Neisti - 12.11.1979, Blaðsíða 7

Neisti - 12.11.1979, Blaðsíða 7
Neisti 11. tbl. 1979 bls. 7 EFNANOTKUN OG VINNU- UMHVERFI Vinnuvemd Einar B. Baldursson Þróun efnaiðnaðarins síðustu ára- tugi hefur gefið af sér óhemjulegan fjölda efnasambanda til hagnýtra nota. Þessi efni, sem oftast byggja á lífrænum efnasamböndum, eru yfir- leitt betri en þau efni sem þau leysa af hólmi. Þetta á við um málningarefni, lökk, einangrunarefni, hreinsiefni, og svo mætti lengi telja. Sérfræðingum varð það fljótlega ljóst að hin nýju efni voru um margt mun skaðlegri en efnin sem þau leystu af hólmi. Útbreiðsla hinna nýju efna tengdist stóraukinni notkun áður óþekktra efna, með hættulegar verk- anir. Undanfarna áratugi hafa verulegar rannsóknir verið gerðar á skaðlegum áhrifum efna á heilsufar manna. Þessi áhrif eru metin með tilliti til fimm þátta: 1. hvaða efni kemst verkafólk í snert- ingu við við vinnu sína. 2. hve miklar eiturverkanir hafa hin einstöku efni. 3. hve mikið er magn þeirra i andrúms- loftinu. 4. hve lengi-er verkafólk í snertingu við efnin. 5. og hvernig má verjast efnunum. Niðurstöður þeirra mælinga sem gerðar eru í þessu skyni köllum við Mark-Gildi eða MG. Þetta gildi segir til um leyfilegt magn efnanna í and- rúmslofti vinnustaðanna. Mismunur mælinga Markgildið er ekki sjálfgefin og óvé- fengjanleg vísindaleg staðreynd. Þegar vísindalegar rannsóknir snerta svið þar sem ólíkir hagsmunir takast áer raunin yfirleitt sú að niðurstöðurnar og for- sendur þeirra endurspegla hvaða tillit er tekið til hagsmuna hinna andstæðu hópa. Hvað markgildin varðar eru hagsmunir atvinnurekenda og verka- fólks yfirleitt andstæðir. Mengunar- varnir eru dýrar og atvinnurekendur hafa því oftast áhuga á því að mark- gildin séu sem hæst. Við getum nefnt eitt óþreifanlegt dæmi um þetta. Árið 1971 var markgildi blýs sam- kvæmt bandaríska listanum 0.2 milli- grömm á hvern rúmmetra lofts (o.2 mg/m3). Hins vegar sýndi bandaríski vísindamaðurinn Russel fram á það fyrir meira en 40 árum (1933) að blýmagn umfram 0.15 væri skaðvæn- legt. Tíu árum síðar hvatti nefnd, sem kannaði tjón sökum blýeitrunar, til að þetta gildi yrði viðurkennt sem mark- gildi. Árið 1969 fullyrti bandarískur vísindamaður, Williams, að 0.15 væri hættulaust magn en 0.2 ekki. Hvers vegna viðurkennir bandaríski listinn ekki þessar niðurstöður? Vegna þess að erfítt er að halda magni blýs innan 0.15 markanna í mörgum greinum iðnaðarins. Talsmenn bandarísku nefndarinnar reyna ekki að halda því fram að 0.2 sé hættulaust gildi, heldur er því opinber- lega lýst yfir að sérstakt tillit sé tekið til gróðasóknar atvinnurekenda. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig hagsmunir ráða mati vísindamanna. Sannanleg skaðsemi efna. í sambandi við ákvörðun markgildis er yfirleitt talað um að útiloka verði sannanlegt heilsutjón vegna efnameng- unar andrúmslofts á vinnustöðum. Þetta þýðir hins vegar ekki eins og dæmin sanna, að mengun innan markgildis geti ekki valdið heilsutjóni í daglegri umgengni, - óþægindum, ertingu og slæmri líðan. Raunin er sú að sönnunarbyrðin hvílir ætíð á þeim sem fyrir tjóninu eða óþægindunum verður. Til dæmis hefur lengi verið vitað að logsuðureykur getur valdið bronkítis. Hins vegar verður sá sem fær bronkítis af logsuðu eða rafsuðu, að sanna að reykurinn sé orsök heilsu- tjónsins en ekki til dæmis sígarettu- reykingar hans eða samstarfsmanna hans. Ólíkar niðurstöður Eins og áður var nefnt eru markgild- in ekki óvéfengjanleg vísindaleg stað- reynd. Það er afar upplýsandi að bera saman sovéska og bandaríska listann um markgildi. Samanburðurinn sýnir, að aðeins 7% bandarísku gildanna eru lægri en samsvarandi gildi á sovéska listanum, 12% eru eins á báðum listunum, en hins vegar eru 81% markgildanna ásovéska listanum iægri en samsvarandi gildi á bandariska listanum. Eins og flestum er kunnugt sem þekkja til aðstæðna í Sovétríkjunum eru þarlend yfirvöld ekkert frarh úr hófi kröfuhörð um aðbúnað á vinnu- stöðum. Því er ástæðulaust að ætla gildi sovéska listans of lág. í þessu ljósi er það sláandi að bandariski listinn hefur víðast hvar verið tekinn til fyrirmyndar og án þess að grennslast hafi verið fyrir um forsendur hinna sovésku gilda. Viðmiðun bandaríska listans Bandaríska nefndin skilgreinir markgildi efnis „sem magn efnisins í loftinu og svarar (gildið - innsk. höf.) til aðstœðna sem álitið er að næstum allt verkafólk geti unnið við, án þess að verða fyrir slœmum áhrifum. Vegna mismunandi mótstöðuafls einstakl- inga, getur einhver hópur verkafólks orðið fyrir óþœgindum af nokkrum efnum i magni sem er lœgra en markgildi þess og einhver hópur getur orðið fyrir heilsutjóni í framhaldi af áður tilkomnum krankleika eða vinnu- sjúkdómi." (Leturbr. höf.) Forsendur þess mats sem liggur markgildunum til grundvallar gera ráð fyrir því, að heilsu ótiltekins fjölda verkafólks sé fórnað á altari gróða atvinnurekenda. Ölíkar forsendur Viðmiðanir sovéska og bandaríska markgildalistans eru ólíkar. Bandaríski listinn tekur útgangspunkt sinn í einstakling sem er ungur, býr við góðar félagslegar aðstæður og fulla heilsu. Hlutverk markgildalistans er að firra slíkan einstakling tjóni af bráðaeitrun. Þar sem slíkur einstaklingur að öllu jöfnu hefur mikið mótstöðuafl ein- kennist listinn af því. Um leið og mótstöðuaflið minnkar, með hækk- andi aldri, vegna erfiðra félagslegra aðstæðna eða heilsubrests, minnkar gildi þessara viðmiðana mikið. Sovéski listinn tekur útgangspunkt sinn í heilli starfsævi og höfuðáhersla er lögð á langtímaáhrif af umgengni við efni með heilsuskaðleg á hrif. Það er augljóst hvor aðferðin er í meira samræmi við hagsmuni verkafólks. Þetta er um leið skýringin á því hvers vegna sovéski listinn er ekki tekinn til fyrirmyndar í auðvaldsríkjunum. Það er ekki hægt að samræma kerfi sem byggir á stjórnlausri gróðasókn auð- valdsins því að tekið sé tillit til hagsmuna alls almennings. Þessi stað- reynd einkennir meðal annars starf- semi þeirra vísindamanna sem vinna á vegum einkaaðila og ríkis að vinnu- rannsóknum. Oftar en einu sinni hefur niðurstöðum um skaðsemi efna verið haldið leyndum. í mörgum tilfellum hefur rannsóknunum verið mjög á- bótavant. Við þessar aðstæður getur verkafólk ekki treyst á aðra en sjálft sig og eigin samtök. Kerfisbundin barátta verkalýðsfélaganna fyrir bættum vinnuskilyrðum er forsenda alls árang- urs. Um þetta verður meðal annars Qallað í næstu greinum. Örn Ólafsson Kjósum Filkinguna! í firra beitti jeg mjer mjög gegn framboðinu vinstra megin við Alþíðu- bandalagið (t.d. í Neista ’78, 10. & 11. tbl.). Ogjeg hefi ekki skipt umskoðun. Þá fyllti alþíðufjöldi sjer inn Alþíðu- bandalagið undir kjörorðinu: Samn- ingana í gildi. Jeg held að kommún- istar eigi að taka þátt í slíkum alþíðu- hreifingum og nota hvert tækifæri sem þar biðst til áróðurs meðal baráttu- félaga, tilað útbreiða kröfur til for- istunnar og til baráttufjelaganna sjálfra. Jeg held enn að sjerframboðin ’78 hafi verulega spillt slíkum tækifær- um. En nú er öldin önnur. Einsog allir kommúnistar sáu firir, margskerti Abl. samningana. Aldrei hitti jeg þann mann sem gat bent á einhvern megin- mun á þessari svokölluðu vinstristjórn og næstu íhaldsstjórn á undan. Klumsa ifir að vera samt alltíeinu dottið útúr stjórn, boðar Abl. til slíkrar „gegn íhaldsflokkunum þremur” undir kjör- orðinu: „Höldum því sem áunnist hefur“! Er hægt að setja íhaldsstefnu fram í stittra máli? Já, og svo er þjóð- frelsisbarátta líka. Hvað felst eiginlega í því orði? Þó varla herinn burt? Það er varla hægt að kjósa Alþíðubandalagið núna nema viðurkenna þá um leið, að maður vilji halda í ástandið einsog það er - að maður sje sannur íhaldsmaður. Ekki veit jeg hvort maóistar bjóða fram, reindar þikir mjer það engu skipta. Þeir lafa í skottinu á ríkis- stjórninni í Peking hverju sinni, hvað sem hún gerir, líka í hraðskriði hennar til hægri undanfarið. í utanríkismál- inu eru því Eik (m-1) og KFÍ/ml orðin hreint afturhald, t.d. kalla þeir banda- menn Suður-Afríkustjórnar innan Angóla „þjóðfrelsisher”. Þetta fólk er úr sögunni firir löngu, það hefur bara ekki tekið eftir því. Eða hvenær skildu þeir verða foristuafl í sjálfstæðri bar- áttu alþíðunnar, sem sjálfir eru ekki annað en taglbítar? Filkingin hefir stöðugt gagnrínt stjórnarþátttökur Alþíðubandalags- ins, og sínt framá hvert hún mindi leiða. Og það hefur verið ríkjandi stefna hjá Filkingunni að benda á valkostin: að efla baráttu alþýðunnar sjálfrar fyrir betra lífi. Þessvegna sínist mjer að róttækir sósíalistar eigi nú ekki um annað að velja en að kjósa Filk- inguna. Þau atkvæði falla ekki dauð, jafnvel þótt Filkingin kæmi engum manni að. Þvertámóti, hvert atkvæði á lista Filkingarinnar er á við mörg atkvæði á hina listana. Því Filkingar- atkvæði eru skellur firir Alíðubanda- lagið, og sá skellur þarf að verða þungur núna. Ekki vegna þess að það sje nokkur von tilað bæta Alþíðu- bandalagið - heldur tilað alþíðan sjái að það er ekki óhjákvæmilegt að þetta íhaldssama fólk í bleikum fötum geti leift sjer hvað sem er. Lyon, 6. nóv. 1979. örn Ólafsson I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I MAÖISTAR. . . . frh. af bls. 4 lýðsins er því miður ekki ennþá komin á það stig að verkalýðurinn almennt sé móttækilegur né hafi skilning á bylt- ingarsinnaðri stefnu og byltingarsinn- uðum lausnum. Hinsvegar er það ein megin forsendan fyrir sókn hinnar byltihgarsinnuðu stefnu, fyrir auknu fylgi byltingarsinnaðra lausna meðal verkalýðsins, að afturhaldsöflunum takist ekki að styrkja stöðu sína á kostnað verkalýðsflokkanna. Þess- vegna beinum við því til byltingar- sinna, til stuðningsmanna okkar og til maóista og fylgismanna þeirra, að styðja Abl. þar sem byltingarsinnaður valkostur býður sig ekki fram. Sókn íhaldsins á kostnað Abl., án þess að byltingarsinnaður valkostur styrkist á einn né neinn hátt verður til þess að flýta enn frekar hægri siglingu Abl. Afstaða EIK ml að skila auðu er þvf pólitfskt glæpsamleg hvernig sem á málið er litið. Með þvf að skila auðu eru þeir að setja atkvæði sitt á auð- valdið. Þeir eru að fela atkvæði sfn innanum atkvæði hinnar ópólitísku óánægju, sem sýnkt og heilagt segir, að „það sé sama rassgatið undir þeim öllum“, en gerir sér enga grein fyrir hinum raunverulega mismun, sem þrátt fyrir allt er á milli borgaraflokka og verkalýðsflokka. Eftir kosningarnar þegar í ljós kemur að umtalsvert magn atkvæða er í formi auðra og ógildra seðla, þá geta Eikarar sagt drjúgir með sjálfum sér, að þeir hafi unnið umtalsverðann kosningasigur. Þessi afstaða Eikar- innar er henntistefna eins og hún verst getur orðið. Á hinn bóginn teljum við það mjög þýðingarmikið að fram komi bylting- arsinnaður valkostur vinstra meginn við Abl. Slíkur valkostur þarf að vera byltingarsinnaður með skýrt afmark- aða stefnu. Þessvegna töldum við það út í hött, að Fylkingin og maóistasam- tökin gætu staðið sameiginlega að framboði. Pólitískar andstæður milli þessara samtaka í íjölmörgum málum og sem snerta jafnvel grundvallaratriði hinnar sósíalísku byltingarstefnu, hefði gert það að verkum, að slíkt framboð hefði aldrei orðið annað en „prinsipplaus” óskapnaður á ein- hverjum óskilgreindum lágmarks- grundvelli, sem aldrci hefði getað staðið undir neinni vitrænni pólitík. Endurbótastefnu verkalýðsflokk- anna geta byltingarsinnar ekki teflt fram einhverri pólitískri loðmollu, einhverri „prinsipplausri blokk“, þeir verða að tefla fram sinni byltingarsinn- uðu heildarstefnu. Það er þetta sem Fylkingin er að gera og mun gera í þessum kosningum. Guðmundur Hallvarðsson kröfur í tilefni barnaárs. Krölurnar eru þessar: - að foreldrar fái launagreiðslur í veikindum barna sinna, - að þriggja mánaða fæðingarorlof verði greitt á fullum launum af al- mannatryggingum, - að dagvistarþörf verði brúuð að fullu á 7 árum og - að settar verði strangar skorður á vinnutíma barna og unglinga. Ráðstefna Rshr. ákvað að Verka- mannasambandið yrði tekið á orðinu og að hreyfingin hefði baráttu fyrir því að þessum kröfum yrði komið inn í næstu kjarasamninga. Hún stæði því fyrir fundahaldi í þessu sambandi, blaðaskrifum og útgáfu dreifirita, svo að eitthvað sé nefnt. Hátíð Rshr. yrði einnig helguð þessari baráttu, en hátíðin verður líklega í lok janúar á næsta ári. Eftir þessa skorpu, tæki við undir- búningsstarf undir 8. mars, alþjóðleg- an baráttudag kvenna. Samfara þessum aðalverkefnum hreyfingarinnar yrðu svo haldnir mán- aðarlegir umræðu- og fræðslufundir, ýmist opnir eða lokaðir almenningi, auk þess sem ákveðið var að Forvitin rauð kæmi nú út fjórum sinnum á ári, formi blaðsins breytt og safnað yrði áskrifendum. Á ráðstefnunni kom til mikilla umræðna um herferðina fyrir því að fá fleiri konur inn á þing. Voru ráðstefnu- gestir sammála um að engu máli skipti hvort á þingi sætu fleiri eða færri konur, ef þær hugsuðu bara um að skara eld að sinni eigin köku í stað þess að berjast fyrir auknu jafnrétti karla og kvenna. Samþykkti ráðstefnan síðan eftirfarandi ályktun: ,,Nú fara í hönd kosningar og upp á síðkastið hafa farið fram miklar umrœður um konur í stjórnmálum og er það vel. Fjölmörg samtök hafa gert kröfurnar um jafnrétti karla og kvenna í framboðsmálum að sínum og Rauð- sokkahreyfingin skoðar það sem merki um að kröfur kvennahreyfingarinnar í þessu máli hafi vakið menn til umhugs- unar. Hins vegar telur hún að krafan .fleiri konur inn á þing" sé yfirborðs- leg og merki ekki aukiðjafnrétti í raun. Rauðsokkahreyfmgin berst gegn kúgun kvenna og hvers kyns kynferðis- og þjóðfélagslegri mismunun. Meiri- hluti kvenna býr við tvöfalt vinnuálag, eftir erftðan vinnudag taka heimilis- störf og barnaumönnun við, sem því miður telst enn einkamál kvenna. Það gefur því auga leið að litill tími vinnst til að sinna öðru ss. þátttöku í stjórn- málum og öðru félagsstarfi. Þessu verður ekki bréytt nema lil komi stór- aukin félagsleg þjónusta og samfélags- leg ábyrgð, en fyrir þessu verða allir jafnréttissinnar, utan þings sem innan, að berjast. Konur og karlar sem kjósa að berjast gegn aukinni samneyslu, berjast að okkar viti gegn hagsmunum meirihluta islenskra kvenna. Slíka frambjóðendur getum við ekki stutt og við teljum þá og málflutning þeirra ekki til neinna hagsbóta fyrir kven- frelsisbaráttuna. Á þessum forsendum styðjum við ekki framboð kvenna, ein- ungis kynferðis þeirra vegna. Rauðsokkahreyfingin berst fyrir fleiri og betri dagvistarstofnunum fyrir öll börn. Hún berst fyrir 3ja mán. fœð- ingarorlofi fyrir alla. Hún berst fyrir jöfnum launum fyrir sambœrilega vinnu, en allar þessar kröfur eiga enn langt i land. Rauðsokkahreyfingin berst fyrir aukinni félagslegri þjónustu sem eru mikilvægar forsendur raun- verulegs kvenfrelsis. Við munum styðja þá frambjóðendur, konur og karla, sem vilja berjast fyrir þessum málum á sínum vettvangi. “ MRG

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.