Stéttabaráttan - 14.03.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 14.03.1975, Blaðsíða 2
rcwi STÉTTABARÁTTAN 3.tbl. 14.3.1975 Leiðarinn er á ábyrgð miðstjórnar KSML Víetnamhreyfingin og ástandið í Indókina Astandið í Indókína hefur skerpst mjög á undanförnum mánuðum. I Víetnam hafa herir ÞFF (Þjóðfrels- isfylkingarinnar) sótt fram og unnið mikla sigra, bæði í ðshólmum Mek- ongfljótsins syðst í landinu og eins í héruðunum norður og vestur af höfuðborginni Saigon. Tvö ár eru nú liðin síðan Parísarsamþykktin um vopnahlé í Víetnam var gerð, en stríðið hefur haldið óslitið áfram. Fyrsta ár vopnahlésins einkenndist af síendurteknum vopnahlésbrotum Thieu-klíkunnar og örvæntingarfull- um tilraunum Saigon-hersins til að ráðast inn á frelsuðu svæðin og brjóta uppbyggingu þeirra á bak aft- ur. ÞFF snerist til varnar gegn vopnahlésbrotum Saigon-stjórnar- innar og 15. okt. 1973 hófu þjóð- frelsisherirnir gagnsókn vfða um landið. Síðan ÞFF hóf að svara á- rásum og vopnahlésbrotum Thieu- klíkunnar hefur herjum alþýðunnar orðið mikið ágengt. A sama tíma sem afturhaldið í Saigon hefur beð- ið mikið afhroð á vfgvöllunum, hefur ólgan meðal alþýðunnar í Saigon aukist gífurlega. Skipulagðar mót- mælaaðgerðir menntamanna, búdda- trúarmanna og annarra hluta hins svokallaða "þriðja afls" í Saigon hafa færst mjög í vöxt, en verið mætt af brynvörðum lögreglusveitum og ofsóknum. I raun og veru hefur bandaríska heimsvaldastefnan aðeins um tvennt að velja, eins og sendi- fulltrúi Bráðabirgðabyltingarstjórn- ar S-Víetnam, Tran Van An, lýsti yfir í fjölmiðlum hérlendis fyrir skömmu. Annað hvort að hverja al- gert stríð aftur og veita Saigon- stjórninni allan herstyrk sem unnt er, eða að gefa sigurvomna fullkom- lega upp á bátinn. Framsókn vfet- nömsku alþýðunnar verður ekki heft af spilltum herjum Saigon-stjórnar- inna* og alger stríðsþátttaka banda- rísjti heimsvaldastefnunnar myndi aðeiJB draga sigur ÞFF á langinn og aukd hörmungar og eyðileggingu strí>sins, sem nú hefur staðið sam- fellt í 15 ár. Stuðningur við víetnömsku alþýðuna er mikilvægt verkefni fyrir kommún- ista Afstaða KSML til stuðningsstarfsins við baráttu víetnömsku alþýðunnar, einkenndist alveg frá stofnun sam- takanna og fram á s.l. haust af ein- angrunarstefnu. I stað þess að styðja baráttuna skilyrðislaust og með það fyrir augum að ná sem allra víðustum stuðningi og samúð með málstað ÞFF, litu KSML á baráttu víetnömsku alþýðunnar sem vogar- stöng fyrir eigið starf hér á íslandi. Lengst gekk þessi einangrunarstefna er KSML gáfu út aukanúmer af Stétta- baráttunni sem fjallaði sérstaklega um Víetnam í ársbyrjun 1973. Þar var raunverulega ráðist gegn Víet- namnefndinni á Islandi og KSML komu fram sem sundrungarafl. En eftir að samtökin gerðu upp við einangrunarstefnu lítils hóps innan samtakann í afstöðunni til verkalýðs- félaganna og fjöldastarfsins, var aí- staðan til víetnam-starfsins einnig tekin til gagnrýni og lagfærð. KSML hafa nú gerst aðilar að íslensku Víet- nam-nefndinni og stefna samtakanna er að vinna að eflingu stuðnings- starfsins á skilyrðum víetnömsku alþýðunnar sjálfrar. Vígorðið: "Með baráttu okkar hér - stétt gegn stétt - styðjum við alþýðu Víetnam" sem samtökin störfuðu áður undir, er al- rangt og einangrunarsinnað. Stuðn- ingur íslenskra kommúnista við bar- áttu víetnömsku alþýðunnar má ekki takmarkast við þröngsýni eða eigin- hagsmuni, hann verður að vera eins víðtækur og mögulegt er. í slíku starfi geta kommúnistarnir einnig vænst árangurs í starfinu að flokks- byggingunni, þvf fjöldahreyfing til stuðnings við Víetnam verður öflug- ur hlekkur í skólun og skipulagningu íslensks verkalýðs og vinnandi al- þýðu. Baráttan f Kambódfu og starf fslensku Vietnam-nefndarinnar I Kambódíu hafa þjóðfrelsisöflin auk- ið hernaðaraðgerðir sfnar að undan- förnu og umkringt höfuðborgina Pnom Perh algerlega. Vistaflutn- ingar bandarísku heimsvaldasinnanna hafa verið stöðvaðar í bili, bæði skipalestirnar sem sigldu eftir Mek- ongfljótinu og eins loftbrúin frá Thailandi og S-Víetnam. Lon Nol- klíkan sem hefur verið svipt hern- aðaraðstoðinni frá USA og veldi hennar er mjög fallvalt. Eins og ástatt er, virðist aðeins tfmaspurs- mál, hvenær alþýðuherirnir brjóta varnir stjórnarhersins á bak aftur og leggja borgina undir sig. Sigrar kambódfsku alþýðunnar er mikilvæg- ur áfangi f baráttunni gegn banda- rfsku heimsvaldastefnunni, ekki ein- ungis fyrir alþýðu Indókfna heldur einnig fyrir alþýðu alls heimsins. Það er skylda íslenskra kommún- ista og andheimsvaldasinna að styðja þessa baráttu sem þeim er framast unnt. Islenska Víetnam- nefndin verður að láta úrslitaþýðingu þjóðfrelsisherjanna gegn leppstjórn Lon Nols til sín taka og hefja öflugt útbreiðslu- og uppfræðslustarf um þjóðfrelsisbaráttuna í Indókfna. I rauninni mega verkefni Víetnam- nefndarinnar aldrei takmarkast við Víetnam eingöngu. Þvert á móti verður nefndin að vinna að því að breikka grundvöllin fyrir starfi sfnu og vfkka samstöðuna við þjóðir alls þriðja heimsins. Sköpun Samfylk- ingar gegn heimsvaldastefnu og fas- isma á Islandi, er verkefni sem ., ekki aðeins kommúnistar ættu að láta til sín taka, heldur einnig and- heimsvaldasinnaðar hreyfingar eins og Vfetnam-nefndin. Vissulega get- ur Víetnam-nefndin ekki breyst í slfka Samfylkingu gegn heimsvalda- stefnu og fasisma, en henni ber skylda til þess að vinna að því markmiði að slfk samfylking skapist og verða jafnframt mikilvægur og leiðandi hlekkur í henni. 10/3. STUÐNINGSDEILD KSML STOFNUÐ A AKUREYRI Laugardaginn 1. mars héldu KSML kynningarfund á Akureyri. Um 40 manns sóttu fundinn sem haldinn var á heimavist Menntaskólans. Um- ræður urðu allmiklar eftir kynningar- r æðurnar. Síðan Akureyrardeild KSML klauf sig frá samtökunum s.l. sumar, hafa samtökin unnið að endurupp- byggingu kjarna á Akureyri og orðið allvel ágengt. Föstudaginn fyrir kynningarfundinn seldu 6 meðlimir og stuðningsfólk samtakanna Stétta- baráttuna ígötusölu og seldust um 40 eintök. Námsstarf er aftur hafið og sunnudaginn 2. mars var stofnuð Stuðningsdeild KSML á Akureyri. Þrátt fyrir að klofningsstarfsemi klíkunnar kringum Guðmund Sigur- jónsson hafi eyðilagt allt starf sam- takanna fyrir kommúnismann á Akur- eyri í sumar sem leið, hefur þrótt- mikið starf nú hafist að nýju. Samtímis sem hópurinn kringum Guðm. hefur minnkað og misst ítök sín, hefur starf KSML á Akureyri eflst og breiðst út. Hin nýstofnaða stuðningsdeild mun halda baráttunni fyrir kommúnískum flokki áfram, þar sem klfkan kringum Guðm. sveik. Hið tímabundna starfsleysi KSML sem stafaði af svikum fyrrverandi Akureyrardeildar samtakanna er dýrmæt reynsla fyrir KSML í starf- inu fyrir uppbyggingu kommúnísks flokks. Það sýnir að einstakir ó- sigrar megna ekki að eyðileggja starfið fyrir kommúnismann til lengdar, hann rís alltaf upp aftur, rfkari af reynslu og styrkari en áð- ur. Við fögnum stofnun stuðningsdeildar á Akureyri. Það er merkur áfangi í þróun samtakanna, þar sem þunga- miðjan í starfinu norðanlands hlýtur að vera í þessari iðnaðarmiðstöð norðurhluta landsins. Reynslan af ósigrum jafnt sem sigr- um í stéttabaráttunni er nauðsynleg og rétt mat á mistökum eða árangri liggur til grundvallar í uppbyggingu by ltingar flokks ins. Endurnýjun starfsins á Akureyri sannar, að mótlæti og mistök KSML megna ekki að brjóta á bak aftur þann sanna baráttuanda sem einkenn- ir raunveruleg kommúnísk samtök. Lærum af stéttabaráttunni og gerum gerum þekkingu okkar að vopni til flokksbyggingar! 8.mars-alþjóðlegur bar- áttudagur verkakvenna Kommúnistasamtökin m-1 héldu 8. mars, alþjóðlegan baráttudag verka- kvenna, í heiðri með almennum fundi í Lindarbæ. A fundinum flutti félagi Halldóra Gísladóttir ávarp, þar sem hún rakti sögu, dagsins. Eftir heims- styrjöldina fyrri hafa engir aðrir en kommúnistaflokkar heimsins og sósíal- fsku rfkin haldið þennan dag hátíð- legan og því hefur hann legið í lág- inni langa hríð hér á íslandi. Halldóra sagði, að Kommúnistasamtökin hefðu f hyggju að halda 8. mars á lofti og taka upp baráttuna fyrir frelsun kvenna og eggjun þeirra til byltingar- starfsins, þar sem starfið meðal kvenna og aróður meðal þeirra fyrir sósíalísku byltingunni væri geysi- mikilvægur hluti uppbyggingar þess kommúníska flokks, sem KSML hefðu einsett sér að framkvæma. Þá tók fél. Omar Harðarson til máls. Hann tók í fyrsta lagi fyrir hvernig bæri að líta á kvennamálin svokölluðu. Hann lagði áherslu á, að ekki ætti Hann lagði áherslu á, að ekki mætti slíta baráttuna fyrir frelsun kvenna frá allsherjarstéttabaráttu verkalýðs- ins fyrir völdunum og gegn auðvald- inu. Þannig vísaði hann á bug þeim "feminisma" sem ríkjandi hefur verið í umræðunum um kvennamálin, þótt það þýddi alls ekki, að gleyma mætti þrælkun kvenna á heimilinum. Þá tók Omar fyrir hinar ýmsu afstöður sem uppi eru í þjóðfélaginu með tilliti til kvennastarfsins, hin borgaralega, smáborgaralega og afstaða verkalýðs- ins. Sýndi hann fram á, að verkalýðn- um einum væri fært að skapa þær að- stæður, sem að lokum myndu leiða til frelsunar kvenna frá arðráni og frá heimilisþrælkun. Að lokum gerði Ömar grein fyrir þeim hugmyndum sem samtökin hefðu um starfsemina meðal kvenna, hvernig nauðsynlegt væri að berjast fyrir myndun fjölda- samtaka, sem rækju skipulegan árðð- ur fyrir sósíalismanum meðal kvenn- anna og yrðu þannig stökkpallur yfir í hina almennu fjöldahreyfingu verka- lýðsins til sósíalísku byltingarinnar. Kjörðorð samtakanna yrði að vera: An kvenna - engin raunveruleg fjölda- hreyfing. Þá flutti fél. Kristján Guðlaugsson tvo frumsamda baráttusöngva við góð- ar undirtektir fundargesta. Loks las fél. Skúlfna H. Kjartansdótt- ir upp úr frásögn af þróun kvenna- hreyfingar kínverska kommúnista- flokksins, hvernig höfuðatriðið hefði ætíð verið að tengja kvennastarfið við höfuðverkefni kínversku alþýðunnar hverju sinni, þ.e. baráttuna fyrir lausn höfuðmothverfu þjððfélagsins hverju sinni. Almennar umræður fóru fram í lok fundarins. Þar var einkum rætt út frá andstæðunum milli "feminisma" og sósíalisma, hvernig kvennaverk- fallið tfttrædda stuðlaði að sundrungu meðal verkalýðsstéttarinnar með því að etja verkakonum gegn verkakörlum, einangra baráttu verkakvenna frá baráttu verkalýðsins í heild. Þó nokkrir tóku til máls í þessum um- ræðum. í heildina séð tókst þessi fundur vel. Eins og fundarstjóri, fél. Sigurður Jón Olafsson, sagði er hann sleit fundi, þá standa vonir til að fundurinn verði til þess að marka upphafið að virkri, sósfalfskri fræðslu- og út- breiðslustarfsemi meðal vinnandi kvenna. Það, hvernig tókst til, sýnir að þær vonir eru ekki falsvonir. Umræðufundir Verðandi um stjórnlist íslensku byltingarinnar Endurskoðunarstefna og trotskismi Alþýðubandalagið kynnti stefnu sína með þeim hætti, að afneita bæði stjórnlist lenfnista og byltingarstefnu þeirra, og þingræðislegum umbótum sósíaldemókrata. Að hætti nútíma endurskoðunarsinnanna í Kreml, tal- að fulltrúi þess um "þriðju leiðina," sem hvorki fólst í byltingu eða um- bðtum. Rakti hann ítarlega þau markmið AB-forystunnar, að taka stofnanir hins borgaralega rfkisvalds innan frá með tilstyrk atkvæða og umbóta, en varð svarafátt þegar honum var bent á, að AB-forystan sæti nú þegar f flestöllum stofnunum borgaralega rfkisvaldsins, í banka- ráðum, í rfkisnefndum o.s.frv. Þess ari gagnrýni valdi hann að skjóta sér hjá, enda hefði hann ella orðið að viðurkenna samruna Ab-forystunnar og verkalýðsforkólfanna við borgara- lega rfkisvaldið og hagsmunasamtök kapitalistanna. A kappræðufundinum á sunnudaginn var, var Þröstur loks svo aðþrengdur, að hann valdi að þegja um vandamál vinstri hreyfing- arinnar og var sem allur vindur væri úr honum í lok fundarins. Mál- flutningur Þrastar og einnig fulltrúa Fylkingarinnar, einkenndist af árás- um á kommúnlsmann, hinar hetjulegu byltingar alþýðunnar í Sovétrfkjun- um undir stjórn Leníns og Stalíns og alþýðunnar í Kína. Báðir þessir að- ilar tóku undir árásir Morgunblaðs- ins á Alþýðulýðveldið Kína og sósíal- ismann í Sovétrfkjunum á dögum Stalíns. Annað sameiginlegt einkennl þessara samtaka, var að hvorugt hefur fastmótaða stefnuskrá eða stjórnlistaráætlun fyrir íslenska verkalýðsstétt. Bæði Þröstur og full- trúi Fylkingarinnar játuðu, að stefna þeirra væri ekki til, heldur "í deigl- unni," eins og þeir komust að orði. Þrátt fyrir áratuga starf beggja þess- ara samtaka, hefur hvorugt þeirra enn megnað að leggja fram stefnu og starfsáætlun fyrir framkvæmd verka- lýðsbyltingarinnar á Islandi, AB vegna endurskoðunarstefnu sinnar og fjandsemi við byltingarsinnað starf yfirleitt, en Fylkingin vegna smá- borgaralegs vingulsháttar og tvístfg- anda í öllu starfi og stefnu. KSML og byltingarstefna þeirra RAUÐI FANINN, 3-4 tbl. 1974 er komið út. Mikill dráttur hefur orðið á útkomu þessa eintaks, og eru á- skrifendur og aðrir lesendur beðnir velvirðingar á því. Meðal efnis þessa tölublaðs er: Um rfkisgerð auðvaldsins og stjórn- unaraðferðir borgarastéttarinnar. Ber kommúnistum að starfa innan afturhaldssamra fagfélaga ? Um fræðilegu baráttuna í Kína. Tvær greinar Maos Tsetungs: Endurbætum námsstarf okkar, og Berjumst gegn frjálshyggjunni. Auk þess niðurstöður umræðna um skipulagsmál o. fl. STÉTTABARATTAN 3. tbl. 4. árg. 14. mars 1975. Utg. Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Reykjavfk Sími: 27 800 Ritstj. og ábm. Hjálmtýr Heiðdal Fulltrúi KSML lagði hins vegar fram fastmótaða stjórnlistaráætlun, sem skýrði nákvæmlega út þróun íslenska þjóðfélagsins og stéttanna í því og Hafió samband við KSML Akureyri: Stuðningsdeild KSML Ragnar Baldursson, Stórholti 1. Eskifjörður: Umboðsmaður er Emil Bóason, Hátúni, sfmi 6138. Hafnarfjörður: Fulltrúi KSML er Fjóla Rögnvaldsdóttir, Vitastíg 3. Hellissandur; Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Húsavfk: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ölafs- son, Uppsalavegi 21. Isafjörður: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Agnar Hauksson, Tangagötu 20, sfmi 3651. nvaða leiðir væru þær einu réttu til að framkvæma sósíalíska byltingu á Islandi. Gagnstætt AB og Fylkingunni hélt fulltrúi KSML fram forystuhlut- verki verkalýðsstéttarinnar fyrir allri vinnandi alþýðu í baráttu hennar gegn íslensku auðvaldi og sérstaklega ein- okunarauðvaldinu. Þá lagði fulltrúi KSML sérstaka á- herslu á uppbyggingu forystuafls fyrir stéttabaráttu verkalýðsins - kommún- istaflokks. Hann tók skýrt fram, að markmið KSML er að sameina aíla marxista-lenínista á Islandi í kommún- istaflokk sem veita mun verkalýðs- stéttinni forystu í gervallri baráttu hennar hvort sem um er að ræða •varnarbaráttu verkalýðsins gegn kjara. skerðingum og lýðræðisskerðingum auðvaldsins innan ramma kapitalism- ans, eða skipulagningu og skólun stéttarinnar fyrir stjórnlistarmark- mið hennar - afnám arðránskerfis auðvaldsins á Islandi. Ennfremur varði fulltrúi KSML bestu hefðir íslensks verkalýðs, á kreppu- árunum undir forystu Kommúnista- flokks Islands, og sósíalísku uppbygg- inguna í Kína í dag og f Sovétrfkjun- um á tímum Leníns og Stalíns, meðan þau voru enn sósíalísk, gegn árásum trotskistanna í Fylkingunni og endur- skoðunarsinnanna í AB. Þessir fundir leiddu í ljós, að endur- skoðunarstefna AB og trotskismi Fylkingarinnar á ekkert erindi annað til verkalýðsins en að þjóna borgara- stéttinni. Sagan hefur sannað, að einungis marxisminn-lenínisminn get- ur leitt sðsíalíska byltingu verkalýðs- ins til sigurs yfir auðvaldinu og þjóð- félagsháttum þess. KSML eru þau samtök, sem lengst eru komin f upp- byggingu kommúnfsks flokks á Is- landi og allir þeir sem raunverulega vilja vinna að málstað verkalýðsbylt- ingarinnar á Islandi verða óhjákvæmi- lega að fylkja sér undir merki marx- ismans-lenínismans og berjast með kommúnistunum í KSML fyrir sköpun raunverulegs kommúnistaflokks. Að lokum viljum við þakka Verðandi, félagi róttækra stúdenta, fyrir þetta framtak. Umræður um starf og stefnu vinstri hreyfingarinnar á Is- landi hafa nánast verið engar á opin- berum vettvangi. Við erum sannfærð um, að róttækir stúdentar munu fylkja sér um málstað verkalýðsins á Is- landi og undir merki marxismans-len- ínismans í framtíðinni. Olafsvfk: Stuðningsdeild KSML, Mattl hias Sæmundsson, Hjarðartúni 10. Neskaups taður: Stuðningsdeild KSML, Magnús Sæmundsson, Urð- arteig 21. Reykjavfk; KSML, Skðlastræti 3 eða pðsthólf 1357, sími 27 800. Siglufjörður: Söluturninn, Aðalgötu, er með umboðssölu fyrir Stéttabar- áttuna og Rauða fánann. Stykkishðlmur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Ölafur Þ. Jóns- son, As. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Einar Jðnsson, Sðlvallagötu 40e, Keflavfk. ÞorlákBhöfn: Fulltrúi KSML er Halldðr Grönvold, Oddabraut7.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.