Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 8

Neisti - 23.04.1979, Blaðsíða 8
5. tbl. 1979, bls. 8 Aðloknum samningaviðrœðum íDanmörku Neistar utanúr heimi /D/ AM/N Dr. Idi Amin Dada, forseti Úganda og krónprins af Skotlandi, hefur verið flæmdur frá völdum í heimalandi sínu og er að öllum lík- indum flúinn land. Ekki er ólíklegt, af þekkingu vorri á honum að dæma, að hann bjóði breska heims- veldinu byrginn og vitji erfðagóss- ins (Skotlands), sem situr í festum á vesturhveli jarðar. Lukkist ekki þessu afríska ljóni barningur sinn við breska heimsveldisljónið víg- tennta, þykir fróðum mönnum ekki fjarri lagi að Röbberfeis geri ísland að sinni þrautalendingu og útnefni sjálfan sig Hundadagakonung hér. Það er e.t.v. ekki að nauðsynja- lausu á þessum síðustu og verstu tímum. . . ANDSTAÐA GEGN KJARNORKU Óhappið í kjarnorkuverinu við Harrisburg í Bandaríkjunum hefur aukið til muna umræðu manna á meðal um þá hættu sem stafar af kjamorkuverum. Einnig hafa and- stæðingar veranna fengið sterkan meðbyr eftir þetta atvik og farið á stjá víðast hvar um jarðarkringl- una. í þessu máli eins og svo mörg- um öðrum er ekki hlustað á Kass- öndrudóma vísindamannanna, hér eru það hagsmunir eigenda kjam- orkuveranna sem ganga fyrir. Milljónir mannslífa em einskis virt vegna gróðafíknarinnar. Vísindamenn hafa hvað eftir annað bent á að varúðarráðstafanir í kjamorkuverum séu ekki nándar nærri tryggar, eða yfirleitt þekking manna á því sem þarna fer fram. T.d. hefur komið í ljós að fyrstu 3 dagana eftir óhappið í Harrisburg höfðu vísindamenn ekki hugmynd um hvað ætti að gera. Á meðan hömuðust pólitíkusar og aðrir nánir við að lægja öldur ótta og andstöðu sem gerðu vart við sig. Þeir sögðu að þetta væri allt í lagi. öflug hreyfmg andstæðinga kjam- orkuvera hefur risið ásíðari ámm. í Austurríki komu þeir í veg fyrir að eitt slíkt ver yrði tekið í notkun eftir að það var fullfrágengjð. Þeir hafa einnig snapað slagsmál við lögguna í Frakklandi, Ástralíu og víðar. Upp á síðkastið hafa viðast hvar á Vesturlöndum verið farnar miklar mótmælagöngur í tilefni af slysinu í Harrisburg. í einni slíkri sem farin var í V-Þýskalandi voru 120.000 manns mættir til þess að mótmæla rísandi kjarnorkuveri í Gorleben. Fólk kom viðs vegar að úr landinu til mótmælanna, m.a. fóru 200 dráttarvélar og vörubílar frá Gor- leben yfir Lú'neborgarheiði til Hannover, þúsundir hjólreiða- manna og gangandi vegfarenda. Gorleben er frjósamt og fallegt landbúnaðarhérað. Fari svo að kjarnorkuverið rísi og verði tekið í notkun, munu yfirvöldin banna sölu á mjólk og grænmeti af svæði í 30 km radius kringum verið, sem mun svipta þúsundir manna lifi- brauði sínu og heimilum. Það er ereinilegt að kiarnorku- verin eru stórhættuleg leikföng, og að afleiðingar af slysum við þau gætu verið of afdrifarikar til þess að misvitrum stjórnmálamönnum og auðjöfrum sé treystandi til ákvarð- anatektar í málefnum þeirra. Því er tími til kominn að fólkið grípi inn í og stöðvi þessa óheillaþróun. Fyrsti vísir þessa eru aðgerðir and- stæðinga kjamorkuvera. Klassekampen (danski.) Samningaviðræðum danskra at- vinnurekenda og Alþýðusambandsins (LO) lauk um síðustu mánaðarmót. Formaður LO Thomas Nielsen neydd- ist til að éta öll stóru orðin oni sig og samþykkja tillögur flokksbróður síns Anker Jörgensens. Enn eini sinni hefur danskur verkaiýður tapað orrustu og enn einu sinni vinna atvinnurekendur sigur með aðstoð ríkisstjórnar sósíal- demókrata. Aðdragandinn að samningaviðræðunum Frá því að ríkisstjórn Venstre (Borgaraflokkur, sem einna helst líkist Framsóknarflokknum á íslandi) undir forsæti Poul Hartlings féll vorið 1975 hafa sósíaldemókratar setið í minni- hlutastjórn, þar til síðastliðið haust. í ágúst 1976 kom Anker Jörgensen efnahagsfrumvarpi gegnum þingið með aðstoð borgaraflokkana. Þetta samkomulag var gert án samráðs við LO. Thomas Nielsen var að vonum óánægður og taldi, að öllum helstu baráttumálum sósíaldemókrata hefði verið ýtt til hliðar. Anker Jörgensen neyddist þá til þess að gefa forystu LO loforð um það, að framvegis mundi hann hafa fullt samráð við Alþýðu- sambandið. Þrátt fyrir þessi vinnu- brögð Ankers unnu sósíaldemókratar stórsigur í kosningunum i upphafi árs 1977. Síðastliðið haust var Venstre tekið inn i ríkisstjórnina. Ástæðurnar fyrir þessari útvíkkun á stjórninni voru einkum þrjár. f fyrsta lagi sívaxandi erfiðleikar á að koma stjórnarfrum- vörpum í gegnum þingið. í sérhverju meiriháttar máli urðu sósíaldemókrat- ar að leita samkomulags við marga aðra flokka og mynda þannig breyti- legan meirihluta hverju sinni. í öðru lagi höfðu fjórir hægri flokkar (Venstre, íhaldsflokkurinn, Miðdemó- kratar og kristilegir) gert með sér samkomulag á þinginu. Þetta sam- komulag varð Ánker Jörgensen að rjúfa hvað sem það kostaði. í þriðja lagi voru framundan samningaviðræð- ur, þannig að taktískt var mikilvægt að fá fram meirihluta á þinginu. Þrátt fyrir þau loforð, sem Anker hafði gefið LO 1976 myndaði hann stjórn með Venstre 29. ágúst 1978 án nokkurs samráðs við LO og gegn öfl- ugum mótmælum verkalýðsforyst- unnar. Mótmaeli LO voru miklu kröft- ugri og víðtækari en nokkurn hafði órað fyrir. Stéttasamvinnupáfanum Thomas Nielsen þótti sér freklega misboðið og fullyrti að stjórnin myndi falla innan 100 daga. Thomas Nielsen sparaði hvergi lýsingarorðin og kallaði flokksbróður sinn m.a. „heimskan skíthæl". Verkalýðsforystunni þótti Anker Jörgensen hafa ofmetið vald sitt og leyft sér að sniðganga LO algjör- lega, þrátt fyrir þá staðreynd, að völd sósíaldemókrata byggjast í raun á verkalýðssamtökunum. Hvað brást? Eins og áður sagði neyddust sósíal- demókratar til að taka Venstre inn í ríkisstjórnina m.a. vegna þess að fram- undan var samningagerð. Þessa samn- inga varð að gera án þess að það gerðist á kostnað atvinnurekenda. En and- staða verkalýðsstéttarinnar gegn SV- stjórninni var hörð. Verkalýðsfélögin höfðu sett fram kröfur um 2500 kr. (ísl.) lágmarkstímalaun, 35tímavinnu- viku, 5 vikna fri, á ári, og fullar vísi- tölubætur (hvenær skyldi ASÍ styðja svipaðar kröfur). Þessar kröfur neydd- ist verkalýðsforystan til að setja fram. Þótt LO-forystan hafi barist gegn SV-stjórninni var þó annað sem hún óttaðist jafnvel enn meir, en þaðvarað fjöldavirkni og fjöldabarátta brytist út gegn SV-stjórninni ogjafnvel þvísam- félagi sem LO-forystunni líður svo vel í. Andstaða Thomasar Nielsen gegn SV-stjórninni lamaði hluta vinstri- armsins i verkalýðshreyfingunni. í stað þess að notfæra sér andstöðu LO- forystunnar við SV-stjórnina til að skapa meiri umræður og sérstaklega enn meiri virkni gegn ríkisstjórninni fékk Thomas Nielsen að halda frum- kvæðinu. Þegar LO-forystan sam- þykkti svo inngrip ríkisstjórnarinnar var orðið of seint að grípa til aðgerða. Þannig er það í rauninni ekki LO- forystan sem sveik heldur vinstriarmur verkalýðshreyfingarinnar. Hann sveik vegna þeirrar tálsýnar sem hann hafði um baráttumóð LO-forystunnar. Sömu- leiðis vegna þess að hann notfærði sér ekki þá möguleika sem mótmæli LO- forystunnar vissulega gáfu. Ætlun LO var að sparka Venstre útúr stjórninni. í þeirra augum var það aðalatriðið, gangur samninganna hins vegar aukaatriði. En þá kom Venstre á óvart og kom mjög til móts við kröfu- gerð LO. Þar með féll taktík LO-for- ystunnar um sjálfa sig. Verkalýðurinn situr áfram uppi með SV-stjórnina og enn á ný hafa verkalýðsflokkarnir klúðrað samningagerðinni. Áður var minnst á svik vinstri arms verkalýðshreyfingarinnar. Þingflokk- arnir til vinstri við sósíaldemókrata (DKP, VS, SF) voru algjörlega á móti allsherjarverkfalli, en börðust fyrir verkföllum innan ákveðinna mikil- vægra geira efnahagslífsins. Slíkar verkfallsaðgerðir koma ekki og munu aldrei koma neinu í gegn. Þær geta t.a.m. aldrei tryggt ákveðin lágmarks- laun og ákveðna lágmarksvinnuviku fyrir alla verkalýðsstéttina. Allsherjar- verkfall meðan á samningagerðinni stóð hefði hins vegar neytt LO-foryst- una til að vera harða í viðræðunum við atvinnurekendur og ríkisvaldið. En það er ekki öll nótt úti enn. Framundan eru aðalfundir verkalýðs- félaganna og þar verður forystan að standa reikningsskil gerða sinna. Jafnframt má búast við því að ríkisstjórnin neyðist til að gera nýja samninga með haustinu. Fólk hefur ekki enn gleymt mistökunum í mars og má því gera ráð fyrir mun meiri hörku á hausti komanda. Hvort sú harka nægi til að velta SV-stjórninni og tryggja að kröfur verkalýðsins nái fram að ganga mun framtíðin ein skera úr um. Gylfi Páll Hersir. Ef stjornin heldur áfram á sömu braut, verður LO að taka samband sitt við sósíal demókrata til endur- skoðunar.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.