Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 1
ÖRE/GAR ALLRA LANDA SAME/N/ST! Vero kr.50 INISTA 2.tbl.4.árg. 1975 NA MARXi Offramleiðslukreppan orsakast af skipulagsleysi auðvaldsframleiðslunnar AFLEIDINGUNUM VELT YFIR A VERKALÝÐINN Það er orðið langt síðan að Stéttabar- áttan benti á nálægð efnahagskreppunn- ar, sem nú er að dynja yfir auðvalds- rfkin, þar á meðal Island. En það var hlegið. Hrokafullir Alþýðubandalags- menn töluðu um kreppukomma, og að kreppan hefði dáið út fyrir fullt og allt 1930. Þessir menn hlægja ekki lengur Dagblöð borgaraflokkanna eru barina- full af harmatölum kapitalistanna og andvörpum til verkalýðsstéttarinnar um að hafa sig hæga og lofa kaupinu að lækka í friði án þess að vera að rífa kjaft. Nú er það þjóðareiningin sem er ellefta boðorðið: Stöndum sam an og verndum gróða auðvaldsins. Vegna kreppunnar er það enn brýnni "skylda allra góðra fslendinga að slá skjaldborg um fjöregg þjóðarinnar, frelsi einstaklingsins og lýðræðislega stjórnarhætti" (Guðm. Garðarsson í Morgunblaðinu). Efnahagskerfið hér á landi lýtur sömu lögmálum og í öðrum löndum. Þegar kreppa er í USA og Evrópu, er það sama ðhjákvæmilega uppi á teningnum hér. Mörg tákn kreppunnar eru þeg- ar komin fram. Við skulum taka SUÐUR-JEMEN „gleymda' alþýðulýðveldið nokkur dæmi. Seinasta ár var ár verðbólgumets (yfir 50%). Þannig hækkaði t.d. vísitala byggingarkostn- aðar um 59,2%. Hallj á verslun við útlönd var 12,3 milljörðum meiri en 1973, og viðskiptakjör landsins versn- uðu um 24,4% á einu ári. Gjaldeyris- staða bankanna rýrnaði ennfremur 1974 um 7,2 milljarði króna. FRAMHALD A BAKSÍÐU Kreppan er hafin - engar kauphækkanir. Þannig hljóðar áróður.- inn í fjölmiðlum borg- arastéttarinnar þessa dagana. Allt hjalið um velferðarríkið hverfur eins og dögg fyrir sóluj nú er það kreppan. A sama hátt og vel- ferðaráróðurinn er notaður til þess að hylja raunveruleik- ann um auðvalds- þjóðfélagið er þessi áróður ætlaður til þess að sannfæra verka- lýðinn að honum beri að taka á sig afleiðinar kreppunnar og herða ólina. *f«BDan I •■mstilltu opinbrrum aðilum og eln- Hltt rr augljðit. ■ sUklingum. Jafnframt slfkar aðstcður er mjðg m þrssa af ligði hann áherslu á. að mlkilvsegt að treysta stððu ■ á umrnrli beltt yrðl strðngu aðhaldl I þelrra, sem Isegst liaf■ EKKI GRUNDVÖLLUR FYRIR ALMENNUM KJARABÓTUM (lelrs Hallgrlmssonar for- peninga- og lánamálum. launln. Að þvl leyti mOrk- •■■tlsráðherra, ^llann M.pmW - - - • ■ eftiu (>» klP(iV*M "I landi okkar er ekki mikið um stórfenglegar fallbyssur. En við höfum dálítið sem er mikið betra - vopnaða alþýðu. " Það er Salem abu Bakr sem mælir þessi orð, stoltur og glaður. Hann er landamæravörð- ur í Dhala, í bröttum fjöllum við landamæri Noður-Jemen. Hér eru bændurnir mjög meðvitaðir og her- skáir og það var hér sem uppreisn- irnar gegn Bretum byrjuðu. "Ifér ganga allir vopnaðir til vinnu sinn- ar," segir Salem og bendir út á akr- ana þar sem konur og menn vinna hlið við hlið með byssur um öxl. "Þegar málaliðar óvinanna ráðast yfir fjöllin til að reyna að binda enda á tilveru alþýðulýðveldisins, þá mæta þeir fólki sem veit hvað það er að verja. Aldrei framar skulum við búa við kúgun. Þannig er það um allt larid. Verkamenn, bændur, fiskimenn og námsmenn, allir eru þeir vopnaðir og tilbúnir til að verja hendur sinar. Við höf- um alþýðuher líka. Hann er ekki eins og herir kúgaranna sem eru að- gerðarlausir og kosta stórfé, meðan þeir bíða eftir strfði einhvers stað- ar. Nei, hermenn okkar búa meðal bændanna og þeir hjálpa til við upp- byggingarstarfið. Þeir plægja nýja akra, byggja vegi og sjúkrahús. Þeir veita pólitíska fræðslu og þjálfa okkur í vopnaburði. " f lok síðasta árs átti Alþýðulýðveldið Jemen sjö ára afmæli sjálfstæðis og frelsis undan oki bresku heimsvaldastefnunnar. Þessi ár hafa einkennst af harðri baráttu bæði á efnahagssviðinu og pólitíska sviðinu. Jemen var mjög í fréttum borgarablaðanna fyrir sjö árum meðan barist var f höfuð- borginni Aden, og taugaæstir vestrænir fréttaritarar fylgdust náið með undarihaldi og ósigrum bresku hersveitanna. En eftir að alþýðulýðveldið var stofnað hefur ekki verið skrifaður einn stafkrókur í borgarablöðin um Alþýðulýðveldið Jemen. Skyldi orsökin vera sú, að þróunin þar beri þess vitni hvers alþýðan er megnug, ef hún hrindir af sér oki heimsvaldastefn- unnar ? SjA GREIN A BLS. 5 ----------------- Neskaupstaður Sósíalismi Alþýdubandalagsins Alþýðubandalagsmenn hafa verið mjög iðnir við að breiða út sögur um hversu stjórn þeirra á fyrir- tækjunum í Neskaupstað sé góð, hvernig þau séu rekin í þágu hinna vinnandi stétta, og þess vegna séu kjör verkalýðsins mun betri þar en annarstaðar, það jaðri við að Nes- kaupstaður sé sósíalískt bæjarfélag. En eins og eftirfarandi grein sýnir, er raunveruleikinn allt annar, verka- lýður á Neskaupsstað er undirseldur sama launavinnuþrældómnum og annarsstaðar á landinu, þó að I "alþýðubandalagsauðvaldið" fari með stjórnina. Kaup járniðnaðarmanna 10-20% lægra á Neskaupstað en annarsstaðar á landinu. Eftir náttúruhamfarirnar á Neskaup- stað voru ráðnir iðnaðarmenn til viðgerða frá öðrum stöðum á landinu. Þar á meðal voru járniðnaðarmenn ráðnir til starfa hjá Dráttarbrautinni h. f. til vinnu við lagfæringar á frysti húsinuo.fl. Járniðnaðarmenn sem athuguðu með vinnu hjá Dráttar- brautinni sögðu ráðningarstjóra að þeir myndu ekki ráða sig uppá minna kaup en þeir hefðu þegar, en flestir járniðnaðarmenn, t. a.m. í Rvík eru með 30-40% yfirborgun. A ráðningar stjóranum skildist þeim, að kaup og kjör yrðu ekki lakari í Neskaupstað þó að kaup heimamanna við járn- iðnað væri 10-20% lægra. Með þessar upplýsingar í huga fóru 11 járnsmiðir frá Reykjavík, Akureyri og Húsavík til vinnu í Neskaupstað. Við fyrstu útborgun, Hálfum mánuði eftir að þeir hófu vinnu, sáu þeir að þau laun sem þeim voru reiknuð voru 20% lægri en þau laun sem þeir fóru frá. Þegar þeir sáu þetta gerðu þeir kröfu um að fágreidda umtalaða yfirborgun og auk þess kaupauka fyrir óhreinindi sem þeim bar að fá, 10% á dagvinnu. Kaupaukann fengu þeir leiðréttan, en þvert nei við að fá umtalaða yfir- borgun. Rök alþýðubandalagsfor- stjórans fyrir að vilja ekki leiðrétta yfirborgunina voru, að þá myndu j árniðnaðarmenn á Neskaupstað krefjaist sömu launa og greidd eru annarsstaðar á landinu og slíkt for- dæmi mætti ekki gefa. Efni: Hverra flokkur er Alþýðubandalagið ? Eins og dæmið að ofan sýnir okkur, þá reka Alþýðubandalagsmenn fyrir- tæki sitt, Sfldarvinnsluna, sem ræður yfir 95% allra atvinnutækja á Neskaup- stað (þ. á. m. Dráttarbrautinni h. f.) á sarmgrundvelli og önnur auðvalds- fyrirtæki, þ. e. með það markmið að græða sem mest. Gróði sá sem þeir sækjast eftir, stendur í öfugu hlutfalli við laun verkamannanna, með því að halda laununum sem lægstum fá þeir mestan gróðan. Allt tal Alþýðu- bandalagsmanna um að það sé verka- lýður Neskaupstaðar sem eigi Sfldar- vinnsluna er ekki annað en blekkingar- áróður. Þð bæjarfélagið sé stermi hluthafinn, ráða alþýðubandalagsmenn yfir því og beita því í egin þágu. Ef verkamenn raunverulega ættu fyri- tækið, væri örugglega ekki þannig að launin væru prekkuð niður til að fá sem mestan gróða. Allir kannast við barlóminn um að Alþýðubandalagið hafi ekki getað komið "sðsíalískum markmiðum" símum í framkvæmd í tið sfðustu ríkisstjórnar sökum andstöðu sam- stjórnarflokkanna. En á Neskauðstað hefur AB haft full tækifæri til að sýna verkamönnum hvoru megin það stendur og á öllum punktum hefur það valið veg auðvaldsins. Alþýðubandalagið er borgaralegur flokkur. Raunverulegur flokkur verkalýðsstéttarinnar ver víg- stöðu hennar á öllum punktum, tekur leið byltingarinnar fram yfir leið um- bótanna, berst gegn auðvaldinu en sest ekki í stóla auðvaldsins. Raun- verulegur verkalýðsflokkur byggir á virkni þeirra verkamanna sem í honum eru. A öllum þessum punktum flaskar AB. Flokknum er stjórnað af bittlingasjúkum menntamönnum en verkamenn hafa lítil áhrif á starf hans eða stefnu. Markmið AB er ekki afnám auðvaldsþjóðfélagsins, heldur að safna svo mörgum atkvæðum að flokksforingjarnir geti komist i stjórn auðvaldsþjóðfélagsins. Al- þýðubandalagið var í tíð "vinstri" stjórnarinnar leiðandi fyrir kjara- skerðingar á formi vísitölufals og annarra "viðreisnaraðferða". FRAMHALD A BAKSÍÐU HVAD ER DDRS? bls.3 VIRDID PARISAR SAMKOMULAGID 3 NÝJA KONAN 6

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.