Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 3

Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 3
9. tbl. bls. 3 Verkfall Grafíska Sveinafélagsins Þann 13. september s.l. lauk 11 daga vakta- og auka- vinnuverkfalli Grafíska Sveinafélagsins (GSF) og 4 daga verkbanni Vinnuveitendasambands fslands (VSÍ). Þó aðalega hafí verið deilt um kaup og kjör, notaði Vinnuveitendasamband fslands skrúfuna til að koma á umræðu um takmörkun á samningsfrelsi verkalýðsfélaga og endurskoðun vinnumálalöggjafarinnar. ASf reyndi að draga dulu yfir sinn eigin aumingjaskap og hótaði Grafíska Sveinafélaginu andófí, ef þeir gengju ekki að samningum hið snarasta. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis („með hrikalega Qárhagsstöðu“) skemmti vinnuveitend- um og skrattanum, verkafólki til bölvunar og ama. Aðdragandi deilunnar Aðdraganda deilunnar má rekja aftur til sólstöðusamninganna í júní 1977. Þá gerðu ASÍ og Grafíska Sveinafélagið, sem stendur utan ASÍ, einhverja bestu kaupgjaldssamninga eftir stríð, þannig að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í rúma þrjá ára- tugi. Það mun hafa ráðið miklu um hversu vel tókst til, að atvinnurekendur voru sundraðir og illa fyrir kallaðir. Við þurftum þó ekki að bíða eftir kjaraskerðingunni nema fram ífebrúar 1978, eða þangað til ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar samþykkti kaupráns- lögin. Kaupránslög þessi urðu ríkis- stjórn Geirs að falli og kjörorð stétta- baráttunnar og kosninganna varð „Samningana í gildi“. Undir forsæti kaupránsflokks mynduðu svo Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur ríkis- stjórn, meðal annars til að fylgja eftir kröfunni um „samningana í gildi". Kjaraskerðingarlög Geirsstjórnarinnar voru svo felld úr gildi og fullar vísitölu- bætur greiddar upp að ákveðnu þaki. Ekki gat þó ríkisstjórnin stillt sig um að falsa vísitöluna svolítið og hefja þar með kjaraskerðingar. 1. des. 1978 var ríkisstjórnin aftur búin að minnka kaupmátt launa, með því að skerða verðbótavísitölu um allt að 6%. í stað þess að verja kjörin og skipuleggja verkalýðshreyfinguna fyrir komandi átök við vinnuveitendur hefur ASÍ bundið verkalýðshreyfing- una á höndum og fótum með því að styðja þennan ríkisstjórnargarm. Grafíska Sveinafélagið mótmælti kjaraskerðingunni harðlega á félags- fundi í desember og samþykkt var að segja upp samningum. Það var þó ekki fyrr en í júní, þegar ríkisstjórnin skerti verðbótavísitöluna um allt að 5% til viðbótar að Grafíska Sveinafélagið boðaði uppsögn kjarasamninganna. Kröfur Grafíska Sveinafélagsins ASÍ samdi upp á 3% kauphækkun fyrir sína félagsmenn, sem átti að borgast 1. sept. Grafíska Sveinafélagið hafnaði þessari tillögu alfarið. Þar sem kaupmáttur launa þeirra hafði að þeirra eiginn sögn lækkað um allt að 19% frá því í júní 1977, kröfðust þeir að „samningarnir gengju í gildi“ og skyldi það sem hafði tapast síðan í sólstöðu- samningunum greitt á einu ári með jöfnum greiðslum. Vinnuveitendasam- band íslands neitaði að verða við þessari kröfu og bauð aðeins 3% kaup- hækkun en hótaði að draga þessi 3%til baka og keyra allt í gerðardóm ef ekki yrði að þessu gengið. Ef ske kynni að málið lenti í kjara- eða gerðardómi, krafðist Grafíska Sveinafélagið að yfirborganir á taxta félagsins, sem er að meðaltali 35%, yrðu teknar inn í launataxtana. En Grafíska Sveinafélagið vildi reyna frjálsa samninga og til þess að fylgja kröfum sínum eftir boðuðu þeir vinnustöðvun í vakta- og aukavinnu frá 3. sept. Vinnuveitendasamband íslands magnaði þá upp þessar takmörkuðu aðgerðir, með þvíað neita að ráða vaktavinnufólk í dagvinnu, sem þeim hefði verið auðvelt að gera. Allt röfl Vinnuveitendasambandsins um að þjóðarbúinu væri stefnt í bráðan voða vegna yfirvofandi skorts á fisk- umbúðum, var aðeins liður í því að æsa allan almenning upp á móti grafískum. Árásir VSÍ í stað þess að ganga að ítrekuðum tillögum GSF gerði VSÍ allt til að magna deiluna. Fyrst með gerðar- dómshótunum, síðar með allsherjar- verkbanni frá 11. sept. og að lokum með samúðarverkbanni, þar sem fleiri hundruð manns hefðu dregist inn í deil- una. Aðferðirnar frá farmannaskrúfunni leyna sér ekki. Þá var GSF reyndar eina stéttarfélagið sem svaraði allsherjar samúðarverkbanni VSÍ með hótun um vinnustöðvun, til þess að geta slegið áróðurssneplana, dagblöðin, úr hönd- um vinnuaflskaupenda. Þorsteinn Pálsson framkvæmda- stjóri VSÍ segir í Þjóðviljanum að „launamálastefna ríkisstjórnarinnar og VSÍ fari saman“. Það er samt augljóst á þeim áróðri sem kom úr þeim herbúðum í þessari deilu að VSI vill breyta vinnumálalöggjöfinni, og koma á nýju kjarasamningsformi. Þó svo að þeir hrópi innihaldslaus slagorð eins og „báknið burt“ þá er stefna VSÍ og reyndar stéttarsamvinnupáfanna í ASl einnig að auka miðstjórnarvald ASÍ og gera síðan bindandi heildarsamninga fyrir öll verkalýðsfélög um kaup og kjör, og ef eitthvað aðildarfélag fer út í aðgerðir sem eru í trássi við verkalýðs- aðalinn þá yrði það félag dregið fyrir Félagsdóm sem er ekkert annað en handbendi auðvaldsins og vinnur gegn markmiðum verkalýðsstéttarinnar. Það bindandi samningsumboð sem alþýðusamböndin á Norðurlöndum hafa fyrir sína félagsmenn, hefur ekki fækkað verkföllum, eða vinnudeilum. Slíkar aðgerðir eru gerðar í trássi við forystuna og eru að hennar mati ólöglegar, þannig að hægt hefur verið að dæma baráttuglatt verkafólk í tug- þúsund króna sektir fyrir vasklega framgöngu í sjálfsögðum mannrétt- indamálum. Það er því brýn nauðsyn fyrir allt verkafólk að standa vörð um frjálsan samningsrétt hvers stéttarfélags og berjast harkalega gegn öllum hug- myndum ASÍ-forystunnar um aukið miðstjórnarvald og öllum tillögum Vinnuveitendasambandsins um aukið vald sáttasemjara eða tilkvaddra dómsaðila. Ritskoðun útvarpsins Eins og öllum er kunnugt þá stöðv- aðist útgáfa dagblaðanna í þessari deilu, en hljóð- og sjónvarp miðluðu hlutlaust viðburðum líðandi stundar. Það voru því oft einu fréttirnar sem bárust af þessari deilu sem komu í út- eða sjónvarpi. Útvarpið þverbraut allar reglur um hlutleysi, fór rangt með staðreyndir, las athugasemdalaust upp tilkynningu frá sambandsstjórn VSÍ í heild, um leið og það ritskoðaði sam- þykktir frá félagsfundi GSF, sem sendar voru útvarpinu. Hérna birtist ályktun félagsfundar Grafíska Sveinafélagsins sem haldinn var þ. 10. sept. og ritskoðuð var af fréttastjórn útvarpsins: „f byrjun ágúst átti GSF tvo fundi með viðsemjendum sínum VSÍ og FÍP. Viðræðurnar urðu árangurslausar. Ákvað þvf stjórn og trúnaðarráð að boða vinnustöðvun á vakta- og auka- vinnu frá 3. september 1979, en eins og alþjóð er kunnugt, er það eina haldbæra leiðin til að knýja á um viðræður að slík hótun vofí yfir. Aðgerð þessi var mjög takmörkuð. Kröfur félagsins voru að ná aftur þeirri kaupmáttarrýrnun sem orðin var frá júní 1977 og skyldi hún greidd á einu ári með jöfnum greiðslum. VSf brást við þessum aðgerðum af áður óþekktri hörku með boðun verkbanns og hótunum um samúðar- verkbönn. f þeim viðræðum sem átt hafa sér stað milli deiluaðila, hefur komið berlega íljós að VSÍ hefur engan áhuga á frjálsum samningum, en heldur fast fram Gerðardómshug- myndum og er reiðubúið að magna svo deiluna að rfkisvaldið grfpi til laga- boða. Þetta er vafalftið liður i þeim áætlunum peningavaldsins í landinu að knýja á um breytingu á vinnumála- löggjöfínni f þá átt að leggja niður verkalýðsfélög og færa launadeilur inn í dómskerfíð. GSF var og er reiðubúið að takast á við þann tvíhöfða þurs, sem er VSf og andsnúið rfkisvald. Félagið lætur ekki undan síga og skorar á allan almenn- ing í landinu að Ijá sanngjarnri og nauðsynlegri baráttu félagsins lið. Það má undir engum kringumstæðum fara svo að samningsréttur og félagsréttur verði tekinn af GSF né nokkru öðru stéttarfélagi með bolabrögðum." Verkamannasambandið þingar Þann 12. október n.k. verður haldið 9. þing Verkamannasambands fslands (VMSf). Þar mun liklega koma í Ijós, hvort þeirri gjaldþrotastefnu, sem verkalýðsforystan hefur rekið gagnvart ríkisstjórninni og atvinnurekendum, verður framhaldið eða ekki. Þar mun eflaust koma í Ijós, hvort ríkisstjórnin fær áframhaldandi grænt Ijós á það, að framkvæma enn frekari kjaraskerð- ingar, á þeirri forsendu að þaðséaltént betra að rfkisstjórnardruslan lafí, því að það sem f staðin komi verði örugg- lega ekki betra. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort að þessar drag- úldnu gömlu lummur eigi ennþá veru- legann hljómgrunn meðal forystuliðs VMSÍ. Vorvindarnir á síðasta VMSÍ þingi Það er erfitt að ræða þetta komandi VMSÍ þing, án þess að renna huganum aftur til 8. þings VMSÍ í desember 1977. Það þing þótti afskaplega jákvætt í alla staði. Forystan óvenju félagslega sinnuð og jákvæð, með alls- konar ,,plön“ um félagslega uppbygg- ingu. „Gagnmerkar samþykktir“(!) voru gerðar varðandi kjaramál þar sem því var lýst yfir, að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að verja kaupmátt Sólstöðusamninganna. Meira að segja var talað um að beita 1 því skyni hörð- ustu aðgerðum sem verkalýðshreyfing- in hefði yfir að ráða. Samþykkt var og að VMSÍ skyldi beita sér fyrir kerfisbundinni vinnu- staðaherferð, til að undirbúa stéttina fyrir vörn kjaranna, sem ætti að þjóna því hlutverki að vera einskonar kerfis- bundin herkvaðning stéttarinnar. M.ö.o. þá vakti þetta 8. þing VMSÍ þvílíkar vonir í brjóstum þeirra sem lengi höfðu vonlitlir verið, að meira að segja Neisti málgagn FBK. talaði um „vorvinda" innan VMSÍ og nú væri bara að fylgja þessu eftir: En hvílík vonbrigði! Þetta þing VMSÍ undirstrikaði og staðfesti eins og svo margar aðrarsam- komur innan verkalýðshreyfmgarinn- ar, að stefnumarkandi samþykktir hafa þar harla lýtið gildi. Ákvarðanatökur, sem eiga að leiða til starfrænna athafna eru pappírsgögnin einber. Þetta sýnir ótvírætt að innan verkalýðshreyfingar- innar eru lítil tengsl milli orðs og æðis. öll þau fallegu orð, sem á þessu þingi voru látin falla um það sem ætti að gera, höfðu lítið sem ekkert gildi. Engum af þeim ákvörðunum sem sam- þykktar höfðu verið var reynt að fylgja eftir meðan tími var til. Undanhaldsstefna undir leiðsögn VMSÍ Sorgarsöguna sem á eftir fylgdi þekkja allir. Kaupránslög hægri stjórn- ar Geirs Hallgrímssonar í febrúar 1978 afhjúpuðu gjaldþrot verkalýðshreyf- ingarinnar. Áðgerðirnar 1.-2. mars og það sundurlyndi sem skapaðist meðal forystuliðs verkalýðshreyfingarinnar 1 kjölfar þeirra var vitnisburður um þetta. Málamyndaaðgerum VMSÍ s.s. útflutningsbannið var einungis ætlað það hlutverk að halda andliti hreyfing- arinnar. Og hámarki sínu náði svo vonleysið og stefnuleysi forystunnar þegar þingræðisglýjan tók algerlega yfirhöndina fyrir síðustu kosningar, þar sem allri baráttu og aðgerðum var slegið á frest undir kjörorðinu: „Kosningar eru kjarabarátta", sem m.a. leiddi til þess að núverandi ríkis- sstjórnarókind komst á legg. Við höfum nú i rúmt ár séð árangur- inn af þeirri kjarabaráttu sem fólst í þingræðisglýjunni og þá stjórnvisku verður því miður að skrifa að verulegu leiti á reikning forystu VMSÍ. Það hafa nefnilega verið forystu- menn VMSÍ á borð við Gvend Jaka og Karl Steinar sem reynst hafa ríkis- stjórninni hvað notadrýgstir, enda vilja þeir gangast við afkvæminu og eru stoltir af. Aðrir hefðu örugglega fremur kosið að það hefði farið í lakið. Æ, ofan 1 æ, hafa þessir forystumenn láglaunafólks, reynst dyggustu björg- unarmenn ríkisstjórnarinnar. Fyrst í desember ’78 og síðan í mars ’79 og nú er svo komið, að ríkisstjórninni hefur tekist að berja 1 gegn kjaraskerðingar- stefnu, sem íhaldsstjórnin þorði aldrei að framkvæma, en með dyggri aðstoð þessara sjálfskipuðu „sólóista", sem þykjast hafa umboð hreyfingarinnar allrar til þeirra hluta. Útkoman ídager sú, að kaupmáttur launa er orðin 15% lægri en hann var miðað við samning- ana 1977. Hvert verður viðfangsefni þessa þings VMSÍ? Þessar staðreyndir þyrftu þingfull- trúar á 9. þingi VMSÍaðhafaalvarlega 1 huga þegar þeir fara að ræða þessi mál. Ef að VMSf ætlar að marka ein- hverja stefnu, sem á að gagnast verka- lýðshreyfingunni á næstunni, þáverður sú stefnumörkun að felast í algerlega gerbreyttri stefnu og í algeru fráhvarfi frá þeirri undanhaldsstefnu og sam- ráðsmakki við ríkisstjórnina sem rekið hefur verið. Ekki nóg með það: Ef að VMSÍ vill taka sig alvarlega, þá verður það að hafna alfarið öllu samkrulli við atvinnurekendur og borgaralega kaup- ránsflokka og krefjast þess að verka- lýðsfiokkarnir segi sig tafarlaust úr ríkisstjórn sem í bráð og lengd þjónar engu öðru en hagsmunum atvinnu- rekenda. VMSÍ verður að benda á lausnir sem ’ æði pólitískt og félagslega þjóna hags- munum verkalýðsins og sem véfengja alfarið eignaryfirráð atvinnurekenda yfir lífsafkomu verkalýðsstéttarinnar. Hér er ekki um að ræða stéttasam- vinnulausnir, heldur stéttabaráttu- lausnir á grundvelli fjöldabaráttu verkalýðsstéttarinnar. Til að þetta sé mögulegt verður að benda á leiðir til starfrænnar uppbyggingar verkalýðs- hreyfingarinnar. Að því verkefni ber hreyfingunni að einhenda sér. Um það þurfa öll baráttusinnuð öfi að samein- ast.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.