Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 5

Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 5
„Galleruð er sögulegt tákn um einangrun listarirmar. “ 5. tbl. 1979, bls. 5 Helgi þ Fridjónsson 22. april t m 13. mei 1978 Galerie Lóa Lanqe Raamstraat 6 Haarlem, Húsið númer 7 við Suðurgötu í Reykjavík er lítið timburhús sem hefur verið málað kol- svart, - þetta er á horn- inu við Vonarstræti þar sem vesturbæjarstrætó- arnir keyra. Þetta hús er svo lítið og gamalt og svart að maður skyldi ætla að það væri bara leyfar gamallar og dauðrar menn- ingar ef ekki líkkista utan um hana. En svo er þó ekki. í þessu húsi er Gallerí Suðurgata 7, þetta er sem sagt hús fyrir myndlistarsýningar, og svo hefurtíma- ritið Svart á hvítu aðsetur þarna. í Gallerí Suðurgötu 7 hafa aðallega sýnt ungir menn, bæði íslendingar og <3 opening Holland laterdag 22. april, 20 uur tel. 023 - 31 47 32 myndlistaskólanum, aðallega nýlista- deildinni, og ofan úr háskóla. Sumarið 77 var verið að skrapa og mála í hús- inu, þá myndast svona sameiningar- stemmning. Þetta var allt svolítið anarkistískt uppbyggt. - Það var aðallega þrennt sem vakti fyrir okkur: tímarit, vinnuaðstaða og sýningaraðstaða. Svo var draumur um bókakaffi, við vorum búin að ná góðum samböndum um útvegun á spennandi bókum, en af því hefur ekki orðið enn. Nú hafið þið náð samböndum víða um heim við menn sem standa framar- lega meðal yngri listamanna. - Já, það er mikið fyrir tilstilli Robert Filliou og Georg Brecht og Eilífðarvefsins, The Eternal Network, sem er eins konar miðstöð fyrir listamenn hvaðanæva. En listamenn erlendis hafa líka fengið áhuga á gall- eríinu vegna þess að það er mjög sjald- Rætt við Friðrik Þór Friðriksson og • • Orn Jónsson um Gallerí Suðurgötu 7 og fleira galleríinu mjög frábrugðið því sem við eigum að venjast. Getið þið sagt eitt- hvað hvað liggur þar að baki? - Sko, undanfarið hafa ýmis mörk innan listarinnar verið að brotna niður, strax 1960 var búið að brjóta þau niður: það.er ekki annað hvort olíumálverk eða grafík eða ljósmynd eða abstrakt eða fígúratíft. Það er farið að nota efnið á nýjan hátt. Um leið kemur upp það viðhorf að það eigi ekki að loka listaverkin inni í römmum inni á söfnum eða hafa til skrauts uppi á veggum. Það er farið að gera verk sem geta alveg eins verið í bók eins og í galleríi eða safni. ARE GLaD IF W£ CiN HOLDTHIS IN OUR H*HDS l'MGLAD IF THIS CAN HANG ONMYNECK IM GIAD imgladif THIS CANHANG HB?E útlendingar. Þeir, sem hafa vanist því að myndlist sé bara innrömmuð olíu- málverk af Húsafellsskógi eða Svína- hrauni eða notalega abstraktmyndir eða geometría svo maður færi sig á menningarvitalegra svið, mundu kannski ekki viðurkenna að sumt sem þarna er sýnt sé myndlist. Ég rabbaði um daginn við tvo af aðstandendum gallerísins, þá Friðrik Þór Friðriksson og örn Jónsson. Ég spurði þá um tildrögin að galleríinu og blaðinu: - Það var hópur búinn að hafa hug á því lengi að gefa út tímarit, svo kom þetta hús til, þá blandaðist saman lið úr ýmsum áttum, svo sem úr Handíða-og gæft að gallerí séu í eigu listamann- anna sjálfra eða hóps listamanna eins og þetta galleri. Venjulega er galleríið í eigu einhvers einstaklings, sem kannski leyfir einhverju sem ekki hefur öðlast almenna viðurkenningu að fljóta með inn á milli. Gallerí Suðurgata 7 er því spennandi í augum margra listamanna erlendis. Hvers konar list er sýnd í Gallerí Suðurgata 7, hvaða stefnu hafið þið? - Við höfum ekki sett fram neina stefnuskrá og það er ekki hægt að setja þá list sem er sýnd þarna undir neinn einn hatt sem heitir „concept" eða nýlist eða eitthvað svoleiðis. En nú er margt af því sem er sýnt í Um „Eilífðarvefinn" (tekið upp úr Svart á hvítu, 2. tbl. 1978) í april I968 tilkynntu þeir (George Brecht og Robert Filliou) fyrirætlanir á veggspjaldi, sem sent var til vina hér og þar. Þessu verkefni var ætlað að fá lista- menn um víða veröld til að gera sér grein fyrir því að þeir væru hluti af þessum vef. í grundvallaratriðum hafa listamenn við sömu vandamál að stríða. Þeir verða einnig að gera sér grein fyrir því að þeir eru hluti af stærri vef, stöðug sköpun á sér stað allt í kringum þá. Listamenn eru allir utangarðsmenn og verða að koma á eins miklum samböndum milli sín og hægt er. „Alþjóðlegi hrekkjusvínaflokkurinn" (international nuisence party) samanstendur af fólki hvaðanæva úr heiminum án tillits til þjóðernis eða litarháttar. Úr öllum stéttum og stigum þjóðfélagsins, sem sagt allir þeir sem á einn eða annan hátt falla ekki inn í heildarmynd þjóðfélagsins eru andþjóðfélagssinnaðir, afneita boðum og bönnum þjóðfélagsins. Að mati Filliou er þetta eina leiðin auk Ijóðrænnar hagfræði, þ.e. einlægni, ímyndunarafl o.s.frv. sem gerir mögulega breytinguna frá sósialisma yfir til kommúnisma og síðan loks til stjórnleysis. öutfyllt kort frá George Brecht - Tæknin hefur skapað nýja mögu- leika. Það er hægt að taka ljósmynd og hafa texta með. Það er hægt að gera verkið í ótal eintökum, jafnvel senda sem póstkort. Maður getur haft video-upptökutæki heima hjá sér. - Upp úr öllu þessu spretta ótal tilraunir og ótal hlutir. Svo þegar er farið að vicjurkenna þetta er reynt að setja það í kassa og skipta niður og merkja. En er þá ekki svo komið að hægt sé að koma listaverkinu beint áframfæri? Er tími galleríanna og sýningarsalanna ekki liðinn? - Gallerúð er sögulegt tákn um einangrun listarinnar. Ef við værum búin að leysa spurninguna um einangr- un listarinnar mundum við leggja gallerúð niður. - Þótt efnið og tæknin sé orðið aðgengilegra þá er dreifingarkerfið ennþá lokað. Þú getur gert sjónvarps- þátt í stofunni heima hjá þér en það er ekki þarmeð sagt að þú getir sent hann út. Nýjar hugmyndir og ný form eiga erfitt uppdráttar. Fólk vill það sem þegar er viðurkennt - eða það sem haldið er að því í auglýsingum. Nýjar hugmyndir læðast að baki íeinangruð- um tímaritum og galleríum. - En við höfum ekki hugsað okkur að verða nýir septembermenn, við erum ekki að búa til nýjan stíl sem seinna á að verða viðurkenndur. Það mikilvægasta við þróun undanfarinna áratuga er að stíll binst ekki við einstök tjáningarform, svo sem olíu, striga eða grafík, heldur eru allir möguleikar opnir. Fyrir okkur er mikilvægast að þróa og kanna möguleika þessara nýju tjáningarforma eða miðla og að í raun Myndirnar hér á síð- eru teknar af post- kortum eða boðskort- um sem send hafa verið til gallerísins. geti allir notað þá til sköpunar og koma hugmyndum sinum á framfæri. Er ekki einokun fárra á fjölmiðlum einn helsti þátturinn í einangrun listar- innar? - En við búum við kapítalískt mark- aðskerfi þar sem hið viðurkennda og auglýsta hefur forgang. Meðan svo er verða áfram til gallerí fyrir fáa útvalda sem tákn fyrir einangrun listarinnar. Þess skal að lokum getið að þau í Gallerú Suðurgötu 7 hafa ekki ein- skorðað sig við myndlistarsýningar og tímaritsútgáfu, þau hafa líka fengið hingað til lands merka erlenda tónlist- armenn sem hafa ýmsar nýjungar fram að færa. - eó.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.