Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 3

Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 3
5. tbl. 1979, bls. 3 1. maí-ávarp Fylkingarinnar Kreppa alþjóðlegu verkalýðshreyfingarínnar er kreppa skrifrœðisforystunnar! lýðshreyfingarinnar um allan heim. Þessvegna er það allsstaðar mikilvægt, að berjast gegn skrifræðinu í verka- lýðshreyfingunni, hafna undanslætt- inum og makkinu, og sér í lagi þátttöku verkalýðsflokka í ríkisstjórnum bur- geisanna. Það er líka mikilvægt að efna til andstöðu við forréttindahópana, sem voru bornir til valda á bylgjufaldi þjóð- frelsishreyfinga þriðja heimsins. Það þarf líka að losna við þá forréttinda- hópa, sem einoka öll völd í afbökuðu verkalýðsríkjunum og leysa úr læðingi heljaröfl þjóðfélagsbyltingarinnar. Og svo er að losna við auðvaldið. Aðgerðir 1. maí 1979 fara fram í skugga fyrirhugaðs kjararáns. Þetta kjararán er framið af þeim sömu flokkum, og börðu sér brjóst í fyrra og ákölluðu verkafólk - kjósið okkur. og yður mun umbunað verða. Á altari stjórnarþátttökunnar hefur herstöðvamálinu, félagslegum fram- faramálum og kvenfrelsismálum verið fórnað. En íslenskt verkafólk er ekki eitt um það að takast á við kaupránsherferð afturhaldsins. Það er heldur ekki sér- íslensk reynsla, að lýðskrumarar borg- aralegu verkalýðsflokkanna fari fyrstir í ránsfylkingunni. Danskir verkamenn, þýskir og bresk- ir þurfa að eiga við þingpallaprangara borgaralegu verkalýðsflokkanna í sama mund og auðvaldið. Og þótt sænskir, franskir og ítalskir verka- menn þurfi ekki að berjast gegn ríkis- stjórn verkalýðsflokka, þá er hik endurbótasinnanna og þjónkun við hagsmuni burgeisanna engu minni íjötur um fót verkalýðshreyfingarinn- ar þar. Rauð verkalýðseining 1. maí Ávarp Verkalýðsforystan verður vígreif 1. maí þegar hún töltir prúðbúinn niður Laugaveginn enda getur hún verið stolt af sínum stórbrotnu afrekum á árinu. Eitt þeirra er þó sýnu mikil- fenglegast og á skilið verðugan sess í baráttusögu endurbótastefnunnar. Enginn annar hefði haft geð í sér til þess að kasta björgunarhring til ríkisstjórnaraumingjans svo að hann gæti haldið áfram að skerða kjörin í stað þess að drukkna strax í brimróti efnahagsmálanna. Það var þó ekki mannúðin ein sem lá að baki þessu björgunarafreki. Óæðri þankar komu einnig við sögu. Fall ríkisstjórnarinnar og líklegstjórnarþátttaka Sjálfstæðisflokksins.hefðu nefnilega afhjúpað aumingjadóm verkalýðsaðalsins enn frekar en orðið er og er þá langt til jafnað. Forysta verkalýðshreyfingarinnar bast tryggðum við ríkisstjórnarbiðilinn á heitum sumardögum þó hann tregðaðist að vísu lengi við að draga sér hring á fingur. Getuleysi hennar varð lýðum Ijóst fyrir ári síðan og því vildi hin pipraða mey draga unnustann til löglegrar ástariðju til þess að reka af sér slyðruorðið. Giftingarheitin'voru óljós, en í óráði ástarbrímans var samráðsklausan þó talin nægileg trygging. Samfelld ótryggð ríkisstjórnarinnar hefur ekki dregið úr einlægri tryggð verkalýðsforystunnar heldur þvert á móti. Heilög móðurást hefur fyllt brjóstkassa hennar þori, - öllu skal fórnað - lífi skal bjargað og skítt með kaupið. í sjálfsafneituninni og fórnfýsinni rís þessi sjónleikur hæst og verður einungis líkt við glæstustu tilþrif íslendingasagna: Ung var ég gefin Njáli. Bergþórur Verkamannasambandsins una glaðar við örlög sín. En það ganga ekki allir glaðir í eldinn. Hópur fólks afneitar sjálfsmorðsstefnu stéttasamvinnunnar og berst undir merkjum þeirrar stefnu sem ein fær bjargað verkalýðshreyfingunni frá algjörri niðurlæg- ingu. Sá sami hópur lýsir yfir vantrausti á skrifræðislega forystu hennar og vill efla starf innan verkalýðsfélaganna og hafna jafnt hægri sem ,,vinstri“ kjaraskerðingum. Hann veit að efling innri styrks verkalýðshreyfingarinnar er frumforsenda þess að stefnt verði í átt til verkalýðsvalda. Því berst hann gegn því að hún sé tengd þingræðisbrölti endurbótasinna og ríkisstjórnar- þátttöku. Hann boðar leið stéttabaráttu, sem ekki taki mið af pólitískum hagsmunum stjórnmálaflokka og byggir alfarið á eigin styrk og virkni félaga verkalýðshreyfingarinnar. Verjum kaupmátt launa. Fullar vísitölubœtur. Enga ábyrgð á kreppu auðvaldsins! Gegn stéttasamvinnu. Lifi sjálfstæð barátta verkalýðsins. Fyrir réttu ári síðan áttu frambjóðendur í loforðagylltu tilhugalífi við saklausa kjósendur. í upphafningu sjónvarpsútsendinga risu dagvistarheimili í hillingum og aukin félagsleg þjónusta var kjörorð dagsins. Kampavínsglösin voru vart komin í hillur að loknum kosningafagnaði þegar sjónhverfingamennirnir stigu hlaunagleiðir fram á sviðið og ávörpuðu fyrrverandi kjósendur: Mínir elskanlegu! Þetta var allt á misskilningi byggt - það eru engir peningar til! Gæta verður aðhalds! Niðurskurður félagslegrar þjónustu gengur þvert á kröfur kvenfrelsishreyfingarinnar og annarra framsækinna afla. Gegn honum verður að berjast af einurð. Engan niðurskurð á félagslegri þjónustu. Nœg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn. Frjálsar fóstureyðingar. Kvennabarátta er stéttabarátta. Stéttabarátta er kvennabarátta. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök herstöðvaandstæðinga starfað af þrótti og mótmælt kröftuglega 30 ára aðild að NATO á meðan að vannærðir álfar úr Varðbergi minntust afmælisins með vambfylli í þágu hugsjónarinnar. Alþýðubandalagsleiðtogar sitja ábyrgir í stjórn og huga að sparneytnum Oldsmóbílum og miðstjórn flokksins minnir enn einu sinni á (af gefnu tilefni?) að Abl. sé eini flokkurinn sem alfarið berjist gegn hernum og NATO! Ekki var talin ástæða til að nefna tilvist SHA í ályktuninni. Af velvildmá benda miðstjórn AB að auka útgáfutíðni slíkra ályktana, svo stefna flokksins gleymist ekki í hug almennings - hún kemur hvort eð er ekki annars staðar fram. Gegn viðurstyggð uppgjafarinnar munu þeir rísa er fylkja liði í göngu Rauðrar Verkalýðseiningar á 1. maí. ísland úr NATO! Herinn burt. Þjóðaratkvœði! Gegn heimsvaldastefnunni! Öreigar allra landa sameinist! En aflóga og úrkynjaðir fulltrúar þjóörembu, skriffinnsku og auðvalds- þénustu setja ekki aðeins mark sitt á baráttu verkafólks í v-Evrópu. í Bandaríkjunum hefir skrifræðið ekki einu sinni treyst sér til að stofna eigin pólitísk samtök, en setur traust sitt alfarið á sjónvarpsstjörnur borgara- flokkanna. í S-Ameríku er gjaldþrot sósíáldemókrata og stalínista gagn- vart einræðisherrunum algert. í Afríku hefir „andblær nýrra tíma“ orðið stinningskaldi í fang þeirra, sem börð- ust fyrir endurreisn innlendrar menn- ingar og sósíalískri umsköpun sam- félagsins. Víetnamska byltingin, sem glæddi vonir milljóna ungmenna um allan heim hér áður, er nú í hættu og vegandinn er - verkalýðsríkið Kína. Sovétríkin, sem áður fyr voru aflgjafi sósíalískrar hreyfingar einkennast af innri kúgun og drottnunarstefnu gagn- vart fylgiríkjum sínum. Þessar aðstæður notar auðvaldið sér miskunnarlaust. Hvað eftir annað gerir auðvald þessa landsins eða hins atlögu, og markið er alltaf hiðsama, að velta byrðum þeirrar krepþu sem hið alþjóðlega auðvald stríðir nú við, yfír á bök verkalýðsins. Forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar, sósíaldemókrat- ar, stalínistar og allt þar á milli eru ýmist verkfæri árásanna eða reyna að hefta vörnina, svo hinum heilögu kún þingræðisins verði ekki stefnt í voða og þar með forréttindum skriffinnanna sjálfra. . Þetta er grundvallarveikleiki verka- Það verður ekki gert í einu landi, þótt misjafnlega miði í hverju plássi eins og gengur. Til að þetta lánist verða baráftumenn að taka höndum saman yfir landamærin. Baráttan gegn stríð- inu í Víetnam sýndi gildi þess, og andstaðan við kjarnorkuver í Evrópu hefir gengið sömu götu með góðum árangri. Þá hafa kvenfrelsishreyfingar Evrópu einnig hafið skipulegt sam- starf sín á milli. Allt er þetta nauðsynlegt og það þarf að gera betur. Auðvaldiðer alþjóðlegt, og engin ein verkalýðsstétt er þess umkomin að koma því fyrir kattarnef óstudd af bræðrum sínum annarra þjóða. En þrátt fyrir samvinnu verkalýðsins er engin nauðsyn á því að einhver alþjóðlegur forustuflokkur stýri sér- hverju skrefi baráttunnar. En ef bylt- ingarstefnan á að verða ofaná innan verkalýðshreyfingarinnar, ef það á að takast að hnekkja heljartökum skrif- fmnsku og borgaralegrar hugmynda- fræði, verða byltingarsinnar líka að taka höndum saman og móta sameig- inlega stefnu í megindráttum, bera saman reynslu sína og meta hana. Þess vegna er Fylkingin stuðnings- deild Fjórða Alþjóðasambandsins, vegna þess að hún er ein íslenskra stjórnmálasamtaka staðráðin í því að efna til baráttu gegn stalínísku- og sósíaldemókratísku skrifræði í verka- lýðshreyfingunni, stalínískri og sósíal- demókratískri auðvaldsþjónkun og þingræðisblekkingu-, og ryðja þannig brautina til sósíalismans. VERKALÝÐSVALD GEGN AUÐVALDI - LIFI SÓSÍALÍSK BARÁTTA! LIFI HEIMSFLOKKUR SÓSÍALÍSKU BYLTINGARINNAR - 4. ALÞJÓÐASAMBANDIÐ. Pólitísk framkvæmdanefnd Fylkingarinnar.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.