Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 2

Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 2
Auðvaldið ber ábyrgð á ofveiðinni Frumvarp til laga um húsaleigusamninga Það dylst fáum, sem á annað borð vilja vita um ástand fiskistofnanna við landið, að það er ískyggilegt. Þorsk- stofninn, sem er langmikilvægasti fisk- stofninn er ofveiddur, þannig að sú hætta er fyrir hendi, að hann nái sér ekki á strik aftur. Ef svo færi, þá þýðir lítið að miða við afleiðingar þess að sfldarstofninn var þurrkaður út á síðasta áratug, en það leiddi til umfangsmik- illa kjaraskerðinga, atvinnuleysis og landflótta. Viðkomubrestur í þorsk- stofninum hefði enn geigvænlegri af- leiðingar. Núverandi stefna Þegar deilurnar vegna útfærslu land- helginnar í 200 mílur stóðu sem hæst var vitnað til þess að þessi útfærsla landhelginnar væri nauðsynleg til að vernda fiskistofnana. En jafnskjótt og landhelgismálið var komið í höfn gleymdust allar „svartar skýrslur", sem áður hafði verið hampað. M.a.s. fjár- festingar í fiskveiðum aukast aftur og árið 1977 eru íjárfestingar í fiskveið- um orðnar svipaðar og þær voru á vinstristjórnarárunum 1972-74! Og ofveiðin hélt áfram, þannig að nú þarf að gera mikið stærra átak til að koma fiskistofnunum í viðunandi horf. Nú hefur sjávarútvegsráðherra á- kveðið að stöðva netaveiði fyrir sunnan land og vestan frá 1. maí, og togarana á að stöðva í 70 daga í sumar. En þrátt fyrir þessa miklu stöðvun er varfasamt að það markmið, sem sjávarútvegsráðherra hefur sett um 280-290 þús. tonna þorskafla á þessu ári, muni standast. Og það jafnvel þótt gripið verði til enn frekari aðgerða í haust. Aflinn fyrstu fjóra mánuði ársins var kominn upp í heil 150 þús. tonn! Þrátt fyrir þessi bönn á þorsk- veiði (og þrátt fyrir ísinn fyrir norðan og austan. Þegar allt kemur til alls, er hafísinn eini raunverulegi verndarinn, sem þorskurinn hefur átt.), þá er ekki útilokað að þorskaflinn fari jafnvel upp í 330 þús. tonn eins og í fyrra. Markmið sjávarútvegsráðherra, er ekki ýkja hátt, ef miðað er við ástand þorskstofnsins. Það munart.d. nokkru á þessu markmiði og þeim hámarks- afla upp á 250 þús. tonn, sem Haf- rannsóknarstofnun ráðlagði. Hryggningarstofn þorsksins (7 ára fiskur og eldri) er nú um 200 þús. tonn. Til samanburðar er hægt að geta þess að fiskifræðingar telja æskilegt að hrygningarstofninn sé um 600 þús. tonn. Árið 1970 er talið að hrygning- arstofninn hafi verið um 670 þús. tonn. Það sem meira er: Þegar hrygningar- stofn þorsksins er kominn niður í 200 þús. tonn, eða minna, þá telja fiski- fræðingar hættuna á viðkomubresti verulega. Þegar hrygningarstofninn er orðinn svo lítill, þá þarf ekki mis- heppnað klak í mörg ár til að stofninn hrynji. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að ákvörðun hans um hámarksafla í ár miðist við að hrygningarstofninn verði kominn upp í 400 þús. tonn árið 1983. Þessi stefna felur það í sér að hrygn- ingarstofninn verði enn við hættu- mörkin, 200 þús. tonn, allt fram til ársins 1982. Stækkun hrygningar- stofnsins á að byggjast nær eingöngu á árgangnum frá 1976, en það er síðasti sterki árgangurinn sem vitað er um. Þessi stefna byggist á því að þessi ár- gangur verði verndaður. Hún felur það í sér að aflinn minnki enn frekar á næstu árum og verði t.d. um 250 þús. tonn á ári árin 1983 og 1984. Það verður fyrst árið 1988, sem aflinn má aftur aukast upp í það sama og hann var í fyrra. (Hér er miðað við meðal- talsviðkomu á næstu árum!) Það er síðan eftir að sjá hvort auðveldara verður að takmarka þorskaflann við 250 þús. tonn árið 1983, helduren það er í dag. . . Efnahagsleg áhrif Þegar litið ertil þorskstofnsins, þáer ástandið slæmt, hvort sem við lítum til skemmri eða lengri tíma. Þegar horf- urnar varðandi loðnuveiðarnar eru teknar með inn í myndina, þá verður hún biksvört! Minnkun þorskaflans úr 330 þús. tonnum í fyrra og í 290 þús. tonn í ár, þýðir minnkun tekna af útfluttum sjávarafurðum um 6% miðað við árið 1978. Minnkun loðnuaflans um helm- ing þýðir 12% minnkun tekna af útfluttum sjávarafurðum. Samtals er hér um að ræða um 18% minnkun á tekjum af útfluttum sjávarafurðum, eða 13% af öllum tekjum af útfluttum vörum. Þessar tölur, sem eru mjög lauslega áætlaðar, sýna að efnahagsleg áhrif ofveiðinnar eru nú þegar orðin geigvænleg. Það eru vissir möguleikar á að bæta þessa aflaminnkun á þorski og loðnu upp að einhverju leyti, með því að auka sókn í karfa, ufsa, ýsu og jafnvel kolmunna. Að hvaða leyti þessir möguleikar verða nýttir fer þó alveg eftir duttlungum útgerðarmanna (og markaðarins) sem að undanförnu hafa verið mjög tregir til að sækja meir í t.d. karfa og ufsa. Það er einnig ljóst að íslenskir útgerðarmenn hafa verið mjög seinir á sér varðandi kolmunn- ann. Þótt vissir möguleikar séu þarna fyrir hendi, þá eru allar ástæður til að spá því að sá samdráttur í afla, sem nauðsynlegt er að framkvæma (ef ekki á að koma til ennfrekari samdráttar síðar), muni leiða til minnkunar þjóð- artekna og atvinnuleysis á næstu mánuðum. Það alvarlegasta í núverandi ástandi er þó ekki þessi minnkun þjóðartekna og horfur á atvinnuleysi. Það alvarleg- asta er að auðvaldsskipulagið hefur svo ákaflega takmarkaða möguleika á að ná þeim markmiðum varðandi físki- vefnd, sem forystumenn borgarastétt- arinnar kunna að setja sér. Þessi stað- reynd sést vel á viðbrögðum hinna einstöku útgerðarmanna í dag. Ofveiðin og auðvaldið Afli á hverja rúmlest fiskiskipaflot- ans, eða hverja milljón króna í íjárfest- ingu, er í dag mikið minni en hann var fyrir 20 árum síðan. Þrátt fyrir allar tæknibyltingarnar í fiskveiðitækni og aflmeiri vélar (eða kannski einmitt vegna þessara atriða). Út frá athugun á sambandi á milli afla og sóknar fiski- skipanna hafa borgaralegir sérfræð- ingar reiknað út, að fiskiskipastóllinn sé 30-50% of stór. Það er þessi offjárfesting og ofveiðin, sem bera ábyrgð á taprekstri útgerðarinnar. Til- kostnaðurinn við að afla eins tonns af þorski, er mikið meiri en hann þyrfti að vera. Þrátt fyrir þetta eygja margir út- gerðarmenn og stjórnmálamenn þá einu leið (auk kjaraskerðinga auðvit- að) til að auka hagnað útgerðarinnar, að auka enn aflann og þar með of- veiðina. Þarna kemur það fram í sjávarútvegi, að gróðahagsmunir hins einstaka atvinnurekenda eru í raun í mótsögn við það markmið að auka arðinn af framleiðslunni sem mest. Það sama gildir reyndar almennt í mark- aðsskipulaginu, þótt ástæðurnar séu ekki alltaf þær sömu. í sjávarútvegi eru ástæðurnar það augljósar, að jafnvel borgaralegir hagfræðingar viðurkenna þær! Auðvaldsskipulagið hefur í sér falda stöðuga tilhneigingu til ofveiði. Gróðasókn hins einstaka útgerðar- manns leiðir til minnkandi arðsemi fyrir hvern og einn og hrdn fiskistofna. Borgaralegir sérfræðingar hafa sýnt fram á að i raun borgar sig betur, að taka lán - og það á allháum vöxtum - til að bæta sjómönnum og verkafólki í fiskvinnslu (og útgerðarmönnum og fiskvinnslueigendum- sem þeir reikna auðvitað með) upp það tekjutap, sem það yrði fyrir vegna minni afla á næstu árum. Það yrði síðan hægt að endur- greiða lánin aftur með vöxtum síðar, vegna þess að afköstin í fiskveiðunum mundu aukast það mikið þegar stofn- arnir stækkuðu. Það er þannig hægt - m.a.s. með aðferðum hinnar borgara- legu hagfræði - að sýna fram á að minnkun aflans í dag þyrfti ekki að leiða til kjaraskerðinga. í skynsam- lega skipulögðu samfélagi þyrfti minnkun aflans ekki að leiða til annars en þess að sjómenn og verkafólk fengi aukinn frítíma, sem það svo mjög þarfnast. (Til lengri tíma litið ykjust tekjurnar auðvitað hægar en í því til- felli þar sem engin ofveiði og offjár- festing væri). Vandamálið er að auð- valdsskipulagið hefur enga möguleika á að framkvæma slíka langtímaáætlun, né deila tekjum og atvinnu það jafnt, að ekki komi til hatrammra deilna milli landshluta og stétta. Það er af þessum ástæðum, sem möguleikar stjórnvalda í auðvaldsskipulagi, til að ná árangri í fiskverndunarmálum eru litlir. Það er af þessum ástæðum, sem barátta fyrir sósíalisma - fyrir þjóðnýt- ingu fiskiskipanna og fiskvinnslunnar og gerð áætlana fyrir rekstur þessarar mikilvægu atvinnugreinar - verður að vera hluti af allri raunhæfri baráttu gegn ofveiði auðvaldsins. ÁD. Kosningar í félagi sjúkraliða Á aðalfundi félags sjúkraliða 21. apríl var kosið um formann félags- ins. Sigríður Kristinsdóttir var kosin formaður með 239 atkvæð- um en fráfarandi formaður, Ingi- björg Agnarsdóttir hlaut 123 at- kvæði. Neisti spurði Sigríði um hvað hefði einkanlega verið tekist á. Sagði Sigríður að þessu væri best svarað með þeirri stefnuskrá sem hún kynnti í ræðu á fundinum. En helstu atriði hennar eru: Efling félagslegs starfs Efling starfs trún- aðarmanna með því að stjórn félagsins haldi reglulega fundi með trúnaðarmönnum minnst á tveggja mánaða fresti. Starfrækt verði launamálaráð þar sem fulltrúar úr hópi trúnaðarmanna undirbúi kröfugerð og fylgi henni eftir við gerð samninga. Efla þarf sjálfstætt starf félagsins gagnvart Starfs- mannafélagi ríkisstofnana og Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar, en félagar í Félagi sjúkraliða eru einnig í þeim félögum. Halda ber félagsfundi minnst fjórum sinnum á ári og eins félagsmálanámsskeið til að félagarnir geti kynnst og eflt um leið félagsþroska sinn. Útgáfa fréttabréfs til eflingar tengsla við félagana úti á landi. Unnið skal að því að setja í lög reglur um há- markstíma til setu í stjórn. Og svo almennt að hvetja félagsmenn til að taka virkari þátt í starfssemi félags- ins. Þessi stefnuskrá miðar að því að bæta úr því sem helst hefur bjátað á í starfsemi okkar félags. Markmið- ið er að gera félagið hæfara til að vera stéttarfélag sjúkraliða og bæta þau hraksmánarlega lágu laun sem við búum nú við“, sagði Sigríðurað lokum. R. Frá því Leigjendasamtökin voru stofnuð sl. vor hafa samtökin starfað stöðugt, þótt etv. hafi minna fariðfyrir starfi þeirra útá við en æskilegt hefði verið. Samtökin opnuðu skrifstofu síðla sumars og hefur mikið af tíma einstakra stjórnarmanna farið í það að tryggja fjárhagslegan grundvöll skrif- stofunnar. Skrifstofan er að Bók- hlöðustíg 7, opin frá kl. 1-5 alla virka daga. Síminn er 27609. Mjög mikið er leitað til skrifstofunnar varðandi upp- lýsingar og ráðgjöf. Leigjendasamtök- in fengu 200 þús. kr. styrkveitingu frá Alþingi (en það er sama upphæð og Húseigendafélagið fær!) og 700 þús. kr. frá Reykjavíkurborg. Frumvarpið Meginverkefni Leigjendasamták- anna í vetur hefur falist í að undirbúa lagasetningu um húsaleigusamninga. Loks hefur verið lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp þar um og er það mikið að tilhlutan Leigjendasamtak- anna. Fulltrúi samtakanna í nefnd þeirri er samdi frumvarpið var Ragnar Aðalsteinsson, hrl., en aðrir nefndar- menn voru Páll S. Pálsson frá húseigendum og Sigurður E. Guð- mundsson, tilnefndur af félagsmála- ráðherra. Frumvarpið fjallar fyrst og fremst um réttindi og skyldur leigutaka og leigusala, en ekki um upphæð húsa- leigu eða hvemig hún skuli útreiknuð. Nefndin er undirbjó frumvarpið um húsaleigulög hefur nú fengið það verk- efni að semja sérstakt frumvarp er taki til húsaleigu. Helstu atriði í framkomnu frum- varpi eru: Allir Ieigumálar skulu gerðir skriflega; á samnings- blöð útgefin eða viðurkennd af félags- málaráðuneyti. Séu samningar ekki skriflegir skal alfarið fara eftir lögun- um. Samningar geta hvortveggja verið tímabundnir eða ótímabundnir. Hér tíðkast mjög tímabundnir samningar og hefur það skapað mikið öryggis- leysi fyrir leigjendur. í frumvarpinu er kveðið á um, að við tímabundinn samning hafi leigutakinn forleigurétt að húsnæðinu við lok leigutíma, nema leigusali taki húsnæðið til eigin nota fyrir sig eða fjölskyldu sína, og verður hann þá að gera skriflega grein fyrir því. Einnig er leigusala skylt að senda skriflega tilkynningu, með ákveðnum fyrirvara, um uppsögn leigusamnings, þótt hann sé tímabundinn, annars breytist hann í ótímabundinn samning. Allir skilmálar upphaflegs samn- ings, ss. upphæð leigu, gilda í fram- lengdum samningi, að viðbættum leyfilegum hækkunum á þúsaleigu. Algengast mun í dag, að uppundir helmingur húsaleigu sé svikinn undan skatti, enda er leigan eingöngu fram- talsskyld hjá húseiganda en ekki frá- dráttarbær hjá leigutaka. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að ótímabundnum samningum, skuli leigusali þurfa að sanna hverju sinni hver umsamin leiga er. Við getum hugsað okkur t.d. að leiga sé kr. 60 þúsund, en leigutaki fái einungis kvittun fyrir 30 þúsund kr. leigu. I slíku tilviku getur leigjandinn farið að greiða kr. 30 þúsund, og greitt leiguna td. í gegnum banka með gíró- seðli. Það væri leigusalans að sanna það að leigan hefði í raun verið kr. 30 þúsund. U ppsagnarfrestur skal lengjast eftir því sem leigutími hefur verið lengri. Uttekt á útleigðu húsnæði skal gerð möguleg við upphaf og lok leigu- tímans - óski annar hvor aðili þess. Viðhald húsnæðis hefur mikið til verið á herðum leigutaka framtil þessa. Frumvarpið kveður á um að Íeigusali skuli annast viðhald húsnæð- is, þannig að það rýrni ekki á leigu- tíma - (mála, veggfóðra, viðhald á gólfum osfrv.), sérstök ákvæði eru um rúðubrot. Sé um að ræða leigu í fjöl- býlishúsi, greiðir leigjandinn einungis sameiginlega greiðslu af rafmagni og hita, en hvorki sameiginlegar fram- kvæmdir, viðhald né fasteignagjöld einsog nú mun mjög tíðkað. Greiðsla á húsaleigu: Gert er ráð fyrir að krefja megi fyrir- framgreiðslu fyrir 1/4 af umsömdum leigutíma. Frumvarpið gerir ennfrem- ur ráð fyrir að síðar á leigutíma megi krefja 3ja mánaða fyrirframgreiðslu. Þetta atriði gagnrýndu Leigjendasam- tökin mjög í umsögn sinni um frumvarpið, enda mjög óeðlilegt að hægt sé að krefja fyrirframgreiðslu oftar en við upphaf samnings. Einnig kveður frumvarpið svo á, að leigusali geti farið fram á greiðslu tryggingar- fjár, er samsvari alltað 3ja mánaða húsaleigu - en þá er ekki hægt að krefjast fyrirframgreiðslu jafnhliða nema fyrir 1 mánuð. Leigutaki getur sett bankaábyrgð fyrir tryggingarfé. Tryggingar eru einungis hægt að krefjast við upphaf leigutíma. Leigumiðlun: Tilað reka leigumiðlun þarf löggildingu og verða sett nánari skilyrði fyrir því, hverjirgeti stundað slíkt. Gert er ráð fyrir, að leigusalinn greiði leigumiðlun fyrir að koma á leigusamningi - er það vissu- lega mikil bót frá því sem nú er, þótt Leigjendasamtökin hefðu fremur kos- ið að sá háttur yrði tekinn upp, að öll miðlun á húsnæði - hvort heldur til sölu eða leigu - yrðu sett undir sama hattinn og væri í höndum viðkomandi sveitarfélags. Verði frumvarpið samþykkt á yfir- standandi þingi munu lögin endanlega taka gildi um næstu áramót. Minna má á, að í félagsmálapakkanum marg- fræga frá því í desember sl. var gert ráð fyrir réttindabótum til handa leigjend- um er samsvöruðu o. 1% vísitölustigi. Ekki sakaði þótt það færi að sjá dags- ins ljós - einsog reyndar annað í þeim pakka, er nokkuð erfiðlega hefur gengið að opna. í lok frumvarpsins er ákvæði þarað lútandi, að félagsmálaráðuneytið skuli kynna efni laganna. Þetta er mikilvægt atriði, en þó er ljóst að þarna mun fyrst og fremst koma til kasta Leigjenda- samtakanna. Það mun koma í þeirra hlut að kynna fyrir leigjendum þau nýmæli sem í lögunum felast. Vissulega hefði ýmislegt mátt fara betur í þessu frumvarpi, en þar eru þó mikilvæg atriði sem tryggja lágmarks- réttindi leigjenda, miðað við það sem nú er. Til þess að lögin verði í framkvæmd einsog til er ætlast og tryggi rétt leigj- enda sem allra best þá þarf vissulega sterk og öflug Leigjendasamtök, og þau verða ekki sterk nema leigjendur sjálfir sjái til þess. Nokkuð hefur orðið vart hræðslu hjá leigjendum við að ganga í eða starfa með Leigjendasam- tökunum. Vonandi mun væntanleg lagasetning um réttindi leigjenda verða til þess að bæta þann þátt nokkuð. Verum þess minnug, að það er einkum undir okkur komið, leigjend- um sjálfum, hvort væntanleg lög verða einungis pappírsgagn eða raunveruleg réttindabót fyrir okkur.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.