Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 14.02.1975, Blaðsíða 8
su Frá vinnustöðunum STÉTTABARÁTTAN 2.tbl. 14.2.1975 Útgerðarmenn skerða laun sjó- manna þegar gróðinn minnkar 10. febrúar á að verða verkfall hjá sjómönnum á bátaflotonum, en þá á verð á loðnu til bræðslu að lækka úr 2.80 kr. per. kg. í 2.40 kr. per. kg. I fyrra á sama tfma var Ioðnuverðið 3. 90 kr. per kg til bræðslu. Af þessu má sjá að það var hreint óráð og svik við f' 'menn að forysta sjómannasambandsins skyldi samþykkja þetta verð ásamt fulltrúa útgerðarmanna og kjaradóms. Boða hefði átt til verkfalls strax og setja þannig útgerðarmenn og loðnu- seljendur í gróðabann. Taka verð- ur fram að sumir útgerðarmenn eru líka seljendur loðnu, þar eð þeir eiga í bræðslum og frystihúsum. Nei, því er ekki til að dreifa að það megi skerða gróða auðvaldsins. Það er mottó uppkeyptrar og þrælmútaðr- ar sjómannaforystu. Það á að fara f verkfall, þegar verður búið að veiða fleiri þúsund tonn af loðnu og óvfst hvort auðvaldið geti selt meira vegna hríðfallandi verðs og aukins framboðs á mörkuðum. Þá verður verkfallsvopnið alveg máttlaust og nær ógerlegt að knýja fram umbætur. En þetta er ekki eini órétturinn sem sjómenn eru beittir. Eitt af fyrstu verkum íhaldskallanna í nýju auð- valdsstjórninni var að skerða hlut sjómanna. Stolið var 3% af skipta- prósentu áhafna á bátaflotanum til að greiða niður olfu á dallana. Þá heyrðist ekki múkk né tíst í foryst- unni í sjómannasambandinu. Nú er málum svo komið að áhafnir rétt merja það að fá hlut og er lágt fisk- verð meginorsökin fyrir þvf. Of- framleiðsla á fiskafurðum hefur lækkað verðið og þá er bara eitt ráð hjá eigendum fiskvinnslustöðva og bátaflotans. Það er að skerða laun- in. Þeir njóta líka dyggrar aðstoð- ar síns ríkisvalds og stéttardóms sem kjaradómur heitir. Sjómenn fá kauptryggingu ef þeir ná ekki að veiða upp í hlut. Kauptrygging hjá háseta er krónur 62 þúsund með öllu á mánuði, skiptaprósenta á neta- veiðum er komin niður í 28% (hún er miðuð við 120 net í sjó) en á loðnu er hún 36 1/2 %. Fyrir þessi smán- arkjör getur útgerðin látið sjómen vinna alla daga vikunnar að vetri til, 18 tíma á dag. A sumrin hafa sjó- menn sunnudaginn frían í landi. Alls hafa sjómenn á bátaflotanum 20 daga frí á ári auk orlofs, sem er 3 vikur. Fjölmargir hafa þó ekki efni á því að taka sér orlof. Skattaafsláttur er 8% ef maður hefur verið 6 mánuði á sjó á árinu. Svona eru kjörin. Þetta er það sem verkamenn á sjó búa við, stöðugar kjaraskerðingar og stöðug- ar aðgerðir til að ná aftur því sem stolið var sfðast af kaupinu. Það er aðeins ein leið til að berjast gegn þessu. Verkalýðurinn verður að binda endi á þá tilhögun framleiðsl- unnar sem gerir þetta að verkum. Til þess að það verði mögulegt að svipta útgerðarmenn, verksmiðju- eigendur og aðra borgara eignum sín um verður verkalýðurinn að bindast samtökum í þeim flokk sem berst fyrir völdum vinnandi fólks yfir framleiðslunni og öllu þjóðfélaginu. Ég segi að það séu aðeins ein sam- tök sem berjast fyrir þessu takmarki, það eru Kommúnistasamtökin, öðru nafni KSML. Takk fvrir birtinguna. BK. Háseti á Bjarnarey. Lífskjörin . , -z- 9eta ekki oatnað um sinn" FRAMHALD AF FORSÍÐU daMBÍ ’n »m slíon ' - —. naö eölilegrj þ>„gd_ kWfc h*'ur *» •‘woTei ~ —------1,1 Þnt að ná r.uo— . Ir. h« po atvínnuleysí 09 heimskreppw 1 l-fl «*rnr* ^amdrátturinn eykst VmurEvröpu 1 s*m«r*llur,nn ,r vki, "*»>*«* o« I, l.g, "““"Pl.h.ll, l~"‘"\,J,nn'rU>‘:run 1 oo'rrind, „n.h.,* * "rd 1 * J0LAMATURINN /í’ifm/<,/:v/!.DYRAR* * 0AG 11« k f 4f ^Ör r**nn skili° ekki “'vöru mólanna" Atvinnuleysi berast nú fréltir um ’ #>-’,un desember nam /■ '^’num oröiö 6 1 fl EFLUM STÉTTABARÁTTUMA FÉLAGI. Það fer ekki á milli mála að auðvaldið hefur tekið enn eina kreppusóttina - um það má jafnvel lesa á síðum borgarablaðanna. Blöð borgarastéttarinnar reyna að læða því inn hjá verkalýðnum að það syrti aðeins í álinn í bili - en þau þegja yfir því að kreppur hafa fylgt auð- valdsþjóðfélaginu frá upphafi og ætíð haft í för með sér hörmungar fyrir verkalýðinn í formi kjaraskerðinga og jafnvel styrjalda. Nú sem fyrr eru þetta ráð borgarastéttarinnar - byrðum kreppunnar er velt yfir á verkalýðinn - tölur um aukið atvinnu- leysi og aukna dýrtíð hvarvetna f auðvaldsheiminum berast okkur dag- lega. Og við heyrum einnig um strxðshótanir heimsvaldasinnanna gegn arabalöndunum. Verkalýðurinn hefur aðeins eitt raun- hæft svar við árásum auðvaldsins - byltingarsinnaða skipulagningu. Legðu þitt af mörkum. En hvernig? Með því að gerast áskrifandi STÉTTABARÁTTUNNAR strax í dag. STÉTTABARATTAN er höfuðmál- gagn KSML, samtakanna sem hafa sett sér það markmið að vinna að stofnun kommúnísks flokks á Islandi. Með því að gerast áskrifandi eflir þú STÉTTABARATTUNA og starfið fyr- ir stofnun flokksins - og þú tryggir þér blaðið heimsent í hverjum mánuði BETUR WIAEF DUGASKAL AFLEIDINGUNUM VELT YFIR Á VERKALYDINN Offramleiðsla Offramleiðslan í heiminum kemur einnig skýrt fram hérlendis. Islensku einokunarkapitalistarnir hafa ásamt auðhringum annarra landa framleiy. út yfir öll skynsamleg takmörk í gróða- sýki sinni og villtri samkeppni. Þann- ig er nú japansmarkaður fyrir frysta loðnu ofmettaður. Nærri 70% af þeirri loðnu sem japanir flutti inn í fyrra, hafa hrannast upp og liggja ó- seld. . Ekki er ástandið betra hvað varðar útflutning mikilvægustu afurð- ar loðnuvinnslunnar, loðnumjölsins. Verð þess hefur á rúmu ári hrapað um meira en helming, eða um 60%. Þorskblokkin á Bandaríkjamarkaði hefur einnig orðið fyrir barðinu á þessari offramleiðslu. 1 dag er verð hennar a.m.k. 32% lægra en í byrjun ársins 1974. I framhaldi af þessu öllu saman fara heildarþjóðartekjur- nar minnkandi í fyrsta sinn í mörg ár. Ékkert lát virðist vera á verðlækkun- um fiskafurða. Þetta eru ótvíræð einkenni offramleiðslukreppunnar. Gegndarlaus þensla og hækkanir, þar til allt springur og hrun tekur við. Borgararnir halda því fram að þessi þróun stafi af röngu hugarfari, eyðslu- semi almennings og heimtufrekju verkamanna. Siíkt eru augljós ósann- indi. Orsök þessarar kreppu atvinnu- lífsins er að finna f sjálfu þjóðskipu- laginu. Skipulagsleysi hagkerfisins og blind sókn kapitalistanna eftir há- marksgróða leiðir til ofþenslu og of- framleiðslu. Atvinnurekendur fjár- festa fyrirhyggjulaust í nýjum atvinnu- tækjum og setja svo mikið vörumagn á markaðinn að það selst ekki. Þetta er það sem gerst hefur hér sem ann- ars staðar. Borgararnir ráða ekki lengur við hagkerfið og þróunarlög- mál þess. Eina ráðið sem þeir sjá út úr þessum ógöngum er að lækka kaup verkalýðs- ins. Verðbólgan rýrir kaupmáttinn og alls kyns ráðstafanir stjórnarvalda undanfarið eru merki harðnandi kjara- skerðinga. Tökum dæmi. Söluskatt- ur hefur verið hækkaður, bensínskatt- ur hefur verið hækkaður, aukagjald verið lagt á raforku og verðlag á ým- is konar þjónustu verið hækkað. Enn- fremur hefur ríkisstjórnin komið I veg fyrir að verkafðlk fengi borgaðar verðlagsbætur á laun. Samkvæmt á- ætlun ASl hefur bein kjaraskerðing þannig numið um 22% frá 1. mars síðastliðnum. Minnkandi atvinna Þessar launalækkanir eru forboði annars verra; það er, samdráttar og atvinnuleysis. Þegar er vofa atvinnu- leysis komin á kreik í byggingariðn- aðinum, enda lá það beinast við. 1 flestum auðvaldslöndum skýtur at- vinnuleysið fyrst upp kollinum I bygg- ingariðnaði og bflaframleiðslu. Og fleiri tákn sjáum við. Undanfarin ár hefur hlutur yfirvinnu í heildar- vinnutíma verkamanna farið hækkandi. Sú þróun var merki þeirrar gífurlegu þenslu sem átti sér stað I íslenska hagkerfinu. En seinni hluta síðasta árs snerist þessi þróun við. Minnk- andi yfirvinna var forboði samdrátt- ar I atvinnulífinu og atvinnuleysis. Vikulegur vinnutími verkamanns skiptist þannig á öðrum ársfjórðungi seinasta árs: dagvinnutímar 37.6 eftirvinnutímar 6.4 næturvinnutímar 9.0 ian. 1 fú. 'mÍui.' ' 1ÚN.' JÚ.. ' ÁGÚ. SEP. ' OKT. ' NÓV.' DES. Askr iftafj ölgunin eftir fyrsta ánuð ársins var ekki nema um 6% og það sem af er þess um mánuði (feb.) aðeins 1,7%, samtals7,7%. Með þessu áframhaldi náum við aðeins rúmlega 60% aukningu á árinu. En eins og allir lesendur vita, er markið 100% aukning. Hér þarf því að taka hlutina fastari tökum, ef sigla skal skipinu í höfn. Brotna skálínan sýnir aukninguna á síðasta ári - og nú hefur markið verið sett hærra, 1 þannig að rauða línan má ekkl liggja undir'74 línunni. GERIST 'ASKRIFENDUR! samtals: 53.0 A fjórða ársfjórðungi var skiptingin hins vegar: dagvinna 37.2 eftirvinna 5.5 næturvinna 7.2 samtals: 49.9 (Tölurnar eru fengnar frá Kjara- rannsóknanefnd). Með því að taka yfirvinnuna smám saman af, eru atvinnurekendur að kippa grundvellinum undan llfsskil- yrðum verkafólks. Það veit hver maður, að verkamannsfjölskylda get- ur ekki lifað af 30 - 40 000 kr. dag- vinnutekjum einum saman. Gagnráð auðvaldsins Auðmennirnir eru bundnir í tvenna skó í baráttunni gegn kreppunni. Ann- ars vegar geta þeir farið leið dana (sem leitt hefur til yfir 10% atvinnu- leysis), dregið úr framkvæmdum og sparað opinber gjöld. En það leiðir bara til frekari samdráttar fram- leiðslunnar og atvinnuleysis. Sparn- aðarráðstafanir dönsku ríkisstjórnar- innar bera því glöggt vitni. Hins vegar geta þeir sleppt verðbólg- unni lausri. Deginum ljósara er, að slík leið skerðir stöðugt meir kaup- mátt almennings. Kaupgetan minnkar svo mjög, að vörurnar safnast fyrir, seljast ekki. Báðar aðferðirnar leiða til versnandi lífskjara alþýðu- stéttanna. Eftirfarandi tilvitnanir benda til, að íslensk borgarastétt hyggist fara fyrri leiðina. "Eigi hins vegar að takast á við verðbólguna með nokkrum ár- angri á þessu ári hlýtur að vera nauð- synlegt að draga mjög saman séglin f útgjöldum ríkisins" (Morgunblaðið, 23. janúars.l.). "Setja ber reglur um samræmdar aðgerðir I peninga- og lánamálum I þvf skyni að takmarka útlán. Gera verður sérstakar ráð- stafanir til að draga úr einkaneyslu eða eyðslu. Ohjákyæmilegt verður að draga úr framkvæmdum" (Ölafur ^lohannesson, 24. januar). Sparnaður á útgjöldum ríkisins til fé- lagslegra framkvæmda, samdráttur atvinnulífsins og meðfylgjandi atvinnu- leysi; það er sú framtíð sem auðvalds- herrarnir bjóða íslenskri alþýðu. -/MVS Guðmunduv Nóafcúni 26 R„ J„ GuSmimdsai n Reitur til áskriftarmerkingar. A sama tfma og Morgunblaðið heldur því fram, með aðstoð alls kyns reikn- ingsaðferða og hagfræðilegra útreikn- inga, að kaupmáttur launa verkafólks hafi staðið í stað og jafnvel aukist, blasir annar veruleiki við verkafólki. Daglegar vöruhækkanir, afnám verð- lagsbóta o.fl. talar sínur máli. Snemma I janúar gerði eitt dagblað- anna könnun á verðbreytingum 8 vöru- tegunda frá 1. ágúst 1974 til 1. jan- úar 1975. Þessar vörur voru: Mjólk, súpukjöt, smjör, epli, kartöflur, sykur, kaffi og franskbrauð. Miðað við verðlag 1. ágúst var ársneysla fjölskyldu af meðalstærð á þessum vörutegundum 64. 000 kr. 1. janúar kostuðu þær 105. 000 kr. á ári. Hækk- unin nemur þarmig á aðeins 5 mánuð- um 41.000 kr. Hafnarverkamaður sem þurfti 1. ág- úst 306 klst. til að vinna fyrir þess- um 8 vörutegundum þarf nú 448 klst. 1 dag er hann þannig 142 klst lengur að vinna fyrir þessum lífsnauðsynj - um. Daglegur veruleiki afsannar þannig alla reikningskúnst hirma borgaralegu hagfræðinga. Blekkingar arðræn- ingjanna geta ekki til lengdar hulið kjaraskerðinguna og allsherjarsókn atvinnurekenda gegn lífskjörum verkafólks. -/MVS Með næstu blöðum verða áskrifendur rukkaðir um áskriftagj öld fyrir- 1975. Einnig verða þeir sem enn hafa ekki greitt 1974 krafðir greiðslu. Ritstjórn STÉTTABARATTUNNAR skorar á alla áskrifendur að bregð- ast skjótt við og borga við fyrsta tækifæri - blaðið skortir stöðugtfé til útgáfunnar. Askriftagjöldfyrir 1975 eru sem hér segir: Venjuleg áskrift kr. : 600, - Stuðningsáskrift - :800,- Baráttuáskrift - :1000,- FRAMHALD AF FORSlÐU Sósíalismi Hvaða valkosti hefur verkalýðurinn ? Þegar til harðrar kjarabaráttú og pólitískrar baráttu kemur geta verka- menn ekki treyst á AB. Alþýðubanda- lagið mun aðeins nota sér verkamanna- fylgi sitt til að "komast I sólina" hjá auðvaldinu en ekki til að tala máli verkalýðsstéttarinnar. Af þessum sökum er AB hættulegur óvinur verka- lýðsstéttarinnar. Sú leið sem verka- menn eiga að fara er að skipuleggja sig sjálfstætt og treysta á egin krafta. 1 þessu felst, að I kjarabaráttunni verða verkamenn að taka samninga- réttinn úr höndum uppkeyptu verka- lýðsforystunnar, vinna að því að kasta erindrekum borgarastéttarinnar úr verkalýðsforystunni, og heyja með- vitaða baráttu fyrir afnámi auðvalds- þjóðfélagsins, þvf það er lykillinn að því að verkamenn njóti ávaxta vinnu sinnar. Innan verkalýðsfélaganna verður að mynda rauð andstöðulið sem verða samvirk forysta og skipulag fyrir baráttu verkalýðsins. Verka- menn - Stéttabaráttan er eina byltingarsinnaða málgagn verkalýðs- stéttarinnar. Skrifið greinar og ábendingar um reynslu ykkar af bar- áttunni gegn auðvaldinu og verkalýðs- félagsskrifræðinu. Verkamenn - fylkið ykkur um KSML. -/AA. FRÆÐSLU 0G ÚTBREIÐSLU FUNDIR REYKJAVIKURDEILDAR Reykjavíkurdeild KSML hefur ákveð- ið að halda mánaðarlega fundi á ár- inu 1975. Fyrsti fundurinn verður haldinn þann 15. febrúar og verður hann um afstöðu samtakanna til verkalýðsmála, starf þeirra á vinnustöðunum og í verkalýðsfélög- unum. Aðrir fundir verða sem hér segir: Reykjavíkurdeild KSML hefur ákveð- ið að halda mánaðarlega fundi á ár- inu 1975. Fyrsti fundurinn verður haldinn þann 15. febrúar og verður hann um afstöðu samtakarma til verkalýðsmála, starf þeirra á virmustöðunum og í verkalýðsfélög- unum. Aðrir fundir verða sem hér segir: Laugardagur 8. mars: Um stöðu konunnar. Laugardagur 12. aprfl: Almennur fundur um kreppuástandið í heimin- um og vaxandi atvinnuleysi. Laugardagur 7. júní: Fundur í til- •efni af 6 ára afmæli Bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar í S-Víetnam. Laugardagur 10. júlí: Um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Félagar sem ferðast munu um Mið-Austur- lönd skýra frá dvöl sinni. Fimmtudagur 4. september: Fund- ur í tilefni 30 ára afmælis Alþýðu- lýðveldisins Víetnam. Laugardagur 18. október: Fundur um sósíalheimsvaldastefnuna og sósíalismann í Kína. Laugardagur 29. nóvcmbcr: Fund- ur um Kommúnistaflokk Islands og þátt hans í verkalýðsbaráttunni á fjórða áratugnum í tilefni af því, að 45 ár eru liðin frá stofnun flokksins. Laugardagur 20. desember: Fundur í tilefni af 15 ára afmæli Þjóðfrels- ishreyfingar S-Víetnam. Fundirnar verða allir haldnir í Lindarbæ, niðri, og hefjast laugar- dagsfundirnir kl. 14,30, húsið opn- aðl4,00; fimmtudagsfundurinn hefst hins vegar kl. 20,30, en húsið opnað kl. 20,00. Kommúnistasamtökin hvetja alla verkamemx og aðra, sem vilja kynna sér starf og pólitík kommúnista bæði fyrr og nú.til að mæta á þessa fundi. Gerist áskrifendur aó RAUÐA FÁNANUM

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.