Neisti - 26.11.1978, Side 5

Neisti - 26.11.1978, Side 5
Neisti 12. tbl. 1978 bls. 5 Kók, stéttabarátta og smjörlíki Síðast í október varð fólki tíðrætt um þá 25% hækkun á gosdrykkjum og smjörlíki, sem verðlagsnefnd sam- þykkti, en ríkisstjórnin neitaði að sam- þykkja. Framleiðendur gosdrykkja og smjörlíkis hættu að afgreiða vörur sínar til verslana og stöðvuðu fram- leiðsluna. Að lokum tókst þessúm at- vinnurekendum, með aðstoð verka- lýðshreyfingarinnar að knýja í gegn þá 25% hækkun á verðinu, sem verðlags- nefnd hafði ákvcðið. Að vonum þótti mál þetta allt hið undarlegasta. 'StéttasamvÍnna forystu verkalýðshreyfíngarinnar cr reyndar ekkert nýnæmi, en harla var það ein- kennilegt að sjá hina borgaralegu ríkis- stjórn sem nú situr rembast við að halda aftur af verðhækkunum gegn vilja bæði atvinnurekcnda og forystu yerkalýðshreyfingarinnar. Það var eítt- hvað bogið við þetta. Af hverju voru öll þessi læti? Því miður útskýrðu þær yfirlýsingar sem fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar sendu frá sér í iok okt. ekki þetta mál, og túlkuðu menn þessa deilu alveg eftir eigin höfði, jafnt fyrir og eftir þessa yfirlýsingu. Það var cins og enginn hefði tekið eftir þessari látlausu yfirlýsingu, sem þó birtist á forsíðu Þjóðv. í vfirlýsingunni ergerð grein fyrir því að „embættismenn“ sem fulltrúarnir hafi rætt við hafi ekki dregið i efa að 25% hækkunin „hafi verið efnislcga rökstudd. Það virtist hins vegar verkefni þeirra að athuga hvort ekki mætti fresta hluta hækk- unarinnar fram yfir næstu mánaðamót og jafnframt var spurt um það hvort við gæturn fallist á að taka áðurnefnd- ar vörur undan hámarksverðsákvæð- um“. Þessi yfirlýsing, sem ekki hefur verið mótmælt, gerir þannig skóna að því að „embættismenn" viðskipta- ráðuneytisins hafi farið fram á frjálsa álagningu til handa gosdrykkja- og sjörlíkisframleiðendum og yfirleitt ekki haft neinn áhuga á að halda aftur af 25% verðhækkun á þessum vörum nema þá viku sem eftir var fram að mánaöarmótum. En um hvað snerist þá deilan? Af hvcrju allur þessi hávaði? Yfirlýsing fulltrúa verkalýðshreyfing- arinnar nefnir ástæðurnar aldrei á nafn, þótt það liggi beint við út fra því sem sagt er í yfirlýsingunni. Það sem deilan snerist um var einfaldlega að á grundvelli verðlagsins I. nóv átti að reikna út framfærsluvísitölu og út frá henni kaupgjaldsvísitölu þá sem taka á gildi I. des. Viðskiptaráðuneytið og ríkisstjómin hafði ekki áhuga á að halda aftur af verðhækkunum til að gera launafólki kleift að kaupa þessar vörur á lægra verði. Markntið þeirra var einungis að halda aftur af þessari hækkun svo hún reiknaðist ekki inn í vísitöluna fyrr en I. feb. svo launafólk fengi hana ekki bætta fyrr en 1. mars. Það var í þessari stöðti seni forysta verkalýðshreyfingarinnar ákvað að verja kaupmátt launa gegn þcssari tilraun ríkisstjórnarinnar til að falsa vísitöluna. Þess vegna krafðist hún þess að verðhækkunin kæmi til fram- kværnda strax þannig að hún reiknað- ist inn í visitöluna I. nóv. í stað þess að afhjúpa þennan loddaraleik ríkisstjórnarinnar og hefja baráttu gegn verðhækkunum atvinnu- rekcnda, þá ákvað forysta verkalýðs- hreyfingarinnar að berjast fyrir verð- hækkunum til handa atvinnurekend- um til að fá þær inn í vísitöluna. Feimnislegt orðalag yfirlýsingar full- trúa verkalýðshreyfingarinnar er aug- Ijóslega ekki einungis vegna þess að þeir vilja hylma yfir nteð flokksbræðr- um sínum í ríkisstjórninni heldur einnig vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að aðferð þeirra til að vernda kaupmáttinn var vægt sagt afkáraieg og beinlínis vitnisburður um þann aumingjaskap skrifræðisins, sem er allri baráttu verkafólks til trafala. Á.D. MAGNÚS GU-ÐMUNDSSON: Andstaðan fyrir rétti í Sovétríkjunum Seinni hluti Barátta þjóðernis- minnihlutahópa Þessi mikilvægi hopur hefur þann kost að hann sameinar bæði verka- menn og menntamenn. Auk þess er svigrúm þessara hópa oft meira, þar sem þeir eru staðsettir í útjaðri landsins, þar sem beint eftirlit skrif- ræðisins er minna. Aftur á móti virðist mikilvægi vinnustaðanna skipta miklu máli, þ.e.a.s. þegar um er að ræða verk- föll ístórborgum. Þarsemfréttirberast skjótt út, fær verkafólk kröfum sínum fyrr framgengt en verkafólk sem mótmælir í smærri bæjum. Kröfur þessara hópa eru gjarnan varðandi mál, mállýskur og þjóðlegar siðvenjur ýmisskonar, sem endurspegla félags- skiptingu samfélagsins, þar sem rússar eru ráðandi innan skrifræðisins. Einn- ig eru bornar upp byltingarsinnaðar kröfur eins og: Aukið lýðræði innan verkalýðsfélaganna! og: öll völd til verkalýösráðanna! Þjóðernisminnihlutahóparnir skipt- ast í þjóðernissinna og marxista. Þjóð- ernissinnarnir hafa ekki „borgaraleg" markmið, en þeir setja t.d. úkraínska þjóðernishyggju móti rússneskri þjóð- ernishyggju. Marxískri straumurinn í Okraínu er þekktastur af nöfnunum I. Dzjuba og V. Kornovil, og hreyfingu sem skaut upp kollinum snemma á sjö- unda áratugnum og var kölluð „Félag verkamanna og bænda í Úkraínu". Dzjuba, Kornovil og þeirra félagar hafa starfað á einstaklingsgrundvelli, aðallega við að skrifa opin bréf og mótmæli. KGB hefur stundað fjölda- fyrir sköpunargáfuna, en réðust ekki beint á skrifræðið. Uppúr 1965, þegar sköpunargáfan tók að fá á sig félags- lega gagnrýninn blæ og beinast gegn skrifræðinu, hófust handtökur og rétt- arhöld. Réttarhöldin-yfir Sinjavskí og Daniel geta talist tákn fyrir þessa hreyfingu og jafnframt endalok henn- ar. Hin miskunnarlausa meðferð á Sinjavskí og Daniel sýndi fram á nauðsyn baráttunnar fyrir almennum mannréttindum. Það er þó ekki fyrr en 1968, við réttarhöldin yfir Ginsburg og Glanskov sem ,,lýðræðishreyfingin“ kemur fram á sjón’arsviðið. Helstu markmið hreyfingarinnar eru: - Að unnið sé samkvæmt stjórnarskrá lands- ins, - að lögreglan hætti handtökum á verkalýðssinnuðum einstaklingum, og - að ritskoðun verði afnumin. „Lýðræðishreyfingin" skiptist aðal- lega í tvo strauma. í borgaralegan straum og annan róttækari straum. - nEinfalt mál: gagnrýni á sjálfan þig eða ein- hvern sem er lægra settur, er uppbyggileg. En gagnrýni á einhvern þér æðri er alltaf til skaða." (Úr Rohac, Slóvakíu, 31/8 '*66) handtökur á þeim, og Kornovil var m.a. tekinn fastur 1972. „Félag verka- manna og bænda...“ tók aðra afstöðu og sá nauðsyn stöðugrar skipulagn- ingar. Þeir voru komnir vel á veg með stofnun sósíalistísks flokks þegar einn leiðtogi þeirra, Lef Lúkjanenko, var tekinn fastur og dæmdur til dauða. Dómnum var þó breytt í 15 ára fang- elsi. Menntamenn Andstaða menntamanna í Sovét- ríkjunum er sá andstöðuhópur sem best er þekktur á vesturlöndum. Hún fékk byr undir báða vængi þegar Krúsjof „afhjúpaði“ Stalín 1956. Sá andstöðuhópur sem þá kom fram á sjónar-sviðið hefur verið kallaður ,,menningarandstaðan“. „Menningar- andstaðan" samanstóð af rithöfundum og listamönnum, sem kröfðust frelsís Hinn borgaralegi straumur reynir að sannfæra skrifræðið um að það sé í þess eigin þágu að lýðréttindi séu aukin. Ekki ber þó að vanmeta hið andskrifræðislega afl lýðræðiskraf- anna. Grundvallarkrafa byltingar- sinnaðra marxista er: Ótakmarkað frelsi allra einstaklinga, hópa eða strauma til að gagnrýna og skipu- leggja sig í flokka. Róttæklingarnir innan „lýðræðishreyfingarinnar", sem best eru þekktir á vesturlöndum, hafa með áróðri utan skrifræðisins getað bent almenningi á brot á mannrétt- indalöggjöfinni. Þrátt fyrir háværar kröfur þessa hóps um mannréttindi, þá hafa þeir í minna mæli látið sig skipta efnahagsleg og pólitísk réttindi verka- manna og bænda. Með auknum hand- tökum og réttarhöldum á fyrrihluta þessa áratugs hefur þeim orðið ljósari nauðsyn þess að skipuleggja sig í flokka, nálgast verkalýðinn og hefja nákvæmari greiningu á því fyrirkomu- lagi sem þeir ætla sér að breyta. Mikill hnekkir var það því fyrir „hreyfing- una“ þegar félagar voru handteknir og leynileg tímarit hættu að koma út. Ekki varð Helsinki-hópurinn, sem var stofnaður til að fylgjast með mannrétt- indum eftir að Sovétríkin höfðu skrifað undir mannréttindayfirlýsingu S. Þ. í Helsinki 1975, langlífur. Skrifræðið hefur handtekið flesta þessa félaga og hafið hefðbundin réttar- höld, með ásökunum um njósnir og landráð. Dómarnir eru líka hefð- bundir: fangelsi og þrælkunarbúðir. Stuðningur við andstöðuna Síðustu réttarhöldin í Sovétríkjun- um yfirfélögum Helsinki-hópsins hafa vakið heimsathygli. Borgaralegir straumar hafa reynt að gerast formæl- endur lýðræðisbaráttunnar, en það mun ekki takast, svo lengi sem þeir styðja aðeins borgaralega andstöðu- menn eins og Sjaranskí, en þegja þunnu hljóði þegar marxisti eins og Grikorenko er fangelsaður. Hjáróma gaul Carters Bandaríkja- forseta og annarra heimsvaldasinn- aðra stjórnmálamanna um mannrétt- indi, og tilraunir þeirra til að blanda sér í mannréttindabaráttuna í Sovétríkj- unum, hjálpar aðeins Kremlverjum við áróður þeirra um að andstaðan vinni fyrir heimsvaldasinnuð ríki. Það sem andstaðan í Sovétríkjunum raunverulega þarfnast, er stuðningur verkalýðsfélaga í vestri. Auk þess er það skylda okkar sem byltingarsinn- aðra marxista að fylgjast með hreyf- ingum andstöðunnar til þess að geta skipulagt stuðning við þær á verka- lýðsgrundvelli. Starfsgrundvöllur slíks stuðnings ætti að vera alþjóðleg sam- staða eða krafan: öreigar allra landa sameinist! Þetta þýðiraðógerningurer að starfa með borgaralegum hreyfing- um eða flokkum sem vilja aðeins veita einstaklingum eins og Shakarovstuðn- ing. Hálfundarlega hljóma stuðnings- yfirlýsingar Eik/m.l. við tékkneska alþýðu, þegar þeir taka ekki afstöðu á móti innrás Sovétríkjanna í Austur- Þýskaland 1953 og Ungverjaland 1956. Peking-línudans Eik/m.l. mun heldur ekki leiða þá annað en í berg- numið skrifræði. Verkalýðsráð og aukið lýðræði Gagnrýnin og andskrifræðisleg hugsun mun alltaf lifa með skrifræð- inu, hún er skilgetið afkvæmi þess. Verkalýðsstétt Sovétríkjanna sækist ekki eftir kapítalisma. Fáir aðhyllast kínversku tilraunina, svo lengi sem kínverjar takmarka lýðræði, hylla Stal- ín og viðurkenna þarmeð hryðjuverk hans. Það er því oft auðvelt fyrir skrifræði Sovétríkjanna að fá hljóm- grunn hjá alþýðunni fyrir andkín- verskan áróður, óháð sannleiksgildi hans. Verkalýðsstétt Sovétríkjanna berst fyrir verkalýðslýðræði. Má vera að leiðin að pólitísku frelsi og uppbygg- ingu verkalýðsráða verði löng, en það eru einnig möguleikar á að verka- lýðsstéttin spretti á fætur og ryðji burt skrifræðinu. En án fullra réttinda til að skipuleggja sig í sjálfstæðum verka- lýðsfélögum, þjóðfrelsishreyfingum, mannréttindahreyfingum og pólitísk- um hópum, er enginn möguleiki að tryggja og auka lýðréttindi fyrir vinnandi alþýðu undir alræði öreig- anna. Baráttan á sér einnig hlutlægar rætur í framleiðslunni, þar eð upp- bygging sósíalískra framleiðsluhátta er skilyrt því, að verkalýðurinn hafi beina stjórn yfir framleiðslutækjunum. Að veita aðeins einum flokk eða fjölda- hreyfingu, sem er stjórnað af þessum eina flokk, einokun á prentvélum og fjölmiðlum, takmarkar, en eykur ekki, lýðréttindi verkalýðsstéttarinnar sam- anborið við réttindi hennar í borgara- legu lýðræði. Grundvallaratriði er lögverndaður réttur vinnandi fólks, án tillits til skoðana þeirra, til þess að fá aðgang að efnahagslegum nauðsynjum, og til þess að njóta almennra lýðréttinda eins og verkfallsréttar, prentfrelsis, funda- frelsis og réttar til að mótmæla. Aukin lýðréttindi verkafólks, fram yfir það sem ríkti í borgaralegu lýðræðinu, eru ósamræmanleg takmörkuðum rétti til stofnunar pólitískra hópa, strauma eða flokka á stefnuskrárlegum eða hugmyndafræðilegum grundvelli. FRELSUN ALLRA PÓLITÍSKRA FANGA í SOVÉTRÍKJUNUM! STYÐJUM ANDSTÖÐUNA í SOVÉTRÍKJUNUM! FYRIR VERKALÝÐSLÝÐRÆÐI OG VERKALÝÐSVÖLDUM! Heimildir: - Fjárde internationalen nr. 7-8 1972. Kommúnistiska Arbetarförbundets teoretiska tidskrift. - Fjérde internationale nr. 3 1974. Organ for revolutionære socialisters forbund. - Labour Focus On Eastern Europe. A Socialist Defence Bulletin on eastern Europe and the USSR. Vol. 2no. 1 og 2. - Imprecor, nr. 10. júlí 1977.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.