Stéttabaráttan - 14.03.1975, Blaðsíða 3

Stéttabaráttan - 14.03.1975, Blaðsíða 3
FRAMHALD AF FORSlÐU „SKERÐUM VERKFALLS RÉTTINN“ Að mati Vinnuveitendasambandsins (VSl) er núverandi vinnulöggjöf úr- elt - sérstaklega sökum þess að "annan aðalaðila vinnumarkaðarins (ASl - innsk./hh) skortir fullnægj- andi miðstjórnarvald" (Vinnuveitand- inn, málgagn VSl, 2. tbl. 75, bls. 13). Traust þeirra gagnvart hinni mútuþægu ASÍ-forystu er nú svo mik- ið að þeir vilja lögfesta alræði henn- ar yfir öllum verkalýðsfélögum landsins. Eins og skýrt var frá I grein STETTABARATTUNNAR (11/ 12. tbl. 74, bls. 3) liggur fyrir Al- þingi þingsályktunartillaga um að lögfest verði bein yfirstjórn ASI- broddanna á verkalýðshreyfingunni - eins og að vænta mátti hefur VSl lýst fullum stuðningi við þessa til- lögu. Ennfremur hefur VSl lagt fram tillögu I fastanefnd VSl og ASl um samvinnu þessara aðila til "að snfða verstu vankantana af vinnulög- gjöfinni" (Vinnuv. 2. tbl. 75) Fleiri spil á hendi En VSl hefur fleiri spil á hendi I þessu máli. Fari svo að ASl-foryst- an fallist ekki á tillögur VSl - en sá möguleiki er fyrir hendi ef mikillar ólgu gæti innan ASl-félaganna og svikráð ASÍ-broddanna yrði of aug- ljóst ef þeir féllust á tillögu VSl - þá vill VSl koma á lögum sem jafnvel svipta ASl-broddana réttinum til að hafa áhrif á gerð vinnulöggjafarinnar. Orðrétt segir I málgagni VSI, Vinnu- veitandanum (leiðari 2. tbl. 75): "... en sýni það sig, að aðilar (VSl- ASl - innsk. /hh) nái engu samkomu- lagi, sem gagn er I, er ljós enn meiri þörf breyttrar vinnulöggjaf- ar" (mín undirstr./hh). Þ. e. a. s. ef einhver setur sig á móti þá sé augljós þörf að gera lögin þannig úr garði að mótmæli gegn breytingum verði ólögleg! Hvernig á að berjast gegn þrælalög- um afturháldsins ? Það er augljóst að allar tillögur um "betrumbætur" á vinnulöggjöfinni af hálfu VSÍ miða að því að skerða verkfallsréttinn hjá verkalýðnum. Verkfallsrétturinn er eitt helsta vopn verkalýðsins til að geta barist fyrir bættum kjörum - öll skerðing þessa vopns hefur því I för með sér versn- andi vígstöðu hans. Það skyldi þvf engan undra þótt auðvaldið sæki þetta mál af meiri hörku nú þegar fram- undan eru harðnandi átök milli stétt- anna, allt eftir því sem kreppan dýpkar. Það er hlutverk allra þeirra aðila innan verkalýðshreyfingarinnar sem í rauninni vilja berjast gegn stétta- samvinnunni að hefja öfluga baráttu til þess að gera verkalýðnum ljóst hvað stendur fyrir dyrum. Frum- kvæðið I þessu máli mun ekki koma frá æðstu broddum ASl, undansláttur uppkeyptu "foringjanna" verður í þessu máli sem öðrum á kostnað verkalýðsins. Eitt mikilvægasta atriðið til þess að geta barist með árangri gegn tilraunum auðvaldsins til að gera vígstöðu verkalýðsins verri er því að berjast gegn upp- keyptu broddunum innan verkalýðs- hreyfingarinnar þvf þeir eru útsend- arar auðvaldsins. Verkafólk. Lam til baráttu undir vígorðunum: OEGN GEREIADÖMI OG VINNULÓGGJÖF AUÐVALDSINS. -/hh Hér eru samankomnir allir helstu talsmenn fslenskra kapitalista. Stuðning- ur þeirra við þær breytingar á vinnulöggjöfinni sem nú stendur fyrir dyrum eru ótvíræður vottur þess hvert þær breytingar stefna. Mennirnir eru frá vinstri: Olafur Jónsson framkv.stj. VSl, Jón H. Bergs forstj. Sláturfélags Suðurlands og form. VSl, Gunnar Guðjónsson form. Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna, Gunnar J. Friðriksson fyrrv. form. Félags fsl. iðnrekenda og eigandi margra fyrirtækja, Hjörtur Hjartar form. Verslunarráðs Islands og Kristján Ragnarsson form. Landssambands fsl. útgerðarmanna og fræg grátkerling. FRAMHALD AF FORSÍi Sérstæðar baráttuaðferðir ASÍ-broddanna Yfirlysing Björns Jonssonar eftir kjaramálaráðstefnu ASÍ í byrjun marsmánaðar tekur af allan vafa um það hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti - hann lýsti því yfir að ASl forystan myndi neita fullum bótum fyrir launaskerðingarnar undanfarið, ef þær væru boðnar á einu bretti. Ilann sagði að viðtaka "alls pakkans" í einu "gæti haft al- varlegar afleiðingar á sviði efna- hagsmála". Ilér stendur það svart á hvftu að Björn Jónsson hugsar eingöngu um hag borgarastéttarinnar - um afkomu efnahagskerfis hennar. Auðvitað rökstyðja ASl broddarnir afstöðu sína með því að stöðugt efna- hagslíf sé hagur verkalýðsins - en þessi afstaða sýnir aðeins fram á að þeirra ær og kýr eru að slá skjald- borg um efnahagskerfi auðvaldsins. Og allt þeirra starf samkvæmt þessari grundvallarforsendu hlýtur að miðast við að taka fulla ábyrgð á auðvaldsþjóðfélaginu og þar með komast þeir í öllu sínu starfi í ósætt- anlega andstöðu við verkalýðs- stéttina. Það hefur komið skýrt fram að undan- förnu hvar ASl broddarnir standa í baráttu verkalýðsins gegn kjara- skerðingum borgarastéttarinnar. Þrátt fyrir að hver aðgerðin á fætur annari hafi verið gerð af hálfu ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar , þá hafa ASl broddarnir setið á sínum rassi og makkað endalaust við þá aðila sem að kjaraskerðingunum standa. Eyru Björns Jónssonar, Eðvarðs Sigurðssonar o.fl. virðast sífellt opin fyrir alls konar langloku- tali um skattaívilnanir, láglauna- bætur o.s.frv. En hvaða gegn hefur verkalýðurinn, sem finnur kjör sín versna dag frá degi, af því að haus- inn á Birni Jóns og Co sé fylltur af tölum um afkomu þjóðarbúsins, skattabreytingar, láglaunabætur o.fl. ef ekkert er að gert til að berjast rauhæft gegn kjaraskerðingarsókn borgarastéttarinnar ? Nákvæmlega ekkert gagn! Og hvað bætir það stöðu verkalýðsins að þessir menn eru nú sestir að hjá sáttasemjara ríkisins - án þess að nokkrar kröfur 'hafi komið fram! Þjónkun ASI broddanna gagnvart auð- valdinu hefur nú náð svo langt að þeir leggja allt frumkvæði í hendur ríkisstjórnarinnar - þeir bíða enda- laust eftir þvf að hún geri eitt eða annað, jafnvel að hún "leysi" kjara- deiluna með lagasetningu. Þótt ASl broddarnir hafi verið aðgerðalausir, þá verður ekki það sama sagt um rlkisstjórnina. Hver aðgerðin á fætur annari hefur nú verið gerð til þess að ræna verkalýðinn - auka arð- ránið til muna. HVAÐ A AÐ GERA ? Gagnvart þessu ástandi verður verka- lýðurinn að snúast - með því að hefja sjálfstæða skipulagningu á vinnu- stöðunum fyrst og fremst. A meðan verkalýðs"foringjarnir" eru upp- teknir af því að rýna í skýrslur borg- aranna og ræða um láglaunabætur verður verkalýðurinn að hefja baráttu sem miðar að því að úthýsa þessum erindrekum borgarastéttarinnar innan raða verkalýðsins. Öll barátta með svona "herforingja" er fyrirfram töpuð - verkafólk! Fylkið ykkur undir vígorði: BURT MEÐ ASl - BRODDANA LIFI SJALFSTÆÐSKIPULAGNING VERKALYÐSINS! STÉTTABARÁTTAIM 3.tbl. 14.3.1975 rífim FRAMHALD AF FORSlÐU Hver er undirrót kreppunnar? Þegar borgaralegir hagspekingar eru að leita að einhverri leið til að út- skýra þá kreppu sem nú nálgast hrað- byri, er þeim vandi á höndum. Þeirra vandi liggur í því að finna útskýringu sem leynir menn raunverulegum or- sökum kreppunnar og firrir auðvald- ið ábyrgð á henni, um leið og hún réttlætir kjaraskerðingarnar. Margt hefur verið til reynt. "Kreppan er innflutt" sögðu jafnt Morgunblaðið og Þjóðviljinn, og reynt var að kenna hækkun á olíuverði um kreppuna á vesturlöndum. Þegar það reyndist haldlítið, var farið að tala um "vel- megunarkreppu", og að mati borgara- legu hagspekingaima og stjórnmála- mannanna var lausnin þar með komin. "Þjóðin hefur lifað um efni fram" segja blöðin í dag, og "það er kominn tími til að breyta um lífsvenjur. " Sú blekking sem nú er mest haldið á lofti er að kreppan sé íslenskum verkalýð að kenna, hann hafi gert þá reginskyssu að leyfa sér að reyna að lifa mannsæmandi lffi á launum sín- um, launum sem fenginvoru fyrir allt að 16 tíma strit á sólarhring. Þessi kenning er hrein fölsun. Hvaða verkamenn hafa bruðlað undanfarin ár ? Menn hafa kannski leyft sér að reyna að koma Jjaki yfir höfuð sér með að ráðast 1 byggingarframkvæmd- ir eða íbúðarkaup, eða menn hafa leyft sér þann munað að taka út sumarfríið sitt og nota það til að hvíla sig I stað þess að fá sér vinnu annars staðar? Að mati auðvaldsins er þetta bruðl og eyðslusemi. En þegar kafað er dýpra ofan í málin, sér maður að þessar kenningar eru fals, raunveru- legra orsaka kreppunnar er að leita allt annars staðar. Þeirra er að leita til sjálfs auðvaldsþjóðfélagsins, til stjórnleysisins í auðvaldsframleiðsl- unni. Það er offramleiðsla og of- framboð á sjávarafurðum og rányrkja á fiskistofnunum sem orsaka þessa kollsteypingu framleiðslunnar. I sðkn sinni eftir hámarksgróða hefur borgarastéttin farið út f gífurlega uppbyggingu á framleiðslutækjum svo sem skuttogarakaupin og uppbygg- ing frystihúsanna ber vitni um. Þeg- ar svo gífurlegt fjármagn er bundið í framleiðslutækjunum kemur það fram hjá borgurunum sem rekstrarfjár- skortur, og til að tryggja gróða sinn fara þeir þá leið að framkvæma kjara- skerðingar. Aðrir hópar borgarastéttarinnar, svo sem stórkaupmenn, heildsalar, verk- takar og iðnrekendur hafa grætt gífur- lega undanfarin ár, en þeir hafa fjárfest gróðann í arðbærum fyrir- tækjum. Þegar dregur úr þenskumi vilja þeir ekki láta krónu gróðans út til að "rétta við halla þjóðarbúsins" heldur taka undir í kor með fjár- málaauðvaldinu: "Látum verkalýðinn borga." Hver er tilgangur efnahagsráðstafan- anna? Þær efnahagsráðstafanir sem ríkis- stjórnin hefur þegar staðið fyrir eru: Tvær gengisfcllingar á innan við 9 mánaða tfmabili, hækkun óbeinna skatta, frysting kaupgreiðsluvfsitölu og greiðslu launajöfnunarbóta, hækk- un á allri opinberri þjónustu - raf- magni, hita, afnotagjöldum útvarps og sjónvarps, síma o.þ.h., hækkun olíu- og bensínverðs, hælckun sölu- skatts og þannig mætti áfram telja. Ef skoðað er hverjum þessar efna- hagsráðstafanir koma til góða, má glögglega sjá hver á að herða sultar- ólina og hver ekki. Gengisfellingar og frysting kaupgreiðsluvísitölu og greiðslu launajöfnunarbóta koma öll- um atvinnurekendum til góða. Gengis- felling þýðir stórgróða fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina, og til að hafa kaup- mennina góða, er henni hleypt alger- lega út í verðlagið. Hækkun á olíu- og bensfnverði kemur aðeins niður á launþegunum, því í gegnum niður- greiðslur haekkar ekki olía til útgerð- arinnar. Þessar niðurgreiðslur koma annars vegar frá skiptahlut sjómanna beint (hlutur útgerðar stækk- aður, hlutur sjómanna minnkaður) og svo úr vasa alls almemiings, en til þess m.a. eru óbeinu skattarnir auknir. Allt verðlag í landinu hefur þotið iqip, og verðlag á matvælum og öðrum neysluvarningi hefur á tveggja ára tímabili haátkaðum 200-500%. All- ar þessar hækkanir, sem eingöngu koma niður á vinnandi alþýðu Islands, I koma meðan enn er í gildi verðstöðv- un f landinu. Það er staðreynd, að verðstöðvun hefur aldrei þýtt neitt annað en kaupstöðvun. Markmið heimar er að stöðva launahækkanir en | ekki að stöðva verðhækkanir. Til- gangur efnahagsráðstafananna er að- eins einn: Að seilast f vasa vinnandi alþýðu og veita peningunum beint f gróðahít auðvaldsins. Gervöll borg- arastéttin ætlar að velta öllum byrð- um sinnar eigin kreppu yfir á bök verkalýðsins. Já, það er sennilegt að Geir Hallgrímsson og Albert Guðmundsson herði sultarðlina! Eitt af því sem talsmenn borgaranna segja til réttlætingar kjaraskerðing- unum er, að einn tilgangur þeirra sé að koma í veg fyrir atvinnuleysi. En það sér hver einasti verkamaður, að minnkandi kaupgeta, samdráttur í opinberum útgjöldum og útlánum banka, og offramleiðsla sem ber með sér sölutregðu og minnkandi markað leiðir aðeins til eins: Atvinnuleysis. Atvinnuleysið, þegar þúsundir verka- manna eru sviptir möguleikanum á að framfleyta sér, er stöðugur fylgifisk- ur auðvaldsins. Alltaf þegar skipu- lagsleysið í framleiðslunni leiðir til offramleiðslu er það úrræði atvinnu- rekenda að stöðva framleiðslutækin til að halda sínum hlut og fara ekki á hausinn. I dag berast stöðugt frétt- ir um aukið atvinnuleysi í nágranna- löndunum, og hér heima fer yfirvinna stöðugt minnkandi og sums staðar hefur hún verið algerlega tekin af, og felst í því ein kj araskerðingin enn, og allt stefnir í átt til fjöldaatvinnu- leysis. Verkamenn, hefjum baráttu til varn- ar lífsviðurværi okkar! Látum at- vinnurekendur bera sína kreppu sjálfa!| íylkjum okkur undir kröfuna:GEGN VERÐBOLGU OG ATVINNULEYSI - lAtum auðvaldið borga! -/öi HVERSVEGNA NYTT UTVARPSRAÐ? Einn liður þeirrar hugmyndafræði- legu hervæðingar afturhaldsins á Is- landi er sú breyting sem gerð hefur verið á kjöri útvarpsráðs. Það frjálslyndisem fyrrverandi útvarps- ráð sýndi gagnvart dagskrá ríkisfjöl- miðlanna var meira en hið svarta afturhald gat þolað - enda Kta þeir á þessa fjölmiðla sem tæki til að inn- ræta alþýðunni borgaralegar hug- myndir. Þessi staðreynd kom m. a. vel fram í þeim ummælum Guðmund- ar H. Garðarssonar alþm. Sjálfst. fl. þegar málið var rætt á þingi. GHG lýsti þvi yfir að frjálslyndi fyrrver- andi utvarpsráðs hafi leitt af sér sósialískan áróður yfir alla þjóðina. GHG sagði að allri heilbrigði þjóðar- innar væri voði búinn af þessu og tími væri kominn til að mynda varn- arlið I kringum andlegt heilbrigði þjóðarinnar. I málflutningi borgarablaðanna og menntamálaráðherrans í þessu máli hefur verið reynt að láta líta svo út fyrir sem þessi ákvörðun um að losa sig við fyrrverandi útvarpsráð væri allsekki gerð af pólitískum á- stæðum - þetta væri bara "eðlileg" lagfæring. En ummæli Morgunblaðs- ins ættu að taka af allan vafa um til- ganginn: "Þeir, sem í raun og veru bera á- byrgð á því, að frumvarpið er fram komið og breyting talin nauðsynleg, eru þeir menn, sem skipað hafa meirihluta útvarpsráðs síðustu þrjú árin og hafa misnotað það vald, sem þeim var fengið með kjöri þeirra í útvarpsráði" (Leiðari Mbl. 11.12.74). Þessi misnotkun valdsins er einmitt sú viðleitni meirihluta fyrrv. út- varpsráðs að starfa samkvæmt út- varpslögunum - en þar segir í 3. gr: "Það (útvarpið, okkar innsk.) skal kappkosta að halda uppi rökræðum um hvers konar málefni, sem al- menning varða, á þann hátt, að menn geti gert sér grein fyrir mis- munandi skoðunum um þau." Það skortir ekki fögur orð á pappír-l num - en í veruleikanum er lýðræði borgarastéttarinnar aðeins miðað við stéttarhagsmuni hennar og ekki ætlað til brúks fyrir stéttarhags- muni verkalýðsins, I hverju fólst þessi hræðilegi sósíal- | íski áróður? Eftir því sem næst verður komist eru það kynningar á löndum eins og Austur-Þýskalandi, Kína, Kúbu o.fl. Einnig var hin fræga dagskrá stúdenta á 1. des. sósíalísk skvetta framan í andlit Fjallkonunnar. Og ekki má gleyma henn Olgu Guðrúnu sem las sögu um arðrán og baráttu verkalýðsins gegn því. Allt þetta skal nú stöðva - það samrýmist ekki lýðræði borgara- stéttarinnar að sjónarmið verkalýðs- | stéttarinnar komi fram I opinberum fjölmiðlum. Börnin eiga að heyra biblíusögur, 1. des. skal fjalla um hið stórkostlega stéttlausa íslenska þjóðfélag. I útvarpinu skal ríkja röð og regla. -/hh Lýðræði borgarastéttarinnar i framkvæmd STÉTTABARÁTTAN- NÝ DAGSBRÚN OG NEISTI GERD ÚTLÆG ÚR RÍKISÚTVARPINU! Frá s.l. áramótum hefur Ríkisútvarpið útilokað STÉTTABARATTUNA, NYJA DAGSBRtJN (málgagn Sósíalistafél. Reykjavíkur) og NEISTA(mál- gagn íylkingarinnar) frá þeim dagskrárlið er nefnist leiðaralestur lands- málablaða og fluttur er á mánudagsmorgnum. Forsaga málsins er sú að öll hafa þessi blöð hlotið viðurkenningu út- varpsráðs sem fullgild s.k. lands- málablöð. Samkvæmt ákvörðun út- varpsráðs skal lesa úrdrátt úr öllum þeim blöðum sem teljast vera lands- málablöð. En framkvæmdin, sem er í höndum Guðmundar Jónssonar dagskrárstjóra og Gunnar Eyþórssonar fréttamanns, hefur verið slnc, að bæði ákvörðun útvarpsráðs og útvarpslögin hafa verið hundsuð. Hvað varðar Stéttabaráttuna - sem hlaut samþykki útvarpsráðs 10. apríl 1973 - þá hafa á síðasta ári aðeins verið lesnir 6 leiðarar af 12. Sú ákvörðun að stöðva alveg lestur- inn, ekki aðeins Stéttabaráttunnar heldur einnig Nýrrar Dagsbrúnar og Neista, hefur verið rökstudd af hálfu Gunnars Eyþórssonar (sem hefur umsjðn með þessum dagskrár- lið) með þvi að KSML gæfu nú út tvö málgögn (Öreigami og Stéttabar- áttuna). Þessi furðulega röksemd er hre in vitleysa - í fyrsta lagi vegna þess að útgáfa Óreigans er KSML algjörlega óviðliomandi - I ----------------------------------1 dfáttijT úr.jA-gr. utyapaslaganna; . Það skal kappkosta að halda uppi rökræðum um hvers konar málefni, sem almenning varða, á þann hátt, að menn geti gert sér grein fyrir mismunandi skoðunum um þau... Það skal miða við fjölbreytni íslensks þjóðKfs, svo og við þarfir og óskir minni hluta sem meiri liluta... Ríkis- útvarpið skal í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallar- reglur. Það skal virða tjáningar- frelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum... öðru lagi vegna þess að aðrir stjórn- málaflokkar gefa út mörg blöð sem njðta öll fullra réttinda í umræddu máli - og f þriðja lagi er erfitt að sjá ástæðuna fyrir því að stöðva Nýja Dagsbrún og Neista þó svo að KSML færi að gefa út tvö málgögn. Gunnar Eyþórsson lýsti því yfir í þessu sambandi að til stæði að breyta skilgreiningunni á orðinu landsmálablað, en jafnframt tekur hann ásamt útvarpsstjóra (sem ber ábyrgðina) til við að beita þessari nýju skilgreiningu (sem virðist þýða það að blöðin verði að vera gefin út á landsbyggðinni) nú þegar - í blóra við útvarpsráð og útvarpslögin. Hvað sýnir þetta? Þessi aðgerð er enn ein sönnun þess að borgaralega lýðræðið er fyrir borgarastéttina og aðeins til mála- mynda fyrir verkalýðinn. Lýðræðis- reglurnar lfta vel út á prenti - en f framkvæmd fer glansinn af og hið sanna eðli birtist. Það sem veldur því að þessi blöð eru tekin út af dagskránni er afhjúpun þeirra á auð- valdsþjóðfélaginu, baráttan gegn stéttasamvinnu o. fl. - og það er engin tilviljun þótt Guðmundur Jóns- FRAMHALD A BAKSÍÐU.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.