Neisti - 12.11.1979, Blaðsíða 4

Neisti - 12.11.1979, Blaðsíða 4
r Neisti 11. tbl. 1979 bls. 4 Eiga Samtök herstöðvaandstœðinga að bjóða fram? Þegar ljóst var orðið að kosningar yrðu í vetur, kom til tals að Samtök herstöðvaandstaeðinga byðu fram eig- in lista; ma. kom það tilumræðu ímið- nefnd. Á landsráðstefnunni kom þessi hugmynd aftur til tals. Þessi hugmynd er náttúrulega bein og óvægin gagnrýni á Alb. Alþýðu- bandalagið hefur í raun lagt herstöðva- málið á hilluna, það hefur tekið málið út af dagskrá jafnt á alþingi sem annars staðar. Herstöðvaandstæðingar hafa engan málsvara haft á alþingi að undanförnu sem nokkuð lætur til sin taka. En þótt ljóst sé að málið verði ekki unnið á þingi er nauðsyn þess að það sé tekið til umræðu þar augljós. Varla sést nokkur af forsvarsmönn- um Alb. ístarfi í Samtökum herstöðva- andstæðinga lengur, þeir láta varla sjá sig lengur á landsráðstefnu. Aðeins einn þeirra tók til máls á ráðstefnunni núna, borgarfulltrúinn Adda Bára Sigfúsdóttir. Hennar rödd var líka svo til sú eina sem vísaði hugmyndinni um framboð alfarið á bug. Rök hennar voru þau að slikt framboð myndi kljúfa Samtökin. í raun réttri hafa forystumenn Alþýðubandalagsins nú þegar klofið sig út úr Samtökum herstöðvaand- stæðinga. Þeir hafa hrökklast burt úr samtökunum af því að þau halda fast við kröfurnar ísland úr NATO og Herinn burt skilmálalaust og hafa hafnað því að gerast dráttarklár fyrir Alb. Og forystu Alb. hefur ekki ein- ungis tekist að kljúfa sig úr Samtökum herstöðvaandstæðinga, heldur hefur henni tekist að fá ýmsa dygga og virka félaga í Alb. til að ljá því máls - og jafnvel hvetja til - að Samtökin byðu fram. Á ráðstefnunni voru margir virkir félagar í Alb., en það kom vart til tals að framboð Samtakanna væri óæski- legt af því að það drægi atkvæði frá Alb. eða leiddi til klofnings á vinstri vængnum, nema hjá fyrrgreindum ræðumanni einum. Umræður um þessa hugmynd duttu niður vegna þess að allir voru sammála um að ekki gæti orðið af slíku framboði núna og flestir voru sammála um að ekki væri timabært að ákveða neitt um framboð í kosningunum þar á eftir, 'þótt sú tillaga kæmi fram í starfshópi að miðnefnd byrjaði strax á næsta ári að undirbúa framboð. Á framboðslistum Alþýðubanda- lagsins eru margir einarðir herstöðva- andstæðingar. Engu að síður er það ljóst að Alb. hefur ekki lengur í raun þá stefnu að beita sér fyrir brottför hersins og því síður úrsögn fslands úr NATO, hvorki á alþingi né annars staðar. Þetta vita líka og viðurkenna Qölmargir virkir félagar í Alb., - þeir eru ekki félagar i Alb. af því að þeir eru her- stöðvaandstæðingar, heldur þrátt fyrir það. Eini framboðsaðilinn sem nú er heill í andstöðu sinni við herinn og NATO er Fylkingin. En pólitískar skoðanir herstöðvaandstæðinga eru ólíkar að öðru leyti, - Fylkingin getur því miður ekki sameinað nema lítinn hluta af herstöðvaandstæðingum undir sín- um merkjum. En sú staða er hugsanleg að svo mikil hreyfmg verði um andstöðuna gegn hernum, að áhrifamikill fjöldi sé tilbúinn til að láta baráttumál sinna flokka víkja fyrir herstöðvamálinu og sameinast um það. Og nú virðist tals- verður fjöldi fylgismanna Alb. tilbúinn til þess. En slikt framboð yrði ekki til að leiða í ljós hversu andstaðan gegn hernum hefur mikið fylgi, heldur hversu margir eru tilbúnir til að skipa því baráttumáli ofar stefnu og loforð- um stjórnmálaflokkanna í kjaramálum og öðrum þjóðmálum. Ynnist fulltrúi á þing í slíku fram- boði hefði hann ekkert umboð til að taka afstöðu í öðrum málum en þeim sem beint snertu herstöðvamálið, hann gæti því ekki myndað neitt bandalag á þingi um önnur mál. Að því leyti yrði slíkt framboð klofningur á vinstri vængnum. Ef hins vegar ætti að gera þingmann herstöðvaandstæðinga út með stefnu í öðrum málum ylli það óhjákvæmilega klofningu meðal hinna sundurleitu herstöðvaandstæðinga. Þó að hugmyndin um eigið framboð Samtaka herstöðvaandstæðinga eigi sér nokkurn hljómgrunn meðal virkra herstöðvaandstæðinga, er mjög ólík- legt að slikt framboð fengi mikinn stuðning verkalýðsstéttarinnar. Hjá henni skipa önnur mál algjöran for- gang. Þó að meiri hluti verkalýðsstétt- arinnar sé eflaust á móti hernum, er það engan veginn jafn brennandi mál fyrir hana og kjara- og efnahagsmál, enda er yfirleitt ekki litið svo á að nokkurt samband sé þar á milli. Það verður að leggja miklu meiri áherslu en verið hefur að spurningin um herinn og NATO er ekki bara þjóðernismál, heldur spurning um kjaramál og efna- hagsmál, að ekki sé minnst á baráttu- stöðu verkalýðsstéttarinnar á íslandi sem og annars staðar. Sú staða þarf að koma upp að þeim flokkum sem kenna sig við verkalýðinn verði ekki stætt á að fórna hernum vegna kjaramála, og sá skilningur verði almennur i verkalýðsstéttinni að flokk- ur sem fórnar hermálinu séekki verður stuðnings verkalýðsins í neinu öðru máli. Einar Ólafsson. Landsráðstefna S.H.A. Landsráðstefna SHA var haldin helgina 3.-4. nóv. í Félagsstofnun stúd- enta. í síðasta Neista var spáð átaka- lítilli samkomu og það gekk eftir, hún var hroðalega friðsöm. Maóistarnir minntust ekki einu orði á rússagrýluna og frá Bandalaginu mættu mest hljóðir og hógværir menn. Einingin sveif yfir vötnunum svo jafnvel ályktanir Har- alds Jóhannssonar voru samþykktar unnvörpum. Umræðurnar á ráðstefnunni voru þrátt fyrir þetta mjög í sama dúr og í fyrra. Þessi eilífu vandamál með að halda hverfa- og svæðahópunum gang- andi voru rædd fram og aftur og að lokum sátu menn uppi með sömu nið- urstöðuna og í fyrra og hittifyrra - Miðnefnd komi hópunum af stað með illu eða góðu -. Aðgerðaplan næsta árs var með næsta hefðbundnum hætti. Stórfundur 30. mars, voraðgerðir (10. maí), lands- ganga, áróðursaðgerðir 17. júní, mót- mæli 21. ágúst og auk þess skyndi- aðgerðir og uppákomur þegar tilefni gefst. Viðamikil starfsáætlun var sam- þykkt að vanda og markið sett hátt. Ekki er pláss til að fara nákvæmlega út í það hér. Leshringir eiga að fara af stað, áróðurs og fræðslufundir, greina- skrif, menningarlegt andóf osfrv. osfrv. Friðlýsing N-Atlandshafsins bar nokkuð á góma. Hún var gerð að einu af baráttumálum samtakanna í fyrra og nú var samþykkt samhljóða að svo skyldi vera áfram. (Undirritaður sat hjá í atkvæðagreiðslunni. Honum fmnst persónulega jafn raunhæft að samþykkja tillögu ■ um friðlýsingu Jarðar eða um afvopnun stórveld- anna). Þá kom þjóðaratkvæðið um hermál- ið til umræðu og enn kom fram að málinu hefur lítt þokað i rétta átt á árinu, nema hvað úrtölumennirnir mega nú heita gjaldþrota í málflutn- ingi sínum. Það kom mér dálítið á óvart að það voru eikarar sem helst voru með mótþróa og gerðust meira að segja svo djarfir að bera upp ályktun, um að þjóðaratkvæðiskrafan yrði lögð til hliðar. Sú tillaga var kolfelld en gagntillaga um að kröfunni yrði haldið hátt á lofti var samþykkt með glæsi- legum meirihluta. Menn létu sér reyndar ekki nægja að hnykkja á þjóðaratkvæðinu, kosninga- gleðin var mun meiri en svo. Samþykkt var tillaga um að miðnefnd skyldi heimilt, í tilefni væntanlegra forseta- kosninga, að gera annaðhvort að lýsa yfir stuðningi í nafni SHA við 4 frambjóðanda sem samþykkur er stefnumiðum þeirra eða hreinlega að bjóða fram af hálfu samtakanna í for- setakosningunum. Þriðji kosningamöguleikinn var ræddur þ.e. sjálfstætt framboð af hálfu SHA til alþingis (Sjá grein E.Ó. hér í blaðinu). Hvort menn telja þessar hugmyndir raunhæfar eða óraunhæfar þá er það greinilega fjöldabaráttuleiðin sem er mönnum efst í huga innan SHA. Á.Hj. Að skila auðu - atkvæði á auðvaldið Um framboðsraunir maóista Nú er Ijóst orðið að hvorug maóista- samtakanna koma til með að bjóða fram í komandi kosningum. Eik ml tók þá ákvörðun nokkuð snemma að fara ekki i framboð. Á sameiginlegri ráðstefnu EIK, KFÍ og Fylkingarinnar, lýsti fulltrúi Eikar- innar því yfir að stjórnarslitin hefðu komið þeim algerlega í opna skjöldu (?) og meirihluta afstaða Eikarinnar, - Reykjavíkurdeildar(l) væri að bjóða ekki fram, sem að vísu væri ekki bind- andi fyrir „samtökin í heild“(!), en „slíkt myndi ekki koma fyrir aftur“. KFÍarar reyndu hinsvegar á þessari ráðstefnu, að fá hin samtökin inná sameiginlegt framboð, og ef ekki næðist samstaða um slíkt á landsmæli- kvarða, mundi KFÍ standa fyrir fram- boðum í öllum kjördæmum, um leið og þeir beindu grænum augnlokum sínum í átt til Eikaranna. M.ö.o. á þessari ráðstefnu umbreytt- ist KFÍ í hinn herfilegasta framboðs- flokk, þar sem framboðið var númer eitt, en pólitíkin númer tvö. Fyrst skyldum við koma saman framboðs- listunum og þá hlytum við einhvern veginn að geta brætt saman einhvern viðunandi pólitískan grundvöll. En fljótt skiupast veður í lofti! Eikin hefur ákveðið að skila auðu og ætlar þannig að setja atkvæði sitt á auðvaldið. KFÍ hefur hinsvegar lýst því yfir, að um framboð verði ekki að ræða af þeirra hálfu í þessum kosningum. Yfirlýsingu þessa efnis sendu þeir frá sér þriðjudaginn 6. nóvember sl. Þar harma þeir að vinstri öflin, eins og þeir kalla það, skyldu ekki ná saman til að mæta sókn íhaldsins. Sjálf afstaðan í kosningunum er hinsvegar lögð á herðar félaganna, - þeir skulu meta það hvernig þeir geti best þjónað verkalýðnum með atkvæði sínu. Þó að þessi afstaða KFÍ sé nokkuð loðin vægast sagt, þá er hún samt póli- tískt réttari en afstaða Eikaranna að skila auðu, sem nánast er forkastanleg hvernig sem á málið er litið. Við höfum sagt það áður, að í stjórn- málabaráttunni á íslandi í dag eru átakapunktarnir milli verkalýðsflokka og borgaraflokka, milli íhaldsstefnu og endurbótastefnu. Stéttarvitund verka- Framhaldbls. 7 f viðtali við Benedikt Gröndal í Alþ.bl. 20. okt. spyr Jón Baldvin Hannibalsson þessarar spurningar um Alþýðubandalagið: „Hver er skýringin á því, Benedikt, að flokkur sem kennir sig við sósíalisma og verkalýðshreyf- ingu, skilur ekki nauðsyn skipulags- hyggju í efnahagsmálum í nútíma þjóðfélagi?“ Svar Benedikts var ekki sérlega upplýsandi og sleppum við því hér. En hvað skyldi Jón eiga við með „skipulagshyggju í efnahagsmálum“? Á hann við umfangsmiklar þjóð- nýtingar sem tryggi ríkisvaldinu mögu- leika á raunhæfri áætlunargerð. Á hann við bein inngrip í starfsemi efna- hagslífsins, sem tryggi að gangur þess verði í samræmi við hagsmuni launa- fólks, en ekki gróðahagsmuni ein- stakra atvinnurekenda? Líklega ekki! Alþ.fl. styður markaðsskipulagið og einkaeignarréttinn, þ.e. alræði at- vinnurekenda yfir vinnu launafólks og rétt þeirra til að hirða afraksturinn af henni. Hann styður þar með það skipu- lagsleysi og gróðasókn sem er undir- staða verðbólgunnar í landinu. í munni forystumanna Alþ.fl. þýðir „skipulagshyggja í efnahagsmálum“ lækkun launa, samdráttur í félagsleg- um útgjöldum ríkisins, þ.e. lækkun verðbólgunnar á kostnað launafólks og til hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Hugmyndin um 80% skattaþrep áháar tekjur, sem fram kom í vor er nú horfin í kosningasamkeppni við Sjálfst.fl. um lækkun skatta. Þótt stefna Alþ.fl. geti vissulega dregið úr hraða verðbólgunnar um stund, þá eru orsakavaldarnir áfram að verki. (Og siðspillingin bara eykst í takt við aukningu einkagróðans). Abl., sem fyrir kosningarnar 1978 lofaði efnahagsstefnu, sem fæli „ekki í sér nema að takmörkuðu leyti kerfis- breytingar í átt til sósíalískra búskapa- hátta“ (það kosningaloforð efndu þeir!) mannaði sig reyndar upp í að krefjast þess að olíuverslunin yrði þjóðnýtt. Að öðru leyti var lítið um róttækar hugmyndir á þeim bæ. Svavar Gestsson lét halda áfram athugun á innflutningsversluninni og gömlum hugmyndum um sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans var haldið vakandi. Það var aftur á móti Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra, sem stóð fyrir aðgerðum til að spara í ríkisrekstrinum. Einar Karl Haraldsson er reyndar ákaflega seinheppinn þegar hann skrif- ar um efnahagsmál. Honum tókst t.d. að búa til hugtakið „stalínísk mark- aðshyggja“, og margendurtaka það í leiðara Þjóðv. Þessisamsuða, semerút af fyrir sig makalaus, verður þeim mun furðulegri þegar þess er gætt, að efnahagsstefnu Abl. mætti einna helst kalla staliníska arfieifð, eða jafnvel stalíníska framleiðslustefnu kryddaða bókhaldsathugunum smáborgarans. Framleiðslustefna Stalins var þó að því leyti skynsamlegri að hún byggði á efnahagsskipulagi þar sem fyrirtækin höfðu verið þjóðnýtt og vald markaðs- aflanna var stórlega skert. Megin hugmynd Abl. í dag er að vel megi auka framleiðni og framleiðslu þannig að kaupmáttur launafólks haldist, án þess að gróði atvinnurek- enda sé skertur. Vandamálið er að fá atvinnurekendur til að auka framleiðn- ina. Abl. er m.a.s. reiðubúið til að „leggja til atlögu" við atvinnurekend- ur til að fá þá til að auka framleiðni og gróða fyrirtækjanna! Hetjuskapur sannra íslendinga er ekki aldeilis fyrir bí. Davíð Scheving er reyndar fyrir 4 löngu búinn að útlista að iðnrekendur séu meir en fúsir til að auka framleiðn- ina ef þeir fái fjármagn. Og Abl. hefur aldrei séð eftir sér við að útvega fyrir- tækjunum fjármagn og Hjörleifur reiddist mikið yfir því að fjárlagafrum- varp Tómasar drægi úr fjárframlögum til iðnaðar. Abl. er einnig reiðubúið að lækka vexti til að greiða fyrir atvinnu- rekendum, mitt í allri verðbólgunni þegar bankakerfið er að hruni komið vegna lítilla innistæða. Það er ekki nema von að borgaralegir hagfræð- ingar í röðum Alþ.fl. örvænti og hagfræðingar Abl. ýmist lýsi þvíyfirað flokkurinn hafi enga stefnu í efnahags- málum, eða segi alls ekki neitt. Þessi -* stefna Abl. er reyndar ekki hefðbundin borgaraleg stefna, en þessi stefna á heldur ekkert skylt við sósíalisma. ÁD.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.