Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 7

Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 7
5. tbl. 1979, bls. 7 arastéttarinnar nauðsynlegt atriði til að útskýra hina borgaralegu byltingu. Skrifræðið í verkalýðsríkjunum hafði enga slíka efnahagslega hagsmuni af uppbyggingu áætlanagerðar. Það sem meir er: Hagsmunir skrif- ræðisins varðandi framþróun efna- hagslífsins í verkalýðsríkjunum eru ekki beint tengdir stöðu þess í fram- leiðslunni. í auðvaldsþjóðfélagi er framþróun efnahagslífsins, upphleðsla auðmagns, beint tengd hagsmunum hins einstaka kapitalísta. Samkeppnin á mörkuðum og auðgunarviðleitni hans neyðir hann til að fjárfesta, hag- ræða og auka framleiðsluna. I þessu fólst framfarasinnað eðli borgarstétt- arinnar. í verkalýðsríki eru hagsmunir hins einstaka forstjóra ekki tengdir fram- þróun efnahagslífsins á þennan hátt. Markmið þeirra er ekki upphleðsla. Markmið þeirra er að auka neyslu sína sem mest. Það er þeirra eina markmið. Til þess að tryggja neyslu sína halda þeir oft tugum prósenta af framleiðslu- getu fyrirtækja sinna ónýttri. Ástæðan er ekki að það skorti kaupgetu fyrir vörurnar. Markaðurinn í verkalýðs- ríkjunum einkennist af vöruskorti en ekki offramboði. Ástæðan er að með því að fela afkastagetu fyrirtækjanna þá geta forstjórarnir lækkað áætlana- markmiðin sem þeir þurfa að ná til að fá tekjur, sem þeir eyða í neyslu. Við sjáum þarna hvernig beinir hagsmunir skrifræðisins eru í andstöðu við framþróun efnahagslífsins. Framþró- un efnahagslífsins í verkalýðsríkjunum er ekki skrifræðinu að þakka. Þessar framfarir hafa orðið þrátt fyrir and- stöðu og fáránleika hinnar skrifræðis- legu stjórnar. Hvort heldur við lítum til umsköpunar þjóðfélagsgerðarinnar, eða framþróunar efnahagslífsins, þá eru hvergi merki um að skrifræðið eða hagsmunir þess sem þjóðfélagshóps hafi haft neinu framfarasinnuðu hlut- verki að gegna. Þvert á móti. Skrif- ræðið hefur með stéttasamvinnu sinni, kúgun og afkáraskap einungis verið til trafala. Það stendur í vegi fyrir allri framþróun þessara ríkja. Það er ekkert annað en afæta á þjóðfélagslíkama verkalýðsríkisins. Tvíeðli verkalýðsríkjanna Skilgreiningin á Sovétríkjunum, Kína og öðrum verkalýðsríkjum sem verkalýðsríkjum byggist á greiningu á sögulegri tilurð þessara ríkja og gerð þess þjóðskipulags, sem þar ríkir. Þessi skilgreining er einnig óumdeilanleg til að skilja tvíeðli þessara ríkja. Við þurfum ekki að leita lengi til að finna dæmi um stéttasamvinnu skrif- ræðisins og svik þess gagnvart hags- munum verkafólks og sósíalismanum. Við höfum hér að framan nefnt nokkur dæmi, sem sýna ótvírætt gagnbylting- arsinnað eðli skrifræðisins. En sam- tímis getum við einnig bent á dæmi um að skrifræðið hafi stutt byltingarbar- áttu verkalýðs og bænda. Bæði Sovét- ríkin og Kína studdu t.d. baráttuna gegn bandarísku heimsvaldastefnunni í Víetnam. Þessi stuðningur var vissu- lega rýr miðað við möguleika þessara ríkja. Það er einnig nauðsynlegt að benda á að bæði Sovétríkin og Kína voru andvíg því að víetnamarnir hæfu vopnaða baráttu í S-Víetnam árið 1960. Þau reyndu einnig að haldaaftur af víetnömunum og fá þá til að semja frið við heimsvaldastefnuna. Engu að síður stendur eftir sú staðreynd að skrifræðið í Moskvu og Peking studdi andkapítalíska baráttu verkafólks og bænda í Víetnam. Ástæðan fyrir stuðningi af þessu tagi er ekki efnahagslegs eðlis. Þessi stuðn- ingur kostar skrifræðið mun meira heldur en það hefur möguleika á að vinna upp með viðskiptum við þessi ríki (t.d. Víetnam og Kúbu sem skrif- ræðið styrkir í dag með stórum fúlgum). Þar að auki mikilvægustu viðskiptahagsmunir skrifræðisins eru kaup á háþróuðum tæknivörum frá auðvaldsríkjum. Stuðningur við byltingarhreyfingar, sem berjast gegn auðvaldsskipulaginu ógnar þeirri friðsamlegu sambúð sem þessi viðskipti byggjast á. Ástæðan fyrir stuðningi skrifræðisins er að það skynjar að þessi barátta verkafólks og bænda gegn auðvaldsskipulaginu er vörn fyrir það þjóðfélagsskipulag sem völd þess hvíla á. Þrátt fyrir vilja þess til stéttasamvinnu og friðsamlegrar sambúðar við heimsvaldastefnuna, þrátt fyrir hræðslu þess við alla röskun á því jafnvægi sem ríkir í heiminum og þrátt fyrir hræðslu þess við allar raun- verulegar byltingarhreyfmgar, þá neyð- ist skrifræðið undir vissum kringum- stæðum til að styðja verkalýðs- og þjóðfrelsisbaráttu. Þessi stuðningur mótast af hagsmunum skrifræðisins. Skrifræðið notar hann til að auka ítök sín innan verkalýðshreyfinga og þjóð- frelsishreyfinga og oft hefur skrifræðið svikið baráttu verkafólks í von um að ná betri samningum við heimsvalda- stefnuna í staðinn. Sú staðreynd að þessi stuðningur er engu að síður fyrir hendi er vísbending um stéttareðlið þess þjóðfélagsskipulags sem skrifræð- ið byggir völd sín á. Skrifræði og verkalýðsþreyfingin Á fyrstu árum verkalýðshreyfingar- innar ríkti oft frumstætt lýðræði. En fljótlega eftir að verkalýðshreyfing- unni óx fiskur um hrygg varð nauðsynlegt að ráða sérstaka fulltrúa til að annast ákveðin verkefni. Síðar komu sérfræðingarnir. Innan verka- lýðshreyfingarinnar óx upp stjórnar- bákn, sem oft fjarlægðist meðlimina meir og meir. Fulltrúarnir og sér- fræðingarnir aðgreindust meir og meir frá þeim sem þeir áttu að vera fulltrúar fyrir. Þeir höfðu hærri laun. Launalega og félagslega líktist staða þeirra fremur stöðu millistéttarinnar, en verkafólks. Þannig birtist skrifræðið innan verka- lýðshreyfingarinnar, fyrst sem sérstak- ur þjóðfélagshópur sem er aðgreindur frá verkalýðshreyfingunni og byggir völd sín á verkalýðsstéttinni. Það stjórnar verkalýðshreyfingunni út frá eigin hagsmunum og oft í nánu sambandi við vini sína úr hópi atvinnu- rekenda, en í andstöðu við hagsmuni verkafólks. Til að vernda völd sín beitir skrifræðið alls kyns brögðum og leitast við að hindra lýðræðislegt eftirlit af hálfu verkafólks. Sums staðar hefur þessi þróun leitt til þess að í raun er ekkert lýðræði innan verkalýðsfélag- anna eða verkalýðsflokka sem lúta skrifræðislegri stjórn. Það væri fræðilega og pólitískt rangt að skilgreina verkalýðsfélög sem lúta stjórn smáborgaralegs skrifræðis, sem stofnanir borgarastéttarinnar. Slík skilgreining gerði það fræðilega ómögu- legt að skilja tvíeðli þessara stofnana, vingulshátt skrifræðisins og þátt verkalýðsfélaganna í stéttabaráttunni. Pólitískt væri slík skilgreining stórhættuleg. Verkefni byltingarsinna er ekki að berjast gegn verkalýðsfélög- unum. Þvert á móti verðum við að standa vörð um þá ávinninga verka- lýðsstéttarinnar sem verkalýðsfélögin sem stofnanir og réttindi þeirra inrian auðvaldssamfélagsins eru. Við verðum að verja þessa ávinninga gagnvart til- raunum borgarastéttarinnar til að skerða réttindi Verkalýðsfélaganna og undansláttarstefnu og stéttasamvinnu skrifræðisins. Þetta verðum við að gera samtímis og við berjumst innan verkalýðsfélaganna gegn skrifræðinu og stefnu þess og fyrir lýðræðislegri stjórn verkafólks á stofnunum verka- lýðshreyfingarinnar. í verkalýðsríkjunum birtist þessi skrifræðisþróun innan verkalýðshreyf- ingarinnar í æðra veldi. í þessum ríkjum byggjast völd skrifræðisins á milljónum ríkisstarfsmanna sem njóta alls kyns forréttinda, bæði varðandi tekjur og réttindi. Það hefur þau völd sem felast i því að ráða yfir ríkisvaldi með her og lögreglu. Þessu skrifræði tókst að sölsa undir sig völdin í verkalýðsríkjunum vegna efnahags- legrar og menningarlegrar vanþróunar þeirra ríkja sem kollvarpað hafa auðvaldsskipulaginu og hafið sósíal- íska umsköpun þjóðfélagsins. Þetta skrifræði er ekki afurð af hinni sósíal- ísku byltingu. Þvert á móti er skrif- ræðið afurð af vanþróun hinnar sósíal- ísku byltingar og þeim efnalegu og menningarlegu aðstæðum sem ríktu í þessum ríkjum. Það er skylda sósíalista að verja þá ávinninga, sem sósíalískir framleiðslu- hættir þessara ríkja fela í sér, gegn árásum heimsvaldastefnunnar ogstétta- samvinnu skrifræðisins og afkáraskap, kúgun og drottnunargirni þess ríkis- valds sem það hefur byggt upp. Samtímis verðum við að berjast fyrir áframhaldi sósialískrar byltingar í verkalýðsríkjunum og fyrir skipulagn- ingu raunverulegs alræðis öreiganna, þar sem verkalýðsstéttin, sem stétt, er beint og milliliðalaust ráðandi stétt. Áframhald sósíalískrar byltingar og framþróun þjóðfélagsins verður aðeins framkvæmd með því að verkalýðsstétt- in kollvarpi skrifræðinu í pólitískri byltingu. Þegar svo verður munu sósíalískur framleiðsluhættir verká- lýðsríkjanna verða undirstaða að meiri jöfnuði, lýðræði og frelsi en áður hefur þekkst. Ásgeir Daníelsson.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.