Stéttabaráttan - 15.01.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 15.01.1975, Blaðsíða 2
2 STÉTTABARÁTTAN Itbl. 15.1.1975 Leiðari Leiðarinn er á ábyrgð miðstjórnar KSML Þegar þetta er ritað hafa um það bil 100 verkalýðsfélög á landinu með um 20-25 000 félaga samþykkt að fela 9 manna samninganefnd ASl umboð til samninga við nefnd Vinnuveitenda- sambandsins. ASl-forystan hyggst nú leika sama leikinn og tíðkaður hefur verið að undanförnu: að færa kjarabaráttuna frá hinum einstöku verkalýðsfélög- um í hendur toppanna hjá ASl - sem síðan sitja svo mánuðum skiptir við samningaborðið og makka við full- trúa VSÍ um "kjarabætur" sem koma í rauninni aldrei til framkvæmda. Jón Sigurðsson, forseti Sjómanna- sambands Islands viðurkenndi í sjón- varpinu þann 10/1 í árað fjögurra mánaða makk á Loftleiðahótelinu í fyrra hafi í rauninni verið til einsk- is - því að þeim "kjarabótum" sem samið var um eftir þófið hefði mátt ná strax í upphafi án samninga. Spurningin verður því óhjákvæmilega: við hvað eru ASl-topparnir að dunda sér í marga mánuði þegar þeir viður- kenna nú að febrúarsamningarnir hafi verið einskis virði ? Svarið felst m. a. í þeirri staðreynd að þeir uppkeyptu forystumenn verkalýðsfélaganna sem líta á sjálfa sig sem alvalda umbjóðendur verka- lýðsins - vinna að því öllum stundum að draga baráttuna fyrir betri kjör- um inn á skrifstofurnar, þar sem þeir sitja daglangt. Þeir vinna gegn þvf að verkamennirnir í sjálfum fé- lögunum séu virkir í baráttunni - að verkalýðurinn samfylki gegn auð- valdinu og sæki í hendur þess - með samstilltri baráttu - kjarabætur á kostnað gróðasöfnunar auðherranna. Sem mútþægir þjónar borgarastéttar- innar - hafnir yfir að deila kj örum með venjulegu verkafólki - reyna þeir að sundra samstöðu verkalýðs- ins. Þeir hindra baráttu gegn hinum raunverulega óvin, því að samstillt baxátta verkalýðsins elur af sér aukna vitund um stéttarmáttinn sem verkalýðurinn býr yfir - og það er ekki auðvaldinu í hag. Þess vegna kjósa þessir "forystumenn" að sitja svo mánuðum skiptir á fundum með auðvaldinu og þykjast vera að gera samninga um bætt kjör fyrir verka- lýðinn, án þess að fjöldi verkalýðs- ins komi þar nærri. Stéttarvitund verkalýðsins Eins og saga verkalýðsstéttarinnar sannar þá hefur kj arabaráttan aldrei verið þess megnug að leiða stéttina fram til vitundarinnar um sósíalísku byltinguna - nauðsynina á gjörbylt- ingu auðvaldsþjóðfélagsins. Faglega vitundin er frumstig stétt- vísi. Og til þess að verkalýðurinn geti gert sér ljóst að það nægi ekki að skipta um menn í stjórnarstólum verkalýðsfélaganna, því faglega vit- undin nær ekki lengra, verða komm- únistar að starfa að því að sanna það að spurningin stendur um pólit- ík - pólitík borgarastéttarinnar eða pólitík verkalýðsstéttarinnar. Hinir uppkeyptu forystumenn ASl hafa kos- ið að samfylkja með borgarastétt- inni - þeirra vígorð er stétt með stétt - en barátta verkalýðsstéttar- innar er stétt gegn stétt. Nú setur verkalýðsforystan fram sömu kröfur og fyrir ári síðan, sama makkið verður á skipulagi samning- anna og sama örugga vissan af beggja hálfu, að árangurinn verði enginn. Ekkert hefur breyst, enn er það samfylking gegn verkalýðnum með borgurunum sem situr í fyrir- rúmi. Þetta geta þeir gert vegna þess að verkalýðurinn er fastur í viðjum borgaralegu umbótastefn- unnar, sem uppkeypta verkalýðsfor- ystan elur á. Enn hefur ekki tekist að byggja upp neitt heildarskipulag fyrir baráttuna og það sem er mikil- vægara, markmið baráttunnar er að miklu leyti hulið öllum þorra verka- lýðsstéttarinnar. Líkur fyrir að komandi samningar beri einhvern árangur er því hverf- andi. Verkamenn geta ekki vænst þess að ná árangri í baráttu sinni fyrr en þeir hafa myndað heildar- skipulag fyrir baráttuna, þar sem þeir eru sjálfir lífið og salin í öllu starfi og skipulagi hennar. Og að maiánniðið verði sósíalisminn. Því að án raunhæfra markmiða til frels- unar verkalýðsins undan arðráni kapitalismans, verður baráttan mátt- laus og árangur enginn. I3/I vIetnam... fylltust öll blöð af fréttum um "sókn kommúnista." En eitt kom aldrei fram, Thieu-klíkan notaði þennan bæ sem miðstöð árása á frelsuðu svæð- in og þar voru geymdar vopnabirgðir. BBS virðir samkomulagið, en sættir sig ekki við að vera eini aðili málsins, eins og USA-heimsvaldasinnarnir vilja. - Þjóðfrelsisherinn tók bæinn á sitt vald til að binda endi á árásir Thieu-klíkunnar þaðan. Baráttan gegn Thieu-stjórninni magn- ast með hverjum degi sem líður. Og þrátt fyrir örþrifaráð hennar til að haldast í sessi, aukast aðgerðir fólks á svæði hennar og úrslitaátökin eru skammt undan. Sömu sögu er að segja af Kambódíú og Laos. 1 Laos hefur samsteypustjórnin lagt fram áætlun um starfið framundan og afstöðuna til heimsvaldasinnanna og brölts þeirra. Þar er þess krafist að USA-heimsvaldasinnarnir virði • sjálfstæði landsins. Einnig var gerð víðtæk áætlun um uppbyggingarstarfið framundan, en þar er í fullum gangi starf til uppbyggingar eftir eyðilegg- ingar stríðsins. Prátt fyrir tilraunir afturhaldsins, m. a. í gegn CIA, til að brjóta á bak aftur sigra þjóðfrelsishreyfinganna, er öll slík barátta USA-heimsvalda- sinnanna og leppa þeirra brotin aftur. FRAMHALD AF FORSÍÐU I Kambódíu á afturhaldsstjórn Lon Nols í vök að verjast. Nýlega hafa þjóðfrelsisherirnir unnið mikla sigra á her LN. Herstjórn LN fær engan tíma til að tína saman leyfarnar af her sínum. Fjöldi hermanna hefur gerst liðhlaupar og gengið í lið með þjóðfrelsisöflunum. Meðan vandamálin hrannast upp hjá leppum USA-heimsvaldastefnunnar, styrkjast þjóðfrelsisöflin dag frá degi. Auk hernaðarlegra ósigra, berjast heimsvaldasinnar í bökkum í efna- hagsmálum. Þrátt fyrir efnahagsað- stoð frá Bandaríkjunum, er efnahags- ástandið á yfirráðasvæði Lon Nols vægast sagt hörmulegt. Hungur og ör- birgð vofir yfir fólkinu þar. Meira að segja hermenn í her stjórnarinnar safnast hópum saman fyrir utan sendi- ráð USA og höll LN. , til að krefjast launa sinna, aftur í túnann. A frelsuðu svæðunum er hins vegar uppbygging hröðum skrefum. Þannig má sjá, að f öllum þessum löndum er þróunin sú, að þjóðfrelsis- öflin eru í geysilega hraðri sókn, og afturhaldsklíkur USA-heimsvalda- stefnunnar á viðlíka hröðu undanhaldi. Aðeins tímaspursmál er hvcnær þjóð- frelsishreyfingarnar vinna algeran sigur og reka USA-heimsvaldastefn- una og leppa þeirra úr löndum sínum fyrir fullt og allt. FUNDIR UM STJORNLIST OG BARDAGAAÐFERÐ ÍSLENSKU BYLTINGARINNAR. Eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um gengst Verðandi, félag róttækra stúdenta við Há'skólann, fyrir fxmda- röð um stjórnlist og bardagaaðferðir íslensku byltingarinnar. Nú þegar hefur einn fundur verið haldinn - þar hélt Brynjólfur Bjarnason, fyrr- verandi formaður KFÍ erindi. Næstu fundir verða sem hér segir: Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.30, en þá mun fulltrúi Alþýðubandalagsins skýra út sjónarmið flokksins. Sunnudaginn 9. febrúar kl. 14. 00 mun fulltrúi KSML skýra afstöðu samtak- anna. Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20.30 mætir svo fulltrúi Fylkingarinnar og flytur erindi. Sunnúdaginn 16. febrúar kl. 14.00 verður svo sameiginlegur umræðu- fundur allra samtakanna - þar gefst mönnum kostur á að setja fram fyrir- spurnir til fulltrúanna. Fundirnir verða í Félagsstofnun Stúdenta við Hringbraut. Gerist áskrifendur að STÉTTABARÁTTUNNI PÓLITÍSK FJÖLDAVERK - FÖLL GEGN FASISMANUM Á SPÁNI Hin ólöglega spánska fréttastofa APEP sem rekin er af FRAP hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir, að hið pólitíska allsherjarverkfall . sem FRAP hvatti til, haldi áfram og breiðist út með miklum styrk. Jafnvel borg- arablöðin sem sjaldan sjá ástæðu til að tala um Spán nema til að dásama sól- ina og sjóinn, hafa birt fréttir um verkfallsölduna og hið ótrygga ástand á vinnumarkaði Spánar. Það er stór sigur fyrir byltingaröflin á Spáni, því það felur I sér viðurkenningu á að baráttan hefur náð slíku umfangi að borgararnir geta ekki látið sem ekkert sé, og reynt að þegja um hana út á við. Markmið hins byltingarsinnaða allsherjarverkfalls sem FRAP hvatti til er tvíþætt: Að safna fjöldanum um öfluga, byltingarsinnaða samfylkingu gegn fasismanum, og að sundra og veikja hina ráðandi stétt. Sökum hins mikla greiðsluhalla Spán- ar þarfnast landið gjaldeyris í ríkum mæli. Erlendur gjaldeyrir er nauð- synlegur til að efnahagur landsins falli ekki saman. Ástæðan fyrir því að borgararnir hafa ekki viljað láta fréttast af allsherjarverkfallinu er sú, að það myndi verka letjandi á bæði heimsvaldasinnaða fjárfestingaraðila og ferðamenn. En með vaxandi um- fangi baráttu spánskrar alþýðu hafa fjárfestingaraðilar endurskoðað af- stöðu sína til Spánar. Bandaríska viðskiptatímaritið Buisness Week skrifaði svo I grein þann 23/11: "Fjölþjóðleg fyrirtæki sem hafa ver- ið lokkuð til fjárfestinga á Spáni með loforðum um ódýrt vinnuafl og ríkis- stýrð verkalýðsfélög sjá nú drauma sfna verða að engu. Verkföll, skæru- aðgerðir, t.a. m. skemmdarverk I verksmiðjum breiðast nú yfir gjör- vallt landið frá stóriðnaðarsvæðun- um eins og Bilbao, Barcelona og Vallado." Þess lengur sem baráttan heldur á- fram, þess lengur sem verkalýðurinn og alþýðan stendur á móti fasismanum, þess aðþrengdari verður efnahagur hinnar ráðandi stéttar, því sundraðri og veikari verða þeir, og þess ófær- ari verða þeir um að berjast gegn baráttu alþýðunnar. Borgarastétt Spánar er sundruð I af- stöðu sinni til baráttu alþýðunnar. Mótsetningar innan hinnar ráðandi stéttar skerpast I sífellu. Annars vegar er þeir sem vilja berja á bak aftur hverja frelsisaðgerð alþýðunnar og mæta kröfum hennar með opnu of- beldi, og hins vegar þeir sem vilja færa stjórnskipulag Spánar ögn meir I átt til lýðræðis. Fulltrúi síðarnefndu stefnunnar er einkum Arias Navarro forsætisráðherra og hann hefur stuðn- Navarro forsætisráðherra stofnað til eins konar lýðræðissinnaðr- ar samfylkingar með "frjálslyndum" borgurum, og innan hennar er að finna fulltrúa jafnt frá hernum sem einokun- arsamsteypunum. Þessi sa’mfylking lítur á aukna lýðræðisþróun sem tak- mark I sjálfri sér, en reynir að breiða yfir stéttareðli fasismans og stéttaskiptingu Spánar en prédikar þjóðarsamstöðu. Þannig berst hún á móti því að alþýðan taki völdin I eigin hendur, en stendur fyrir að völdin verði áfram I fárra höndum. Það sem einkennir baráttuna I dag eru pólitísk verkföll sem hafa gífur- legt umfang. Hver einasti dagur ber I skauti sér auknar andófsaðgerðir gegn fasismanum. Fleiri þúsundir spánskra verkamanna hafa I þessum mánuði (janúar) tekið þátt I verkföll- um og mótmælaaðgerðum. Svar yfir- valdanna hefur verið að svipta þátttak- endur I verkföllum launum sínum, en það hefur aftur leitt til kröfugangna og ráðist hefur verið á lögreglustöðv- ar og aðsetur hinna ríkisstýrðu verka- Böðullinn Frankó situr nú á púðurtunnu - barátta alþýðunnar gegn kúgun fasismans vex I sífellu ing margra atvinnurekenda sem vilja finna aðferð til að blekkja alþýðuna I því skyni að treysta vinnufrið. Að þeirra mati er smá "lýðræðisleikur" ágætur I því markmiði. Andstæðingar Navarros meðal fasistanna eru stór- iðnrekendur, hlutar hersins og em- bættismenn skriffinnskuveldisins sem standa algerlega fyrir "hugsjónir" Franeos. Skerptar mótsetningar innan borgara- stéttarinnar eru árangur af byltingar- sinnaðri samstöðu alþýðunnar. En það er sorgleg staðreynd að samstöð- unni er ógnað af endurskoðunarsinnun- um. Endurskoðunarsinnarnir hafa lýðssamtaka vfða um Spán. Baráttan hefur verið hörðust f Bilbao, Barcel- ona, Biscaya og Madrid. 1 fréttatil- kynningu frá FRAP um þróun mála segir: "Hið byltingarsinnaða alls- herjarverkfall er nú þegar staðreynd - við höldum áfram til sigurs." Við teljum fulla ástæðu til að ítreka áskorun FRAP til allra heiðarlegra andheimsvaldasinna og andfasista að berjast gegn "sólaferðum" til Spánar. Ef FRAP tekst að koma á almennri hunsun á túristaferðum til Spánar mun baráttan fljótlega leiða til falls fas- istanna og sigurs alþýðunnar. -/01 1. MAÍ UNDIRBUNINGURINN HAFINN I ráði er að stofna lúðrasveit KSML sem fara á fyrir göngunni 1. maí. Þegar er kominn álitlegur kjarni, en nokkra lúðra vantar enn, Þeir stuð-. ningsmenn kommúnismanns sem áhuga hafa á að leggja lúðrasveit KSML lið eru beðnir að hringja í síma 82806 sem fyrst. Rauða Stjman Bókabúd/ RAUÐA STJARNAN Skólastræti 3B, pósthólf 1357. Opið mánudaga, fimmtudaga og föstu daga kl. 18.00-20.00, laugardaga kl. 10.00-12.00. STÉTTARBARÁTTAN l.tbl. 4. árg. 15. janúar 1975. Utg. Kommúnistasamtökin m-1 Pðsthólf 1357 Reykjavík Sími: 27 800 Ritstj. og ábm.: lljálmtýr Heiðdal Hafió samband við KSML Akureyri: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Birgir Guðmunds- son, Skipagötu 2. Eskifjörður: Umboðsmaður er Emil Bóason, Hátúni, sfmi 6138. Hafnarfjörður: Fulltrúi KSML er Fjóla Rögnvaldsdóttir, Vitastíg 3. Hellissandur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Húsavík: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ölafs- son, Uppsalavegi 21. Isafjörður: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Agnar Hauksson, Tangagötu 20, sími 3651. Neskaupstaður: Stuðningsdeild KSML, Magnús Sæmundsson, Urð- arteig 21. Olafsvik: Fulltrúi KSML er Matt- hfas Sæmundsson, Hjarðartúni 10. Reykjavík: KSML, Skólastræti 3 eða pósthólf 1357, sími 27 800. Siglufjörður: Söluturninn, Aðalgötu, er með umboðssölu fyrir Stéttabar- áttuna og Rauða fánann. StykkishóImur: Umboðsmaður fyrir utgáfuefni KSML er Olafur Þ. Jóns- son, As. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Einar Jónsson, Sólvallagötu 40c, Keflavík. Þorlákshöfn: Fulltrúi KSML er Jóhannes Agústsson, Oddabraut 7. Árangur sölu- herferðarinnar Eins og við sögðum frá í sfðasta tbl. Stéttabaráttunnar efndi Reykjarvíkur- deild KSML til söluherferðar og jafn- framt sölukeppni meðal sellanna f Reykjavík. Urslit liggja nú fyrir og var árangurinn mjög góður. Tilhögun keppninnar var þannig að sellurnar settu sér ákveðin markmið - byggð á reynslunni af sölunni að undanförnu. Sfðan kepptust sellurnar við að upp- fylla áætlunina eða fara fram úr henni. Sú sella sem sigraði keppnina var Straumsvíkursellan, félögunum f sellunni tókst að fara fram úr áætlun- inni, fylla kvótann og gott betur , eða 140%. Jafnframt tókst þeim að auka heildarsöluna (miðað við sölu fyrri eintaka) um 79%. Allar sellur fylltu kvótann að tveimur undanskildum -en þar vantaði aðeins herslum'aninn. En þessar tvær sellur juku söluna um 33% (Breiðholtssella 1 ) og 40% (Vesturbæjarsella 3). Mesta sölu- aukningin var hjá Austurbæjarsellu 4 eða 89%. FRAMHALD AF FORSlÐU Hryðjuverk Við spyrjum: Hverjir eru raunveru- legu barnamorðingjarnir ? Ilverjir eru það sem tileinka sér aðferðir nasismans ? Svarið er: Síonistarnir. A sama hátt og Hitler reyndi á sínum tíma að út- rýma Gyðingunum, reyna sfonistarnfr að útrýma palestínsku þjóðinni. Þó að Morgunblaðið og aðrir málsvarar kúgunar og afturhalds segi ekki frá hryðjuverkum Israelsmanna, tala staðreyndirnar sfnu máli. Afhjúpum glaspaverk síonismans, styðjum frelsisbaráttu Palestínuaraba.1

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.