Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 10

Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 10
Hj artarbaninn Lofsöngurinn um hemað lýðveldisins Endurskoðuð útgáfa „Besta mynd ársins", „raunsönn lýsing á Vietnam", „frábær striðsá- deila“. Þetta eru aðeins brot úr þeirri lofgjarðarrullu sem gagnrýnendur hafa ritað um kvikmyndina HJARTAR- BANANN sem Michael Cimino leik- stýrði. Tæknilegar og leikrænar hliðar Hjartarbanans eru mjög áhrifaríkar, á því leikur enginn vafí. Sagt er að jafnvel hinir skelhörðu kvikmynda- gagnrýnendur New York borgar hafi tárast á frumsýningunni. En spurningin um gott eða slæmt handbragð er ekki einasti mælikvarð- inn á kvikmyndir, fjarri því. Kvik- myndin er einhver áhrifaríkasti fjöi- miðill vorra tíma og þegar við metum gildi einstakra mynda hljótum við að setja þær í samhengi við sitt félagslega umhverfi. Við spyrjum, hvaða þýðingu hefur Hjartarbaninn fyrir þann áhorf- endaskara sem kemur að sjá hana og einkum og sér í lagi þann bandariska því handa honum var myndin fyrst og fremst gerð? Hvernig lítur sú nýja og endurbætta mynd út, sem nú íjórum árum eftir fall Saigon stjórnarinnar er dreginn upp af stríðinu í Vietnam? Sú afbakaða ímynd stríðsins sem sjónvarpið hafði skapað er orðin fjar- læg, minningin um áratugs grimmdar- verk að fjara út, hinar háværu ágrein- ingsraddir fólksins þagnaðar. En sektarkennd, efi og hræðsla hefur grafið um sig í bandarísku samfélagi. Óvissan um lýðræðishlutverk banda- ríkjanna byltir sér í þjóðarsálinni. Þessi hættulegi arfur Vietnams- stríðsins hrópar á nýja túlkun, í nýjum litum þar sem grunnþættirnir eru ein- faldir og hversdagslegir. Hin nýja túlkun verður að vera fersk, því mikið er í húfi að rétta hlut hugmyndafræð- innar. Það er orðin brýn nauðsyn að gefa bandarískum almenningi nýja og nákvæmari stöðu og öryggi gagnvart þeim verkum sem framkvæmt voru í hans nafni. Á sinn undirförla hátt leysir Hjartarbaninn þetta hlutverk vel úr hendi. Mesta efnahags og hernaðarveldi heims hermenur eina fátækustu þjóð í heimi, varpar á hana meira sprengju- magni en áður hafði þekst i veraldar- sögunni, eyðir skógum og blómlegum byggðum en gróðursetur efnahagslega og félagslega spillingu. Allt þetta var nauðsynlegt til að þjóna frelsinu. Skyldi ekki pínulítill efi eiga rétt á sér, kannski pínulítil sekt? Ef dæma skal út frá ljóðrænni túlkun Ciminos er svarið ótvírætt nei. Hugrökku strákarnir okkar voru fluttir til Vietnam. Þeir börðust af fremsta magni, sýndu mikla hug- dirfsku voru píndir og drepnir af sadiskum villimönnum sem höfðu líf fanganna sér að leik. Þessi kvikmynd snýst algjörlega um kvalir og sársauka kúgaranna, öll grimmdarverkin, allar kvalirnar stafa frá víetnömum. Þáttur hinna raun- verulega kúgunarafla, bandarísku heimsvaldastefnunnar, Pentagons og bandaríska forsetaembættisins er al- gjörlega þurrkaður út. f meðferð Ciminios felst mikilvægi reynslunnar frá Vietnam í þvi að hún hjálpar aðalpersónunni Michael (leik- inn af Robert de Niro) að finna sjálfan sig. Reynsla hans staðfestir að einsog nærri hefði mátt geta, þá væru dygðir einsog hugrekki, tryggð, vinskapur, ást og trúnaður óháð tíma (og stjórnmál- um). Þessar dyggðir, svo innantómar sem þær verða ef skoðaðar í ljósi þeirra þjáninga sem lagðar voru á víet- nömsku þjóðina, eru í raun réttlæting og tilverugrundvöllur myndarinnar. Þær eru það eina sem Bandaríkin geta, jafnvel með hálfum huga, bjargað úr rústum heimsvaldabröltsins í Vietnam. Strax í byrjun myndarinnar tjáaðal- leikararnir í og utan vinnutíma í iðnaðarhéraði vesturríkjanna, megin- inntak myndarinnar,: mikilvægi karl- mennsku og ,,bræðra“lags. Karlmenn eiga að vera „sterkir" standa saman sem bræður og geta boðið öllum byrginn. Allt birtist okkur sem verk karl- manna, manndómur félagsskapur, vinna, drykkja, gleðskapur. Konur eru aðeins flöktandi skuggar, vettvangur dagsins er ekki þeirra staður, þar ríkja sterkir menn, allir með vopn. Það er út í hött að segja að þetta sé aðeins dæmigerð hegðun bandarískra verkamanna, að ef tekið sé á þessu efni ásamt bandarískri þjóðrembu af „raunsæi" og án allrar gagnrýni þá sé aðeins hægt að setja það fram á þann hátt að hróður þess verði aukin. í myndinni verður þessi lífsstíll hinna hetjulegu karlmannlegu pung- rottu ásamt fánadýrkuninni að dyggð fremur en hluti þeirrar hugmynda- fræði sem gerði stríðsrekstur Banda- ríkjanna mögulegan í svo langan tíma. í síðari hluta myndarinnar erum við skyndilega komin til Vietnam rétt timanlega til að sjá einn og yfirgefinn hermann þjóðfrelsisfylkingarinnar sprengja vietnamska þorpsbúa í tætlur (við erum öll búin að gleyma May Lai, eða hvað?). Félagarnir þrír eru síðan teknir til fanga. í næsta atriði verðum við vitni að svo viðurstyggilegum kynþátta- fordómum í túlkun Ciminos á viet- nömum að leita verður til lýsinga Allan Parkers á tyrkjum í Midnight Express ef fá á samjöfnuð. Hermenn þjóðfrelsisfylkingarinnar leika sérkennilegt fjárhættuspil sem byggist á því að neyða fangana til að spila rússneska rúllettu með hlaðinni skambyssu. Aðeins ein kúla er í skammbyssunni og hlaupi hún út þegar fanginn þrýstir á gikkinn þá tapar hann lífmu en víetnaminn peningum. Á meðan þessu fer fram bíða önnur fórnarlömb í búri sem marar í kafi í straumharðri á. Að sjálfsögðu er okkur ætlað að hafa gleymt því fyrir löngu að Saigon stjórnin sem naut öflugs stuðnings bandaríkjanna geymdi fanga sína í hinum illræmdu „tígris-búrum“. Hetjunum okkar tekst að flýja, Nick og Steve særast og hópurinn tvístrast. Steve missti báða fæturna og var fluttur til Bandaríkjanna, Nick gerist liðhlaupi og ílengist í Víetnam en Michael snýr til heimabæjarins. Þar staldrar hann þó ekki lengi við heldur fer aftur til Saigon rétt áður en hún fellur í hendur þjóðfrelsisfylkingarinn- ar til að efna loforðið sem hann hafði gefið Nick um að skilja hann ekki eftir í Vietnam hvort sem hann væri lífs eða liðinn. Hann finnur Nick, þar sem hann, þá orðinn sinnulaus heroínsjúklingur, er að fara að taka þátt í rússneskri rúll- ettu. Umhverfis hann eru spilltir vietnamskir rúllettuspilarar. Michael gerir hvað hann getur til að telja Nick á að koma með sér til Bandaríkjanna, gekk jafnvel svo langt að hætta lífi sínu með því að gerast mótspilari ^íicks í rúllettunni, tryggð hans við Nick vargreinilegatakmarka- laus. En Nick lætur sér ekki segjast, tekur í gikkinn en í þetta skiptið var hann óheppinn skot hljóp úr byssunni og tætti á honum heilabúið. Jarðarförin fór fram í heimabænum að viðstöddum Michael, foreldrum og vinum sem sungu „Guð blessi Amer- íku“ einsog þarmeð hafði hinn látni hlotið sýna hinstu sæmd. Megintákn myndarinnar er hin sérstæða útfærsla rússnesku rúll- ettunnar. Hún er notuð í fjórum dramatískum atriðum og greinilega að vera tákn styrjalda. í túlkun Ciminos verður stríð merk- ingarlaus leikur tilviljana, fullkomlega óháð sögulegum aðstæðum. Stríð verður leikur blindra örlaga ekki áþreifanlegur sögulegur atburður þar sem efnahags og stjórnmálaöfl (ásamt vilja mannsins) eru að verki. f túlkun Ciminos stendur maðurinn máttvana frammi fyrir ófreskju stríðsins, engin skilur leik blindra örlaga ogenginnfær þar nokkru breytt. Stríð hefur með einhverjum hætti oltið út úr sögunni. Það er við engan að sakast. Enginn er ábyrgur, enginn er ákærður, enga lærdóma er hægt að draga. Ja - að minnsta kosti ekki hvað bandaríkjamenn varðar. Hafsteinn Jónsson þýddi og endur- sagði úr Socialist Challenge no 87.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.