Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 6

Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 6
9. tbl. bls. 6 —t--------- Nicaragua: „Uppreisninni er lokið, en byltingin er rétt hafín64 „Uppreisninni er lokið, en byltingin er rétt hafin“. Þetta slagorð, og önnur lík, eru ekki óalgeng í Nicaragua um þessar mundir. Fjöldabar- áttan hefur haldið áfram eftir fall Somoza og leppa hans. Land og verksmiðjur hefur verið tekið af hinum vinn- andi fjölda, sem á stuðning Sandinista vfean í aðgerðum sínum. Hverfanefndir hafa verið stofnaðar víðast hvar í borgunum, og engar horfur eru á því að alþýðan muni afvopnast í bráð. Allsstaðar er verið að ræða stjórnmál. Sandinistahreyf- ingin, FSLN, nýtur gífurlegs stuðnings meðal þjóðarinn- ar, eins og hún gerði meðan á baráttunni við Somoza stóð. Efnahagslíf landsins er allt í molum. Eftir jarðskjálftan 1972, sem bókstaflega sópaði miðborg Managua burtu, var aldrei neitt byggt upp, því erlenda hjálparféð rann bein- ustu leið ívasa Somoza sjálfs. Þó varð eyðileggingin fullt eins mikil í borgarastríðinu, er Somoza gerði örvænting- arfullar tilraunir til að verja veldi sitt með því að leggja heilu borgarhverfin í rúst í sprengjuárásum. Ósigur Somoza einræðis- ins var einnig meiriháttar ósigur fyrir bandarfeka heims- valdastefnu. Tilraunir Cart- ers til að grípa ítaumana með því að beita fyrir sig Samtök- um Ameríkuríkja mistókust gjörsamlega. Áhrifanna af sigri Sandinista í Nicaragua er þegar tekið að gæta í öðrum ríkjum Mið-Ameríku. í E1 Salvador hafa kirkjur verið teknar til að krefjast frelsis til handa pólitfekum föngum, og þangað hafa mætt verkamenn, smábænd- ur og stúdentar til að ræða vandamál sín, og skipuleggja sig. I Guatemala fóru 50.000 stúdentar í verkfall til að krefjast aukinna lýðréttinda. í Costa Rica hafa verið haldnir stórir fjöldafundir til stuðnings byltingunni í Nic- aragua. Bandaríkjastjórn er nú að reyna að fá vilja sínum framgengt í Nicaragua eftir öðrum leiðum en beinni hernaðaríhlutun. Stefna henn- ar nú er að halda aftur af aðstoð til landsins, gera Nicaragua erfitt fyrir um að taka lán hjá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum, o.s.frv. Með þessum og þvflfluim að- gerðum ætlar heimsvalda- stefnan að reyna að þvinga Sandinistastjórnina til að ráðast á ávinninga fjölda- baráttunnar og stöðva fjölda- virknina í Nicaragua. Þannig hyggjast þeir stöðva bylt- ingarþróunina í landinu. I hinni nýju stjórn Nicara- gua eru ýmis borgaraleg öfl sem auðveldlega myndu láta undan þrýstingi af þessu tagi. í raun er vera þessara afla í stjórninni málamiðlun við heimsvaldastefnuna, því þessir einstöku ráðherrar eru mjög áhrifalitlir sem slflíir. Sandinistarnir eru hræddir um að þeir einangrist ef þeir henda þessum öflum út úr stjórninni og kæmu á fót stjórn verkalýðs og bænda. - „Allir, bandarfeka heims- valdastefnan, önnur ríki Latnesku Ameríku, sósíal- demókratarnir, allir myndu ráðast á okkur,“ segja þeir. Staðreyndin er hins vegar sú að ef Sandinistarnir hyggj- ast leiða byltinguna til fulls sigurs, munu þeir fyrr eða síðar verða að losa sig við þessi borgaralegu öfl. Eina aflið sem getur varið bylting- una fyrir utanaðkomandi árásum, er alþýða landsins. Vera hinna borgaralegu afla í stjórninni býður einungis þeirri hættu héim að borgar- stéttin geti öðlast virðingu og vinsældir meðal alþýðunnar með þátttöku í hinni vinsælu stjórn Sandinista, þar sem hún hefur þó mjög lítil áhrif. Valkostirnir sem Sandin- ista stjórnin stendur frammi fyrir munu birtast æ skýrar í tímans rás, að treysta á sjálf- skipulagningu fólksins í land- inu, eða á skilorðsbundna aðstoð heimsvaldasinna. gunnar. Bankamenn bindast sar Fyrir u.þ.b. tveimur árum var stofn- að leynilega Samband Verkamanna við Banka og Fjármálastofnanir (SITRA- BANIF). Þá sætti sambandið ofsókn- um yfirvalda, og fékk ekki að koma fram opinberlega. í dag er hins vegar SATRIBANIF ekki aðeins löglegt, heldur tekur það beinlínis þátt í stjórn- un bankanna, þökk sé þjóðnýtingu bankakerfisins. Þann 4. ágúst síðastliðinn komu um 600 meðlimir sambandsins, fulltrúar víðsvegar að af landinu, saman i Managua til að koma fjármálakerfi landsins í gang eftir stríðið, og til að skipuleggja stofnun Sandinískra Varn- arnefnda. Verkamenn frá mismunandi fjár- málastofnunum tóku til máls til að ræða áhugamál sín og uppbygginguna í landinu. Undir lok fundarins tók til máls Antonio Jaenz M., einn af for- ystumönnum SITRABANIF. Hann benti á að verkefnin sem þeir stæðu frammi fyrir í dag væru félagslegs eðlis. „Sérfræðingaveldinu er að ljúka. Ef gera á fjárfestingar, þá verða þær að^ vera í þágu verkamanna. Hver segir að það þurfi titil til að stjórna banka?“ Hann benti á að þjóðnýting banka- kerfisins byggðist á þremur megin- þáttum. í fyrsta lagi væri þetta skylda byltingarstjórnarinnar, því að það væri í fjármálakerfinu sem hið kapítalíska arðránsvald ætti sér sínar höfuð- stöðvar. í öðru lagi væri nauðsynlegt að bjarga bankakerfinu til að vernda smærri sparifjárreikninga. f þriðja lagi, sagði hann, væri þjóð- „Hver segir það þurfí titil til að s

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.