Neisti - 12.11.1979, Blaðsíða 5

Neisti - 12.11.1979, Blaðsíða 5
Neisti 11. tbl. 1979 bls. 5 Próíkj örsslagurinn, „Show Buisness“ og sýndarlýðræði • Auglýsingamennska og skrumhyggja. • Ópólitísk valdabarátta á persónulegu „plani“. • „Heppileg lausn“ í klíku- baráttu flokkanna. • Skapar falska vitund með- al almennings um raun- veruleg áhrif. Þá er prófkjörsdansinum lokið í þetta sinn. Ýmsir þingmenn sem töldu sig ráðna til æviloka hafa fallið í Það sem einkennt hefur þessi próf- kjör flokkanna er innantóm auglýs- ingamennska og skrumhyggja, alger- lega á persónulegu „plani“. Enn einu sinni höfum við fengið staðfestingu á því, að þessi aðferð flokkana við val á frambjóðendum er ópólitísk sýningarathöfn. Sú fullyrð- ing, að prófkjörin séu lýðræðislegasta aðferðin við val á frambjóðendum, er auðvitað klára kjaftæði, sem allir hljóta að sjá, ef þeir á annað borð nenna að skoða málin eitthvað niður í kjölinn. Prófkjör og lýðræði í rauninni hafa prófkjörin ekkert með lýðræði að gera. Prófkjörsbarátta frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins er besta dæmið því til sönnunar. Þar réð úrslitum efnahagsleg staða viðkom- andi einstaklinga, ásamt tengslum þeirra og ítökum yfir kosninga„appa- rati“ flokksins. Við sáum þetta gleggst í því hvernig þessir frambjóðendur bóg- staflega keyptu upp heilu og hálfu síð- urnar í borgara„pressunni“, - Morg- unblaðinu og síðdegisblöðunum. og auðvitað eru það þessi atriði sem vega þyngst varðandi úrslit prófkjöranna. Ópólitísk valdabarátta Prófkjörin sýna ljóslega að þar er ekki tekist á um málefni, heldur ræður þar mestu hreppapólitík og persónu- leg auglýsingamennska með „western" sniði. Þar virðist hin uppvaxandi fjöl- miðlakynslóð vera að ná yfirhöndinni og hinir smátt og smátt að falla í valinn, sem byggt hafa fylgi sitt og tilvist sína á félagslegri stöðu sinni. Úr- slitin hjá Alþýðuflokknum bæði nú og fyrir síðustu kosningar eru skýr vísbend- ing um þetta. Enda eru úrslitin í próf- kjörum Alþýðuflokksins ekki á nokk- urn hátt tjáning á stöðu viðkomandi einstaklinga innan flokksins. Meira að segja væri öðrum flokkum í lófa lagið, að hafa drjúg áhrif þar á. Hver veit nema að Sjálfstæðisflokkurinn hafi notað sér það. M.ö.o. prófkjörin eru sviðsettur skrípaleikur. Þau eru í raunirtni ólýð- rœðisleg, ópólitisk auglýsingamennska og segja ekkert til um vilja flokks- bundinna félagsmanna. Hinsvegar eru þau ,,heppileg lausn" fyrir flokkanna til að leysa klíkuvandamdl sín. Alvarlegasti fylgifiskur prófkjör- anna, er að þau skapa falska vitund meðal almennings um raunveruleg pólitísk áhrif. Stór hluti almennings trúir því í raun, að með prófkjörunum hafi hann raunveruleg pólitísk áhrif, en gerir sér ekki grein fyrir því, að hann er eingöngu að taka þátt í leiksýningu, - auglýsingaherferð viðkomandi ein- staklinga, en hefur engin áhrif á raun- verulega pólitík þessara flokka. Forvalsaðferð Abl. Sú leið sem Abl. hefur farið varðandi val á frambjóðendum má segja að sé skömminni skárri en hjá hinum flokkunum. Abl. notar sk. forval og kostur þess umfram próf- kjörin felst í því, að það er eingöngu valinn og nýir komið í þeirra stað. Samt sem áður hefur ekkert breyst né mun breyt- ast vegna úrslita prófkjör- anna. Pólitíkin verður sú sama og sömu málefnin koma til með að skreyta kosningastefnuskrár flokk- anna. í prófkjörunum er nefnilega ekki tekist á um pólitískar stefnur og málefni, heldur einstaklinga og per- sónur og sá er sigurvænleg- astur, sem mest hefur á fjár- hagslega undir sér. bundið við flokksmenn og ætti því að gefa réttari mynd af vilja þeirra, en prófkjörin geta gert. Á hinn bóginn er forval Abl. undir sömu sök sett og prófkjörsaðferðin að því leyti, að ekki er tekist á um pólitísk málefni, heldur einstaklinga. Hin eiginlegu átök fara því fram bak við tjöldin, þar sem makkið og kjaftaslúðrið er í algleym- ingi. Flokkslýðræði og rétturinn til myndunar pólitískra skoðanahópa Við gagnrýnum allar þessar sýnd- armennskuaðferðir, sem eingöngu eru gerðar til að skapa falska vitund hjá almenningi um raunveruleg pólitísk áhrif. Ef fólk ætti að fá einhver raun- veruleg pólitísk áhrif þyrfti það að fá tækifæri til að gera upp á milli pólitískra stefna innan flokkanna. Þetta vandamál verður áleitið þegar flokkur á borð við Abl. er hafður i huga. Eins og allir vita er flokkurinn sá hrærigrautur allskyns skoðana og klíkna og ef að menn vildu virkilega gera þetta forvals„show“ að einhverri pólitískri athöfn, nota það til að „póli- tísera" flokkinn, þá hefði forystu Abl. verið það í lófa lagið, að gera þær kröfur til frambjóðenda í forvalinu, að þeir gerðu hreint fyrir sínum dyrum og legðu pappírana á borðið. Hvert vilja þeir að verði pólitískt „pró- gramm" flokksins í kosningunum og eftir þær. Nei, auðvitað vildi Abl. ekki slíkt og auðvitað áttu áhrif flokks- manna aldrei að ná lengra, en að fá að velja frambjóðendur. Fyrst skulið þið fá að velja frambjóðendurna, félagar góðir og síðan ætlum við í fram- kvæmdanefndinni og miðstjórninni að móta pólitíkina! og truflið þið okkur ekki. Við í Fylkingunni höfum lögfest í okkar skipulagi rétt til myndunar skoðanahópa og flokksbrota. Þetta fer þannig fram að aðstandendur slíkra hópa lýsa þeim formlega yfir, með pólitískri yfirlýsingu. Ef að einhver verulegur pólitískur ágreiningur er fyrir hendi, þá teljum við það skyldu þeirra sem andsnúnir eru meirihlutaaf- stöðu samtakanna í tilteknu máli einu eða fieirum, að gera hreint fyrir sínum dyrum og mynda skoðanahóp ef þess gerist þörf. Þetta teljum við eina af frumforsendum raunverulegs fiokks- lýðsræðis og er eitt af megin „prinsipp- um“ hinnar lenínísku flokksgerðar og „praktíserað" í Bolsévíkaflokknum rússneska meðann hann var lenín- ískur flokkur. Flokkslýðræði felst ekki eingöngu í því að minnihlutinn virði meirihluta- afstöðuna. Það felst ekki síður í rétt- indum minnihlutans og annarra skoð- anastrauma að kynna afstöðu sina innan flokksins og berjast fyrir þvi að hún öðlist meirihlutafylgi. Hvenær skyldi það annars gerast að „óánægðu“ öflin ínnan Abl. færu að skipuleggja sig á slíkan hátt. Þá væri heimsendir víst í aðsigi. Guðmundur Hallvarðsson. Af alþýðuleiðtogum og leynivopnum Hugrenningar Er úrslit voru kunn í prófkjörsfári íhaldsins um daginn mátti lesa í Þjóð- viljanum, að nú hefði Sjálfstæðisflokk- urinn loksins afhjúpað sig - hann væri sko enginn „flokkur allra stétta“ - það ætti öllum að vera ljóst fyrst Guð- mundur H. Garðarsson og Pétur „sjómaður“ komust ekki í örugg þing- sæti í Reykjavík. „Með vali á frambjóðendum hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt, eins og einn framámaður íhaldsins í samtök- um launafólks hefur orðað það, að hann er að losna úr hinum breiðu tengslum við fólkið í landinu almennt og verkalýðshreyfinguna.“ Þannig skrifar ekh í leiðara Þjóðviljans 2. nóv., og hann heldur reyndar áfram: „Stað- reyndin er að það er orðið lágt til lofts og þröngt til beggja handa í Sjálfstæð- isflokknum.“ . Við hvern fjandann á maðurinn? Að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið mál- svari verkalýðshreyfingarinnar? Að íhaldið muni gæta hagsmuna verka- lýðs en ekki atvinnurekenda, ef þeir Guðmundur H. Framámaður LÍV og Pétur „sjómaður" fylla þingflokkinn? Á forsíðu Þjóðviljans 31. okt. slær ekh upp rosafyrirsögn: „I'haldið hafnar frámámönnum samtaka launafólks" Vissulega er Guðmundur H. atkvæða- mikill innan samtaka verslunarfólks og Pétur Sig. innan samtaka sjómanna, en sú staðreynd endur-speglar einungis sorglegt ástand innan verkalýðshreyf- ingarinnar - að íhaldsbroddar skuli veljast þar til æðstu metorða. Ekki er von til að slíkt breytist á meðan „málsvari verkalýðshreyfingarinnar“ og ritstjóri hans slá þá til riddara á síðum Þjóðviljans og gefa í skyn að miklu breyti um eðli Sjálfstæðisflokks- ins, hvort senditíkur hans innan verkalýðshreyfingarinnar fylla þing- flokkinn eður ei. Reyndar er þetta í samræmi við þau helmingaskiptavið- mið sem ráðið hafa ríkjum innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar er ekki barist pólitískri baráttu gegn ítökum íhaldsins, heldur „eiga“ flokkarnir sín yfirráðasvæði og innfyrir landamærin vaktar við lestur Þjóðviljans SSAjjSl arsdóttur, en P 1 a. fétaíisbúinu »• 1 ib rnaimar i 1 ásasmv>ar staríar 1 SSSÍVæ A er hinn lands , Sinn Jónsson “li^aidur. ler s ls lum n .. mund og i ' .þingstetis | kjördaemaskipan SJálf-1 -Múla- 1 Uklega I ft flokks-1 f undan hon-J _u I sama f Í opnáóisi 1111 breyttrij er ekki seilst, þar ríkir gagnkvæmur skilningur og tillitssemi. í félögum þarsem báðir/allir flokkar hafa ítök, er mökkuð saman forysta - en pólitísk barátta, nei biddu fyrir þér. Nú hefur Ellert fórnað sér fyrir al- þýðuleiðtogann Pétur „sjómann“ - hefur þá ekki hagur alþýðunnar vænk- ast til muna. Skv. forskrift ekh hlýtur svo að vera. Hin pólitíska kynning á frambjóðendum Alþýðubandalagsins í Klipptu & Skornu Þjóðviljans 3. nóv. heldur ekh enn um pennann og kynnir „leynivopn“ Alþýðubandalags- ins á Austurlandi. Hvert er þetta ægi- lega vopn? Ný baráttuleið alþýðunnar? Baráttuglaður hópur verkafólks sem gengið hefur til liðs við Allaballann? Farandverkamenn á Austurlandi sem ætla að krefjast réttar síns, hvað sem Sigfinnur Karlsson segir? Nei, ekki aldeilis. „Leynivopnið“ er einsog skáldið sagði: Hið ekta Jesúblóð erhið eina sem oss bjargar / en ekki verka- lýðsbylting og þess kyns tralala." Tekist hefur að draga Junior Cham- ber mann inná lista Alþýðubanda- lagsins. Þessi maður er að auki af íhaldsfólki kominn einsog vel er tíundað í ættartölu hans í Þjóðviljan- um. Ættartala konu hans er einnig rakin - og ættu þá allir að vera nokkru nær um pólitísk baráttumál sveinsins. Hann mun einnig eiga börn, skv. upplýsingum Þjóðviljans - enda, hver færi að kjósa barnlausan mann á þing? Hann gæti verið getulaus, og hverju fengi slíkur maður áorkað? Annars er það makalaust hve Alþýðubandalagið metur mikils hægri menn er ganga til liðs við flokkinn. Löngum hefur þótt gott að vera fyrr- verandi Framsóknarmaður, ætli menn sér metorð innan Allaballa eða Þjóð- vilja, svo ekki sé talað um afsprengi íhaldsins. Fyrir nokkrum árum „skreytti" framboðslisti Alþýðubanda- lagsins sig með Thorsaranafni, og gladdist Þjóðviljinn sem aldrei fyrr. Þá var ekki verið að þrugla um „verka- lýðsbyltingu og þess kyns tralala". Birna Af ráðstefnu Rauðsokkahreyfmgarinnar Ráðstefna Rauðsokkahreyfingar- innar var haldin á hótel Þóristúni á Selfossi, helgina 27.-28. okt. Ráðstefn- an var ekki ýkja fjölmenn að þessu sinni, en samhugur, starfsgleði og árangur þess meiri. Á laugardegi var rætt fram og aftur um fjármál hreyfingarinnar, stöðu hennar, stefnuskrá og skipulag, og verkefnin framundan. Á sunnudegi störfuðu starfshópar, en síðast á dag- skrá ráðstefnunnar voru svo sam- þykktir og niðurstöður hennar. 1 umræðum um stöðu Rshr. kom það fram að hreyfingin hefði sífellt verið að þróast lengra til vinstri hin síðustu ár, og hópur Rauðsokka hefði þar af leiðandi þrengst. Fyrstu ár hreyfingar- innar hefði virkni og innstreymi verið mikið, hreyfingin var með alls kyns uppákomur til að vekja athygli á bar- áttu sinni og árin 1973-4 háði hreyfing- in harða baráttu í kringum fóstureyð- ingafrumvarpið. Árið 1974 var nýr grundvöllur samþykktur sem fól í sér að kvennabaráttan væri óaðskiljan- legur hluti stéttabaráttunnar. Þetta var íhaldskonunum í hreyfingunni of stór biti í háls og gengu þær því úr henni. Síðan hefði hópur Rauðsokka þrengst, eftir því sem árin liðu en hópurinn orðið samhentari og pólitíkin einlitari. En Rshr. hefði hins vegar ekki farið varhluta af almennri deyfð á vinstri vængnum. Voru ráðstefnugestir sam- mála um að nú bæri hreyfingunni að láta hendur standa fram úr ermum og hefja kröftuga baráttu út á við. Helstu verkefni i vetur voru ákveðin þessi: Um miðjan nóv. héldi hreyfingin opinn fund um konur og stjórnmál. Talsverðar umræður voru á ráðstefn- unni um herferð þá er verið hefur í gangi nú undanfarið, fyrir því að fá fleiri konur inn á þing, en að þessum umræðum verður vikið nánar, síðar í þessari grein. Frummælendur á þessum fundi yrðu frá Rshr. og frá talsmönnum þessarar herferðar, auk þess sem konum áfram- boðslistum yrði boðið á hann. Þessi fundur verður líklega haldinn í Félags- stofnun stúdenta, laugardaginn 17. nóv. Þing Verkamannasambands fslands, sem var haldið fyrir skömmu á Akur- eyri, samþykkti að setja fram fjórar F ramhald bls. 7

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.