem fær laun greidd miðað við vísitölu. Laun þessa fólks er því a.m.k. 250-300 milljarðar. Hvert prósent af þeirri upphæð er 2500-3000 milljónir eða 50%hærri en niðurgreiðslurnar. Út frá þessum tölum má ætla að fyrir hver 3%, sem vísitalanerlækkuð meðniður- greiðslum þurfi launafólk að bera minnst 1% án bóta! Það er skoðun okkar,að þessi niður- staða sé frekar of lág heldur en hitt. (í útreikningum hér fyrir ofan höfum við t.d. ekki tekið tillit til þess að niður- greiðslurnar koma fleirum til góða en þeim sem fá borgað eftir vísitölu). Það er því augljóst að um þó nokkra skerð- ingu á vísitölunni er að ræða með niðurgreiðslunum. Það er einnig hægt að benda á að ef 1700 milljónir væru 1% af launum allra, sem fá borgað miðað við vísitölu, þá væru laun þessa fólks 170milljarðar í dag, eða tæplega 30% af þjóðarfram- leiðslu ársins á núverandi verðlagi. Tekjumisréttið í íslenska þjóðféiaginu er mikið - en ekki svo mikið! Ásgeir Daníelsson.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.