Stéttabaráttan - 14.03.1975, Síða 1

Stéttabaráttan - 14.03.1975, Síða 1
ORE/GAR ALLRA LANDA SAME/MST! Viðtal við Tran-Van An fulltrúa Námsmannasamtak- anna fyrir frelsun Suður-Víetnam USA og Saigon virða ekki Parísar samkomulagið GEGN ATVINNULEYSI OG VERÐ- BÓLGU-LÁTUM AUÐVALDID BORGA Hver er undirrót kreppunnar? Auðvaldið stendur í dag frammi fyrir geigvæn- legri kreppu sökum offramleiðslu og skipulagn- ingarleysis í framleiðslunni. Gróða undanfar- inna þensluára hefur verið komið fyrir í ýmis konar arðbærum fjárfestingum og nú þegar að kreppir eru auðmennirnir ekki á þeim buxunum að skerða á nokkurn hátt þennan gróða sinn, heldur á að bjarga gervallri borgarastéttinni, jafnt útflutningsatvinnuvegunum sem verslun og iðnaði á kostnað verkalýðsins. I gegnum gffurlegustu kjaraskerðingar sem enn hafa dun- ið yfir verkalýðinn á jafn skömmum tíma hafa borgararnir seilst í vasa hvers vinnandi manns og skert stórlega afkomu hans. Geir Hallgrfms- son og aðrir talsmenn borgarastéttarinnar tala um að þjóðin hafi lifað of hátt og nú sé kominn tfmi til að hætta öllu bruðli og herða f staðinn sultarólina. En spurningin er: Hverjir hafa bruðlað, og hverjum er ætlað að herða sultar- ólina ? SJA GREIN A BLAÐSIÐU 3 TRAN-VAN AN Fyrir skömmu voru hérlendis á vegum Víetnam-nefndarinnar og S-túdentaráðs Hl tveir fulltrúar námsmannasamtaka í Suður-Víet- nam sem vinna fyrir frelsun lands- ins. Megintilgangur ferðar þeirra hér, var að kynna ástandið í Suður-Víet- nam eins og það er nú - einnig áttu þeir viðræður við Einar Agústsson utanríkisráðherra um viðurkenningu íslensku rikisstjórnarinnar á BBS. Stéttabaráttan notaði tækifærið og hitti þá að máli. Stb: Hvað vilt þú segja lesendum okk- ar um ástandið f Suður-Víetnam nú? Tran: Astandið er þannig, að USA og Thieu brjóta sífellt Parísarsamkomu- lagið - og nú hefur Ford-stjórnin far- ið fram á aukna hernaðaraðstoð við Thieu-stjórnina, um 300 milljón doll- ara. Við verðum að hafa það í huga, að frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað hafa USA sent Saigon- stjórninni 800 flugvélar, 1100 skrið- dreka og önnur brynvarin farartæki, 800 fallbyssur, 200 tundurskeyta- báta, 1,5 milljðn lestir af skotfærum og 2 milljón lestir af eldsneyti. Og undir leiðsögn 25.000 bandarískra hernaðarráðgjafa sem leynast í borg- aralegum fötum hefur Thieu-stjórnin gert daglegar árásir á frelsuðu svæðin og daglega framkvæmir hún s.k. friðunaraðgerðir, þ.e. herinn smalar saman fólkinu sem býr á mörkum yfirráðasvæðanna og setur það í fangabúðir. Og nú biður Ford- stjórnin um aukið fjárframlag til þess að Thieu geti haldið áfram árás- um sfnum gegn alþýðu Suður-Víet- nam og gegn Bráðabirgðabyltingar- stjórn Suður-Víetnam. Tilgangur- inn er sá að tortíma frelsuðu svæð- unum og BBS og framkvæma ný-ný- lendustefnu Bandaríkjanna f Suður- Víetnam. I Suður-Víetnam er fleira að gerast - í þeim borgum sem eru á yfirráða- svæði Thieu-stjórnarinnar er sterk hreyfing gegn Thieu, sem er að áliti fbúanna í Suður-Víetnam verkfæri USA. Það er skráð í Parísarsátt- málann að öll lýðréttindi skulu vera tryggð í landinu. En nú er það þann- ig á yfirráðasvæði Thieu-stjórnar- innar, að lýðréttindi eru engin, blöð- in eru ritskoðuð og fólkið býr við fasíska ógnarstjórn. Það er af þess- um sökum sem alþýðan krefst þess að Thieu verði steypt, því að svo lengi sem Thieu er við völd mun stríðið halda áfram og fasfska ógnar- stjórnin verður áfram. Stb: Hvernig er ástandið á frelsuðu svæðunum ? Tran; Eins og ég sagði áðan gerir Saigonherinn stöðugar árásir á frels- uðu svæðin. Alþýðan á frelsuðu svæðunum gerir sitt fremsta til þess að endurreisa landið og bæta lífskjör sín. Mér er það mikil ánægja að geta skýrt ykkur frá því að hrís- grjónaframleiðslan á frelsuðu svæð- unum hefur nú náð því marki að nægja öllum íbúum þar. Við höfum á nýjan leik um það bil 2 milljónir hektara lands. A sama tfma ríkir skortur hjá alþýðunni á Saigon-svæðinu sök- um efnahagskreppunnar - og fjöldi fólks sveltur. A frelsuðu svæðunum hefur nú verið skipulagt menntakerfi og víðtæk heilbrigðisþjónusta, og nær hvorttveggja bæði til barna og fullorðinna. FRAMHALD A BAKSÍÐU. GEGN GERDARDÓMUM 0G VINNULÖGGJÖF AUÐVALDSINS Tillögur VSI til „úrbóta" á vinnulöggjöfinni: „SKERÐUM VERKFALLSRÉTTINN“ Eins og Stéttabaráttan hefur sýnt fram á í grein- um að undanförnu hyggjast fslensklr kapitalist- ar koma á breyttri vinnulöggjöf sem miðar að þvi að skerða lagalegna rétt verkalýðsins til þess að berjast fyrir bættum kjörum. Það er deginum ljósara að þessar fyrirætlanir auð- •valdsins eru nátengdar því ástandi sem nú rík- ir - yfirvofandi kreppa og stórkostleg skerðing á lffskjörum verkalýðsins. Með þessari nýju lagasetningu reyna íslenskir "vinnuveitendur" að bæta stöðu sína gagnvart verkalýðnum f komandi baráttu. SJA GREIN A BLAÐBlÐU 3 BURT MEÐ ASÍ BR0DDANA - LIFI SJÁLF STÆÐ SKIPULAGNING VERKALÝÐSINS Sérstæðar baráttuaðferðir ASI - broddanna E>ví verður ekki mótmælt að forystu ASf hefur farið fram á undanförnum árum á einu sviði - þjónkun hennar við borgarastéttina hefiir orðið liprari og undanslátturinn gagnvart árásum auðvaldsins hefur aukist. Nú er svo komið að ASÍ broddarnir eru farnir að sjá betur hags- muni auðvaldsins en sjálf borgarastéttin. SJA GREIN A BLAESlÐU 3 SLÍTIÐ SAMBANDINU VID SAIG0N - VIÐURKENNID BBS Einar Agústsson, utanríkisráð- herra, upplýsti þá Tran-Van-An og Huynh-Thai-Son um það, að það væri ófrávíkjanleg rcgla, að sú ríkisstjórn sem íslcnska ríkis- stjórnin tæki upp stjórnmálasam- band við, yrði að geta sannað raun- veruleg yfirráð sín yfir viðkomandi landi. Þessi ófrávíkjanlega regla hefur m. a. birst í því, að það liðu 21 ár frá því að kínverska alþýðu- lýðveldið var stofnað þar til að ís- lenska ríkisstjórnin fekk sönnur fyrir yfirráðum Kfnverja yfir eigin landi. Ennfremur hefur Saigon- leppunum, sem ráða yfir 1/5 Suð- ur-Víetnam, tekist að sanna yfirráð sín yfir landinu - en þessi ófrávíkj- anlega regla hefur þann einkenni- lega eiginleika að fylgja afstöðu Bandarikjanna gagnvart þessum löndumi Islenska rikisstjórnin hefur nýlega tekið upp stjórnmálasamband við leppstjórn bandarísku heimsvalda- stefnunnar í Saigon. Þessi aðgerð, sem var tilkynnt um svipað leyti og bandaríski herinn tilkynnti um auknar byggingar I Keflavíkurher- stöðinni, er beinn stuðningur við ný-nýlendustefnu bandarfsku heims- valdasinnanna. Astandið í Suður-Víetnam er nú þannig, að tveir þeirra aðila, sem undirrituðu Parísarsamkomulagið um frið í Víetnam, Bandaríkin og Saigonstjórnin, neita að virða sam- komulagið og gera allt til þess að reyna að brjóta á bak aftur þjóð- frelsisöflin, sem hafa alla tíð fylgt Parísarsamkomulaginu til fullnustu. 1 ljósi þessa ástands er það mjög mikilvægur liður til þess að raun- verulegur friður komist á í landinu, að allir aðilar haldi gerða samninga um frið. Ein leið til þess að skapa þrýsting á Bandaríkjastjórn og Thieu-klíkuna er fordæming al- menningsálitsins í heiminum á glæpaverkum þeirra. Ónnur leið er sú að berjast fyrir því, að sem flestar ríkisstjórnir viðurkenni Bráðabirgðabyltingarstjórnina (BBS) og stuðli þannig að því, að bandaríska stjórnin og leppur henn- ar einangrist á stjórnmálasviðinu. Nú þegar hafa 43 ríkisstjórniif við- urkennt BBS sem hinn raunverulega fulltrúa fólksins í Suður-Víetnam. Einnig má benda á það, að Parísar- samkomulagið, sem Bandaríkin undirrituðu, viðurkennir tilveru tveggja ríkisstjórna í Suður-Víet- nam. Það er því augljóst, að viður- kenning íslensku rfkisstjórnarinnar •stuðlar eingöngu að því að vinna gegn friði í Suður-Víetnam. Gagnvart þeim öflum hér á landi, sem vilja vinna að friði og styðja alþýðu Víetnam í frelsisbaráttu hennar, blasir því það verkefni að hefja öfluga baráttu fyrir jieirri kröfu, að ríkisstjórnin slfti sam- bandinu við Saigonleppa Bandaríkj - anna og viðurkenni BBS sem hinn eina rétta fulltrúa íbúa Suður-Víet- nam. -/hh Þegar stjórn BSRB lagði fram til- lögu til stjórnar ASl um sameigin- legan fund samtakanna - þá neitaði Björn Jónsson á þeirri forsendu að þaðgæti spillt samningavið- ræðum ASl broddanna við Vinnu- veitendasambandið. Sem sagt - fjöldafundur verkalýðsins og skrif- stofufólks truflar makkið hjá for- ystunni.

x

Stéttabaráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.