Neisti - 27.03.1983, Qupperneq 11
Athugasemdir við mishermi
Skafta Halldórssonar.
I Neista frá 24. janúar
siðastliðnum er grein eftir isl-
enskufræðing að nafni Skafti
Halldórsson, sem fjallar um
Alþýðubókina eftir Halldór
Laxness og ritgerð mina um
hana, sem birtist i Timariti Máls
og menningar fyrir einu ári
, siðan. Grein Skafta er full
af rangfærslum og sé ég mig
kniíinn til að leiðrétta þær
helstu.
Skafti fullyrðir að þeir sem
rætt hafi þetta málefni hafi
skipst í tvo hópa, þá sem séu
ennþá stalínistar og hina, sem
telji Lenin og Engels bera sök
á óförum sovétbyltingarinnar og
Halldór Laxness á kreppu
sósíalismans á íslandi. Síðar-
nefndu skoðunina kallar Skafti
«súbjektíviska hughyggjukenn-
ingu» og segir að undirritaður
aðhyllist hana. En það geri
ég ekki. Er þvi hér með
komið á framf æri.
Skafti segir að gagnrýni mín
á sósíalisma Alþýðubókarinnar
feli í sér annars vegar að
bókin byggi á dólgaefnishyggju
og hins vegar að hún sé
ekki sósíalísk «nema í vissum
skilningi» (eins og ég komst
að orði i grein minni í
TMM). Skafti hrekur ekki
að pósitifisma og vélhyggju gæti
í ritgerðarsafni Halldórs, en í
staðinn sakar hann mig um
að hafa ekki gert mismuninum
á díalektískri efnishyggju og
pósitifisma nægileg skil í grein-
inni. En það efni var því
miður ekki á dagskrá og kom
málinu ekkert við. Ég hvet
Skafta til að gera grein fyrir
► þessum mismun sjálfur, telji
hann það brýnt.
Tilraun Skafta til að afsanna
orð min að stjórnmálaskoðanir
i Alþýðubókinni séu aðeins
sósíalismi «í vissum skilníngi»
fjara út í ekki neitt, sem vonlegt
er. Helsta röksemdin virðist
eiga að vera að kröfur Halldórs
á sviði landbúnaðar séu «berg-
mál af kröfugrundvelli Kommún-
istaávarpsins» og þar af leið-
andi boði bók hans sem sé
ekki sósíalismann i aðeins
vissum skilningi, heldur þá
væntanlega Sósialismann (skrá-
sett vörumerki). Við Skafti
erum sammála um að kröfur
Halldórs vörðuðu brýnar þarfir
fjöldans á íslandi (hreinlæti,
húsnæði o.s.frv.). En brýnar
þarfir fjöldans á fslandi eru nú
íjreyttar frá þvi sem var árið
1929, er hin um rædda bók kom
út, - að ekki sé talað um frá
árinu 1848 er ávarp Marx og
Engels kom út. Skilningur
flestra á hugtakinu sósialismi
hefur þess vegna tekið ýmsum
breytingum síðan. f grein minni
um Alþýðubókina reyndi ég m.a.
að varpa birtu á í hvaða við-
horfum sósíalismi bókarhöfundar
stenst illa á við sósíalisma okkar
daga. Þegar Skafti bregst
svona illa við þeirri tilraun
dettur mér fyrst i hug að
sósíalismi hans sjálfs standi i
sömu sporum og höfunda 3.
og 4. áratugarins. Tilgangur
greinar minnar var ekki að
kasta rýrð á Alþýðubókina,
öðru nær. Mér finnst hún
skemmtileg, eins og flestum
finnst. Og hún gerði sósíal-
ískri baráttu örugglega feiki-
mikið gagn á sínum tima.
Af orðum Skafta mætti ætla
að ég skilgreini visindalegan
sósialisma sem «alþýðusinnaða
andspyrnu í velferðarþjóðfél-
ögum» og er það auðvitað
ranghermi. Ég notaði þetta
orðalag um «það sem nú á
dögum er nefnt sósíalismi»
(eins og stendur i grein minni),
og liggur i augum uppi að þá
átti ég einmitt ekki við sós-
íalisma vísindadýrkenda. ítar-
legri skilgreining rúmaðist ekki
í greininni, enda ætti Skafta
að vera kunnugt hve margir
straumar eru i sósíahsma nú-
tímans. Þeir straumar áttu
aldrei að vera efni greinEU
minnar. En Skafti getur auð-
vitað ijallað um það málefni
einhvers staðar sjálfur, ef hann
kærir sig um.
Skafti skrifar að ég hafni
«baráttu fyrir hinum brýnu
þörfum sem grundvallaratriði
sósíalískrar baráttu», og það er
einníg rangfærsla. Ég skrifaði
ekkert slíkt. Mér er næst
að halda að andmælandi minn
telji mig baráttumann fyrir
hungri og klæðleysi, og þarf
varla að taka fram hvilík firra
það er.
í grein sinni kveður Skafti
mig «agnúast /.../ út i hið
áþreifanlega í lenínismíinum
hjá Halldóri og fleirum» og er
það mesta bull, enda agnúast
ég hvorki út í það áþreifan-
lega i þessum isma né neinum
cðrum ismum. Máli sínu til
stuðnings vitnar Skafti í Lenin,
sem á að hafa sagt: «Sann-
leikurinn er áþreifanlegur». Mér
er hulið hvernig þessi orð
félaga Lenins eiga að beinast
gegn málflutningi minum; en
Skafti er lánsamur að hafa
svo orðheppinn bakhjarl i fræða-
grúski sínu.
Samkvæmt Skafta á það
að vera skoðun min að kapital-
isminn sé fær um að full-
nægja þörfum jarðarbúa fyrir
fæði, húsnæði o.fl. Hef ég
enga hugmynd um hvaðan hann
hefur fengið þessa grillu og ber
enga ábyrgð á henni. Sama
gildir þegar honum sýnist það
skoðun mín að «sósíalisminn
verði til vegna einhverrar sér-
tækrar formgerðarbreytingar»,
hvað svo sem það merkir.
Þetta er allt upp úr Skafta
og ekki mér.
Skafti heldur fram að Marx
hafi talið að garðyrkja (- hið
efnislega líf - bætir hann
við) ákvarði hið andlega. Hann
gagnrýnir grein mina, sem fjallar
um Alþýðubókina i heild, fyrst
og fremst út frá ritgerð Halldórs
«Um búskap á Islandi», sem
gefur ranga mynd af orðum
minum. Skafti nefnir umfjöllun
mina meira að segja «túlkun
á Alþýðubókinni og búskapar-
umræðu Halldórs». Er mér
ókunnugt hvers vegna greinar-
höfundinum er svona mikið
kappsmál að koma garðyrkju- og
landbúnaðarmálum á framfæri i
Neista. En til að fyrirbyggja
frekari langlokur um þetta ólík-
indalega málefni skal ég taka
fram að ég hef ekkert sérstakt
á móti þessari atvinnugrein,
jafnvel þótt ég telji hana ekki
«ákvarða hið andlega» eins og
andmælandi minn gerir.
Gaman væri að ræða þessi mál
betur i Neista, en ég verð þvi
miður að láta mér nægja að
sinni að leiðrétta það helsta
sem mishermt var i grein Skafta
Halldórssonar, enda ærið verk.
Með þökk fyrir birtinguna,
Árni Sigurjónsson.
um og Alþýðubandalaginu,
heldur af hinu að Alþýðuflokkur-
inn á nú við djúpa kreppu og
upplausn að stríða, á sama tima
og harðsviraðir hægri kratar á
við Jón Baldvin Hannibalsson
sækja á í flokknum. Við þessar
aðstæður má telja að verkafólk
leiti fremur til Alþýðubandalags-
ins en Alþýðuflokksins.
Framkvæmdanefnd miðstjórnar
Stjórnmalaástandið,
framhald af baksiðu
ins að slíkum friði, og lykill
verkalýðsflokkanna að Stjórnar-
ráðinu. Það getur jafnvel farið
svo að Sjálfstæðisflokkurinn
komi i gegn þeim kjaraskerð-
ingum sem hann stefnir að, án
þess að hann fari sjálfur i
rikisstjórn.
Við þessar pólitísku aðstæður
setur Fylkingin tvö kjörorð á
oddinn:
- Engar samsteypustjórnir
borgaraflokka og verkalýðs-
flokka!
-- Byggjum upp varnir verka-
lýðshreyfingarinnar gegn árás-
um auðvaldsaflanna og rikis-
valds þeirra á lifskjörin!
I þessu, tveimur kjörorðum felst
baráttustefna sem merkir að allri
verkalýðshreyfingunni verði fylkt
til virkrar baráttu gegn auðvald-
inu og flokkum þess. Þetta getur
auðvitað haft það í för með sér að
borgaraflokkunum er látið eftir
rikisvaldið um tima og verkalýðs-
flokkarnir verða saman í
stjórnarandstöðu. Það er þó
vænlegri kostur fyrir verkalýðs-
Neisti 3.tbl. 1983, bls.ll
Fóstureyðingar,
framhald af bls.4.
sér ástandið i þessum mál-
um! Aðilar innan kirkjunnar
hafa veitt Þorvaldi stuðning,
m.a. i formi ályktunar sem
kirkjuþing samþykkti og biskup
túlkaði i fjölmiðlum. Þó munu
vera nokkrir aðilar innan kirkj-
unnar sem vilja hafa hægt
um sig i þessu máli og telja
framgöngu biskups og kirkju-
þings fljótræði mikið.
Þorvaldur Garðar og með-
flutningsmenn reyna að klóra
yfir kvenfjandsamlega afstöðu
sína með flutningi annars frum-
varps um hækkuð mæðralaun
o.fl. Vissulega þarf að hækka
mæðralaun og það miklu meira
en lagt er til i þessu frum-
varpi, en önnur ákvæði þess
um ekkjulífeyri fyrir mæður
eru stórlega varasöm. í þeim
felst heimild til að senda
konur heim til að ala upp
hörn, heimild sem hægt yrði
að beita sem n.k. hagstjórn-
artæki, sérstaklega á atvinnu-
leysistimum.
Konur verða ætíð að vera
undir það búnar að þurfa að
verja rétt sinn til fóstureyð-
inga. Þó Þorvaldur Garðar
eigi ekki mikinn pólitískan
stuðning nú, m.a. vegna þess
að kosningar eru í nánd og
flokkarnir vilja ekki gera fóst-
ureyðingar að kosningamáli,
mun þessi réttur ævinlega
verða þyrnir í augum aftur-
haldsins i þessu landi sem og
annars staðar. Afturhaldi víða
um heim hefur á allra sið-
ustu árum orðið nokkuð ágengt
i baráttu sinni gegn þessum
rétti og það er ekkert nátt-
úrulögmál sem segir að slíkt
geti ekki gerst hér á landi.
Ekkert nema viðtæk fjölda-
barátta kvenna getur tryggt
þeim að rétturinn til fóstur-
eyðinga verði ekki af þeim
tekinn.
stéttina í þessu landi heldur
en t.d. samsteypustjórn Alþýðu-
bandalagsins og ihaldsins. Þessi
kostur er sá eini sem getur rutt
brautina fyrir rikisstjóm sem
verkalýðsflokkarnir mynda og
byggja á virkum samtökum
verkalýðsins. En það er einmitt
slík verkalýðsstjórn sem verka-
fólk þarfnast til þess að fram-
kvæma þær pólitisku og félags-
legu ráðstafanir sem leysa
efnahagskreppu auðvaldsins án
þess að velta henni yfir á herðar
verkafólksins. Slik verkalýðs-
stjórn byggir á virkum samtökum
verkafólks sem veita henni
umboð og standa vörð um hana.
Samsteypustjómir seni drepa
verkalýðshreyfinguna í dróma
eru ekki til þess fallnar að færa
verkafólk nær því markmiði að
mynda sina eigin ríkisstjórn.
Már/Pétur
Save 20% on a subscription to
In tercon tin en tal Press
No other magazine has the in-depth political reporting and
news coverage 1P presents.
Regular reports írom our bureau in Nicaragua .
News and commentary on Central America and the Carib-
bean. the Palestinian struggle, and developments in In-
dochina and Alrica . .
First-hand accounts of the struggle of the Polish
workers . . .
Translations of key documents from the world revolution-
ary and workers movement . . .
And much more.
Subscribe today and receive. FREE. the special 240-page
issue of IP containing major resolutions and reports from
the 1979 World Congress of the Fourth International.
YESH want to subscribe. Enclosed is USS28.00 for one year.
Send me a free copy of the 1979 World Congress Documents.
Addrei* ........ . . . —— ■ ■- -----
Cily/PoitalCodi/Country-----------------.... ------------------
Payment must be made in U.S. dollars to:
IntercontinentalPress. 410 WestStreet, NewYork. N.Y. 10014
Húsnæðismál,
framhald af bls. 5.
byggðar um 400.000 íbúðir á
vegum HSB og standa þær al-
gerlega undir sér. Hámarksleiga
hefur verið miðuð við 20% af
meðallaunum iðnverkafólks og
trygging er greidd sem sam-
svarar 1-2 mánaðarlaunum. Með
þessari tryggingu öðlast fólk
búseturétt í þessum ibúðum ævi-
langt
- Hverjar eru horfurnar fyrir
Alþjóðasamtökin?
Ekkert alltof glæstar. í
V-Þýskalandi hefur ihaldsstjórn-
in takmarkað réttindi leigjenda,
t.d. búseturétt og hækkað
leiguna. Eins hefur hún dregið
úr íbúðarbyggingum og látið
rífa gömul hús. I V-Þýskalandi
eru leigjendasamtökin nokkuð
sterk með um 400.000 meðlimi,
en þau eru ekki skipulögð úti
hverfunum.
í Frakklandi eru um 8 milljónir
leiguíbúða. Margar þeirra eru
gamlar og úr sér gengnar þar
sem þeim hefur ekki verið við-
haldið. Mitterand-stjórnin hefur
sett verðstöðvun á húsaleigu og
hafið undirbúning að endurbót-
um á gömlum húsum. Eins
er í undirbúningi lagasetning til
að bæta rétt leigjenda og veita
samtökum þeirra m.a. rétt til
að semja um leigu í ákveðnum
tilvikum. í frönsku leigjenda-
samtökunum eru um 250.000
leigjendur.
í Englandi hefur ihaldsstjómin
reynt mikið til að selja
íbúðir i opinberri eigu. Þannig
hafa um 300.000 ibúðir verið
seldar á síðustu árum. Leigj-
endur hafa verið þvingaðir til að
kaupa íbúðir og láta þannig
ihaldsdrauminn um eigið hús-
næði rætast, þótt draumurinn
hafi þar sem viðar breyst i
martröð. I Englandi eru mörg
samtök leigjenda en engin sterk
landssamtök. Ástandið þar er
sannast sagna mjög dökkt.
Á ítaliu er mikill munur milli
norður- og suðurhluta landsins
enr se húsnæðisskortur er mikill
á S-ítalíu. Leigjendasamtökin,
sem heita SUNIA, hafa um
250.000 félaga og eru nokkuð
sterk í ýmsum borgarhlutum,
enda samvitund mikil í sumum
hverfum.
Þróunin hefur þvi viða gengið
gegn leigjendum, en samtök
okkar hafa þó getað spyrnt við
fótum. Fullvíst má telja að ef
leigjendasamtök væru hvergi til
væri minni umræða um hús-
næðismál, færri leiguibúðir og
hærri leiga. Áhrif á húsnæðis-
stefnu eiga ekki að koma frá
eigendum, heldur þeim sem búa
i húsnæðinu, íbúunum öllum,
það er okkar að virkja fólk i
þá veru.
-bþ-
Kosningar,
framhald af bls. 2.
leysa verkalýðshreyfinguna upp i
frumeindir sinar og kjósa hinn
«sterka» mann í embætti for-
sætisráðherrans. Kvennalistarn-
ir eru liklegir til að setja fram
einhver jákvæð umbótamál. En
heildarstefna þeirra byggir á því
að breiða yfir stéttaandstæður
um leið og kvennalistarnir
byggja ekki félagslega á verka-
lýðshreyfingunni. Stefna þeirra
er því ekki valkostur fyrir verka-
fólk og verður vart meira en ýmis
brot smáborgaralegra hug-
mynda.
Það er í ljósi alls þessa sem Fylk-
ingin leggur áherslu á að verka-
fólk og sósíalistar styðji
stéttarlega valkosti í kosning-
unum, þ.e. kjósi annað hvort
Alþýðuflokkinn eða Alþýðu-
bandalagið. Við bendum þeim
sem hafa kosið þessa flokka á
undanförnum árum á, að þrátt
fyrir kreppu þeirra, stéttasam-
vinnu og annað ótal margt sem
að þeim má finna, þá gefast því
miður engir betri kostir í kom-
andi kosningum. Þrátt fyrir
óánægju með þessa flokka,
þjónar það ekki hagsmunum
verkafólks að láta af stuðningi
við þá og velja i staðinn
Framsóknarflokkinn eða Sjálf-
stæðisflokkinn. Atkvæði til
Bandalags jafnaðarmanna eða
kvennaframboðanna mundi
mundi heldur ekki hafa nein já-
kvæð áhrif fyrir verkalýðshreyf-
inguna. Þess vegna skorar Fylk-
ingin á allt verkafólk og alla
þá sem telja sig sósialista i þessu
landi, að hafna borgaraflokkun-
um og smáborgaraflokkunum og
kjósa verkalýðsflokkana i kosn-
ingunum 23.april næstkomandi.
IV.
Fylkingin hefur í undanförnum
tveimur kosningum aðeins boðið
fram í Reykjavík. Fylkingin skor-
ar á þá stuðningsmenn sína sem
greitt hafa henni atkvæði að
kjósa Alþýðubandalagið í kom-
andi kosningum. Þetta stafar
ekki af því að við teljum vera
grundvallarmun á Alþýðuflokkn-